Morgunblaðið - 03.01.2014, Blaðsíða 46
46 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 2014
4ja rétta seðill
Perlan • Sími 562 0200 • Fax 56
2 0207 • perlan@perlan.is
Verð aðeins
7.390 kr.
Næg bílastæði
Gjafabréf
Perlunnar
Góð gjöf við öll
tækifæri
Tónlistarhátíðin Myrkir músíkdagar
hefst 30. janúar nk. og stendur til og
með 2. febrúar. Hátíðin verður hald-
in í samstarfi við Reykjavík Center
for Visual Music og spænsku ab-
strakt-kvikmyndahátíðina Punto y
Raya í fyrsta sinn
og verður því
blásið til mikillar
veislu þar sem
samtímatónlist
og sjónrænum
listum verður
fléttað saman.
Áhersla er lögð á
frumsköpun og
tilraunastarfsemi
á Myrkum mús-
íkdögum og
frumflutningur á tónverkum mik-
ilvægur liður í dagskrá hátíðarinnar.
Hátíðin fer fram í Hörpu, þriðja árið
í röð og liggur dagskráin nú fyrir.
Á opnunarhátíð Reykjavík Visual
Music og Punto y Raya verða tvö ný
verk frumflutt eftir tónskáldin Önnu
Þorvaldsdóttur og Huga Guðmunds-
son og sjónlistamennina Sigurð Guð-
jónsson og Bret Battey. Af þeim sem
koma fram á Myrkum músíkdögum
má nefna íslenska kammerhópinn
Nordic Affect og sænska kvartettinn
Stockholm Saxophone Quartet sem
er meðal fremstu samtímatónlist-
arhópa Svíþjóðar og þekktur fyrir
ferskan hljóm í saxófónleik og raf-
tónlist, eins og segir í tilkynningu.
Þá snýr aftur hinn margverðlaunaði
píanóleikari Megumi Masaki sem
jafnramt er ötull talsmaður nútíma-
tónlistar og virtur fræðimaður á
sviði tónlistarflutnings. Af öðrum
flytjendum má nefna kanadíska
strengjakvartettinn Bozzini sem
þekktur er fyrir flutning á róttækri,
tilraunakenndri samtímatónlist.
Kvartettinn flytur ný verk og þá
bæði íslensk og erlend, m.a. eftir
Leif Þórarinsson, Jennifer Walshe
og John Cage. Dagskrá Myrkra
músíkdaga má finna á darkmusicda-
ys.is/programme/.
Tónskáld Daníel Bjarnason stýrir
Sinfóníuhljómsveit Íslands í flutn-
ingi á eigin verki, The Isle is Full of
Noises, í Eldborg 30. janúar.
Styttist í
Myrka
músíkdaga
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Anna
Þorvaldsdóttir
Björn Már Ólafsson
bmo@mbl.is
Hlér Kristjánsson, 17 ára tónskáld og fiðluleikari,
vann á liðnu ári að stóru tónverki sem byggðist á
þjóðsögunni Djákninn á Myrká, ásamt félaga sín-
um tónskáldinu Alex Cook.
Hlér ólst upp á Íslandi og lærði á fiðlu í Tónlist-
arskólanum í Reykjavík hjá Guðnýju Guðmunds-
dóttur og hefur hann komið fram sem einleikari
með SÍ og sem konsertmeistari með Ungsveit SÍ.
Árið 2011 fluttist hann til Cambridge í Bret-
landi þar sem hann hefur verið virkur meðlimur í
úrvalshópi ungra tónlistarmanna, Aldeburgh Yo-
ung Musicians þar sem hann kynntist Alex Cook,
samstarfsfélaga sínum. Verk þeirra um Djákn-
ann á Myrká var svo í sumar flutt sem nútíma-
ballett þar sem dans var saminn við tónlist
þeirra. Morgunblaðið tók þennan efnilega tónlist-
armann tali.
Samdi um heimaslóðir sínar
„Þetta byrjaði með því að ég og félagi minn,
Alex Cook, ákváðum að vinna saman að tónsmíð
fyrir nútímaballettverk. Alex spurði mighvort ég
gæti fundið einhverja hæfilega íslenska þjóðsögu
til að byggja verkið á en slíkar sögur eru mjög
framandi og áhugaverðar fyrir Englendinga. Mér
duttu nokkrar sögur í hug en sagan um Djáknann
á Myrká þótti mér henta best fyrir ballett-
uppsetningu. Hún er mátulega flókin og löng og
hefur nóg af tilfinningaríkum og spennuþrungn-
um atburðum sem hægt er að túlka á listrænan
hátt,“ segir Hlér um verkið. Amma Hlés ólst upp
á söguslóðum ævintýrisins í Hörgárdal og Hlér
sjálfur ólst upp skammt frá, á Akureyri. „Fyrir
Alex var hugmyndin um Ísland og íslenska menn-
ingu mjög spennandi og var það þessi fram-
andleiki ásamt hinu einstaka landslagi Eyja-
fjarðar sem heillaði hann til þess að túlka söguna
í tónlist,“ segir Hlér og bætir við að Alex hafi ekki
séð landslag Eyjafjarðar fyrr en að tónsmíðinni
lokinni. Þá fóru þeir félagar í ferðalag um sögu-
slóðirnar og hlustuðu á tónlistina í bílnum í því
landslagi sem hafði verið hugkveikjan að verkinu.
Samspil tónlistar og dans
Verk þeirra var sem fyrr segir flutt í sumar
sem nútímaballett, en tónverkið skiptist í 15 kafla
sem allir tákna ákveðinn hluta af sögunni. Hlér
segist hafa fundið fyrir miklum heiðri við að sjá
eigin tónlist túlkaða sem ballett. „Það var
ánægjulegt að geta horfa á sýninguna með tón-
listinni okkar og geta hugsað: Ég samdi þetta!
Einnig var áhugavert að sjá hvernig danshöfund-
arnir og dansararnir túlkuðu söguna á nýjan hátt,
stundum ólíkt því sem við gerðum. Á sumum
stöðum höfðum við samið tónlistina í samvinnu
við dansarana og gaman að sjá hvernig saga,
dans og tónlist small allt saman í eitt verk.“
Vill flytja verkið á Íslandi
Hlér er með nóg af verkefnum á sinni könnu,
en hann leikur á fiðlu í öðru ballettverki eftir
Alex sem byggist á sannri sögu mæðgina sem
lifðu af helförina. Þar leikur Hlér á fiðlu. Að auki
vinnur hann að plötu í samstarfi við Alex fyrir
kammerhljómsveit þeirra.
„Við erum einnig að reyna að finna tíma og að-
stöðu til þess að flytja tónlistina okkar, þar á
meðal Djáknann á Myrká, á tónleikum á Íslandi
næsta sumar. Sem hljómsveit væri bæði gaman
að kynna okkur fyrir Íslendingum og svo fyrir
aðra meðlimi hljómsveitarinnar að sjá heimaslóð-
ir Djáknans,“ segir Hlér að lokum.
Tilfinningarík og spennu-
þrungin saga af djákna
Tónverk Hlés Kristjánssonar og Alex Cook, byggt á þjóðsögunni Djákninn á
Myrká, flutt í ballettuppsetningu Vinna að hljómplötu með kammersveit
Samstarfsmenn Alex Cook og Hlér Kristjánsson sömdu saman tónverk sem þeir byggðu á þjóðsögunni um djáknann á Myrká. Ballett var saminn við verk-
ið og segir Hlér að áhugavert hafi verið að sjá hvernig danshöfundarnir og dansararnir túlkuðu söguna á nýjan hátt.