Morgunblaðið - 03.01.2014, Blaðsíða 26
FRÉTTASKÝRING
Kjartan Kjartansson
kjartan@mbl.is
Fimm ár eru liðin frá því aðbyrjað var að gefa út raf-ræn skilríki hér á landi oghafa þegar um 350 þúsund
slík skilríki verið gefin út. Nærri
helmingur fólks 15 ára og eldra hefur
virkjað rafræn skilríki sín.
Rafræn skil-
ríki eru notuð til
auðkenningar á
þjónustusíður op-
inberra stofnana
og fyrirtækja en
auk þess er hægt
að nota þau til að
skrifa undir skjöl.
Þau eru talin
öruggasta leiðin
til auðkenningar
sem völ er á.
Hingað til hefur þorri skilríkjanna
verið gefinn út á debetkortum en til
þess að nota þau þarf sérstakan
kortalesara sem tengja þarf í tölvu.
Nú færist það í aukana að rafræn
skilríki séu gefin út í sim-kort far-
síma. Embætti ríkisskattstjóra er nú
að gera prófanir með rafræn skilríki í
farsíma og er stefnt að því að hægt
verði að nota þau til innskráningar á
þjónustusíðu þess á allra næstu dög-
um.
Meiri áhersla á hið rafræna
„Það er það sem menn hafa talið
hamla útbreiðslu rafrænna skilríkja
að ekki hafa allir verið með lesara við
tölvurnar sínar. Svo er þróunin yfir í
spjaldtölvur en það er ekki alltaf gert
ráð fyrir að hægt sé að tengja slíkan
aukabúnað við þær. Þetta er stórt
skref í átt að aukinni notkun á raf-
rænum skilríkjum þegar menn geta
notað þau í gemsum og spjaldtölv-
um,“ segir Jens Þór Svansson, sviðs-
stjóri tæknisviðs ríkisskattstjóra.
Meiri áhersla verður nú lögð á
að fólk skrái sig inn á vefsíðu emb-
ættisins með rafrænum hætti en
hefðbundnir veflyklar með notenda-
nafni og lykilorði verða þó áfram í
notkun í bili að sögn Jens Þórs.
Erfitt að brjótast inn
Það er íslenska ríkið sem er út-
gefandi rafrænu skilríkjanna alveg
eins og vegabréfa eða ökuskírteina.
Það er hins vegar fyrirtækið Auð-
kenni sem hefur umboð fyrir fram-
leiðslu þeirra. Öllum er þó frjálst að
sækja um heimild til að framleiða
þau.
Eins og áður segir eru rafrænu
skilríkin talin þau öruggustu sem völ
er á en að sögn Hugrúnar Aspar
Reynisdóttur, sérfræðings hjá fjár-
málaráðuneytinu, er illframkvæm-
anlegt að brjótast inn í tölvukerfið að
baki þeim. „Ólíkt öðru sem gerist að
miklu leyti á netinu eru lykilorðin
ekki geymd miðlægt. Þú ákveður
lykilorðið sjálfur og þú slærð það
aldrei inn í tölvuna: Það er enginn
miðlægur listi yfir þau til, eins og var
til dæmis hjá Vodafone,“ segir Hug-
rún Ösp og vísar til lekans hjá fjar-
skiptafyrirtækinu í kjölfar netárásar
í lok nóvember.
Þess vegna eru skilríkin einnig
óháð fjarskiptafyrirtækjunum og
hugsanlegum árásum á þau. Enn
sem komið er það aðeins Síminn sem
býður upp á að fá skilríkin í síma en
Hugrún Ösp segir að hin fjarskipta-
fyrirtækin sigli í kjölfarið á næst-
unni.
Enn sem komið er séu
skilríkin fyrst og fremst notuð
til auðkenningar á vefsíður
og bjóða um hundrað þjón-
ustuveitendur upp á inn-
skráningu með þeim hætti.
Í framhaldinu verði í
auknum mæli hægt að
skrifa undir skjöl með
skilríkjunum.
Símarnir auki notkun
rafrænna skilríkja
Morgunblaðið/Rósa Braga
Innskráning Flest rafræn skilríki hafa verið fyrir debetkort en nú færist í
aukana að þau séu sett í farsíma. Það gæti aukið notkun rafrænna skilríkja.
26
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 2014
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Áundan-förnum ára-tug eða svo
hefur Rússland
verið skotmark
hryðjuverkamanna
sem hafa framið þar marga
glæpi. Flest hryðjuverkanna
hafa verið rakin til tsétsneskra
íslamista og aðskilnaðarsinna,
og hefur yfirvöldum í Moskvu
gengið illa að kveða niður
hryðjuverkadrauginn. Hin
hörmulegu hryðjuverk skömmu
fyrir áramót, þar sem rúmlega
þrjátíu manns féllu í Volgograd
í tveimur árásum, sýna að
hættan á hryðjuverkum í Rúss-
landi er síður en svo liðin hjá.
