Morgunblaðið - 28.01.2014, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 28.01.2014, Blaðsíða 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR 2014 Faxafeni 14 | 108 Reykjavík | Sími 551 6646 Opið virka daga frá 10-18 og laugardaga 11-15 Morgunblaðið greinir frá því 24. des. sl. að Samherji, Frost og Slippurinn á Akureyri hafi afhent Verkmenntaskólanum á Akureyri 20 millj- óna kr. gjöf til kaupa á kennslutækjum fyr- ir málm- og vél- tæknisvið skólans. Við afhendinguna kom m.a. fram hjá Gunnari Lar- sen, framkvæmdastjóra Frosts: „Góð og öflug verk- og tækni- menntun er hverju samfélagi mik- ilvæg og sennilega aldrei mik- ilvægari en í dag.“ Fjárfesting em skilar arði Að mínu mati er gjöf þessara þriggja félaga Samherja, Frosts og Slippsins fyrst og fremst vitn- isburður um mat þeirra á störfum vélstjóra, vélfræðinga og málm- tæknimanna. Þeir gera sér grein fyrir því að nýtísku fiskiskip verð- ur ekki gert út að gagni nema um borð séu velmenntaðir vélstjórar og vélfræðingar. Sama á við um Frost og Slippinn, að þau fyrir- tæki verða ekki rekin svo vel sé nema með hæfum vélfræðingum, vélstjórum og málmtæknimönnum. Sú meinloka hefur skotið rótum í vitund alltof margra, sem gera út fiskiskip hér á landi, að sjálfvirkni og mannlaus vélarrúm leysi þau verkefni sem vélstjórarnir og vél- fræðingarnir sinna. Hér er um mikinn misskilning að ræða. Mannlaust vélarrúm í orðsins fyllstu merkingu þýðir að vélar- rúmið er án vaktar ákveðinn hluta sólarhringsins sem hefur verið viðhaft um borð í flutningaskipum um allnokkurt skeið en ekki enn svo ég viti um borð í fiskiskipum. Ástæðan er einföld eða sú að eftir að veiðiskipið er komið á miðin er stöðug vinna þar um borð sem þýðir að það er fjölmargt sem líta þarf eftir og færa til betri vegar eigi bæði veiðarnar og vinnslan, sé um vinnsluskip að ræða, að ganga eins og til er ætl- ast. En allar tafir, þótt stuttar séu, eru fljótar að koma fram í minni afköstum og um afkomu skipsins. Af þessum ástæðum hygg ég að íslenskir útgerðarmenn, sem eru á heimsmæli- kvarða, hafi ekki enn viðhaft „mannlaus vélarrúm“ um borð í sínum skipum. Glæsilegur ferill Samherji á Akureyri, sem var stofnaður í núverandi mynd á árinu 1983, er búinn að starfa í um 30 ár. Samkvæmt efnahags- reikningi félagsins fyrir árið 2012 var eign þess um 51 milljarður og sé eitthvað að marka fréttir var síðasta ár félaginu gjöfult, skilaði því um 16 milljarða eignaaukn- ingu. Samtals nema því eignir fé- lagsins um 68 milljörðum sem nemur eignamyndum upp á góða tvo milljarða fyrir hvert ár sem félagið hefur starfað. Er einhver leið að halda því fram að fyr- irtæki, sem þannig vegnar hafi bú- ið við óhagstæð rekstrarskilyrði af mannavöldum? Það held ég tæpast og mér er til efs að það sé hægt að ná viðlíka árangri í nokkurri annarri atvinnugrein hér á landi. Í þessu sambandi er bæði rétt og skylt að geta þess að þeir frændur, sem stýrt hafa Sam- herja, hafa gert það mjög vel, svo vel að ég dreg í efa að aðrir í út- gerðarrekstri hafi staðið sig jafn- vel og því síður betur. Til marks um það má nefna að Samherji var fyrstur íslenskra útgerða til þess að vinna uppsjávarfisk, síld, loðnu og makríl til manneldis um borð í veiðiskipi. Fyrirtækið keypti til landsins á árinu 1998 nýlegt norskt skip, sem hafði búnað til þess að vinna uppsjávarfisk til manneldis, og hlaut nafnið Garðar EA-310. Að fenginni reynslu af rekstri Garðars lét Samherji sér- hanna og smíða Vilhelm Þor- steinsson EA-11 til þessara veiða og vinnslu