Morgunblaðið - 28.01.2014, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 28.01.2014, Blaðsíða 36
36 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR 2014 www.nortek.is Sími 455 2000 Nortek sérhæfir sig í öryggislausnum sem þú getur treyst hvort heldur er að degi eða nóttu, miklir möguleikar bæði fyrir lítil og stór fyrirtæki. Meira en 16 ára reynsla í sölu og þjónustu á öryggiskerfum. Nortek ehf | Eirhöfði 13 og 18 | 110 Reykjavík Hjalteyrargötu 6 | 600 Akureyri | nortek@nortek.is FYRIRTÆKJAÖRYGGI • Aðgangsstýring • Brunakerfi • Myndavélakerfi • Innbrotakerfi • Slökkvikerfi / Slökkvitæki • Öryggisgirðingar / Hlið / Bómur • Áfengismælar / fíkniefnapróf Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Það getur skipt sköpum fyrir árangur þinn að þú flytjir mál þitt af festu en um leið þannig að allir skilji. Taktu skref afturábak og skoðaðu það af hlutlægni. 20. apríl - 20. maí  Naut Þér hættir til að leyna einhvern ein- hverju í dag til þess að fyrirbyggja vandræði. Hrósaðu þér einu sinni eða tvisvar. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Ekki einblína á það sem þú heldur að þú getir ekki breytt. Reyndu að greina það hvers vegna og hvernig þú spyrnir á móti ást- inni. Vissir atburðir eru gjöf og merki um að þú sért á réttri leið. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú ert yndisleg ráðgáta í augum ein- hvers sem elskar þig. Þú ert frábær eins og þú ert. Ekki breyta til að þóknast öðrum. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Vertu bjartsýn/n því takmark þitt er ekki eins fjarlægt og þú heldur. Haltu áfram að sjá það fallega í öðrum, allir voru eitt sinn barn. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Góðvild þín er sjálfsagður hlutur. Eng- um stendur ógn af metnaði þínum heldur verður þú þvert á móti beðin/n að láta í þér heyra. Notaðu tímann og sinntu áhugamálum þínum. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þegar í öngstræti er komið er gott að hugsa málin alveg upp á nýtt. Þú átt von á skemmtilegu símtali. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Láttu gagnrýni annarra ekki á þig fá. Spáðu samt í það af hverju þú lítur upp til sumra. Berðu fram spurningar en ekki vænta svars strax. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Sérkennileg atburðarás kann að leiða til þess að þú hljótir loks umbun erfiðis þíns. Samstarfsmenn þínir kunna vel að meta hæfileika þína sem og yfirmenn. 22. des. - 19. janúar Steingeit Yfirboðskennd vinátta kemur og fer og þú gerir lítið veður út af því. Reyndu að nýta frelsið í botn. Farðu varlega í skemmt- analífinu. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Það er annríki framundan. Um- fram allt þarft þú að forðast fljótfærni, sem þér hættir til. Það gæti rofað til í ástamál- unum ef þú gefur þér tíma til að þess. 19. feb. - 20. mars Fiskar Veltu áföllum lífsins fyrir þér, sama hversu óþægileg eða vandræðaleg þau eru. Gefðu þér þann tíma sem þarft til þess. Þú átt vin sem vill allt fyrir þig gera, þiggðu hjálp þegar gefur á bátinn. Bjarki Karlsson segir fólk stöð-ugt kvarta undan því að aðrir segi „fóturinn minn“, „augun mín“ í stað „fóturinn á mér“ og „augun í mér“. Hann bætir við: „Ég held að þessi ósómi sé allur Vatnsenda- Rósu að kenna. Er hér með búinn að gera við vísuna hennar: Augun í mér og augun í þér, eru fjögur, sirka. Mitt var í þér og þitt í mér (þetta er ekki að virka).