Morgunblaðið - 28.01.2014, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 28.01.2014, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR 2014 ✝ Kristín Eiríks-dóttir, fæddist 29. september 1925 á Sandfelli í Öræfasveit. Hún lést á Landspítal- anum 15. janúar 2014. Foreldrar henn- ar voru séra Eirík- ur Helgason, f. 16. febrúar 1892, d. 1. ágúst 1954, og Anna Elín Oddbergsdóttir, f. 11. júlí 1893, d. 5. maí 1953. Systkini hennar voru Ingi- björg, f. 22. júlí 1920, d. 10. júlí 1932, Helgi, f. 13. febrúar 1922, d. 13. nóvember 2009, Oddbergur, f. 15. september 1923, og Ingibjörg, f. 11. febr- gekk í Húsmæðraskólann á Hallormsstað 1943-45. Sumarið 1946 sótti hún vefnaðarnám- skeið við Sätergläntens Väv- skolan í Dölunum í Svíþjóð og þaðan fór hún til Stokkhólms og stundaði nám í Hand- arbetets vänners vävskola 1946-48 og útskrifaðist þaðan sem vefnaðarkennari. Hún rak vefnaðarstofu í mörg ár með Áslaugu Zoëga og ófu þær meðal annars kjólaefni fyrir Sigríði Bjarnadóttur kjóla- meistara. Kristín vann síðan við afgreiðslustörf í Vogue frá 1968-75. Hún var aðstoðar- maður iðjuþjálfa á Kleppsspít- ala 1975-76. Hún fór síðan aft- ur í nám og þá í Kennara- háskólann og útskrifaðist þaðan sem smíðakennari 1978. Eftir það vann hún sem kenn- ari við Þjálfunarskóla ríkisins á Skálatúni og í Safamýri. Jarðarför Kristínar fer fram frá Háteigskirkju í dag, 28. janúar 2014, kl. 15. úar 1934. 1930 flutti fjölskyldan að Bjarnanesi í Nesjum, Horna- firði. Kristín giftist eftirlifandi eigin- manni sínum, Guð- jóni Einarssyni, f. 13. febrúar 1921, 17 júní 1950. Börn þeirra eru 1) Ei- ríkur sagnfræð- ingur, f. 15. janúar 1954. Hann er kvæntur Önnu Wulcan. Dóttir hans og Ingi- bjargar Haraldsdóttur er Kristín rithöfundur, f. 3. nóv- ember 1981, sambýlismaður hennar er Steinar Bragi. 2) Anna, kennari og myndlistar- kona, f. 23. júní 1957. Kristín Amma réttir mér hrútaber, bendir mér á að brumið á runn- unum lítur út eins og pínulitlir hænuungar, opnar flugublóm til að sýna mér hvað það hefur fang- að og límir gleymmérei á peys- una mínu. Í gorkúlunum búa dimm ský sem hægt er að puðra upp í loftið og skógarkerfillinn reynist bragðast eins og lakkrís. Hún kennir mér að í náttúrunni leynast litlir skrítnir heimar. Amma kemur heim til okkar með gibbon-apa. Hann er stærri en ég og með franskan rennilás í lófunum. Hann hangir á bakinu á ömmu og ég hef aldrei séð neitt svona skemmtilegt áður. Hann hlýtur nafnið Gibbi. Amma smíðar dúkkuhús fyrir mig. Rautt hús í sænskum Smá- landastíl með framhlið sem fest er með seglum og grænu þaki á hjörum. Hún vefur gólfteppin í húsið, saumar gardínur og gerir öll húsgögnin í höndunum. Húsið er nefnt Stínukot í höfuðið á okk- ur báðum. Ég er nýbyrjuð á leikskólan- um Hólaborg í Breiðholti. Hinu- megin við strætógötuna er blokk- in okkar. Ég veit að amma er í heimsókn og þegar fóstrurnar sjá ekki til fer ég með skóflu að girð- ingunni og moka. Þegar gatið er orðið nógu stórt drösla ég mér og Gibba í gegn. Það kemur ekki til greina að missa af ömmu. Ég bruna niður bílastæðið á nýju