Morgunblaðið - 03.01.2014, Blaðsíða 34
34 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 2014
✝ Erla ÞórdísÁrnadóttir
fæddist á Akranesi
4. apríl 1949. Hún
lést á Sjúkrahúsi
Akraness 19. des-
ember 2013.
Foreldrar henn-
ar voru Árni Run-
ólfsson, f. 4. nóv-
ember 1914, d. 9.
janúar 1979 og Ár-
sæl Gróa Gunn-
arsdóttir, f. 31. desember 1915,
d. 15. apríl 1983. Systkini Erlu
Þórdísar: Óskar Guðjónsson, f.
1. október 1937, d. 9. mars 1997,
Þórunn Árnadóttir f. 9. apríl
1947.
Erla Þórdís giftist Halldóri
inó Hrannar Hjaltason, f. 1998.
3) Kristín Ósk Halldórsdóttir, f.
15. febrúar 1980, maki Finnbogi
Jónsson, börn þeirra eru: Karen
Rut, f. 2001, Ármann Ingi, f.
2004, Jón Þór, f. 2008. Fyrir á
Halldór Ármann dótturina Ingi-
björgu Brynju Halldórsdóttur, f.
12. júlí.1968.
Erla Þórdís lauk gagnfræða-
prófi frá Gagnfræðaskóla Akra-
ness árið 1966. Hún vann ýmis
störf. Árið 1966 hóf hún störf
við Verslunina Einar Ólafsson
og starfaði þar til ársins 1991.
Það sama ár hóf hún störf með
eiginmanni sínum á Bifreiða-
verkstæði Halldórs Á. Guð-
mundssonar og starfaði þar á
skrifstofu til ársins 2002. Árið
2003 hóf hún störf á Sjúkrahúsi
Akraness og starfaði þar til ævi-
loka.
Útför Erlu Þórdísar fer fram
frá Akraneskirkju í dag, 3. jan-
úar 2014, og hefst athöfnin kl.
14.
Ármanni Guð-
mundssyni, f. 28.
nóvember 1948, 9.
ágúst 1969. Börn
þeirra eru: 1) Árni
Þór Halldórsson, f.
7. ágúst 1970, maki
Rannveig Lydia
Benediktsdóttir,
börn þeirra eru:
Benedikt Valur, f.
1993, og Árni Þór,
f. 1997. 2) Guð-
mundur Bjarki Halldórsson, f.
27. febrúar 1974, maki Arndís
Halla Guðmundsdóttir, börn
þeirra eru: Halldór Andri, f.
2002, Una Þórdís f. 2004. Fyrir á
Arndís Halla synina: Arnþór
Snæ Hjaltason, f. 1996, og Mar-
Elsku mamma.
Hún var einstök perla.
Afar fágæt perla,
skreytt fegurstu gimsteinum
sem glitraði á
og gerðu líf samferðamanna hennar
innihaldsríkara og fegurra.
Fáar perlur eru svo ríkulega búnar,
gæddar svo mörgum af dýrmætustu
gjöfum Guðs.
Hún hafði ásjónu engils
sem frá stafaði ilmur
umhyggju og vináttu,
ástar og kærleika.
Hún var farvegur kærleika Guðs,
kærleika sem ekki krafðist endurgjalds.
Hún var vitnisburður
um bestu gjafir Guðs,
trúna, vonina, kærleikann og lífið.
Blessuð sé minning einstakrar perlu.
(Sigurbjörn Þorkelsson)
Elsku besta mamma, takk fyrir
allt. Þín.
Kristín Ósk.
Elsku besta amma Dísa.
Við eigum svo erfitt með að
trúa því að þú sért búin að kveðja.
Það er svo margs að sakna. Það
var alltaf svo mikið líf og fjör í
kringum þig. Þú varst alltaf svo
áhugasöm í öllu sem þú gerðir.
Það var svo gaman að hlæja með
þér, spila og leika. Þú sýndir það í
verki hvað þér þótti gaman að
vera með okkur og gleðja. Þú
varst alltaf til í að taka spil og
varst svo dugleg að finna upp á
hinum ýmsu skemmtilegu leikj-
um. Þú hélst alltaf uppi stuðinu, og
það þurfti ekki að hafa áhyggjur
af því að manni myndi leiðast ef þú
varst nálægt. Mikið óskaplega gat
verið gaman hjá okkur.
Það var svo gott að finna fyrir
umhyggjusemi þinni. Þú vildir allt
það besta fyrir okkur og vildir allt
gera til að okkur liði sem best. Það
var svo gott að leita til þín ef eitt-
hvað bjátaði á. Stundum þegar
okkur leiddist þá hringdum við
bara í þig og þú gast spjallað við
okkur um eitthvað skemmtilegt.
