Morgunblaðið - 28.01.2014, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 28.01.2014, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR 2014 ✝ Meyvant Mey-vantsson fædd- ist 16. maí 1930 á Hverfisgötu 12 í Reykjavík. Hann lést á Grund, dvalar- og hjúkrunarheimili, 9. janúar 2014. Foreldrar hans voru Meyvant Sig- urðsson, f. 5.4. 1894, d. 8.9. 1990, og Björg María Elísabet Jóns- dóttir, f. 26.12. 1891, d. 13.1. 1974. Meyvant var yngstur níu systkina. Hin eldri eru: a) Sigur- björn Frímann, f. 26.6. 1913, d. 31.1. 1951. b) Þórunn Jónína, f. Harðardóttur 26.12. 1957, f. 15.2. 1934, d. 7.3. 2003. Þau eignuðust einn son 4) Sigurð Frímann Meyvantsson, f. 1.12. 1969. Hann er ókvæntur og barnlaus. Fyrir átti Meyvant þrjú börn: 1) Önnu Meyvants- dóttur, f. 18.3. 1950, börn henn- ar eru Halldór Jón Jóhannesson og Aðalheiður Jóhannesdóttir, fjögur barnabörn. 2) Guðmund Meyvantsson, f. 23.10. 1955, synir hans eru Guð- mundur Arnar Guðmundsson, Ívar Guðmundsson og Davíð Guðmundsson, þrjú barnabörn. 3) Stellu Meyvantsdóttur, f. 10.12. 1955, d. 26.7. 2010. Stella átti einn son, Sigurð Þórarins- son. Meyvant keyrði vörubíl hjá Þrótti í mörg ár. Hann var kokk- ur til sjós, keyrði strætó og var síðan leigubílstjóri í mörg ár. Útför Meyvants fór fram í kyrrþey 21. janúar 2014. 2.8. 1914, d. 11.8. 1981. c) Magdalena Valdís, f. 4.1. 1916, d. 23.5. 2002. d) Sig- ríður Rósa, f. 2.6. 1918, d. 23.1. 2003. e) Sverrir Guð- mundur, f. 6.10. 1919, d. 22.3. 2005. f) Ríkharður, f. 20.1. 1922, d. 7.1. 1983. g) Þórólfur, f. 23.8. 1923, d. 16.5. 2013. h) Elísabet, f. 24.5. 1927. Meyvant flutti með foreldrum sínum að Eiði 1934, en þar varð nokkurs konar ættaróðal fjöl- skyldunnar. Þar er nú Eiðistorg. Meyvant kvæntist Huldu Þegar ég kveð þig, elsku pabbi, þá hugsa ég mikið um þá frábæru tíma sem við áttum saman. Fyrstu árin mín varstu talsvert til sjós og það var fyrst þegar við fluttum í KR-hverfið sem ég kynntist þér vel. Það var heillaspor að flytjast í Vest- urbæinn, enda áttum við marg- ar góðar stundir í tengslum við KR og Gróttu enda tókum við báðir virkan þátt í því starfi og þú studdir mig ávallt. Íþróttir voru okkar endalaust skemmti- efni, þrætuefni stundum, sér- staklega áður en þú gerðir mig að hörðum Liverpool-manni eins og þú varst. Þegar ég var loks búinn að sjá ljósið í enska boltanum var frábært að sitja saman og horfa á okkar menn. Gallinn við þessar setur okkar var að það var alltaf eitthvert „gúmmelaði“ á boðstólum enda einn besti kokkur Vesturbæjar- ins á ferð, og enn situr smá af því á mér! Annað sem fáir gátu betur en þú var að þrífa bíla og er ég þér þakklátur fyrir að hafa kennt mér það. En annað þótti mér vænna um, en það var að þú kynntir mig fyrir góðum vinum þínum, Gunnari og Jóni Birni, sem hafa síðan verið mér sem bræður. Það var alltaf svo glatt á hjalla á Nesveginum þegar þeir komu í heimsókn og svo rugluðu þeir í ykkur mömmu og allir skemmtu sér vel. Þetta þótti þér alltaf skemmtilegustu heimsóknirnar og mér fannst stundum skrýtið hvað þú og Jón Björn gátuð bullað mikið! En alltaf var glatt á hjalla. Eftir að mamma dó áttum við sífellt fleiri trúnaðarstundir og þá sagðir þú mér margar skemmtilegar sögur sem ég mun muna um ókomin ár. Þú skildir mig vel og þegar ég var þungur gat ég leitað til þín, sér- staklega við þá erfiðu tíma þeg- ar mamma dó. Það verður ekki annað sagt um þig en að þú hafir verið al- gjör grallari, stundum aðeins of mikill, en oftast ekkert nema gleðipinni. Ég vildi að við hefð- um getað brallað enn meira en það verður ekki í þessu lífi. Elsku pabbi, Guð gefir þér frið, og takk fyrir mig. Sigurður Frímann. Ég kynntist Kamma þegar ég var rösklega eins árs. Ég man þessi fyrstu