hjólaskautunum mínum og kann ekki að stoppa. Á vegi mín- um verður grjóthnullungur og ég flýg á hausinn. Þegar ég kem heim býr amma um sárið. Hún vefur mér inn í teppi og klórar mér bak við eyrað. Hún segir að öll dýr eigi það sameiginlegt að finnast gott að láta klóra sér bak við eyrun. Við svaladyrnar er sekkur með fuglakorni. Amma kallar fuglana kostgangarana sína og hún gleymir þeim aldrei. Vetrargos- inn er eftirlætis blómið hennar vegna þess að hann kemur fyrst- ur upp á vorin, eiginlega um vet- ur – en þá má samt fara að tala um vorið. Amma hefur alltaf verið til staðar fyrir mig. Alveg til síðasta dags var það ég sem leitaði til hennar eftir stuðningi sem hún gaf, fordómalaus og hlý. Hvort sem það var með því að sýna mér þolinmæði sem krakka, hlusta á mig þegar ég var misskilinn vandræðaunglingur eða hvetja mig og aðstoða í vafstri fullorð- insáranna. Ég hef notið nærveru hennar frá því ég man eftir mér og þannig veit ég að það verður áfram. Minning hennar og kær- leikur eiga eftir að fylgja mér lífið á enda, rétt eins og nafnið hennar og þakklætið, fyrir að hafa fengið að eiga hana sem vinkonu, banda- mann og fyrirmynd. Kristín Eiríksdóttir. „Lát huggast, þú ástvinur hryggur! Nú hættir þinn grátur að streyma! Því dauðinn er leið sú er liggur til lífsins og ódáinsheima.“ (Jón Helgason.) Kristín, frænka mín, hefur kvatt þetta jarðlíf eftir stutta en snarpa baráttu við krabbamein. Stína var einstök gæðakona, sem lét sig nánast allt mannlegt varða. Hún hafði sterkar skoðan- ir á öllu, lét sér annt um allt, sem lífsanda dró, og var fljót að skipa sér í hóp þeirra sem vernduðu og þroskuðu. Hún var kennari í þeirri orðs bestu merkingu, bæði sem fagmaður og sem leikmaður. Stína var föðursystir mín. Hún og Guðjón, sem lifir konu sína, og börnin þeirra voru stór þáttur í barnæsku minni og ekki má gleyma henni Hænku, móður- systur Stínu, sem bjó hjá þeim hjónum. Ófáar voru heimsóknir þeirra til foreldra minna í Njarð- víkum og ófáar voru heimsóknir okkar til þeirra í Reykjavík. Stína var glæsileg kona. Hún bar sig ákaflega vel og var alltaf fallega klædd. Hún var orðlögð hannyrðakona, óf, saumaði, prjónaði, heklaði og smíðaði og lagði í raun stund á alla þá handa- vinnu sem hægt er að nefna. Hún var listamaður í höndunum og allt sem hún gerði var fallegt, vel gert og vandað. Ég held að þeir séu margir í stórfjölskyldunni, sem eigi eitthvað fallegt hand- verk, sem Stína hefur búið til. Sjálf vef ég utan um mig prjón- uðu teppi frá Stínu og þegar ég sit fyrir framan sjónvarpið á kvöldin og strýk yfir margbrotið, fínlegt mynstrið í teppinu hugsa ég um Stínu. Það var ekki aðeins að hún gerði þetta teppi og gæfi mér, heldur bjó hún til alveg eins teppi en bara minna handa kis- unni minni. Þannig var Stína. Talandi um dýrin, þá voru þau fylgifiskar Stínu alla hennar ævi, smá og stór. Ótal, ótal sögur eru til af dýrunum og samskiptum Stínu við þau og skipti þá ekki máli stærð eða tegund, þau áttu öll ötulan málsvara í Stínu frænku. Ég kveð hana frænku mína með miklu þakklæti fyrir allt sem hún hefur gefið