Það leið varla sá dagur er við
heyrðum ekki í þér og/eða hittum.
Þú varst alltaf svo áhugasöm að fá
að heyra hvernig dagurinn gekk
fyrir sig og þegar við vorum búin
að standa okkur vel þá var svo
gaman að segja þér fréttirnar af
því, við fengum alltaf svo góð og
skemmtileg viðbrögð.
Við hefðum viljað hafa þig hjá
okkur svo miklu lengur, en þökk
sé þér og dugnaði þínum þá nýtt-
um við tímann vel með þér og
sköpuðum saman alveg ótal
skemmtilegar og dýrmætar minn-
ingar og erum við svo þakklát fyr-
ir það.
Það er ekki hægt að hugsa sér
betri ömmu en þig og það verður
skrítið að hafa þig ekki hjá okkur.
Takk fyrir allt, elsku besta
amma Dísa.
Þín verður sárt saknað.
Karen Rut, Ármann Ingi
og Jón Þór.
Í dag kveð ég elskulega móð-
ursystur mína, hana Dísu. Hún
var einstök kona sem vildi öllum
vel og passaði vel upp á sitt fólk.
Dísa var mér og mínum mjög kær.
Margs er að minnast á þessum
tímamótum. Maður lítur til baka
og hugsar um allar góðu stund-
irnar sem við áttum saman.
Ég var svo heppin að fá að alast
upp í næsta húsi við Dísu frænku
og Dóra og vörðum við miklum
tíma saman. Það var mjög oft að
mamma sagði mér að gera eitt-
hvað sem mér fannst ekki gaman
eins og að taka til, þá sagði ég að
ég þyrfti að „skreppa“ aðeins yfir
til Dísu. Við Dísa gengum þá oft
frá eftir matinn og settum upp-
þvottavélina í gang, síðan fórum
við að spila og spiluðum oft mjög
lengi. Dísa hafði alltaf tíma til
þess að sitja og spila og hafa gam-
an með okkur börnunum í fjöl-
skyldunni.
Gott er að hugsa til þeirra góðu
stunda sem við áttum saman eftir
að ég stofnaði fjölskyldu og við
komum í Skorradalinn í heimsókn
með börnin, einnig þegar við fór-
um í útilegur saman, þá lékum við
okkur og spiluðum yfir daginn og
fórum að veiða þegar kvölda tók.
Þessar minningar eru eitthvað
sem við munum alltaf geyma í
hjörtum okkar og gleðjast yfir.
Einnig er ein minning mér og
Dóra mínum ofarlega í huga á
þessari stundu. Hún er frá árinu
2010 þegar við vorum að fara að
gifta okkur og þið Dóri fréttuð af
því að við værum ekki búin að æfa
brúðarvalsinn. Þið Dóri komuð til
okkar eina góða kvöldstund og
kennduð okkur sporin. Þið komuð
með Bjarka með ykkur og nokkra
góða geisladiska. Bjarki tók
myndir á meðan dansinn var æfð-
ur og eftir þessa kennslustund
kláruðum við dansinn með stæl á
brúðkaupsdaginn.
Elsku Dísa, nú hefur þú fengið
hvíldina. Ég vil þakka þér allt sem
þú varst mér og gafst mér. Ég
veit að amma og afi taka vel á móti
þér. Minningin mun ávallt lifa
með mér og mínum. Guð blessi
minningu þína.
Þín,
Elín Þóra og fjölskylda.
Það var vor og bjart yfir. Dísa
var að ljúka gagnfræðaprófi. Við
föluðumst eftir henni til starfa en
hún kvaðst hafa ákveðið að vera
um sumarið á Bjarteyjarsandi hjá
fjölskyldunni þar, sem hún unni
svo mjög eftir margra ára sum-
ardvöl.
Um haustið lét hún okkur vita
að hún væri tilbúin að koma til
starfa hjá okkur og það verður að
segjast að fyrir okkur í Einarsbúð
var það ómetanlegur fengur að fá
hana til starfa. Það var ekki tjald-
að til einnar nætur því árin hennar
hjá okkur urðu um 25 með stutt-
um hléum og mikill úrvals starfs-
kraftur var hún Dísa. Það fylgdi
henni alltaf svo mikill ferskleiki,
röskleiki og kraftur í öllu og það
var líka svo einstaklega gott að
vera í návist hennar, alltaf svo
skapgóð og velviljuð og það birti
jafnan yfir öllu í návist hennar.
