Morgunblaðið - 23.12.2013, Page 48
48 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. DESEMBER 2013
VIÐTAL
Kolbrún Bergþórsdóttir
kolbrun@mbl.is
Sagnfræðingarnir Jón Þ. Þór og
Guðjón Friðriksson eru höfundar
ritverksins Kaupmannahöfn sem
höfuðborg Íslands, sem Hið íslenska
bókmenntafélag gefur út. Kaup-
mannahöfn var höfuðborg Ísland frá
miðri 15. öld og til 1. desember 1918
og er sú saga sögð í tveimur vegleg-
um og ríkulega myndskreyttum
bindum.
Spurður um tilurð verksins segir
Jón Þ. Þór: „Veturinn 2004 vorum
við Guðjón báðir úti í Kaupmanna-
höfn. Ég var að ljúka við ævisögu
Valtýs Guðmundssonar og hann að
efna í ævisögu Hannesar Hafsteins.
Við hittumst oft og eitt kvöldið borð-
uðum við saman á einu elsta veit-
ingahúsi borgarinnar sem Hafnar-
Íslendingar sóttu gjarnan fyrr á tíð.
Þá barst meðal annars í tal að eng-
inn staður í útlöndum hefur haft eins
mikil áhrif á sögu Íslands og Kaup-
mannahöfn. Allmikið hefði að sönnu
verið fjallað um Íslendinga í Kaup-
mannahöfn, ekki síst á 19. öld, en
það efni væri á víð og dreif og aldrei
hefði verið skrifuð heildarsaga
Kaupmannahafnar sem höfuðborgar
Íslands og þeirra gríðarlegu áhrifa
sem borgin hafði á íslenska sögu og
menningu í nærfellt 500 ár. Það væri
verðugt verkefni og kannski ættum
við að taka höndum saman um það.
Eftir að við komum heim ræddum
við málið áfram og ákváðum loks að
freista þess að gera hugmyndina að
veruleika. Við ákváðum að reyna að
afla sjálfir fjár til að koma verkefn-
inu, sem þannig yrði framtak okkar
tveggja og engra annarra, á kopp-
inn. Við vissum að þetta væri
margra ára verk og sömuleiðis að
hér heima væru engir sjóðir sem
hægt væri að leita til. Í Danmörku
er hins vegar löng hefð fyrir því að
öflugir sjóðir styrki verkefni eins og
þetta og þess vegna leituðum þang-
að. Í Höfn var okkur bent á að hafa
samband við Almenfonden, sem er í
eigu Mærsk-samsteypunnar. Það
gerðum við og skömmu síðar kom
Ove Hornby, þáverandi forstjóri
sjóðsins, sem reyndar er sagnfræð-
ingur, hingað til lands og hitti okkur.
Hann var afdráttarlaus og sagði:
„Við höfum vitaskuld efni á þessu og
finnst verkefnið áhugavert, en við
viljum ekki að það líti út eins og við
séum að kaupa söguritun. Þess
vegna verðið þið að koma með mót-
framlag frá Íslandi, jafnhátt og það
sem við látum ykkur fá. Við fórum á
fund Jóhannesar í Bónus og hann
spurði hvað Danirnir ætluðu að setja
mikið í þetta. Við sögðum honum það
og hann svaraði að bragði að hann
myndi leggja fram jafnháa upphæð.“
Gagnlegt samstarf og samvinna
Hvernig var verkaskiptingin milli
ykkar Guðjóns?
