Morgunblaðið - 03.01.2014, Blaðsíða 12
Hlíðasmára 11 · 201 Kópavogur · Sími: 534 9600 · heyrn.is
Hvernig heyrir þú?
1. Ef kliður er, áttu þá erfitt með að ná því sem er sagt?
2. Hváirðu oft?
3. Hækkarðu oft það mikið í sjónvarpi eða útvarpi að öðrum finnst það óþægilegt?
4. Finnst þér aðrir muldra?
5. Hefurðu són í eyrunum?
6. Biðurðu aðra stundum um að segja þér hvað var sagt á fundum sem þú varst á?
7. Áttu erfitt með að skilja það sem er sagt við þig síma?
8. Áttu erfitt með að heyra sömu hljóð og aðrir heyra, svo sem fuglasöng?
9. Hefurðu verið að staðaldri í miklum hávaða og þá sérstaklega í vinnunni?
10. Heyrirðu varla þegar dyrabjallan eða síminn hringir?
11. Finnst þér auðveldara að skilja raddir karla en kvenna?
Hafirðu svarað játandi einhverjum af þessum spurningum þá getur ástæða þess verið
heyrnarskerðing. Til að fá úr því skorið er mælt með því að þú farir í greiningu hjá heyrnarfræðingi.
Sími 534-9600
Netfang heyrn@heyrn.is
HEYRNARÞJÓNUSTA
Komdu í
greiningu
hjá faglæ
rðum
heyrnarf
ræðingi
Ert þú
farin/n að
forðast að vera í
margmenni vegna
þess að þú
heyrir illa?
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 2014
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Matur og drykkur er nú hlutfallslega
jafn dýr og hann var um miðjan síð-
asta áratug. Hlutfallslegt verð á öku-
tækjum hefur hins vegar ekki verið
jafn hátt síðan fyrir aldamót, ef frá
eru talin árin eftir efnahagshrunið.
Þetta má lesa
út úr greiningu
Yngva Harðar-
sonar, hagfræð-
ings og fram-
kvæmdastjóra
Analytica, sem
hann gerði fyrir
Morgunblaðið.
Greiningin
byggist á tölum
Hagstofu Íslands
yfir einkaneyslu
og sýnir tvö hlutföll. Annars vegar
vægi tiltekinnar vöru/útgjaldaliðar
af einkaneyslu á hverjum tíma og
hins vegar hlutfallslegt verð á vör-
unni miðað við verðlagsþróun einka-
neyslu. Samanburðurinn nær til ár-
anna 1990-2012 og eru hér valdir
nokkrir helstu útgjaldaliðir heimil-
anna. Er það niðurstaða greiningar-
innar að hlutfallslegt verð á nauð-
synjavörum sé tiltölulega lágt um
þessar mundir.
Dæmi er grafið fyrir mat og
drykk. Rauða línan sýnir hvernig
hlutfallslegt verð er á mat á tíma-
bilinu en bláa línan sýnir hvað vægi
þessa útgjaldaliðar var mikið af
einkaneyslunni. Við bankahrunið
2008 dróst kaupmáttur mikið saman,
gengið hrundi og innfluttur varning-
ur hækkaði í verði. Einkaneysla
minnkaði og jókst þá vægi matar og
drykkjar í útgjöldum heimila.
Ekki jafn hátt í tæplega 20 ár
Staðnæmast þarf um miðjan tí-
unda áratuginn til að finna jafn hátt
hlutfall matar og drykkjar af einka-
neyslu. Skýrist það sem fyrr segir að
hluta af veiku gengi, þ.e. hærra inn-
kaupsverði innfluttra matvæla og
hækkandi framleiðslukostnaðar inn-
anlands vegna dýrari aðfanga til
matvælaframleiðslu.
Þrátt fyrir það hefur hlutfallslegt
verð á mat og drykk sjaldan eða
aldrei verið lægra á síðari tímum.
Áréttað skal að hér eru nokkrir út-
gjaldaliðir skoðaðir m.t.t. vægis
þeirra innan einkaneyslu. Hér er því
t.d. ekki tekið tillit til launa og
hversu lengi meðalmaðurinn þarf að
vinna fyrir einum innkaupapoka.
Sé þróun matar og drykkjar frá
árinu 1990 borin saman við þróun
launa kemur í ljós að hlutfallslegt
verð á þessum útgjaldalið miðað við
laun er svipað og árið 2004. Á tíma-
bilinu 1990 og til ársins 2004 var
matur og drykkur dýrari, jafnvel
mun dýrari, sem hlutfall af launum
en nú er. Sé vægi þessa útgjaldaliðar
af einkaneyslu skoðað í samhengi við
launaþróun þarf að fara aftur til árs-
ins 1995 til að finna jafn hátt hlutfall.
Má ætla að það hlutfall lækki þeg-
ar einkaneysla fer að aukast.
Annar útgjaldaliður sem hér er
tekinn til skoðunar er húsgögn.
Hlutfallslegt verð á þeim er nú svip-
að og 2004. Hlutfall þessa útgjalda-
liðar af einkaneyslu er hins vegar
miklu lægra en það var á bóluárun-
um og hefur raunar ekki verið jafn
lágt síðan 1990. Ber hér að hafa í
huga að neyslumynstrið hefur
breyst síðan fyrir hrun og hafa
greinendur bent á að millilagið á
húsgagnamarkaði hafi horfið. Það
seljist annars vegar ódýr húsgögn,
t.d. frá IKEA, og hins vegar dýr hús-
gögn. Sé þróunin skoðuð í skófatnaði
kemur í ljós að hlutfallslegt verð á
honum hefur sjaldan verið jafn lágt.