Það var svo sannarlega bjart
yfir öllu lífi hennar Dísu, rétt eins
og um vorið góða þegar hún hélt
út í lífið að námi loknu. Hún giftist
öðlingsmanni, honum Halldóri, og
þau eignuðust þrjú yndisleg börn
sem öll eru góðir merkisberar for-
eldra sinna og til fyrirmyndar
hvert og eitt. Með mikilli reglu-
semi, samheldni og dugnaði vegn-
aði þeim Dísu og Halldóri vel og
komu sér upp ágætu fyrirtæki
sem þau saman störfuðu að og allt
var þar til sóma.
Frá fyrstu tíð áttum við Dísu að
vini og fjölskyldu hennar alla. Hún
var búin þeim eðliskostum sem
bestir gefast og ómetanlegt að
njóta trygglyndis hennar og vin-
áttu um árin mörg. Fyrir það allt
ber að þakka við leiðarlok.
Þó bjart væri yfir lífi hennar
Dísu bar þó dökkan skugga á er
hún greindist með illvígan sjúk-
dóm en hún gekk hnarreist til
móts við örlög sín og kvartaði
ekki.
Við kveðjum hana með einlægri
þökk fyrir allt í gegnum árin og
vottum eiginmanni hennar, börn-
um hennar
og fjölskyldum þeirra innilega
samúð.
Á vorin er sólin hátt á lofti en
hnígur jafnan til viðar að kvöldi.
Þannig er einnig lífið og því kveðj-
um við þig kæra vinkona með
þeim orðum að sælt er að mega
svo sofna eins og þú, með sáttfúsu
hjarta og barnslegri trú, eftir önn
og erfiði dagsins, inn í aftanskin
sólarlagsins.
Hvíl í friði, kæra vinkona.
F.h. fjölskyldunnar í Einars-
búð,
Einar Jón Ólafsson.
Kær frænka hefur kvatt alltof
fljótt og nú þegar komið er að
kveðjustund langar mig að minn-
ast hennar. Ótal góðar minningar
leita á hugann um Dísu og fjöl-
skyldu hennar. Við Dísa vorum
jafnöldrur og systrabörn, yngstu
systrabörnin í fjölskyldunni. Sem
barn að aldri fórum ég stundum
með mömmu í heimsóknir til
skyldfólks á Akranesi og sóttist ég
þá mest eftir að leika við Dísu og
Þórunni, systur hennar, og vildi
stundum helst ekki fara þaðan aft-
ur. Varð úr að mér var boðið að
vera yfir páska hjá þeim þegar ég
var líklega 7 ára gömul. Eftir það
þótti mér sjálfsagt mál að fara
þangað um hverja páska fram eft-
ir unglingsaldri og hlakkaði jafnan
mikið til. Þetta eru dýrðartímar í
minningunni, mér leið sem ég
væri eitt af börnunum á heimili
Gróu og Árna, lék við stelpurnar,
heimsótti aðra ættingja á Skagan-
um og þarna fann ég líka fjársjóð
þegar ég tíndi skeljar á lóð Sem-
entsverksmiðjunnar. Á þessum ár-
um var lagður grunnurinn að ævi-
langri vináttu okkar Dísu.
Dísa var glaðlynd að eðlisfari og
smitaði aðra af góða skapinu. Hún
var drífandi og mjög hrein og bein í
öllum samskiptum. Við stofnuðum
báðar fjölskyldur ungar að árum,
heimsóttum stöku sinnum hvor
aðra og alltaf var jafn gaman að
hittast. Við hefðum kannski getað
eytt meiri tíma saman en sam-
bandið var samt alla tíð gott á milli
okkar og fylgdumst við alla tíð með
börnum hvor annarrar og fram-
gangi þeirra í lífinu. Ég fylgdist
með miklum fótboltaáhuga
barnanna hennar og hvað þau Dísa
og Halldór voru áhugasöm að
fylgja þeim eftir og fara á leiki.
Seinna komu svo til sögunnar
barnabörnin þeirra og glæsilegur
sumarbústaður þar sem þau nutu
þess að dvelja með fjölskyldunni
auk þess sem þau ferðuðust innan-
lands sem utan og þá gjarnan í
samfloti við fjölskyldu og vini.
Barnabörnin voru alla tíð líf og
yndi Dísu og Halldórs og ósjaldan
sagði hún mér frá þeim. Segja má
að fjölskyldan hafi verið ykkur allt
enda gátuð þið verið stolt af bæði
börnum og barnabörnum. Missir-
inn er sár en eftir sitja góðar minn-
ingar um gæfurík ár og áratugi
saman.