en Vilhelm kom til landsins árið 2000. Um tíma var enginn útgerðar- maður maður með mönnum nema að hann gerði út frystitogara og í því sambandi var Samherji engin undantekning. Í dag gerir Sam- herji engan frystitogara út á Ís- landsmið til þorskveiða. Í staðinn sendir fyrirtækið þorskinn ferskan á markað erlendis. Örugglega vegna þess að þannig fæst meiri framlegð út úr hverri einingu. Nú berast fréttir af því að aðrar útgerðir frystitogara séu að leggja þeim en ætli í staðinn að vinna fiskinn í landi og senda ferskan á markað, þ.e. að feta í fótspor Sam- herja sem hefur haft þennan hátt- inn á nokkur undangengin ár. Samherji er fyrirtæki sem alltaf er að leita nýrra leiða í sínum rekstri. Fyrirtæki sem grípur gæsina um leið og hún gefst í stað þess að láta aðra leysa byrjunar- örðugleikana fyrir sig. Með þess- háttar vinnubrögðum er fyrir- tækið alltaf leiðandi í sjávarútvegi. Ánægðir og stoltir starfs- menn eru lykillinn Annað sem Samherji hefur passað upp á er að hafa í sinni þjónustu ánægt starfsfólk. Á tímabili átti ég oft tal við sjó- menn sem störfuðu hjá Samherja og undantekningarlaust töluðu vel um fyrirtækið sitt, voru stolt- ir af að vinna þar. Nú fer ekki hjá því að oft var mikils krafist af áhöfnum Samherjaskipanna en á móti kom að launin voru mjög góð og stjórnendurnir létu sitt fólk finna að framlag þess til fyr- irtækisins skipti sköpum um vel- gengni þess. Samherja hefur tek- ist það sem útgerðinni sem heild hefur ekki tekist, að fá sitt fólk með sér, sem skiptir öllu máli í öllum rekstri. Verðskulduð viðurkenning Eftir Helga Laxdal » Búa einhver brúkleg rök því að baki að fyrirtæki sem þannig vegnar hafi búið við óhagstæð rekstrarskil- yrði af mannavöldum? Helgi Laxdal Höfundur er vélfræðingur og fyrrver- andi yfirvélstjóri. Hvað eru „gömlu dansarnir“? Þessi spurning er oft borin fram og svör við spurn- ingunni eru oft fátæk- leg. Fram yfir miðja síðustu öld vissu flestir Íslendingar hvað „gömlu dansarnir“ þýða. Það voru haldnir sérstakir dansleikir um hverja helgi í nokkrum danshúsum í Reykjavík sem voru ein- göngu fyrir „gömlu dansana“ og út um allt land voru dansleikir þar sem hljómsveitirnar léku tónlist sem var sérstaklega fyrir „gömlu dansana“. En hvaða dansar voru þetta? Þetta voru dansar sem hvergi voru til nema á Íslandi. Þeir höfðu þróast með þjóð- inni og voru ekki endilega dansaðir eins fyrir vestan og fyrir austan, en allar útgáfur voru í eðli sínu réttar, en báru séreinkenni ákveðinna byggðar- laga. Tónlistin gat verið sú sama og leikin var í nágrannalöndunum þó að dansarnir væru ólíkir. Sem dæmi má nefna að franskir sjó- menn komu til Ólafs- víkur og Þórshafnar og héldu e.t.v. dansleik þar sem í áhöfninni gátu ver- ið munnhörpuleikarar eða harmonikkuleikarar. Íslendingarnir lærðu lögin og reyndu líka að læra dansana, en oftast gekk það ekki upp og niðurstaðan varð frum- saminn dans með yfir- bragði þeirra erlendu og fólk þróaði þar með dans við nýtt lag sem einhver hafði lært svona nokkurn veginn. Margir af gömlu dönsunum okkar eiga uppruna að grunni til frá öðrum lönd- um en niðurstaðan er að okkar útgáfa er séríslensk. Það hefur komið glöggt fram þegar Íslendingar hafa tekið þátt í þjóðdansamótum á Norðurlöndum eða öðrum Evrópulöndum. Þá fyrir- finnast engir dansar hjá öðrum þjóð- um sem eru eins og gömlu dansarnir okkar. Gömlu dansarnir okkar eru: Margar útgáfur af rælum, völsum, skottísum, masúrkum, vínarkrus og polkum að ógleymdum hringdansi og marsi með mörgum leikjum og