Hlutfall þessa útgjaldaliðar af einka-
neyslunni er hins vegar með hæsta
móti. Hlutfallslegt verð á áfengi hef-
ur hins vegar ekki verið jafn hátt síð-
an fyrir aldamótin, ef frá eru talin
síðustu ár, og kemur það ekki á
óvart. Kemur þar til hækkandi inn-
flutningsverð og auknar álögur.
Þá má nefna að hlutfallslegt verð á
bílum er að lækka eftir að hafa náð
hámarki 2011. Það er nú svipað og
við aldamótin.
Loks má nefna að hlutfallslegt
verð á raftækjum er nú svipað og
2008 og er hlutfall þeirra af einka-
neyslunni til jafns við hlutfallið 2007.
Bendir Yngvi á að gæði raftækja
aukist en verðið lækki stöðugt.
Matur hefur sjaldan verið ódýrari
Hlutfallslegt verð á mat og drykk er svipað og það var um miðjan síðasta áratug Fara þarf mun
lengra aftur til að finna sambærilegt hlutfallslegt verð á áfengi Verð á ökutækjum fer lækkandi
Húsgögn
Hlutfall af neyslu og hlutfallslegt verð
Heimild: Hagstofa Íslands/Analytica
1990 2012
2,4%
2,2%
2,0%
1,8%
1,6%
1,4%
1,2%
1,0%
1,7%
127,5
102,1
Fast verðlag: Viðmiðunarár 2005.Verðvísitala: 2005 = 100.
Tölur fyrir 2011 og 2012 eru bráðabirgðatölur.
Áfengi
Hlutfall af neyslu og hlutfallslegt verð
Heimild: Hagstofa Íslands/Analytica
1990 2012
2,8%
2,7%
2,6%
2,5%
2,4%
2,3%
2,2%
2,1%
2,0%
115
110
105
100
95
90
85
80
Fast verðlag: Viðmiðunarár 2005.Verðvísitala: 2005 = 100.
Tölur fyrir 2011 og 2012 eru bráðabirgðatölur.
Kaup ökutækja
Hlutfall af neyslu og hlutfallslegt verð
Heimild: Hagstofa Íslands/Analytica
1990 2012
8%
7%
6%
5%
4%
3%
2%
1%
0%
130
125
120
115
110
105
100
95
90
2,0%
100,5
Fast verðlag: Viðmiðunarár 2005.Verðvísitala: 2005 = 100.
Tölur fyrir 2011 og 2012 eru bráðabirgðatölur.
Hlutfall af einkaneyslu
(vinstri ás)
Hlutfallslegt verð
(hægri ás)
Hlutfall af
einkaneyslu
(vinstri ás)
Hlutfallslegt verð
(hægri ás) Hlutfall af einkaneyslu(vinstri ás)
Hlutfallslegt verð
(hægri ás)
130
125
120
115
110
105
100
95
90
1,3%
2,62%
103,7
2,36%
105,7
3,3% 105,7
Matur og drykkjarvörur
Hlutfall af neyslu og hlutfallslegt verð
Heimild: Hagstofa Íslands/Analytica
1990 2012
15%
14%
13%
12%
11%
10%
140
130
120
110
100
90
13,5%
13,9%
133,0
103,4
Fast verðlag: Viðmiðunarár 2005.Verðvísitala: 2005 = 100.
Tölur fyrir 2011 og 2012 eru bráðabirgðatölur.
Hlutfall af einkaneyslu
(vinstri ás)
Hlutfallslegt verð
(hægri ás)
Yngvi
Harðarson
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Icelandair hefur ráðið 30 nýja flug-
menn. Þeim er skipt í þrjá hópa og
fer fyrsti hópurinn í þjálfun nú í jan-
úar og fylgja hinir í kjölfarið. Nýju
flugmennirnir munu svo setjast und-
ir stýri á flugvélum félagsins í vor
þegar allir flugmenn sem eru í vetr-
aruppsögn verða komnir til starfa.
Þetta kemur fram í nýútkomnu
fréttabréfi Félags íslenskra atvinnu-
flugmanna (FÍA). Þar segir einnig
að nýju flugmennirnir komi ýmist
frá flugskólum eða öðrum flugrek-
endum. „Má því búast við að aðrir
flugrekendur fari nú af stað að aug-
lýsa eftir flugmönnum í stað þeirra
sem færa sig til Icelandair,“ segir í
fréttabréfinu.
Þetta er þriðja árið í röð sem Ice-
landair ræður nýja flugmenn. Árið
2011 voru ráðnir tíu flugmenn, árið
2012 voru 18 flugmenn ráðnir og árið
2013 voru ráðnir 30 nýir flugmenn.
Icelandair hefur því ráðið alls 58
nýja flugmenn undanfarin þrjú ár.
Sindri Sveinsson, framkvæmda-
stjóri FÍA, sagði það vera ánægju-
legt að nýir flugmenn séu ráðnir til
starfa hér á landi. Í FÍA eru nálægt
600 félagsmenn, þar af starfar vel á
annað hundrað íslenskra flugmanna
og félagsmanna í FÍA erlendis á
vegum íslenskra flugrekenda. En
hvernig er staðan í innanlandsflug-
inu?
„Innanlandsflugið er nokkuð stöð-
ugt, allavega á meðan við höfum
Reykjavíkurflugvöll. Ef hann hverf-
ur og öllu innanlandsflugi verður
beint til Keflavíkur er ég hræddur
um að það breytist mikið,“ sagði
Sindri.
30 nýir flugmenn
hjá Icelandair
58 flugmenn ráðnir á þremur árum
Ljósmynd/Icelandair
Flug Icelandair hefur ráðið 30 nýja
flugmenn sem hefja vinnu í vor.