kynni ekki sérlega vel en mikið heillaskref átti það eftir að verða. Sumar af mínum fyrstu lífs- minningum tengjast bralli okk- ar. Ég man eftir að krjúpa við hliðina á bílstjórasætinu í strætó og mega opna og loka hurðunum og búa til lítið hús úr túnþökum aftan á vörubílspall- inum og þannig var keyrt úr sveitunum í bæinn. Hvorugt fær nútímakrakki að upplifa en þetta þótti okkur meiriháttar skemmtilegt. Þegar ég komst á unglingsaldurinn var ég heima- gangur hjá ykkur Huldu og Sigga og margur hefði ekki trú- að að á okkur væri 37 ára ald- ursmunur. Við skemmtum okk- ur endalaust við sögur frá þér og þínum upplifunum – færðar síðan í nútímabúning af mínum. Þetta voru frábærir tímar og vináttan við þig var mér afar verðmæt og oft átti ég bágt með mig eftir heimsóknirnar því mig verkjaði í kjálkann af hlátri. Svona man ég eftir heimsókn- um mínum á Nesveginn, alltaf opið hús, alltaf velkominn og alltaf gaman. Þú varst öðruvísi en allir aðr- ir sem ég hef kynnst á lífsleið- inni. Þú varst alltaf hjálpsamur öðrum, of mikið stundum því þú sást alltaf bara það góða í öll- um. Ef illa áraði var engan bar- lóm að heyra, það var bara tek- ið á og haldið áfram. Einhvern veginn var yfir þér „ára“ sem ég hef aldrei fundið fyrir hjá öðrum. Nærvera þín gæddi þá sem hennar nutu lífsgleði. Gleði sem alltaf hríslast um mig þeg- ar ég minnist þín. Veistu ef þú vin átt þann er þú vel trúir og vilt þú af honum gott geta. Geði skaltu við þann blanda og gjöfum skipta, fara að finna oft. (Úr Hávamálum) Jón Björn Skúlason. Elsku besti Kammi frá Eiði. Það að hann hét Meyvant og var kallaður Kammi hafði ávallt sterk og jákvæð áhrif á mig. Kammi var mikill öðlingur og hreint út sagt frábær „karakt- er“, alltaf kátur og glaður og skilur eftir einstakar minning- ar. Sérstaklega minningar um strætóferðir í leið 4 Hagar- Sund og sem ungur drengur fékk ég að vera hjá Kamma og ýta á takkana til að opna far- þegum leið inn og út úr strætó. Það var ósjaldan sem hug- urinn leitaði til Kamma og hann tilbúinn að aðstoða ungan vin sinn hvenær sem var. Þetta átti við á mörgum sviðum en sér- staklega því er viðkom bílamál- um. Þar var hann svo sannar- lega á heimavelli, áhugasamur um bíla af öllum stærðum og gerðum. Einstakur fagurkeri og bifreiðar hans voru sannarlega til eftirbreytni hvað varðar fag- mennsku í umönnun og við- haldi. Glansandi fínar vegna nostursemi hans. Það var alltaf gaman að heimsækja Kamma, Huldu og Sigga á Nesveginn. Þar var af- skaplega notalegt heimili og glatt á hjalla yfir kaffibolla og gosdrykk við eldhúsborðið. Hann var listakokkur og fannst gaman að reiða fram dýrindis mat fyrir sig og sína og fóru all- ir glaðir og saddir frá þeim vel- gjörðum. Kammi átti einstakan hund, hann Mola, sem var hon- um afskaplega mikilvægur fé- lagi alla tíð og sérstaklega eftir fráfall Huldu eiginkonu hans. Mikill dýravinur alla tíð og hafði hann sérstakt dálæti á hundum. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Þakka ég Kamma frábæra samleið og góðan vinskap alla tíð. Megi Guð blessa börnin hans, þau Sigga Mey, Önnu og Guðmund og þeirra fjölskyldur. Það er fólginn styrkur í minn- ingunni um góðan dreng frá Eiði á Seltjarnarnesi. Gunnar Skúlason. Meyvant Meyvantsson ✝ Eva Benedikts-dóttir fæddist á Þverá í Öxarfirði þann 7. október 1921. Hún lést á Landakotsspítala 19. janúar 2014. Foreldrar Evu voru Kristbjörg Stef- ánsdóttir bóndi, f. 16.5. 1886, d. 7.9. 1974 og Benedikt Kristjánsson bóndi og oddviti á Þverá í Öxarfirði f. 16.12. 1874, d. 28.06. 1970. Systkini Evu voru Stefán, Rósa, Kristján, Sigurbjörg sem öll eru látin. Eftirlifandi systir Evu er Sigurveig. Eva giftist 23.6. 1944 Valtý Gíslasyni, frá Ríp í Hegranesi, f.23.12. 