Morgunblaðið - 28.01.2014, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.01.2014, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR 2014 Smiðjuvegi 4 (Græn gata), 200 Kópavogi, sími 578 3030, gsm 824 0240, laugin.is Erum með allt fyrir Góður endir á góðum degi Nuddpottar Hreinsiefni Síur Viðgerðarþjónusta Varahlutir Malín Brand malin@mbl.is Tólf dýr skipa kínverskatímatalið og eru þau einsmisjöfn og þau eru mörg,með kostum og göllum. Fyrst ber að nefna rottuna sem af flestum er talin best. „Hún bjargar sér alltaf,“ segir Unnur Guðjóns- dóttir sem hefur síðan 1992 starf- rækt Kínaklúbb Unnar og farið ófáar ferðir til Kína. Á eftir rottunni kemur vatna- uxinn, þar næst tígurinn, kanínan, drekinn, slangan, hesturinn, geitin, apinn, haninn, hundurinn og lestina rekur grísinn. Drekinn og rottan best Nýtt ár í Kína hefst við annað nýtt tungl eftir vetrarsólstöður og nú ber það upp á föstudaginn, þann 31. janúar. Árin eru sem fyrr segir mis- jafnlega góð og segir Unnur að í Kína velti fólk þessu þónokkuð fyrir sér og það sama á við um Unni sjálfa. „Ég er dálítið heppin því ég er nefnilega fædd á ári drekans og það er mjög gott. Drekinn var dýr keis- arans og drekinn er í reynd eina dýr- ið í þessum tólf ára dýrahring sem ekki er til í alvörunni,“ útskýrir Unn- ur sem hefur mikið dálæti á kín- verskri menningu og flestu því sem kínverskt er. Á þessu ári fer hún í þrítugustu og fimmtu ferðina til Kína ásamt hópi fólks gegnum Kínaklúbb Unnar. Ár hestsins boðar gott Hvað skyldi þá ár hestsins bera í skauti sér? Árið sem þrítugasta og fimmta ferðin verður farin. „Ár hestsins er fjörlegt og líf- Mikið lán að hafa fæðst á ári drekans Nýtt ár hefst samkvæmt kínverska almanakinu næsta föstudag. Þar með lýkur ári slöngunnar og ár hestsins gengur í garð. Það er alla jafna talið boða gott enda er hesturinn röskur og fer hratt yfir. Hópur fólks hér á landi fagnar þessum tímamót- um og þar á meðal er fyrrverandi ballettmeistarinn og Kínaunnandinn Unnur Guðjónsdóttir. Hún ætlar að efla tengslin við Kína enn frekar á ári hestsins. Ljósmynd/Adrian Bradshaw/EPA Skraut Earth Altar Park í Beijing hefur verið skreyttur með ýmsum hætti í tilefni af nýju ári. Iðulega fer mikið fyrir hátíðarhöldum í kringum nýárið. Morgunblaðið/Golli Safn Unnur vonast til að geta opnað Kínasafnið heima hjá sér á þessu ári. Eitt fyrirtæki á Íslandi hefur sérhæft sig í hundasleðaferðum fyrir ferða- menn. Það heitir Dog Sledding og á vefsíðunni www.dogsledding.is má skoða eitt og annað um þessa áhuga- verðu nýjung í ferðamennsku hér á landi. Á síðunni kemur meðal annars fram að fyrirtækið hafi verið stofnað fyrir sextán árum síðan. Nafninu var breytt árið 2007 og í dag er boðið upp á ferðir bæði á sumrin og vet- urna. Ferðirnar eru mislangar eða frá klukkustund upp í sex klukkustundir. Í mars árið 2011 tók fyrirtækið þátt í keppni á hundasleðum í fyrsta skipti og hefur áhuginn ekkert dvín- að. Hundarnir eru fjörutíu og sjö tals- ins og eru af nokkrum tegundum sleðahunda og eru á ýmsum aldri. Þeir elstu eru tíu ára. Vefsíðan www.dogsledding.is Keppni Dog Sledding hefur tekið virkan þátt í hundasleðakeppnum hér á landi. Bjóða upp á hundasleðaferðir Í kvöld klukkan 20 leikur Lúðrasveit Reykjavíkur balkan- og latintónlist ásamt fleiru í Norðurljósasal Hörpu. Lúðrasveitin mun þar að auki frumflytja tónverkið Beyglaðir trompetar III, eftir einn af meðlimum sveitarinnar, Daníel Sigurðsson. Á dagskrá tónleikanna eru tónverk eftir suður-ameríska tónskáldið Arturo Márquez, svo eitthvað sé nefnt. Lúðrasveit Reykjavíkur hefur verið starfandi síðan 1922 og átt höfuð- stöðvar í Hljómskálanum við Tjörn- ina. Að þessu sinni munu um 50 manns halda uppi stuðinu undir stjórn Lárusar Halldórs Grímssonar. Endilega … … hlýddu á lúðraþyt Tónleikar Beyglaðir trompetar í kvöld. Ýmsar nýjungar eru í starfi Borgar- bókasafnsins á þessu ári og er boðið upp á margs konar afþreyingu fyrir alla aldurshópa. Í febrúarmánuði verður boðið upp á leshringi fyrir 9- 12 ára börn í þremur söfnum Borgar- bókasafns. Markmiðið er að skapa notalega stemningu þar sem ákveðnar bækur verða teknar fyrir, lesnar og ræddar fram og til baka. Í kynningu Borgarbókasafnsins á leshringnum segir að hann sé tilval- inn bæði fyrir þá sem lesa lítið en langar til að spreyta sig og hina sem lesa meira og vilja deila lestrar- reynslu sinni með öðrum. Leshringurinn verður alla þriðju- daga í febrúar kl. 15-16 í aðalsafni, Ársafni og Foldasafni. Aðgangur er ókeypis og verður þátttakendum boðið upp á hressingu. Rétt er að minna á að skírteini barna og unglinga fram að átján ára aldri kosta ekki neitt. Nánari upplýsingar um viðburði bókasasafnsins er að finna á vefnum www.borgarbokasafn.is. Lesið í góðum félagsskap Leshringir fyrir 9-12 ára börn í Borgarbókasafni Reykjavíkur Leshringur Gott getur verið að spjalla um bækurnar í góðum félagsskap. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.