mér og með sár- um söknuði. Ég trúi að hún sé núna umkringd ættingjum og vinum, sem þegar eru farnir og ekki síst öllum dýrunum sínum og það hafa örugglega orðið fagn- aðarfundir vina. Ég votta Guðjóni, Önnu, Eiríki og Stínu yngri og systkinum Stínu frænku, mínar innilegustu samúðarkveðjur og bið þeim Guðs blessunar. Kolbrún Oddbergsdóttir. Að gera ekki flugu mein – það er orðatiltæki sem á mjög vel við um Stínu. Hún hefði frekar yf- irgefið herbergi, þar sem fluga væri á fleygiferð, heldur en að koma henni fyrir kattarnef. Stína og mamma kynntust fyrir tæpum 70 árum í Dölunum í Svíþjóð. Þar voru þær báðar á vefnaðarkenn- araskóla. Mamma Reykjavíkur- mær en Stína kom úr Öræfunum og hafði aldrei til Reykjavíkur komið. Komu úr ólíkum áttum, voru ólíkar, að mörgu leyti, en náðu samt svo vel saman. Svo vel að vinskapurinn entist í tæp sjö- tíu ár. Stína var ekki bara Stína. Hún var líka Stína og Guðjón. Guðjón, sem nú horfir á eftir konu sinni. Foreldrar mínir og þau urðu mjög góðir vinir og minnist ég útileganna sem fjölskyldurnar fóru saman. Börnum og farangri troðið inn í bíla, sem urðu svo þungir að stundum fannst manni að þeir kæmust ekki upp Ártúns- brekkuna. Bíla sem sprakk á reglulega og sem alltaf varð eitthvert ævintýri úr að bjarga. Við fórum á Snæ- fellsnes, út í Galtarey og aðrar eyjar á Breiðafirði. Eitt sinn var leigður jeppi til að komast í Veiði- vötn. Mamma smurði brauðið of- an í sín börn, Stína hjálpaði sín- um að smyrja sjálf. Alltaf þolinmóð og hafði nægan tíma. Ég hef gaman af að prjóna en er ekki listakona á því sviði. Þeg- ar ég var spurð hvað ætti eigin- lega að verða úr þessu prjónap- laggi, svaraði ég: Hún Stína gerir eitthvað fínt úr þessu. Sem hún ávallt gerði með bros á vör. En hún var svo mikil B manneskja, hún Stína, að ég mátti aldrei koma til hennar fyrir hádegi en fram til kl. 3 á næturnar var ég meira en velkomin. Og á meðan hún saumaði og prjónaði sátum við og spjölluðum. Spjölluðum um bækur, dýravernd og sam- félagsmál. Við deildum áhyggjum af nátt- úrunni og fannst báðum óvarlega gengið um íslenskar auðlindir. Geispandi yfirgaf ég Stínu fyrir miðnætti. Þá var kvöldið hennar rétt að byrja. Virðing Stínu fyrir öllu sem lif- ir, hvort sem um dýr, manneskj- ur eða náttúruna var að ræða birtist líka í umhyggju hennar fyrir hlutunum í kringum hana. Heimili þeirra Guðjóns er ein- staklega fallegt, vel hugsað um og farið vel með hlutina. Kaupæði og neyslubrjálæði náði aldrei tök- um á þeim hjónum. Ef farga þurfti flík (sem örugglega var bú- ið að snúa á alla kanta og nýta til hins ýtrasta) voru tölurnar tekn- ar af og settar í gamalt Mack- intosh-box. Þær myndu eflaust öðlast nýtt líf á nýrri flík síðar. Stína var upphaflega vinkona mömmu en hún varð líka vinkona mín. Þannig var Stína. Geri aðrir betur – að verða vinur barna vina sinna. Um leið og ég sendi Guðjóni, Önnu, Eiríki og fjölskyldunni allri innilegar samúðarkveðjur þakka ég fyrir mig. Maður verð- ur betri manneskja af því að þekkja og hafa kynnast konu eins og Stínu. Hólmfríður Gunnlaugsdóttir. Kristín