1921, d. 30.8. 2000. Börn Evu og Valtýs eru Rósa, f. 18.8. 1945, Gísli, f. 21.10. 1946, d. 17.7. 2001, Bára, f. 19.6. 1948, Björg, f. 2.8 1950, Óskar, f. 18.1. 1952 og Benedikt, f. 8.1. 1957, d. 14.1. 2001. Uppeldisdóttir Evu og Valtýs er Valdís Axfjörð, f. 27.8. 1966. Barnabörn Evu eru sautján og langömmubörnin þrjátíu. Eva fæddist á Þverá í Öx- arfirði og ólst þar upp við öll al- menn sveitastörf. Eva vann ýmis störf, lengst af sem saumakona. Hún var virk í tómstundastarfi á Aflagranda 40. Útför Evu fer fram frá Foss- vogskirkju í dag, 28. janúar 2014, og hefst athöfnin kl 13:00. Elsku mamma Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Margs er að minnast, margs er að sakna. Valdís. Í dag þegar við kveðjum hana mömmu fara minningarnar á flug, mamma hafði ákveðnar skoðanir og lét þær óhikað í ljós sem eflaust hefur hjálpað henni í lífsbaráttunni. Alltaf var notalegt að koma heim úr skólanum og heyra suðið í saumavélinni. Ekki bara að hún væri með stórt heimili og mikill væri gestagang- ur heldur var hún líka mikil saumakona og þar fór snillingur í kjólasaum. Þegar við bjuggum í Skipasundi ræktaði hún fallegan garð, fyrsta verk dagsins var yf- irleitt að fara út í garð að kíkja yfir beðin. Mamma og pabbi byggðu sér sumarbústað í landi Þverár í Öx- arfirði og þar eyddu þau öllum sumrum, þegar pabbi lést hélt hún áfram að fara í sveitina þar sem henni leið best og kom end- urnærð til baka. Sigurbjörg, systir mömmu, átti bústað á móti og nutu þær félgasskapar hvor annarrar og pössuðu þær hvor upp á aðra. Eins og þeir sem komu í heimsókn í bústaðinn komust fljótt að, þá bar hún mikla virðingu fyrir umhverfinu, álfakirkjunni og huldufólkinu sem þar bjó, var það alltaf þeirra pabba fyrsta verk að fara upp að kirkju og biðja álfkonuna, sem þau trúðu svo innilega á, að passa fólkið sitt. Það sést best á því hvað hún unni sveitinni sinni að hún saumaði altarisdúk og gaf kirkjunni á Skinnastað. Önnur áhugamál hennar voru spila- mennska, útsaumur og allt sem var í boði í félagsmiðstöðinni á Aflagranda. Það verður skrítið, engin mamma við matarborðið í Hæðargarði og tómt herbergið hennar. Hafðu hjartans þökk fyrir allt og allt. Bára. Elsku mamma. Við kveðjum þig í dag. Guð geymi þig og verndi. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Hvíl í friði. Rósa, Björg og Kristinn. Þá er hún horfin á braut, elsku móðursystir mín, hún Eva. Hún kom til Vestmannaeyja sem ung stúlka til að vinna og bjó hjá foreldrum mínum. Hún vann meðal annars við sauma- skap hjá Petru kjólameistara og lærði mikið hjá henni og varð listakona á því sviði. Einnig pass- aði hún mig og systur mína þeg- ar foreldrar mínir brugðu sér af bæ. Við eigum margar góðar minningar um hana Evu, en hún var í samfloti með okkur síðustu 7 árin eftir að við keyptum sum- arbústaðinn Bjargarlund á Þverá í Öxarfirði, sem móðir mín átti. Eva hafði byggt sinn bústað nokkrum árum áður en mamma og heita þeir Evulundur og Bjargarlundur. Þetta var heilag- ur staður fyrir systurnar að fara til og dveljast yfir sumarið og eftir að þær hættu að vinna þá voru þær allt sumarið frá því í maí og fram í september, það var ekki talað um hvort ætti að fara, heldur hvenær þær færu. Þær systur voru vanar að kall- ast á milli húsa til að fylgjast með hvor annarri og í eftirmið- daginn var oft farið upp á Þverá 1 til að drekka kaffi með bróður þeirra, Kristjáni bónda, og Svönu, en hann lést fyrir um það bil 2 árum og mamma fyrir 9 ár- um. Ekki má gleyma hitastiginu, sitt hvorum megin við götuna, annað var tekið í sól og hitt í skugga og fór hitinn oft upp í 40 stig. Eva var stór partur af lífinu í Þverárdal. Á hverjum morgni kl. 10 þá kom mín manneskja lall- andi yfir í