„Við skiptum á milli okkar efnis-
þáttum. Svo sátum við og skrifuðum
hvor fyrir sig en höfðum mjög nána
samvinnu. Þegar annar var búinn að
skrifa uppkast að kafla tók hinn við,
las, gagnrýndi og gerði tillögur um
breytingar. Það á ekki að sjást hvor
okkar skrifaði hvað. Þótt þetta verk
sé saga Kaupmannahafnar sem höf-
uðborgar Íslands þá er það í raun
samskiptasaga Íslands og Danmerk-
ur í liðlega fimm hundruð ár og að
vissu leyti saga Íslands frá ákveðnu
sjónarhorni. Við reyndum að taka
annan pól í hæðina en oftast hefur
verið gert. Saga Íslands hefur yfir-
leitt verið skrifuð innan frá, ef svo
má að orði kveða, menn hafa horft
frá Íslandi og út en við reynum að
horfa til Íslands. Við byrjum á því að
fjalla um Ísland í Kalmarsamband-
inu til að leggja áherslu á að allan
þennan tíma var Ísland hluti af
miklu stærra ríki. Kaupmannahöfn
var höfuðborg Íslands í nærfellt 500
ár. Reykjavík er búin að vera höf-
uðborg okkar í 95 ár.“
Fyrirfram mætti kannski ætla að
samskiptin hefðu verið mikilvægari
fyrir Ísland en Danmörku. Var það
þannig?
„Já og nei. Danir þáðu margt af
Íslendingum og Ísland skipti Dani
gríðarlegu máli. Það sem kemur að
vissu leyti á óvart og stendur upp úr
er hvað samstarf og samvinna á
mörgum sviðum var báðum þjóðum
gagnleg. Sem dæmi ná nefna starf í
íslenskum og norrænum fræðum við
Hafnarháskóla. Á þeim höfðu Danir
mikinn áhuga. Þeir höfðu komist að
því strax á dögum Arngríms lærða á
16. öld að á Íslandi væru til mikils-
verðar heimildir um elstu sögu Dan-
merkur sem þeir þekktu lítið. Þeir
gátu ekki lesið þessar heimildir
sjálfir en Íslendingar gátu það. Þá
varð til mynstur sem er gegnum-
gangandi fram á 19. öld og jafnvel
fram á þá tuttugustu: Handritin og
heimildirnar voru að miklu leyti í
Kaupmannahöfn, að minnsta kosti
eftir að kom fram á 17. öld og eftir
daga Árna Magnússonar. Þegar tek-
ið var að huga að útgáfu á íslenskum
fornritum lögðu Danir fram fé til
þess að kosta útgáfuna en réðu Ís-
lendinga til þess að skrifa handritin
upp og búa til prentunar. Íslend-
ingar lögðu þannig til sérþekk-
inguna og Danir fjármagnið. Þannig
koma út mikil verk sem núna eru að
miklu leyti gleymd, eins og útgáfa
Fornfræðafélagsins á Íslend-
ingasögum og fleiri íslenskum forn-
ritum. Konungur réð einnig sér-
stakan þýðanda og sagnaritara og
allt varð þetta til þess að auka veg
Danveldis og olli mestu um að Kaup-
mannahöfn varð höfuðborg nor-
rænna fræða um aldir. Dönsk
stjórnvöld styrktu einnig útgáfu-
starfsemi Hafnardeildar Hins ís-
lenska bókmenntafélags mynd-
arlega, til að mynda útgáfu Íslensks
fornbréfasafns og Lovsamling for
Island.
Svona var þetta líka í versluninni,
Íslandsverslunin var í rauninni lífæð
borgarastéttarinnar i Kaupmanna-
höfn. Á móti þáðu Íslendingar
margskyns menningaráhrif sem oft
voru komin sunnan úr álfu, sér-
staklega frá Þýskalandi og Frakk-
landi. Það er oft talað um að Kaup-
mannahöfn hafi verið gluggi
Íslendinga að umheiminum en
glugginn var opinn þannig að
straumurinn kom inn um hann ekki
síður en út. Margt af því sem við í
dag köllum þjóðlega íslenska menn-
ingu, til dæmis siði tengda jólum,
kom frá Þýskalandi til Danmerkur
og fluttist svo áfram til Íslands en þá
oft í dönsku formi. Íslensk menning
hafði líka áhrif út fyrir landsteinana
og það má ekki gleymast að danska
ríkið á þessum tíma var fjöl-
þjóðaríki. Alveg fram til 1814 var
Samskiptasaga
Íslands og
Danmerkur
Jón Þ. Þór er annar höfunda
tveggja binda verks, Kaupmanna-
höfn sem höfuðborg Íslands.
Jón Þ. Þór „Vonandi getur þetta verk orðið til þess að fræða bæði Íslendinga og Dani um samskipti þjóðanna á fyrri tíð.“