Eiríksdóttir ✝ Guðrún Sigríð-ur Þorsteins- dóttir fæddist í Götu í Ásahreppi 28. desember 1920. Hún lést á Hjúkr- unarheimilinu Lundi 20. janúar 2014. Foreldrar henn- ar voru Þorsteinn Tyrfingsson, f. 1891, d. 1973, og Guðrún Pálsdóttir, f. 1891, d. 1988. Sigríður var fjórða elst af 14 systkinum sínum. Þau voru Steinn, Bjarnhéðinn, Tyrfingur, Sigurður, Ingi, Aðalheiður, Pál- ína, Ingibjörg og Þórhildur, sem eru látin. Inga, Þóra, Anna og Svava lifa Sigríði. Eiginmaður Sigríðar var Haf- steinn Auðunsson frá Dalseli, V- Eyjafjöllum, f. 29.9. 1908, d. 5.4. 2002. Börn þeirra eru 1) Haf- steinn Auðunn, f. 1945, m. Klara M. Arnarsdóttir, f. 1946, d. 1990. Börn þeirra eru a) Sig- urður, f. 1966, m. Maríanna Björg Arnardóttir, f. 1968. Þeirra börn eru Hafrún Freyja, f. 1985, d. 2001, Magný Þóra, f. 1989, m. Warly Dequillo, Haf- steinn, f. 1991, m. Arna Engley, f. 1992. Þeirra dóttir er Natalía Aníta, f. 1992, m. Ingi Rafn Ingibergsson, f. 1983, og Rakel Helga, f. 2001. d) Garðar Már, f. 1981, m. Kolbrún Guðmunds- dóttir, f. 1984. Þeirra synir eru Viktor Kári, f. 2005, og Hlynur Freyr, f. 2009. 3) Hörður Þór, f. 1954, m. Guðrún Brandsdóttir, f. 1957. Börn þeirra eru a) Haf- steinn Þór, f. 1978, hans sonur er Hörður Þór, f. 2000, b) Hin- rik Þór, f. 1984, m. Björg Inga Erlendsdóttir, f. 1991, c) Anna Rósa, f. 1986, m. Pálmi Snær Magnússon, f. 1984. Þeirra syn- ir eru Anton Snær, f. 2008, Magnús Darri, f. 2011 og Styrmir Þór, f. 2013. 4) Haukur, f. 1958, m. Ágústa Pálsdóttir, f. 1966. Dætur Ágústu eru Sóldís, f. 1993, og Hafdís, f. 1993. Sigríður ólst upp í Götu og síðar Rifshalakoti í sömu sveit. Hún fór ung í vist að Rauðalæk í Holtum og til Reykjavíkur. Hún starfaði við hótelið á Hellu þar sem hún kynntist Hafsteini. Þau giftu sig 29.9. 1945 og hófu bú- skap á Ránargötu 7. Árið 1958 fluttu þau að Gnoðarvogi 26 þar sem þau bjuggu í 30 ár en þá fluttu þau að Glaðheimum 14 og síðar flutti Sigríður að Dalbraut 20. Árið 2010 flutti hún svo á Hjúkrunarheimilið Lund á Hellu. Sigríður var heimavinn- andi til 1967 er hún hóf störf við ræstingar á Borgarspítalanum og vann þar til sjötugs. Sigríður verður jarðsungin frá Langholtskirkju í dag, 28. janúar 2014, kl. 13.30. Rós, f. 2010, Birkir Örn, f. 1995. Sig- urður og Maríanna Björg skildu. Sam- býliskona Sigurðar er Svandís Stein- grímsdóttir, f. 1967. b) Arnar, f. 1972, m. Arndís Ágústsdóttir, f. 1974, þeirra sonur er Adam Atlas, f. 2012. Fyrir átti Arnar dótturina Klöru Mar- gréti, f. 1997, og Arndís átti dótturina, Línu Sól, f. 2003. c) Eva Hrönn, f. 1973. Hennar dóttir er Elín Kara, f. 2000. Klara átti fyrir Hjördísi, f. 1964. Sambýliskona Hafsteins er Guð- laug Á. Þorkelsdóttir, f. 1960. 