kaffi en það tók hana kannski 10 mínútur það sem tók okkur sem vorum fullfrísk ca 1 mínútu, og oft voru gestirnir fleiri. Bára, Ragnar, Rósa, Erla á Þverá og fleiri. Þetta voru alveg ómetanlegar sögustundir og eitt er víst að dvölin í Þverárdal verð- ur aldrei eins. Á hverju kvöldi fór ég og lagði kapal með henni og bauð góða nótt og þegar barnabörnin mín voru hjá mér þá fóru þær líka og við lögðum kappkapal og var þá oft hamagangur. Núna eru þessi yndislegu systkini farin og Sigurveig, yngsta systirin, ein eftir. Við Siggi biðjum guð að blessa börn og barnabörn og þökkum Evu samfylgdina. Guðrún Helga Ágústsdóttir og Sigurður N. Njálsson. Eva Benediktsdóttir ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýnt hafa okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs bróður okkar, JÓNS GUNNARSSONAR, fv. mjólkurbílstjóra frá Morastöðum í Kjós. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki hjúkrunardeildar 4B, Hrafnistu, Hafnarfirði, fyrir frábæra umönnun og hjúkrun. Bergmann Gunnarsson, Sigþrúður E. Jóhannesdóttir, Stella E. Gunnarsdóttir, Björg Gunnarsdóttir, Ingibjörg Gunnarsdóttir, Bjarni E. Gunnarsson, Gróa Gunnarsdóttir, Ragnar Þ. Halldórsson, Ragnar Gunnarsson, Sveinn Gunnarsson, Hólmfríður Friðsteinsdóttir, Sigríður Gunnarsdóttir, Þorsteinn Gíslason, Guðrún Gunnarsdóttir, Pétur H.R. Sigurðsson, Hallbera Gunnarsdóttir, Kristinn E. Skúlason. HJARTAVERND Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 Elsku amma, nú ertu farin til afa. Það er sárt að kveðja þig en ég veit að þú ert komin á góðan stað og það eru margir sem taka vel á móti þér. Það eru svo margar minningar sem streyma fram í huga mér eins og ferðalögin okkar í gegnum tíðina um allt land og allar veiðiferðirn- ar í Hítarvatn og í fleiri vötn. Öll jólin sem við höfum átt saman ylja mér nú og þá sérstaklega síð- asti aðfangadagur þar sem þú varst hér hjá mér og strákunum mínum og áttum við góða stund. Ragna Sigríður Gunnarsdóttir ✝ Ragna SigríðurGunnarsdóttir fæddist 20. október 1929. Hún lést 15. janúar 2014. Útför hennar fór fram 23. janúar 2014. Einnig jóladagur hjá Öllu systur og svo ekki sé minnst á áramótin þar sem við Alla keyrðum þig heim á Hrafn- istu kl 1:30 um nótt- ina eftir virkilega gott kvöld. Ég var svo heppin að fá að alast upp í sama húsi og þið afi á Fífuhvammi 11 og hafa svo átt heima þar eftir að ég varð fullorðin sjálf og farin að búa. Það eru margar spilastundir sem við áttum í gegnum tíðina og oft komuð þið afi til mín að spila. Ég var svo heppin að fá að vera mikið með þér í æsku og ég er svo þakklát fyrir það. Þú varst svo mikill og góður hagyrðingur og þegar ég samdi ljóð lét ég það yf- irleitt ekki frá mér fyrr en þú hafðir lesið það yfir og gefið grænt ljós, ekki veit ég hvað ég geri núna þegar ég hef þig ekki. Við brölluðum margt um dagana og ég er þakklát fyrir að fá að hafa þig hjá mér svona lengi. Ég kveð þig, elsku amma, með sorg í hjarta en samt glöð fyrir þína hönd ég veit að guð og allir engl- arnir taka vel á móti þér og ég læt hér fallegt ljóð frá þér fylgja með. Til hvíldar ég held í herrans nafni, honum ég dagsins þreytu fel, að með svefni ég orku safni og mig dreymi nú fjarska vel. Ég bið að drottinn mér blessun færi, ég bið hann forláts, hvað af mér braut, að ást og gæska hans alla næri og þá styrki í lífsins þraut. Í Jesú nafni ég óska öllum að þeir lifi í friði og sátt Hvort býrðu í kofa eða býrðu í höllum er blessun guðs hvað þú dýrast átt. Ég óska að megi það allir finna að ást og friður er gæfa mest. ég sendi óskir til allra minna að ætíð sé þeirra líðan best. Vertu bless, elsku besta amma mín. Kær kveðja. Ragna Berg Gunnarsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.