Þá ber að hafa í huga að ein-
ungis er rúmur mánuður þar til
Ólympíuleikar eiga að hefjast í
Sochi í Mið-Rússlandi.
Þónokkur styr hefur staðið
um komandi Vetrarólympíu-
leika og hafa meðal annars
heyrst hugmyndir á Vestur-
löndum um að réttast væri að
sniðganga leikana með vísan til
stöðu mannréttindamála í
Rússlandi. Slíkar hugmyndir
hafa þó ekki fengið brautar-
gengi svo nokkru nemi. Þá hef-
ur Pútín reynt að slá vopnin úr
höndum andstæðinga sinna
með því að sleppa ýmsum sam-
viskuföngum fyrr úr haldi en
von var á. Virtist því sem að
leiðin væri greið fyrir Rússa að
halda veglega vetrarólymp-
íuleika, enda hefur Pútín kost-
að miklu til þess að svo mætti
vera.
Nú vakna hins vegar spurn-
ingar um það hvort örygg-
isgæsla á leikunum verði full-
nægjandi, og hvort
skoðanabræður þeirra sem
stóðu að voðaverkunum í Vol-
gograd gætu hugs-
að sér að setja
svartan blett á
leikana til þess að
koma málstað sín-
um á framfæri.
Þetta væri ekki í fyrsta sinn
sem hryðjuverkamenn nýttu
sér ólympíuleika til voðaverka.
Þó að langt sé um liðið eru
hryðjuverk palestínskra
hryðjuverkamannanna í Münc-
hen fólki enn í fersku minni.
Svar Pútíns við hryðjuverk-
um hingað til hefur verið að
láta hart mæta hörðu og má
gera ráð fyrir að slíkt verði
uppi á teningnum nú, jafnframt
því sem öryggisgæsla í
tengslum við leikana hefur ver-
ið hert til muna. Það er þó vafa-
mál hvort slíkt muni duga til
þess að koma í veg fyrir að
skuggi falli á leikana, því að
bent hefur verið á að skotmark-
ið þurfi ekki einu sinni að vera
Sochi, heldur geti það verið
hvar sem er og hvenær sem er.
Hryðjuverkin nú leiða líka
athyglina að því að á þeim
rúma áratug eða svo sem hið
svonefnda stríð gegn hryðju-
verkum hefur varað, hefur
vissulega tekist að draga úr
árásum á Vesturlöndum, en það
hefur þó verið gert með því að
ganga á stundum býsna nærri
einkalífi fólks. Þeim árangri er
hins vegar ekki til að dreifa
annars staðar eins og aukið of-
beldi í Mið- og Norður-Afríku
auk Mið-Austurlanda sýnir
glöggt. Hryðjuverkaógnin er
því enn afar mikil og Vest-
urlönd, í samstarfi við önnur
ríki, þar með talið Rússland,
eiga mikið verk fyrir höndum
að halda ofbeldismönnunum í
skefjum.
Alda hryðjuverka
ógnar Vetrar-
ólympíuleikum}
Hryðjuverkaógnin
Ríkisútvarpiðog Frétta-
blaðið fögnuðu því
bæði á nýju ári að
Lettland skyldu
hafa horfið inn á
myntsvæði evr-
unnar. Það kemur
engum á óvart að
þessar ákafastofn-
anir um „alræði“ Evrópusam-
bandsins skuli illa ráða við
gleði sína. En hitt kynni að
vekja meiri undrun að hvorug
nefnir í kæti sinni að um 60
prósent lettnesku þjóðarinnar
séu andvíg því að kasta þjóð-
armyntinni út fyrir evru.
Fréttablaðið hefur að vísu
engar skyldur við neinn nema
eiganda sinn, því blaðið er bor-
ið til þeirra sem vilja ekki fá
það, sem hinna. Ríkisútvarpið
hefur á hinn bóginn marg-
víslegar skyldur, sem m.a. eru
ákvarðaðar með lögum en
hirðir um þær eftir hent-
ugleikum.
Andstaða Letta
við að hverfa inn á
myntsvæði evru er
mikil frétt, sem
þarf að hafa mikið
fyrir að þegja um,
vegna þess að evr-
an er, eins og Evr-
ópuvaktin bendir
á, fjórði gjaldmiðill þjóð-
arinnar á aðeins aldarfjórð-
ungi. En öfugt við samlok-
urnar, Fréttablaðið og „RÚV,“
hafa Lettar frétt af því hve
grátt sameiginleg mynt hefur
leikið þjóðir, sem áður bjuggu
við fullt sjálfstæði, auk þess
sem Lettar hafa áhyggjur af
því að evran, leiði til verð-
hækkana, eins og dagblaðið Ir-
ish Times hefur bent á, en við-
mælandi þess blaðs bendir á
að verðhækkanir hafi orðið í
öllum þeim löndum, sem hafi
tekið upp evru og líklegt sé að
það sama gerist í Lettlandi.
