Morgunblaðið - 28.01.2014, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.01.2014, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR 2014 Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Átta metra háir norðurljósaturnar gætu risið í Reykjanesbæ í sumar ef hugmynd listamannsins Guðmundar Rúnars Lúðvíkssonar nær fram að ganga. „Þetta eru fjórir turnar, eða rör, sem eru um átta metra háir, 40 cm í þvermál og vísa í fjórar áttir. Þeir ná yfir ljósmengun og eru það víðir að þú getur sett höfuðið inn í rör- ið og þá ertu kominn með hreint sjónarhorn upp í himininn,“ segir Guðmundur, beðinn um að lýsa verkinu. „Segjum að það séu mikil norðurljós, þá sjást þau alls staðar og þú þarft ekki að nota turnana sem slíka en þú getur séð annað sjónarhorn með því að kíkja inn í þá.“ Guðmundur segir að verkið ætti að höfða sterkt til ferðamanna en það yrði til margs annars nýtilegt en til að horfa á norðurljósin í gegn- um, um fjölnota útilistaverk sé að ræða. „Það má horfa á skýin og stjörnurnar, hlusta á umhverfis- hljóðin sem magnast í rörunum, syngja og tala. Þá er ég að spá í að vera með tónleika, fá fjóra söngvara til að syngja hver í sitt rörið og hljómurinn myndi berast saman út.“ Norðurljósaturnarnir fjórir mynda saman stjörnu og segir Guð- mundur að hugsunin á bak við það sé að verkið verði ákveðinn leiðar- punktur eins og pólstjarnan var í gamla daga. Verkið yrði líka úr áli og með glansandi krómáferð svo stjarnan sæist víða að. Sjá draum sinn rætast Norðurljósaturnarnir verða von- andi reistir í bæjarlandi Reykjanes- bæjar. Málið var nýverið tekið fyrir á bæjarstjórnarfundi í bænum og segir Guðmundur að viðtökurnar hafi verið góðar. Ekki er komin staðsetning fyrir verkið en þegar fjármögnun er lokið fer vinnan við uppsetninguna strax af stað að sögn Guðmundar. Hann segir verkið ekki verða dýrt í uppsetningu, kosta í mesta lagi fjórar milljónir. Fjármögnunin er þegar hafin og fer Guðmundur ótroðnar slóðir við hana. Inni á vefsíðunni www.north- ernlighttower.com getur fólk styrkt norðurljósaturnana um 1.100 krón- ur og segir Guðmundur hugmynd- ina að fá almenning til þess að taka þátt í að láta þetta verða að veru- leika. Hver sá sem styrkir uppsetn- ingu norðurljósaturnanna fær nafn sitt grafið í eina af súlunum á verk- inu og ómælda ánægju allt lífið að hafa verið einn af þeim sem sáu drauminn sinn rætast. Norðurljósin í gegnum rör  Listamaður vill reisa fjóra átta metra háa norðurljósaturna sem mynda saman leiðarstjörnu í Reykjanesbæ  Fjármagnar verkið með frjálsum framlögum Ljósmynd/Guðmundur R. Lúðvíksson Kíkir Álrörin yrðu átta metrar á hæð og fjörutíu sentimetrar í þvermál. Í fjarlægð mynda þau saman stjörnu. Horft til himins Turnarnir ná yfir ljósmengunina og þrengja sjónarhornið. Guðmundur R. Lúðvíksson Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Undirbúningur embættis ríkisskatt- stjóra vegna framtalsgerðar skatt- framtala ársins stendur sem hæst þessa dagana en mikill árangur hef- ur náðst í skilum launagreiðenda á launamiðum. „Núna er í gangi mikil vinna við að ná inn öllum launamiðum og öðrum upplýsing- um, m.a um hluta- fjáreign, vegna undirbúningsins við frágang fram- tala fyrir sem allra flesta. Skil á launamiðum í fyrra slógu nýtt met en þá fóru þau í 99,6% af þeim launum sem greidd eru í landinu,“ segir Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri. Skilafrestur á gögnum vegna framtalsgerðar er til 30. janúar en þeir sem skila á rafrænu formi hafa þó frest til 10. febrúar. Framtalsvef- ur einstaklinga verður opnaður 7. eða 8. mars á skattur.is og síðasti frestur til að yfirfara upplýsingarnar á framtölunum rennur út 21. mars. Þeir sem sækja um frest fá fram- lengingu til mánaðamóta mars/apríl. Góð skil launaupplýsinga skiptir miklu svo hægt sé að koma skatt- framtölum í það form að langflestir framteljendur þurfi eingöngu að yf- irfara upplýsingar á framtölum sín- um og loka þeim aftur án breytinga eða viðbóta. ,,Það er örugglega orð- inn mikill meirihluti landsmanna sem það gerir,“ segir