Morgunblaðið - 03.01.2014, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.01.2014, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 2014 Sigling umSvartahaf ogMiðjarðarhaf VITA er lífiðVITA Suðurlandsbraut 2 Sími 570 4444 Skráðu þig í netklúbbinn -VITA.isVITA er í eigu Icelandair Group. 18. sept. – 2. okt. *Verð án Vildarpunkta 426.600 kr. Verð ámann frá 416.600kr. og 12.500Vildarpunktar* Innifalið: Flug, gisting með morgunverði í tvær nætur í Istanbúl, 12 daga sigling með fullu fæði í innri klefa, akstur og íslensk fararstjórn. ÍS L E N S K A S IA .I S V IT 67 19 3 1/ 20 14 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Guðni Einarsson Egill Ólafsson Veðurstofan varaði í gær við áfram- haldandi stormi á Vestfjörðum. Spáð var 15-25 m/s norðvestantil á landinu í dag en annars víða 8-15 m/s vindi. Veðurfræðingur Vegagerðarinnar benti á það í gærkvöld að meðalvind- hraði í norðaustanáttinni norðvest- antil á landinu gæti orðið allt að 25- 30 m/s fram á daginn í dag. Hiti yrði við frostmark á láglendi og kóf á fjallvegum. Óvissustig vegna snjó- flóða var enn í gildi á norðanverðum Vestfjörðum í gærkvöld. Óveður var víða á landinu í gær. Norðaustan hvassviðri gekk yfir Norðvesturland. Víða var skafrenn- ingur á fjallvegum og sums staðar einnig él eða snjókoma. Nokkrir fjallvegir voru ófærir vegna snjó- þyngsla í gærmorgun. Það átti t.d. við um Þverárfjall, Steingrímsfjarð- arheiði og Klettsháls, Vopnafjarðar- heiði, Möðrudalsöræfi og Fjarðar- heiði. Ekkert ferðaveður var í Langadal fyrrihluta dags í gær, að sögn lög- reglumanns á Blönduósi. Þar var hálka, skafrenningur og mjög hvasst, yfir 30 m/s í hviðum. Bílar fóru út af í hálkunni og hvassviðrinu. Í gærkvöld var flughálka og erfiðar aðstæður á Jökuldal og öllu Fljóts- dalshéraði. Þá hafði veður versnað í Oddsskarði og var það orðið ófært, samkvæmt tilkynningu Vegagerðar- innar. Hátt mastur féll vegna ísingar „Þetta er örugglega milljónatjón,“ sagði Karl Ásberg Steinsson, félagi í Björgunarsveitinni Hafliða á Þórs- höfn. Björgunarsveitarmenn voru í allan gærdag að berja ísingu af möstrum á Viðarfjalli í Þistilfirði. 48 metra mastur á fjallinu féll til jarðar í fyrrinótt. Hliðræn útsending útvarps og sjónvarps Ríkisútvarpsins lá niðri á stórum svæðum norðaustantil á landinu eftir að mastrið féll. Óvíst var hvenær viðgerð lyki, en hægt var að nýta sér stafrænar útsendingar sjónvarps og útvarps. „Það er mjög mikil ísing. Mér sýn- ist þetta vera um fjórir cm utan á vír- unum. Mastrið er 48 metra hátt og það féll til jarðar vegna ísingarinnar. Mastrið er stagað niður með vírum, en festingarnar slitnuðu,“ sagði Karl. Ætlunin er að færa búnað af mastrinu sem féll yfir á möstur sem enn standa uppi, samkvæmt upplýs- ingum frá Vodafone. Áhersla er lögð á að koma útvarpinu aftur inn.  Leiðindaveður var víða á landinu í gær  Sumir fjallvegir voru ófærir og mikil hálka á öðrum vegum  Ísing felldi fjarskiptamastur á Viðarfjalli í Þistilfirði  Útsendingar RÚV lágu niðri á stóru svæði Vont ferðaveður og erfið færð Ljósmynd/Björgunarsveitin Hafliði Ísing Björgunarsveitarmenn frá Þórshöfn börðu ísingu af möstrunum á Viðarfjalli í Þistilfirði. Stög eins masturs sliguðust af ísingu og mastrið féll. Afurðaverð sjófrystra afurða lækk- aði um 14% milli 2012 og 2013 sam- kvæmt gögnum Hagstofunnar. Þetta segir Sveinn Hjörtur Hjartarson, hagfræðingur Landssambands íslenskra útvegs- manna, en hann segir skýringuna fyrst og fremst aukna samkeppni og vaxandi eftir- spurn eftir fersk- um sjávarafurð- um. „Frá því í jan- úar 2008 hafa sjó- frystar afurðir hækkað stöðugt en í apríl 2013 ná þær ákveðnum toppi og síðan hefur stöðugt hallað undan fæti. Ef við skoðum hins vegar á sama tíma ferskar afurðir hafa þær haldið sér mun betur. Það er þarna ákveðinn toppur í apríl líka en lækk- unin er ekki eins mikil,“ segir Sveinn. Hann segir sömu sögu að segja af söltuðum afurðum og sjófrystum, þær hafi einnig lækkað í verði. Sveinn segir verðið augljóslega fyrst og fremst ráðast af þróun á markaði en samkeppni frá Noregi og Rússlandi hafi aukist og framboðið á frystum fiski úr Barentshafi. Hann segir ýmsa þætti liggja til grundvall- ar þeim breytingum sem nú standi yfir hjá íslenskum sjávarútvegsfyr- irtækjum, þ.