Lesendur Frétta-
blaðsins eiga engar
kröfur á það, en nef-
skattsmenn „RÚV“
ættu að vera í ann-
arri stöðu}
Hafa það sem hentara reynist
F
orsætisráðherra lýsti því í Krydd-
síldinni á gamlársdag að for-
ystumenn Evrópusambandsins
hefðu orðið skrítnir þegar hann
hefði spurt þá að því í sumar
hvernig því yrði tekið ef ríkisstjórn andvíg inn-
göngu í sambandið myndi engu að síður halda
viðræðum í þeim efnum áfram. Ljóst var af
orðum Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar að
forystumönnunum þótti slíkt fyrirkomulag
ekki æskilegt.
Evrópusambandinu þóttu raunar aðstæður á
síðasta kjörtímabili nógu slæmar hér á landi
þegar ríkisstjórn, þar sem annar ríkisstjórn-
arflokkurinn vildi ólmur ganga í sambandið en
hinn ekki (allavega ekki í orði kveðnu) stóðu að
umsókn um inngöngu í sambandið. Lýst var
ítrekað áhyggjum af því í Brussel. Pólitískur
vilji væri forsenda þess að ljúka mætti umsóknarferlinu.
Hér á landi heyrðust slík varnaðarorð ekki sízt frá þunga-
vigtarfólki í röðum stuðningsmanna inngöngu í Evrópu-
sambandið. Hugur yrði að fylgja máli og ríkisstjórn-
arflokkarnir að vera samstiga í málinu ef mögulegt ætti að
vera að ljúka því.
Þar hefur verið fremstur í flokki Þorsteinn Pálsson,
fyrrverandi sendiherra, sem ritaði ítrekað pistla í Frétta-
blaðið á síðasta kjörtímabili þess efnis að ólík afstaða þá-
verandi ríkisstjórnarflokka til Evrópusambandsins þýddi
að ólíklegt væri að þeir gætu lokið umsóknarferlinu. Til
þess yrðu öll stefnumál ríkisstjórnarinnar að taka mið af
því markmiði að ganga í sambandið og vera
undirbúningur í þá veru. Þá yrði að hafa í huga
að í viðræðum eins og þessum tæki rík-
isstjórnin smám saman efnislega afstöðu til
inngöngu í sambandið auk þess að kvitta upp á
endanlegan samning.
Þorsteinn gagnrýndi Vinstrihreyfinguna –
grænt framboð ítrekað fyrir það að standa að
umsókninni um inngöngu í Evrópusambandið
en vinna á sama tíma að málum sem samrýmd-
ust henni ekki. Til að mynda í sjávarútvegs- og
peningamálum. Sú afstaða fæli í sér tvöfeldni
og eins það að telja mögulegt að standa að
slíkri umsókn en vera eftir sem áður á móti
inngöngu í sambandið. Þorsteinn benti á það
augljósa, sem bæði Sigmundur Davíð og Evr-
ópusambandið hafa bent á, að forsenda um-
sóknarinnar sé að pólitískur vilji sé fyrir því að
halda henni áfram. Eða eins og hann orðaði það í desem-
ber 2011: „Til þess að ljúka viðræðunum þarf [stjórnar-
]meirihluta sem getur fellt sig við þau pólitísku og efna-
hagslegu markmið sem felast í aðild.“
Fyrir vikið vekur það nokkra athygli að Þorsteinn hafi í
fjölmiðlaviðtali á nýársdag fundið að þeim orðum forsætis-
ráðherra sem getið er í upphafi og gert að því skóna að
rétt væri að halda þjóðaratkvæði um framhald umsókn-
arinnar um inngöngu í Evrópusambandið þrátt fyrir að
pólitíski viljinn sem hann hefur sjálfur lagt ríka áherzlu á
sé alls ekki fyrir hendi og það margfalt síður en á síðasta
kjörtímabili. hjortur@mbl.is
Hjörtur J.
Guðmundsson
Pistill
Þorsteinn og pólitíska forsendan
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
Þegar notandi skráir sig inn á
þjónustusíðu með rafrænum
skilríkjum í farsíma velur hann
þann kost á síðunni og slær
inn símanúmer sitt sem not-
endanafn. Þá birtist gluggi í
símanum þar sem notandinn
slær inn lykilorð sitt sem er
4-8 stafir.
Hægt er að fá skilríkin í svo
gott sem allar gerðir farsíma
og ekki eingöngu snjallsíma.
Hugrún Ösp hjá fjármálaráðu-
neytinu segir að jafnvel sé
hægt að nota gömlu góðu
Nokia 5110 símana til verksins.
Skilríkin í símanum ættu jafn-
vel að vera einfaldari fyrir
eldra fólk að nota en
gömlu veflyklarnir með
tíu stafa lykilorði fyrir
hverja síðu fyrir sig.
„Hér er eitt og sama
lykilorðið notað fyrir all-
ar síður,“ segir hún
um rafrænu skilrík-
in.
Eitt lykilorð í
stað margra
EKKI BARA SNJALLSÍMAR
Hugrún Ösp Reynisdóttir
Jens Þór
Svansson