Morgunblaðið - 03.01.2014, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 2014
✝ Elísabet Reyk-dal fæddist á
Setbergi Garða-
hreppi 17. desem-
ber 1912. Hún lést á
Sólvangi 21. desem-
ber 2013.
Foreldrar henn-
ar voru Þórunn
Böðvarsdóttir, f.
21.10. 1883, d. 3.1.
1964, og Jóhannes
Reykdal, f. 18.1.
1874, d. 1.8. 1946. Systkini henn-
ar voru: Kristín, f. 1905, d. 2005,
g. Hans Christiansen, Ásgeir, f.
1906, d. 1933, Böðvar, f. 1907, d.
1931, Jóhannes, f. 1907, d. 1907,
Jóhannes, f. 1908, d. 1942, Frið-
þjófur, f. 1910, d. 1910, Frið-
þjófur, f. 1911, d. 1934, Ásdís, f.
1914, d. 1971, g. Hermanni Sig-
urðssyni, Þórarinn, f. 1916, d.
1993, kv. Iðunni Eylands,
Lovísa, f. 1918, d. 1931, og Þórð-
ur, f. 1920, d. 2011, kv. Jónu
Hildi Jónsdóttur. Elísabet giftist
Einari Halldórssyni stýrimanni
síðar bónda og oddvita, f. 28.7.
1910, 10. september 1938, Einar
lést 22. janúar 1978. Foreldrar
hans voru Sigrún Jónsdóttir, f.
6.3. 1874, d. 10.11. 1953, og Hall-
dór Magnús Ólafsson, f. 20.8.
1869, d. 31.3. 1924. Börn þeirra
eru 1) Halldór, f. 13.10. 1938, kv.
Unni Jónsdóttur og eiga þau
Sunnevu Þöll og Birtu Diljá,
Einar, í samb. með Unni Sigríði
Erlingsdóttur, þau eiga Erling
Sigurð, og Kötlu, g. Þórhalli
Sverrissyni, þau eiga Erp, Frey
og Sölku. 6) Pétur, f. 21.6. 1956,
kv. Guðrúnu Harðardóttur og
eiga þau Hrafnhildi, í samb. með
Gunnari Guðjónssyni, þau eiga
Pétur, Hörð í samb. með Yrsu
Pálínu Ingólfsdóttur og Hákon.
Elísabet bjó á Setbergi nær
alla sína ævi fyrir utan nokkur
ár í æsku á Þórsbergi, nýbýli úr
Setbergslandi sem Jóhannes
faðir hennar byggði. Síðustu
fimm æviárin dvaldi hún á
Hjúkrunarheimilinu Sólvangi í
jaðri Setbergs. Skólaganga El-
ísabetar var ekki löng, hún var
einn vetur í Flensborg og einn
vetur í Kvennaskólanum í
Reykjavík. Fimm systkini henn-
ar létust úr berklum á árunum
1931-1942. Elísabet og Einar
hófu búskap á Setbergi á far-
dögum vorið 1938 og allt þar til
að Einar lést, og í samstarfi við
syni sína þar til búskapur lagð-
ist af að mestu árið 1985. Á efri
árum ferðaðist Elísabet mikið
bæði innan og utan, oft ein en
líka með systurdóttur sinni,
Ragnheiði Hermannsdóttur.
Ferðaðist Elísabet til allra
heimsálfa nema Suðurskauts-
landsins.
Útför Elísabetar fer fram frá
Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag,
3. janúar 2014, og hefst athöfnin
kl. 11.
Þórdísi, í sambúð
með Guðbjarti
Magnússyni, þau
eiga Halldór Magn-
ús. 2) Kristín, f. 1.3.
1941, g. Hauki
Bachmann og eiga
þau Ingólf Theó-
dór, kv. Lilju
Björgu Ingibergs-
dóttur, þau eiga
Guðjón Inga, Svan-
dísi Helgu og
Hönnu Kristínu. 3) Jóhannes, f.
14.10. 1942, kv. Pálínu Páls-
dóttur og eiga þau Elísabetu
Reykdal, g. Einari Jóni Ás-
björnssyni, þau eiga Jónu Björk,
Jóhannes, Elías Pál og Ásbjörn,
og Pál Ragnar, kv. Margréti
Einarsdóttur, þau eiga Pálínu
Björk, Heklu Guðrúnu og Bryn-
dísi Emilíu. 4) Friðþjófur, f. 6.3.