Skúli Eggert. Engin þörf fyrir pappírsframtöl Rafræn þjónusta embættis ríkis- skattstjóra er orðin ráðandi við alla framtalsgerð og auðveldara er að ganga frá framtölum. ,,Meirihluti landsmanna þarf ekki að gera annað en að skoða upplýsingarnar á fram- talinu og loka þeim svo aftur,“ segir Skúli Eggert. Í fyrra nýttu 69.006 framteljendur sér svokallaða einfaldað framtal og Skúli Eggert segir að á milli 70 og 80 þúsund framteljendur til viðbótar hafi aðeins þurft að skoða upplýsing- ar á framtölum sínum og þurftu ekki að gera neinar breytingar. Stefnt er að því að engin þörf verði fyrir papp- írsframtöl. Hætt er að senda út pappírsframtöl til framteljenda nema þeir óski sérstaklega eftir því. Skúli Eggert segir að á næsta eða þar næsta ári eigi pappírsframtöl að heyra með öllu sögunni til. Þeir sem ekki eiga þess kost að notfæra sér rafræn skil framtala geta fengið aðstoð við framtalið. Er þeim bent á að hafa samband við þjónustuver ríkisskattstjóra og fá aðstoð starfsmanns í gegnum síma við að ljúka framtalsgerðinni. ,,Við gerðum þetta í fyrra og höfðum sam- band símleiðis við allstóran hóp framteljenda sem ekki treystu sér til að gera þetta sjálfir og var þeim veitt aðstoð í gegnum síma, segir ríkis- skattstjóri. Flestum nægir að opna framtölin, skoða og skila  69 þús. framteljendur nýttu sér einfalt skattframtal  Met í skilum launamiða Skúli Eggert Þórðarson Skattur Vinnandi fólk þarf að telja fram. Framtalsgerðin er oftast lítið mál. Morgunblaðið/Styrmir Kári Fækkun akademískra starfsmanna Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri samfara fjölgun nemenda hefur leitt til þess að skólinn mun eiga erfitt með að uppfylla kröfur sem gerðar eru til háskóla. Þetta kemur fram í áliti fjár- laganefndar Alþingis á skýrslu Ríkis- endurskoðunar um framkvæmd fjár- laga frá janúar til júní 2013. Skólinn hefur verið rekinn með halla um árabil og nemur skuld hans við ríkissjóð um 760 milljónum króna af þeim sökum. Að öllu óbreyttu blas- ir við að framlag til skólans á fjár- lögum þessa árs dugi ekki til óbreytts reksturs. Fram kemur í álitinu að skólinn hefur þegar fækkað akadem- ískum starfsmönnum um ellefu, úr 37 í 26 ársverk, til að bregðast við rekstrarvandanum. Engu að síður hefur niðurstaða gæðaúttektar leitt í ljós að gæði rann- sókna og kennslu við skólann séu ágæt. Fjárlaganefnd hefur skoðað til- lögur til lausnar á borð við að sam- eina skólann Háskóla Íslands og að sameina starfsemi skólans þannig að hún rúmist öll á Hvanneyri í stað þess að vera á þremur stöðum eins og nú er. Nefndin leggur áherslu á að mennta- og menningarmálaráðu- neytið taki afstöðu til tillagnanna og hrindi þeim í framkvæmd með stjórn- endum skólans ekki síðar en í febr- úar. Tillögurnar rúmist innan heild- arfjárveitinga til ráðuneytisins til háskólamála. Morgunblaðið/Árni Sæberg Hvanneyri Lagt er til að öll starf- semi skólans verði á Hvanneyri. Grípi til að- gerða strax í febrúar  Landbúnaðar- háskóli í vanda Heimilt verður að aka léttum bif- hjólum, þ.á m. rafvespum, á göngu- eða hjólastígum þar sem við á samkvæmt frum- varpi um breyt- ingar á umferðar- lögum. Slík farar- tæki hafa átt auknum vinsæld- um að fagna hér á landi en þau hafa hingað til verið skilgreind með sama hætti og reiðhjól. Frumvarpinu er ætlað að skýra þær reglur sem gilda um far- arskjóta af þessu tagi. Samkvæmt frumvarpinu má aka léttu bifhjóli í flokki I, bifhjól sem ekki er hannað til að ná meiri hraða en 25 km/klst á gangstétt, hjólastíg eða gangstíg valdi það ekki hættu eða óþægindum og veghaldari hafi ekki lagt bann við því. Ökumenn slíkra farartækja skulu víkja fyrir gangandi vegfarendum. Óheimilt verður að aka léttum bifhjólum í flokki I á akbraut með 50 km hámarkshraða og meira. Þá er lögð til sú breyting frá nú- gildandi reglum að ökumönnum léttra bifhjóla sem eru 20 ára og eldri megi hafa farþega á því sé hjólið til þess hannað. Mega keyra bifhjólin á gangstéttum Létt bifhjól hafa verið vinsæl.  Skýra reglur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.