Þrátt fyrir erfið veikindi síðustu
árin var það fjarri Dísu að láta þau
hefta sig, hún sinnti sínu starfi og
tók þátt í öllu mögulegu og ómögu-
legu hvað sem tautaði. Veikindin
voru bara verkefni sem þurfti að
sinna af og til, hún ætlaði sér alltaf
að vinna stríðið og sárt að það gat
ekki orðið svo. Hún varð að láta
undan í lokin. Ef ég spurði hana
um líðanina var hún alltaf jákvæð
og sagðist bara hafa það gott en að
sama skapi var hún jafnan að
hugsa um hvernig aðrir hefðu það.
Umhyggja fyrir öðrum var alltaf
ofarlega í huga hennar.
Kæra fjölskylda, Halldór, Árni,
Bjarki, Kristín, barnabörnin og
Þórunn – guð styrki ykkur öll á
þessum erfiða tíma.
Dísa mín, minning þín lifir.
Sigríður Halldórsdóttir.
Ljúf, hlý, glaðleg og rösk er það
fyrsta sem kemur í huga okkar
þegar við minnumst Dísu vinkonu
okkar sem andaðist fimmtudaginn
19. desember.
Hugurinn reikar til liðins tíma
þegar við kynntumst Dísu og Dóra
á Mallorca 1989 og allar götur síð-
an hefur verið gott og traust vin-
áttusamband og samverustundirn-
ar ógleymanlegar og
skemmtilegar t.d. þegar við fórum
fern hjón saman 1999 til Flórída og
í siglingu með skemmtiferðaskipi
um Karíbahaf og til New Orleans.
Í lok ferðarinnar var búið að versla
það mikið að ekki komst allt fyrir í
farangursrými bílaleigubílsins en
Dísa fann lausn á því eins og öðru
sem upp kom. Einnig ferðin okkar
til Kaupmannahafnar í nóvember
2006 og allar samverustundir sem
við höfum átt með þeim góðu hjón-
um Dísu og Dóra hvort sem er hér
heima eða erlendis.
Það er lán í lífinu að hafa kynnst
og verið með þeim samhentu og
góðu hjónum.
Síðustu misseri hafa verið henni
og fjölskyldunni erfiður tími sök-
um veikinda og hefur hún eflaust
verið orðin þreytt en við vonuðum
alltaf að Guð gæfi henni lengri tíma
því hún var svo ung.
Við kveðjum okkar kæru vin-
konu með söknuði og þökk fyrir
samveruna og biðjum góðan Guð
að taka hana í sína arma, en yljum
okkur við allar góðu minningarnar
og sendum börnum hennar og
Dóra eiginmanni hennar okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
Guð geymi elsku Dísu okkar.
Svo viðkvæmt er lífið sem vordagsins
blóm
er verður að hlíta þeim lögum
að beygja sig undir þann allsherjardóm
sem ævina telur í dögum.
Við áttum hér saman svo indæla stund
sem aldrei mér hverfur úr minni.
Og nú ertu genginn á guðanna fund
það geislar af minningu þinni.
(Friðrik Steingrímsson.)
Gunnar og Jóhanna,
Ólafur og Þórunn,
Björgvin og Sigríður.
Enn eitt skarð er höggvið í ár-
gang topp ’49. Í dag kveðjum við
skólafélaga okkar, hana Erlu Þór-
dísi.
Ég var svo lánsöm að kynnast
Dísu í barnaskóla og var það upp-
hafið að okkar vinskap. Margar
minningar flögra í gegnum hug-
ann þegar ég lít til baka til æsku-
áranna og með bros á vör hugsa
ég um alla þá skemmtilegu tíma
sem við Dísa áttum saman.
Ég kom mikið inn á æskuheim-
ili Dísu. Foreldrar hennar voru
svo yndislegir, skemmtilegir og
gáfu mikið af sér og tóku alltaf vel
á móti mér og vinum Dísu. Við
Dísa fylgdumst að í gengum
barnaskóla og einnig í gegnum
gagnfræðaskóla. Þó að við værum
aldrei í sama bekk vorum við mik-
ið saman. Skólaböllinn eru mér af-
ar minnisstæð. Við Dísa tjúttuð-
um eins og við ættum lífið að leysa
og strákarnir komust ekki með
„hælana þar sem við höfðum dans-
tærnar“. Músík, dans og gleði ein-
kenndi okkar vinskap á þessum
árum og mér er svo minnisstætt
þegar bróðir Dísu kom heim úr
siglingu. Hann kom með segul-
bandstæki, fjögurra rása segul-
bandstæki. Það var það flottasta á
þeim tíma. Þær voru ófáar stund-
irnar sem við eyddum fyrir fram-
an tækið, bæði að spila af því og
syngja inn á.