“ Jón Arnljótsson frétti af afreki Anítu Hinriksdóttur um helgina: Í morgun urðu mistök stór. Met kom þó í hús. Aníta, í flýti, fór 1500+ Það eru „nýir tímar“ ef marka má vísu Ármanns Þorgrímssonar sem ort er í tilefni af þáttunum „Ís- land Got Talent“: Ekki skil ég útlensku, illa stundum dagblöðsku, allt frá blautri barnæsku bara notað íslensku. „Nota ljósastaura eins og Face- book“ var fyrirsögn fréttar á Mbl.is, þar sem greint var frá því að hundar notuðu ljósastaura eins og mennirnir nota samskiptasíður eins og facebook: Það má greina þýðan nið og þef af fínu tagi þegar Lubbi lækar við ljósastaur með þvagi. Sigmundur Benediktsson yrkir í „lægðarmiðju“: Læðist grá yfir lýðum, lútir höfðinu þrútin. Gríðar lægð yfir græði grúfir sig tætt og úfin. Lúðrar gleðiskyn lýða, lepur upp sorg og depurð. Hagsæld þvættar úr huga, hrelld er drótt undir feldi. Kristján Eiríksson varpar fram vísnagátu: Ósk og þrá er einatt bundin, arði tengd og gróða nógum, jóð í lífi fljóða fundin, í Flugu keypt í Brimnesskógum. Svör sem berast í bundnu máli birtast í vísnahorni morgundags- ins. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af Anítu, dagblöðsku og ljósastaurum mbl.is Tveir nýir raunveruleikaþættirhófu á dögunum göngu sína í íslensku sjónvarpi, The Biggest Lo- ser Ísland á Skjá Einum og Ísland Got Talent á Stöð 2. Eins og svo margir staldrar Víkverji fyrst við nöfnin sem eru hvort öðru verra, undarleg samsuða íslenskra og enskra orða. Eflaust er hér um réttindamál að ræða enda þættirnir báðir að erlendri fyrirmynd. Ef ekki er smekkleysan auðvitað al- gjör. Víkverji hefur ekki aðgang að Skjá Einum og fyrir vikið mun hann ekki fylgjast með The Big- gest Loser Ísland. Hann heyrir þó í kringum sig að fólk er að horfa og sumir hverjir meira að segja býsna spenntir. Málefnið svo sem göfugt, fólk í efri þyngdarflokkum hefur yfirleitt gott af því að létta sig. Hvar eru annars keppendurnir? Í auglýsingu sem Víkverji hefur rekist á víða að undanförnu, meðal annars í síðasta Sunnudagsblaði Morgunblaðsins og á heimasíðu Skjásins, auglýsa þrjár manneskjur þáttinn. Stjórnandinn, Inga Lind Karlsdóttir, og þjálfararnir, Evert Víglundsson og Gurrý Torfadóttir. Ekkert þeirra má við því að missa gramm. Er þetta ekki svolítið undarleg nálgun? x x x Dómendur og kynnir hafa líkaverið áberandi í kynning- arherferð Stöðvar 2 vegna Ísland Got Talent og ýmsum brögðum beitt. Þannig var bréf sem Bubbi Morthens, einn dómenda, fékk frá keppanda, sem hafði verið hafnað, dregið fram í dagsljósið. Undarlegt mál. Víkverji er áskrifandi að Stöð 2 og sá fyrsta þáttinn um helgina. Herlegheitin fóru rólega af stað en Víkverji mun örugglega gefa þætt- inum tækifæri. Vonandi hressast keppendur þó fljótt. Ísland Got Talent er lagt upp sem fjölskylduskemmtun og það er eflaust góð vísbending að ungling- arnir tveir á heimili Víkverja sett- ust niður fyrir framan skjáinn með foreldrum sínum til að sjá fyrsta þáttinn. Það hefur ekki gerst mán- uðum saman – ef ekki hreinlega ár- um. víkverji@mbl.is Víkverji Orð dagsins: Ef þér fyrirgefið mönnum misgjörðir þeirra, þá mun og faðir yð- ar himneskur fyrirgefa yður. (Matt. 6, 14.) Í klípu NÝJAR GIRÐINGAR EIGA ÞAÐ TIL AÐ VALDA DEILUM MILLI NÁGRANNA. SÉRSTAKLEGA Í FJÖLBÝLISHÚSUM. eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÞÉR HLÝTUR AÐ VERA ILLA VIÐ EINHVERN?“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... þessi sérstaka tilfinning, þegar þið eruð saman. FLÖ GG O G NÆL UR HÆTTU AÐ KVARTA! HVERNIG Á LJÚFA AÐ LÆRA AÐ ELDA EF HÚN FÆR ALDREI AÐ ÆFA SIG Á NEINUM? SVO ÞÚ SKALT OPNA MUNNINN OG TYGGJA! JÆJA, NÚ FÖRUM VIÐ Í MEGRUN! VIÐ GETUM STUTT HVOR ANNAN! LÍÐUR ÞÉR EKKI STRAX BETUR? HVAÐ HELDUR ÞÚ?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.