af- Gömludansarnir - þjóðararfur Eftir Matthildi Guðnýju Guð- mundsdóttur Matthildur Guðný Guðmundsdóttir Mjög áhugavert mál hefur að undanförnu verið í umræðunni sem snertir húsnæðismál á landinu og vonandi leiðir sú umræða til góðrar lausnar á því sem þar er verið að fjalla um. Ekki viljum við að verði til „slum“- hverfi í okkar góða landi. Hér er auðvitað verið að vísa til þess að skortur er orðinn á íbúðarhúsnæði, sérstaklega minna og ódýrara húsnæði. Þessi staða hefði ekki átti að koma á óvart, þörfin er þekkt og bygging- armagn hvers tíma er þekkt, sjá t.d. greinar hér á síðum Hannars frá síð- asta ári og árinu á undan. Ástæðan fyrir þessum skorti er að byggt var of mikið á „bólgutímanum“ í landinu sem leiddi til offramboðs húsnæðis með tilheyrandi verðfalli þess auk samdráttar í eftirspurn vegna ástandsins sem skapaðist við hið margnefnda „hrun“. Afleiðingarnar voru að ekki voru byggð meira en ca. 10% af þeirri þörf sem er að með- altali árin eftir hrun og fjöldi bygg- ingaraðila varð gjaldþrota og margir iðnaðarmenn fóru úr landi. Á ára- bilinu 2011-2012 var lager af íbúðar- húsnæði uppurinn að okkar mati, en ekki var þó vart aukningar á bygg- ingarmagni íbúðarhúsnæðis að neinu marki og er ekki enn. Hver er ástæðan fyrir þessu? Ég heyrði hagfræðing hjá banka fjalla um málið í útvarpi nýlega og talaði hann um að ríkið (þ.e. fólkið í landinu) þyrfti að leysa málið með vaxta- eða húsnæðisbótum, ásamt því að hækka þyrfti kaup fólksins í landinu, væntanlega til að fjármagna bæturnar. Ekki kom fram hver ætti í raun að borga brúsann. Einn þáttinn minntist hann ekki á, þ.e. hver þátt- ur vinnuveitanda hans ætti að vera, þ.e. fjármálakerfisins (bankans). Með það í huga að bundið fé í með- alíbúð gæti verið um 25 millj. kr. þá gæti ávöxtunarkrafa þeirrar upp- hæðar hljóðað upp á um 2 millj. kr. hjá íslenskum lánveitendum á ári. Ætli megi ekki gera ráð fyrir að helmingur þess sé til að mæta raunhækkun (verðbólgunni). Og er þá raunkostnaður þess sem á húsnæðið yfir 80.000 kr. á mánuði til að standa undir gróða fjármagnseigandans. Hér er t.d. um að ræða ca. helming húsaleigu þeirra sem leigja slíkt húsnæði. Athugið að hér er ekki verið að tala um rekstur hús- næðisins, gjöld til hins opinbera eða viðhald, það kemur allt til viðbótar. Það hljómar ágætlega að gera átak í að byggja húsnæði á fé- lagslegum grunni, en þar er sama vandamálið uppi, þ.e. að fjármagns- kostnaðurinn er vandamálið sem hugmynd bankans er að leysa með framlagi íbúa þessa lands þ.e. í gegnum skattakerfið (tilfærsla fjár- magns). Bankinn sjálfur vill ekkert leggja af mörkum. Væri ekki betra að taka á fjármálakerfinu í heild með það að markmiði að koma fjár- magnskostnaði í eðlilegt hlutfall af kostnaði af byggingarfram- kvæmdum og rekstri bygginga, þ.e. í svipað hlutfall og tíðkast í ná- grannalöndunum. Markmiðið gæti í byrjun t.d. verið að lækka raunvexti um helming, sem myndi spara ca. 40.000 kr. á mánuði fyrir leigjanda ofangreindrar íbúðar. Að auki mætti minnka kröfur í bygging- arreglugerð, lækka lóðarverð o.fl. og lækka þannig byggingarkostn- aðinn fyrir alla landsmenn, ekki bara suma þeirra á kostnað annarra. Helmingslækkun raunvaxta gæti sparað tugi þúsunda Eftir Sigurð Ingólfsson » Að auki mætti minnka kröfur í byggingarreglugerð, lækka lóðarverð og fast- eignagjöld og lækka þannig húsnæðiskostn- að allra landsmanna, ekki bara sumra. Sigurður Ingólfsson Höfundur er framkvæmdastjóri Hannars ehf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.