1946, kv. Huldu Júlíusdóttur og
eiga þau Högna, kv. Matthildi
Rúnarsdóttur, þau eiga Huldu
Sif, Hrefnu og Maríu, Vigdísi í
samb. með Tómasi Bergþórs-
syni, þau eiga Þorstein Erik,
Thelmu Rós, Jón Ævar, Matt-
hías Elmar og Birtu Þöll og
Helgu í samb. með Gunnari
Loga Gunnarssyni, þau eiga
Karl Jóhann og Lovísu Huld. 5)
Sigrún, f. 12.3. 1948, g. Sigurði
Gíslasyni og eiga þau Gísla Þór,
kv. Margréti Hönnu, þau eiga
Eyddi ég síðasta tíkallinum áð-
an í sítrónusvalann eða á ég tíkall
til að hringja í ömmu? „Yes“ ég á
tíkall, ég hringi í ömmu. Nokkrum
mínútum síðar var amma mætt á
litla gráa Volvo-inum sínum með
appelsínugula áklæðinu og vökva-
stýrinu. Hún ók yfirleitt beint
heim á Setberg en stundum átti
hún erindi niður í bæ. Sennilega
kom hún alltaf vegna þess að þá
þurfti ég ekki að taka tilhlaup yfir
Keflavíkurveginn.
Snittubrauð með ólívum, höfð-
ingi og heimalöguð rifsberjasulta.
Blárósótt vatnskanna og rauðir
glerdiskar. Þung slögin úr klukk-
unni inni í stofu. Vindlalykt og
voldugur blár gleröskubakki
ásamt mikið notuðum spilum,
krossgátan úr Mogganum á borð-
inu. Olsen, kasína, rommí og
rússi. Heimsreisur og gönguferð-
ir. Heyskapur og töðugjöld.
Lítið gat í veggnum undir stig-
anum og inn á ójafnt steypt gólfið
í þvottahúsinu. Eftirprentun af
málverki í eldhúsinu með mjög
sérkennilegum hestum, sennilega
úr Flóanum. Dökkbrúnar inni-
hurðir.
Blár fólksbíll með kýrauga.
Kisur og kettlingar á stéttinni fyr-
ir aftan hús. Músaveiðar á sama
stað. Lappi gamli, feitur og patt-
aralegur að biðja um klór. Lakkr-
ísrenningar í nammiskál. Málverk
af Setbergi fyrir ofan píanóið.
Rauðmálaðir útveggir og kýr á
túninu fyrir neðan.
Fjórar sortir af rjómabollum
ýmist með glassúr eða flórsykri
ofan á. Rúlluterta með heimalag-
aðri rabarbarasultu, lagterta úr
ekta súkkulaði með koníaks-
kremi, vanilluhringir og spesíur.
Fyrsta kókglasið og kínarúllan.
Fyrsta heimalagaða pítsan.
Fyrsti bolluvöndurinn, risastór
með bleikum og grænum blómum
úr pappír.
Puntudúkkurnar sem ég fékk
eftir heimsreisurnar. Hvítt gólf-
teppi með brúnu og svörtu
mynstri. Fótanuddtæki á baðher-
berginu og bleikar veggflísar.
Bjöllurnar ofan á sjónvarpinu.
Hattarnir, kápan og veskin í
sparianddyrinu.
Vingjarnlegt andlit og mjúk
höndin. Góðmennska og tillits-
semi. Kraftur og úthald. Yndis-
legur hlátur sem byrjaði alltaf
innst inni og braust svo upp á yf-
irborðið með fallegu brosi og
björtum augum. Töff fatasmekk-
ur og fínt hárið. Endalaus upp-
spretta fróðleiks um allt mögu-
legt. Ættfræði og frásagnar-
hæfileikar. Húmor.
Allt hjá ömmu Bet, hún var
best.
Elsku amma, þú fékkst að
sofna. Ég skal ekki loka dyrunum,
bara halla hurðinni.
Þórdís.