2) Erla Guðrún, f. 1948, m. Garðar Jóhannsson, f. 1946. Þeirra börn eru a) Hafdís, f. 1970, m. Sigfús Davíðsson, f. 1968. Þeirra dætur eru Erla Brá, f. 1993, Hafrún Hlín, f. 1997, og Bergrún Brá, f. 2003. b) Hanna Valdís, f. 1973, m. Anton K. Þor- steinsson, f. 1970. Þeirra börn eru Birta Rós, f. 1994, Daníel Garðar, f. 2001, og Þorsteinn Aron, f. 2004. c) Sigrún Eydís, f. 1974, m. Rögnvaldur Jóhann- esson, f. 1970. Þeirra dætur eru Elsku mamma mín er dáin, hægláta og þolinmóða mamma mín sem frekar gerði hlutina sjálf en að bíða eftir að einkadóttirin gerði það sem hún bað hana um að gera. Þá sagði pabbi: „Stelpan mun aldrei geta farið að búa, hún kann ekki einu sinni að vaska upp“, þá sagði mamma: „Hún mun spjara sig“, eins og stelpan reyndar gerði. Mamma ólst upp hjá foreldrum sínum í stórum systkinahópi, við frekar þröngan kost elst dætra foreldra sinna, í Götu í Ásahreppi, síðar í Rifs- halakoti. Hún lærði fljótt að hjálpa til við húsverk og barna- gæslu. Hún hefur munað tímana tvenna á sinni löngu ævi. Þegar hún ca. 16 ára var í vist á Rauða- læk og langaði heim á aðfangadag þegar verkum hennar var lokið í vistinni, þurfti hún að ganga heim í snjó og kulda, en heim náði hún. Mamma kynntist pabba á Hellu þegar hún var að vinna í Hótel- inu, þar sem hann var kostgang- ari í vegavinnu, felldu þau hugi saman og hófu búskap 1945 að Ránargötu 7 þar sem við systk- inin fæddumst (tvö eldri heima en tveir yngri á Fæðingardeildinni). Ólumst við upp við ástríki, frjáls- ræði, traust og gott atlæti hjá for- eldrum okkar. Við flugum úr hreiðrinu hvert af öðru, ég flutti austur að Hellu 1971, komu pabbi og mamma þá flestar helgar yfir sumartímann til okkar, var það mér ómetanlegt, sérstaklega fyrstu árin mín þar. Í október 2010 kom hún á Hellu í hvíldar- innlögn að Dvalarheimilinu Lundi sem átti að vara í 4-6 vikur, en sem varð að varanlegri dvöl í rúmlega þrjú ár. Þar var vistin henni góð, vistmönnum þótti vænt um hana og starfsfólkið var alveg yndislegt. Færi ég bæði vistmönnum og starfsfólkinu öllu bestu þakkir fyrir frábæra umönnun, veit ég að henni þótti vænt um ykkur öll. Mamma var hraust og leið vel á Lundi. Elsku mamma. Þakka þér það veganesti sem þú veittir mér út í lífið. Þakka þér fyrir veru barna minna hjá þér þá vetur sem þau voru í skólum í Reykjavík, það var mér ómetanlegt að vita af þeim hjá ykkur pabba. Þakka þér að vera til staðar fyrir mig og fjöl- skyldu mína alla tíð á meðan heilsan leyfði. Nú ertu komin til pabba aftur eftir tæplega 12 ára aðskilnað. Elsku bræður mínir og fjöl- skyldur okkar, Guð styrki okkur í söknuðinum og munum allt það góða sem mamma veitti okkur. Hvíl í friði, elsku mamma mín. Þín dóttir, Erla. Það er komið að leiðarlokum hjá kærri tengdamóður minni, henni Siggu, eða Siggu ömmu eins og hún var oftast kölluð á okkar heimili í gegnum tíðina. Sigga náði háum aldri og skilur eftir sig langt dagsverk og stóran hóp afkomenda sem hún var stolt af. Það eru komnir meira en fjórir áratugir síðan ég kom inn í fjöl- skyldu Siggu og kynntist henni og allan þann tíma hefur hún reynst mér og mínu fólki einstak- lega vel. Hún var hógvær og gest- risin og setti þarfir annarra alltaf fram fyrir eigin þarfir. Síðustu árin, þegar heilsan fór að gefa sig, bjó hún á Dvalarheimilinu Lundi. Þar fór vel um hana og bæði starfsfólk og annað heimilisfólk annaðist um hana af mikilli um- hyggjusemi og virðingu. Ég kveð Siggu, þessa hóg- væru, kurteisu og fallegu