á m. sölu frystitogara, en nefnir sem dæmi hátt olíuverð, há- an launakostnað vegna frystiskip- anna og auknar álögur á útgerðina. Sveinn segir landfrystingu hag- kvæman valkost og að tækniframfar- ir í flutningi ferskra sjávarafurða hafi leitt til þess að auðveldara er að flytja unnar ferskar afurðir í meira magni. „Það er náttúrlega á erlendum markaði sem afurðaverðið ræðst. Á móti kemur að þegar verðið lækkar svona mikið minnkar framlegðin. Launakostnaðurinn er fast hlutfall en olían háð heimsmarkaðsverði, sem er hátt og minnkandi framlegð leiðir til þess að það er minna til að borga annað. Það er í raun það sem við erum að reyna að vekja athygli fólks á,“ segir Sveinn. Hann segir útgerðarfyrirtækin ekki eiga annarra kosta völ en að laga til og hagræða í rekstri til að að- lagast breyttum markaðsaðstæðum. „Þau lifa í síbreytilegu umhverfi og bregðast við aðstæðum hverju sinni,“ segir hann. holmfridur@mbl.is Sjófrystar afurðir lækkuðu um 14% Sveinn Hjörtur Hjartarson  Aukin eftirspurn eftir ferskum afurðum „Við erum formlega farin að telja niður og mikil læti eru framundan. Þorramaturinn verður vinsælli með hverju árinu. Núna munum við til dæmis byrja að selja þorramat- inn viku áður en formlegur þorri hefst því fólk á erfitt með að bíða. Pantanir berast inn í stríðum straumum eftir þessum þjóðlega og góða mat. Í ár bjuggum við til meiri þorramat en í fyrra,“ segir Jóhannes Stefánsson, þorra- kóngur með meiru og veitingamaður í Múlakaffi. Umsvifin hafa aukist í veisluþjónustu Múlakaffis í þorramat. Eistun og sviðasultan eru vinsælust, segir Jóhannes og því var útbúið meira af súrsuðum eistum í ár. Aðeins minna er borðað af súru slátri, bringukollum og lunda- böggum þó að þeir sem borða súrmat yfir höfuð velji þessa rétti einnig á diskinn sinn. „Það er líflegur þorri framundan. Fólk er orðið satt af öllum matnum yfir hátíðirnar og vill fá þjóðlegan mat í jan- úar. Þetta er líka kjörinn tími fyrir fólk að hittast og veisl- urnar eru orðnar ansi hreint stórar.“ Mörg íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu hafa tekið sig til og haldið vegleg þorrablót þar sem ekkert er til sparað. Í slíkum veislum er þjóðlegur matur í hávegum hafður, auk hefðbundins súrmatar er þar einnig að finna, heitt saltkjöt, lambakjöt, pottrétti o.fl. „Allir geta fundið mat við sitt hæfi, og þeir líka sem borða ekki þorramat, enda rétt- irnir 25 talsins. Stundum er þó biðröð í steikina.“ Jóhannes segir að þróun þorrablóta hafi breyst und- anfarið, þ.e.a.s. veislurnar eru að stækka og eru um- svifameiri en hafa verið undanfarið. „Fólk vill gera sér glaðan dag með öðruvísi veislum. Í þessum veislum er þorramaturinn ekki endilega í aðalhlutverki heldur eru þetta þjóðlegar íslenskar veislur.“ Þorrinn hefst á föstudegi venju samkvæmt en að þessu sinni ber bóndadag, fyrsta dag þorra, upp á 24. janúar. Þorranum lýkur á þorraþræl sem er laugardagurinn fyrir konudag sem ber upp á 23. dag febrúarmánaðar. thorunn@mbl.is Þorramaturinn verður vinsælli með árunum  Eistun eftirsótt  Þjóðlegar veislur á þorranum Morgunblaðið/Árni Sæberg Þorri Súrmatur á þorranum verður vinsælli með hverju ári, segir Jóhannes, þorrakóngur í Múlakaffi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.