Það er erfitt að skrifa minning-
argrein um ömmu Bet af því að
hún var ekki hrifin af því að fólk
væri lofað í ræðu eða riti, en hún
er sú sem á það mest skilið að vera
lofuð fyrir allt sem hún gerði og
fyrir allt sem hún stóð fyrir. Ég
má því varla segja frá því hvað
hún var góð, hlý, skemmtileg og
klár. Að hún var ekki bara amma
heldur svo miklu meira. Það var
alltaf hægt að leita til ömmu með
allt, hvort sem það var til að losa
mann undan ósanngjörnum upp-
eldisaðferðum foreldranna, spila,
fá hjálp við lærdóminn, fræðast
um söguna eða hvað sem er í
heiminum eða létta á hjartanu
vegna ástarsorgar á hæsta stigi.
Amma átti svör við öllu og vissi
einhvern veginn allt. Það að amma
Bet sé farin er eiginlega eins og að
taka Google og aðra sambærilega
vefi af okkur. Hún var sú sem allir
gátu leitað til og öllum líkaði vel
við. Hún var einhvern veginn
amma allra. Ég hef alltaf litið upp
til ömmu og verið stoltur af henni.
Þegar við sátum saman á pallinum
heima fyrir tveimur árum og hún
sagði mér frá sínum uppvaxtarár-
um skildi ég ekki hvernig hún gat
sagt söguna sína án þess að
klökkna eins og ég gerði við að
hlusta. Ég skildi það betur þegar
börnin hennar töluðu saman eftir
að amma dó og þau sögðu að hún
hefði klárað öll sín tár áður en hún
gifti sig. Ég fór yfir það í huganum
að ég hafði aldrei séð ömmu gráta.
Ég er svo heppinn að vera í fjöl-
skyldu þar sem menn byggja sér
ekki hús nema að sjá heim til
mömmu sinnar og hef því alltaf
búið í kallfæri við ömmu. Frá því
ég fæddist hef ég notið góðs af
þessu. Þegar ég átti að sofa sex
ára einn í mínu rúmi þá fór ég nið-
ur til ömmu og þar naut ég skiln-
ings á því að það væri bara ósann-
gjarnt og fékk að skríða upp í.
Þegar ég flutti í næsta hús og varð
aðeins eldri og vantaði í partí
drykki sem ég hafði ekki aldur til
þess að kaupa, þá leitaði ég til
ömmu því að ég gat treyst því að
hún færi ekki að segja mömmu og
pabba.
Amma Bet kenndi mér margt í
lífinu og ég mun alltaf minnast
hennar sem, sorrí amma, sem
þeirrar bestu, traustustu, gjaf-
mildustu, áreiðanlegustu, sorrí
aftur, og frábærustu manneskju
sem ég hef kynnst. Ég veit að þú
kærðir þig ekki um einhverja lof-
ræðu en ég bara varð. Ég er þakk-
látur fyrir að dætur mínar fengu
að kynnast bestu ömmu í heimi.
Hvíldu í friði, elsku amma Bet.
Högni.
Ömmu, sem aldrei var kölluð
annað en „amma Bet“ af okkur
barnabörnunum, var sennilega
best lýst sem skörungi og nútíma-
konu. Það er ótrúlegt til þess að
hugsa að amma var fædd nokkru
áður en fyrri heimsstyrjöldin
hófst, en var þrátt fyrir það nú-
tímalegri en flestir í hugsun.
Dugnaðarforkur sem gekk í öll
verk hvort sem það var inni eða
úti. Einnig var hún með fyrstu
konum í sýslunni að taka bílpróf
og keyrði bíl í yfir 70 ár. Eftir and-
lát afa lét hún drauminn um ferða-
lög rætast og ferðaðist um allan
heim. Okkur systkinunum þótti
alltaf jafn merkilegt þegar við vor-
um krakkar að skoða vegabréfið
hennar og sjá stimpla frá löndum í
fjarlægum heimsálfum.
Heimili ömmu á Setbergi var
sérstaklega notalegt og alltaf opið
okkur barnabörnunum sem
bjuggum öll í húsunum umhverfis
Setberg. Margrar góðar minning-
ar koma upp í hugann líkt og
bolludagurinn þegar amma bakaði
að því er virtist óteljandi bollur of-
an í stóran hóp afkomenda. Að
hitta á ömmu eina í húsinu, spjalla
og spila við skrifborðið í stofunni,
var líka í sérstöku uppáhaldi. Þá
skipuðu afmælisveislur hennar
sérstakan sess í huga okkar og
mörkuðu upphaf jólanna, en af-
mælin hennar voru ætíð mikil
veisla.