Það sem var svolítið sérstakt
með Dísu var áhugi hennar á bíl-
um. Hún var með algjöra bíla-
dellu, sem var svolítið sérstakt
með stelpu á þessum tíma. Ég
man alltaf hvað hún eyddi miklum
tíma úti í glugga og skráði niður
bílnúmer. Fyrsti bíll Dísu var
Skódi sem hún fékk frá föður sín-
um. Ó, já, það voru margir góðir
tímar í saman í Skódanum og
rúntuðum við um götur bæjarins
tímunum saman.
Dísa fann ástina sína snemma,
hann Dóra sinn. Það er nú svolítið
gaman að því að Dísa með alla sína
bíladellu skyldi finna sér mann
sem er bifvélavirki. Enda hefur
Dísa tekið mikinn þátt í þeirra fyr-
irtæki, þar kom bílaáhuginn sér
vel.
Það sem einkenndi Dísu er
hvað hún var einstaklega ljúf, allt-
af í góðu skapi, með létta lund og
alltaf var stutt í hláturinn. Hver
man ekki eftir Dísu í Einarsbúð?
Þar vann Dísa í mörg ár og var
þekkt fyrir góða þjónustulund og
gott viðmót.
Dísa var yndisleg móðir. Ef illa
viðraði hikaði hún ekki við að bera
sandinn inn í forstofuna svo að
strákarnir gætu verið í bílaleik.
Hún fylgdist með börnunum sín-
um í gegnum skóla og íþróttir og
ekki voru fáir fótboltaleikirnir
sem Dísa sótti. Við hittumst of á
leikjum þar sem strákarnir okkar
voru að keppa. Þar stóð hún á hlið-
arlínunni og hvatti sína menn.
Dísa fylgdist vel með nýjungum
og keypti fljótt tölvu eftir að þær
komu á markað.
Hin síðustu ár var ömmuhlut-
verkið Dísu hugleikið. Í því hlut-
verki naut Dísa sín einstaklega vel
og þegar hún talaði um barna-
börnin ljómaði hún af stolti og
gleði.
Ég kveð í dag með söknuði
mína æskuvinkonu, allt of
snemma að mér finnst, en eftir lifa
minningar um góða vinkonu og
þakklæti yfir að Dísa hafi verið
hluti af mínu lífi.
Elsku Dóri, Árni, Bjarki, Krist-
ín Ósk og ykkar fjölskyldur, einn-
ig Tóta og Böðvar, ég votta ykkur
mínar innilegustu samúð.
Hvíl í friði.
Guðný Aðalgeirsdóttir.
Erla Þórdís
Árnadóttir
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
JÓN TRYGGVI VALENTÍNUSSON,
Grænumýri 8,
Seltjarnarnesi,
lést á gjörgæsludeild 12B á Landspítalanum
við Hringbraut föstudaginn 20. desember.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á reikning 0101-15-660300
sem rennur til krabbameinsdeildar Landspítalans.
Inge Löwner Valentínusson,
Guðlaug Jónsdóttir, Arnór V. Valdimarsson,
Elísabet Jónsdóttir, Grétar Árnason,
Auðunn Jónsson, María Níelsdóttir,
Stefán Þór Jónsson, Sigurbjörg Ásmundsdóttir,
afabörn og langafabörn.
✝
Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
LEIFUR ÞORSTEINSSON
ljósmyndari,
lést á krabbameinsdeild Landspítalans
laugardaginn 28. desember.
Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju
mánudaginn 13. janúar kl. 15.00.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir. Þeim sem vilja
minnast hans er bent á Slysavarnafélagið Landsbjörg.
Friðrika G. Geirsdóttir,
Björn Geir Leifsson, Sigrún Hjartardóttir,
Þorsteinn Páll Leifsson,
Hjörtur Geir Björnsson,
Ólafur Hrafn Björnsson,
Friðrika Hanna Björnsdóttir.
✝
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
GUÐRÍÐUR JÓNSDÓTTIR,
Kolbeinsgötu 52,
Vopnafirði,
lést á Landspítalanum laugardaginn
28. desember.
Útför hennar fer fram frá Áskirkju mánudaginn
6. janúar kl. 11.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Höskuldur Jónsson.