konu, í síðasta sinn með þakklæti fyrir allt. Garðar. Sigga amma er dáin. Góða, ljúfa, rólega, hógværa, nægju- sama, skapgóða, fallega amma mín hefur nú kvatt okkur. Við þessi tímamót er mér efst í huga stolt og þakklæti fyrir að hafa átt þessa duglegu og ynd- islegu konu að. Jafnframt finn ég fyrir djúpum söknuði og tómleika því Sigga amma hefur verið svo mikilvæg persóna og stór hluti af lífi mínu frá því ég fæddist. Fyrsta árið mitt bjuggum við mamma hjá afa og ömmu í Reykjavík á meðan pabbi var að byggja húsið okkar á Hellu. Eftir að við fluttum austur komu afi og amma til okkar langflestar helgar á sumrin öll mín uppvaxtarár. Þau fóru mikið í Landeyjarnar og undir Eyjafjöllin þaðan sem afi var ættaður. Ég fór iðulega með þeim þangað. Oftar en ekki var amma með smurt nesti sem við borðuðum yfirleitt úti í Neðri- Dal. Afi og amma komu ekki mik- ið austur á veturna því þeim var illa við að keyra þegar veður gátu orðið válynd. Þau komu samt yf- irleitt einu sinni á hverjum vetri en það var í afmælið mitt sem er í desember. Þegar ég var 14 ára byrjaði ég í MS og var svo lánsöm að fá að búa hjá ömmu og afa. Ég bjó hjá þeim öll menntaskólaárin og stór- an hluta háskólaáranna. Á þess- um árum fór ég oft með ömmu að spila félagsvist hjá verkakvenna- félaginu Sókn en hún tók virkan þátt í starfi félagsins. Hún hafði alltaf mjög gaman af að spila og gerði það við hin ýmsu tækifæri. Eftir að ég fór að búa sjálf á Hellu og stofnaði fjölskyldu höf- um við Fúsi og stelpurnar alltaf átt vísan samastað í Reykjavík hjá afa og ömmu og svo ömmu eftir að afi lést. Dætur mínar eru svo heppnar að hafa kynnst lang- ömmu sinni vel. Þegar þær voru yngri fór ég með þær til að vera hjá ömmu í nokkra daga á hverju sumri. Þá fór hún m.a. yfirleitt með okkur í Fjölskyldu- og hús- dýragarðinn. Hún fór líka með okkur í fyrstu utanlandsferð eldri dætra minna sem var frábær ferð til Danmerkur sumarið 2001. Þá var amma áttræð en hún vílaði ekki fyrir sér að fara með okkur í hæsta rússíbanann í Tívolíinu. Hún fór einnig í margar ferðir með okkur innanlands m.a. ferð um Vestfirðina og aðra um Norð- urlandið. Hún var hjá okkur á að- fangadagskvöld undanfarin ár sem var yndislegt því amma hafði svo góða nærveru. Öll þessi ár hefur hún aldrei skammað mig, ekki einu sinni þegar ég var ung- lingur, og aldrei hef ég heyrt hana hallmæla nokkrum manni. Sigga amma hefur búið á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Lundi á Hellu í rúmlega þrjú ár. Þann tíma hefur heilsu hennar smám saman hrakað en framund- ir nírætt var hún mjög heilsu- hraust. Ég er mjög þakklát fyrir að hún skyldi hafa verið á Lundi síðustu æviárin. Þar er ákaflega notalegt andrúmsloft og starfs- fólkið hugsaði einstaklega vel um hana. Mér fannst líka gott að hún skyldi vera á Hellu því þá gat ég heimsótt hana oft í viku. Mig langar til að kveðja elsku- lega ömmu mína með broti úr ljóðinu Kallið er komið eftir V. Briem: Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Hafdís. Guðrún Sigríður Þorsteinsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.