Við litum alltaf upp til áhuga
ömmu á menntun og sjálfstæði.
Hún reyndi ávallt að gera lífið
skemmtilegra hvort sem það var
með lestri, spilamennsku, ferða-
lögum eða í gleðskap með góðu
fólki. Afstaða hennar til lífsins er
til mikillar eftirbreytni fyrir okkur
sem eftir erum – að njóta þess að
vera til.
Þegar við kveðjum ömmu er
okkur efst í huga þakklæti fyrir
allt sem hún hefur gert fyrir okk-
ur og fyrir þá fyrirmynd og hvatn-
ingu sem hún er fyrir okkur, allt
er hægt ef viljinn er fyrir hendi.
Hvíl í friði, elsku amma.
Elísabet Reykdal
Jóhannesdóttir,
Páll Ragnar Jóhannesson.
Nú hefur hún amma okkar
kvatt okkur, og það er með sárum
söknuði sem við skrifum þessi
kveðjuorð. Amma var okkur öllum
svo kær, árin sögðu að hún væri
gömul en hugurinn var á öðru
máli. Hún amma Bet hafði ein-
staka lund sem við dáðum öll í fjöl-
skyldunni. Við þökkum þér, elsku
amma okkar, fyrir alla góðvildina
og áhugann í okkar garð, við þökk-
um fyrir allt sem þú kenndir okk-
ur um lífið og tilveruna, fyrir ná-
lægðina og fyrir allar
gleðistundirnar sem við vorum
svo heppnar að fá að njóta með
þér.
Takk fyrir að vera amma okkk-
ar. Við geymum allar góðu minn-
ingarnar um þig í hjarta okkar um
ókomin ár. Við viljum enda þessi
kveðjuorð á bæninni sem þú baðst
með okkur á kvöldin þegar við
fengum að gista.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum)
Helga Guðrún og Vigdís Hlín.
Elísabet Reykdal
✝ Guðveig Þór-hallsdóttir
fæddist 23. maí
1929 í Hofsgerði á
Höfðaströnd. Hún
lést á Heilbrigð-
isstofnuninni á
Sauðárkróki 22.
desember 2013.
Foreldrar henn-
ar voru Helga
Friðbjarnardóttir,
Brekkukoti ytra í
Blönduhlíð í Skagafirði, f. 7.12.
1892, d. 20.4. 1986, og Þórhall-
ur Björn Ástvaldsson, f. á Á í
Unadal 6.11. 1893, d. 30.9. 1962.
Helga og Þórhallur bjuggu
lengst í Litlu Brekku á Höfða-
strönd. Guðveig var 11. í röð 12
barna þeirra en þau misstu
fyrsta barn sitt, sem fætt var
1916. Látin eru Elísabet, f.
1917, d. 2003, Ósk f. 1918, d.
2004, Friðbjörn, f. 1919, d.
2003, Guðbjörg, f. 1920, d. 2011,
Ásdís, f. 1922, d. 2001, Anna
Guðrún, f. 1923, d. 2004, Krist-
jana, f. 1925, d. 2011, Þorvald-
ur, f. 1926, d. 2011. Eftirlifandi
eru: Halldór Bjarni, f. 1927, bú-
settur í Reykjavík og Birna, f.
1938, búsett í Keflavík.
Guðveig giftist Jóhannesi
Haraldssyni, veghefilsstjóra, 25.
júlí 1953. Jóhannes var fæddur
á Völlum í Skagafirði 28.5.
1928, d. 11.1. 2011,
þau stofnuðu ný-
býlið Sólvelli og
áttu þar heimili
alla tíð.
Guðveig og Jó-
hannes eignuðust
sex börn, en þau
eru: Ingibjörg, f.
19.9. 1948, maki
Vilhjálmur Pálma-
son, Anna, f. 10.7.
1956, maki Þór-
ólfur Pétursson, Bjarni, f. 15.6.
1961, maki Helena Gunn-
arsdóttir, Þórhallur, f. 12.4.
1963, fv. maki Guðrún Inga Sig-
urðardóttir, Haraldur, f. 12.4.
1963, maki Andrea Andr-
ésdóttir, Ástvaldur, f. 13.11.
1965, maki Ásdís Pálsdóttir,
auk þess ólu þau upp dótturson
sinn, Jóhannes Þór Sigurðsson,
f. 6.10. 1968, maki Hulda Ólafs-
dóttir.
Guðveig helgaði sig
húsmóðurstörfum mestan hluta
ævinnar, en starfaði um skeið á
saumastofunni Vöku, útibúinu í
Varmahlíð.
Hinn 1. desember 2012 flutti
hún á Heilbrigðisstofnunina á
Sauðárkróki.
Útför Guðveigar verður gerð
frá Sauðárkrókskirkju í dag, 3.
janúar 2014, og hefst athöfnin
kl. 14.
Elsku mamma, með þessum lín-
um kveð ég þig í hinsta sinn. Hug-
urinn reikar til uppeldisáranna
þegar þú varst ein heima með alla
strákahrúguna, fimm talsins. Það
hlýtur að hafa verið erfitt fyrir þig
að hafa stjórn á okkur þegar fjörið
var sem mest og ósætti innan hóps-
ins sem einstöku sinnum kom fyrir.
Mest lékum við okkur útivið, og ég
man að oft voru vinir okkar í heim-
sókn heilu dagana. Alltaf passaðir
þú að gestirnir hefðu nóg að borða
og að enginn færi svangur frá þér.
Oft var gestkvæmt hjá þér enda
ættin stór og margir vildu koma við
í kaffi á Sólvöllum þegar þeir áttu
leið framhjá. Þegar okkur drengj-
unum varð á að segja einhvern ljót-
an, varstu fljót að benda okkur á að
hver og einn væri fallegur á sinn
hátt.
Snemma flutti ég að heiman
stofnaði fjölskyldu og eignaðist
börn. Strákarnir mínir fóru stund-
um í sveitina til afa og ömmu þar
sem dekrað var við þá.
Aðdáunarvert fannst mér hvað
þú hafðir pabba lengi heima hjá
þér eftir að hann veiktist og varst
treg til að senda hann á sjúkra-
deildina þó svo þú hefðir ekki lík-
amlega burði til að hjálpa honum ef
eitthvað kom upp á. Þú varst alltaf
félagslynd og erfitt fyrir þig að
vera ein heima síðustu árin. Þú
varst mjög ánægð þegar þú svo
fékkst herbergi á ellideildinni (á
Sauðárkróki) og hafðir nóg fyrir
stafni.
Þó svo að minnið gæfi sig varstu
alltaf ánægð, sagðist ekki hafa yfir
neinu að kvarta,varst afkastamikil í
postulínsmáluninni og prjóna-
skapnum og sást til þess að allir
fengju jólapakka frá þér, bæði
börn og barnabörn. Það hefur sjálf-
sagt mörgum þótt sérstakt og
ánægjulegt að taka upp jólapakka
frá þér þessi jólin.
Elsku mamma, takk fyrir allar
góðu samverustundirnar.
Þinn sonur,
Ástvaldur.
Guðveig
Þórhallsdóttir
✝ Pétur Jóhanns-son fæddist í
Hafnarfirði 23. júní
1925. Hann lést 4.
desember 2013
Pétur fæddist í
Hafnarfirði og bjó
þar fyrsta árið en
fluttist þá til Kefla-
víkur og bjó þar
alla sína tíð. For-
eldrar hans voru
Guðrún Péturs-
dóttir og Jóhann Gunnlaugur
Guðjónsson. Systkini Péturs voru
3, Guðjón og Jón, sem báðir eru
látnir, og Agnes, sem lifir bræð-
ur sína. Ungur fór hann til sjós
með föður sínum og bræðrum.
Hann lærði rennismíði frá Iðn-
skóla Keflavíkur og meðan á
námi stóð vann hann í Drátt-
arbraut Keflavíkur. Hann var
líka lærður vélstjóri. Hann vann í
42 ár hjá hernum á Keflavík-
urflugvelli í rið-
breytistöðinni og
vann hann þar til 72
ára aldurs. Pétur
kvæntist Svein-
björgu Valgerði
Karlsdóttur 5. nóv-
ember 1946 og eiga
þau 5 börn: Guð-
rúnu, átti hún tvo
syni og er annar lát-
inn, Ingunni Steinu,
gifta Kristni Sverr-
issyni og eiga þau 3 syni, Sævar,
kvæntan Matthildi Einarsdóttur
og eiga þau til samans 7 börn,
Braga, uppeldisson, kvæntan
Valgerði Þorvaldsdóttir og eiga
þau 4 börn, Pétur, kvæntan Sig-
ríði K. Steinarsdóttur og eiga
þau til samans 5 börn. Barna-
barnabörnin eru orðin 30 talsins.
Útför fór fram í kyrrþey frá
Keflavíkurkirkju þann 20. des-
ember 2013.
Mínar bestu æskuminningar ná
aftur til sex ára aldurs þegar við
Pétur Jóhann frændi þeystumst
um á BMX hjólunum okkar en oft-
ast var förinni heitið til afa, Péturs
Black, og ömmu Svennu. Hádeg-
ismat eða pönnukökur fengum við
frændi oft í viku hjá ömmu og afi
kíkti svo á hjólin okkar ef það var
eitthvað að. Ef afi Pétur gat ekki
lagað það þá gat það enginn. Afi er
ein af mínum sterku fyrirmyndum
í lífinu. Hann var ávallt hreinn og
beinn, snyrtilegur og ávallt tilbú-
inn að hjálpa og hlusta og sagði
bara við þig ef honum mislíkaði
eitthvað. Gagnrýninn, en ein-
göngu af umhyggju. Hann kunni
alltaf góða brandara, var mjög
orðheppinn og var gjarn á að
sletta á ensku enda vann hann hjá
hernum í 42 ár. Ég man hvað mér
fannst sorglegt að honum var sagt
upp störfum, 72 ára. Kannski var
það vegna þess að hann hafði svo
gaman að skrúfa og brasa. Maður
við fulla heilsu og með kollinn í
lagi. Þess má geta að hann tók sér
einungis tvo veikindadaga á 42 ár-
um.
Hann var þúsundþjalasmiður
mikill og ef það vantaði einhverja
lausn, verkfæri eða tæki hannaði
hann það bara og smíðaði svo.
Hann var náttúruunnandi sem
ræktaði auðan blett í Grímsnesinu
upp í skógi vaxinn reit með krútt-
legu koti. Móttökurnar voru alltaf
hlýjar, bæði heima og uppi í sum-
arbústað. Afi hugsaði einstaklega
vel um dótið sitt, svo vel að maður
hugsaði sig tvisvar um áður en
maður fékk eitthvað að láni. Hann
var snyrtimenni sem mætti alltaf
eins og klipptur út úr tískublaði í
veislur og þá var hann bara í
jakkafötunum sem hann gifti sig í.
Takk fyrir uppeldið, brosin þín,
hjartahlýjuna og metnaðinn sem
þú kenndir mér að fylgja. Afi hafði
svo gaman af börnum að þó hann
lægi hálfsofandi uppi í rúmi kom-
inn á síðustu stig alzheimers-sjúk-
dómsins var alltaf tími til að
blikka, brosa og hreyfa eyrun fyr-
ir börnin. Stelpurnar mínar, Alís
Lilja og Elísabet, biðja að heilsa.
Elsku amma Svenna, megi guð
styrkja þig.
Hvíldu í friði, elsku afi minn.
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni.
Drottinn minn faðir lífsins ljós
lát náð þína skína svo blíða.
Minn styrkur þú ert mín lífsins rós
tak burt minn myrka kvíða.
Þú vekur hann með sól að morgni.
Faðir minn láttu lífsins sól
lýsa upp sorgmætt hjarta.
Hjá þér ég finn frið og skjól.
Láttu svo ljósið þitt bjarta
vekja hann með sól að morgni.
Drottinn minn réttu sorgmæddri sál
svala líknarhönd
og slökk þú hjartans harmabál
slít sundur dauðans bönd.
Svo vaknar hann með sól að morgni.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Davíð Kristinsson.
Pétur Jóhannsson