Morgunblaðið - 28.01.2014, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 28.01.2014, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR 2014 Viðhaldsfríar hurðir Hentar mjög vel íslenskri veðráttu Viðhaldsfríir sólskálar og svalalokanir Við höfum framleitt viðhaldsfría glugga og hurðir í 29 ár Nánari upplýsingar á www.solskalar.is Yfir 40 litir í boði! Smiðsbúð 10 • 210 Garðabær • Sími: 554 4300 • Fax: 564 1187 Suðurlandsbraut 50 (Bláu húsin við Faxafen) ◊ 108 Reykjavík ◊ Sími 588 4499 ◊ mostc.is ◊ Möst.C Opið alla virka daga 12-18 og laugardaga frá 11-16 Tískuvöruverslun fyrir konur á öllum aldri HLÖKKUM TIL AÐ SJÁ ÞIG! 50%AFSLÁTTUR AFÖLLUM VÖRUM Í BÚÐINNI Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Fjórtán fyrirtæki af þeim 32 sem fengu styrk frá Tækniþróunarsjóði árið 2005 hafa „náð mjög góðum ár- angri“ og þrjú þeirra hafa fengið viðurkenninguna Vaxtarsprotann sem er veittur framúrskarandi sprotafyrirtækjum í örum vexti. Velta fyrirtækjanna hefur nærri sexfaldast á sjö árum. Fór úr 20,6 milljörðum árið 2005 í 118,9 árið 2012. Fjöldi starfsmanna var 531 á árinu 2005 en óx í 996 árið 2012 sem er nærri tvöföldun á sama tíma. Þetta kemur fram í greinargerð frá starfshópi sem fjármálaráðherra skipaði til að koma með tillögu að því að einstaklingar sem fjárfesta í nýsköpunarfyrirtækjum í vexti fái skattaafslátt. Þar segir að í þessum tölum felist ákveðnar vísbendingar um að áhrif þess fjármagns sem ráðstafað er til nýsköpunarfyrir- tækja séu að mestu leyti jákvæð og skili sér í fyrirtækjum sem skapi störf. Fyrirtækin 32 fengu úthlut- aða 201 milljón króna í styrki. Meta áhrif skattaívilnana Í greinargerðinni segir að til að meta efnahagslegar forsendur skattaívilnana vegna hlutabréfa- kaupa megi styðjast við upplýsingar um þann hóp nýsköpunarfyrirtækja sem hlaut styrk úr Tækniþróun- arsjóði á fyrsta heila starfsári hans árið 2005 og sótti jafnframt um frá- drátt frá álögðum tekjuskatti vegna rannsóknar- og þróunarkostnaðar á árunum 2011 og 2012 á grundvelli laga nr. 152/2009 um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki. „Þó framlag Tækniþróunarsjóðs sé fyrst og fremst ætlað til að fjár- magna þróun vöru og þjónustu hjá nýsköpunarfyrirtækjum þá glíma slík fyrirtæki við takmarkað að- gengi að fjármögnun þegar þróun- arstarfi sleppir. Áhrif stuðnings Tækniþróunarsjóðs geta þannig reynst vísbending um möguleg áhrif aukinna fjárfestinga til ný- sköpunarfyrirtækja gegnum skat- taívilnanir vegna hlutabréfakaupa,“ segir í greinargerðinni. Fjögur af 32 hætt rekstri Af þeim 32 fyrirtækjum sem fengu 201 milljón króna í styrki hafa fjögur hætt rekstri og er því líklegt að þær tólf milljónir króna sem runnu til þeirra hafi tapast eða um 6% fjárhæðarinnar. Fimm fyrirtæki runnu inn í önn- ur og er gert ráð fyrir að þekking þeirra og afurðir hafi nýst þar. Styrkir til þeirra námu 35 millj- ónum króna. Átta fyrirtæki eru í rekstri en hafa ekki sótt um frá- drátt frá álögðum tekjuskatti vegna rannsókna- og þróunarkostnaðar. Styrkir til þeirra námu 45 millj- ónum króna, segir í greinargerð- inni. 14 fyrirtæki af 32 náðu góðum árangri  32 fyrirtæki fengu styrk frá Tækniþróunarsjóði árið 2005 Morgunblaðið/Sverrir Hjálpardekk Samkvæmt greinargerð njóta nýsköpunarfyrirtæki góðs af styrkjum, eins konar hjálpardekkjum, frá Tækniþróunarsjóði. Skattaafsláttur » Samkvæmt tillögu starfs- hóps sem fjármálaráðherra skipaði fá einstaklingar sem fjárfesta í nýsköpunarfyrir- tækjum í vexti skattaafslátt. » Markmið hennar er að stuðla að vexti lítilla nýsköp- unarfyrirtækja. » Fram kemur í greinargerð- inni að ætla megi að þessar skattaívilnanir komi einkum að gagni á vaxtarskeiði fyrirtækja sem eru afsprengi rannsókna. » Greiður aðgangur að fjár- magni er nauðsynleg forsenda vaxtar fyrir frumkvöðla og ný- sköpunarfyrirtæki. ● Moody’s hefur fært lánshæfis- einkunn Sony niður í ruslflokk. Moo- dy’s segir að jap- anski tæknirisinn þurfi að vinna bet- ur í að ná jafnvægi í rekstrinum. Sony var áður með lánshæfinseinkunnina Baa3 en er nú með einkunnina Ba1, sem kölluð er ruslflokkur. Moody’s segir í rökstuðningi sínum að Sony hafi tekist að ná ákveðnum ár- angri hvað varðar hagnað á ýmsum sviðum rekstrarins en enn vanti upp á að ná jafnvægi í heildarhagnaði sam- steypunnar. Moodýs setur lánshæfi Sony niður í ruslflokk ● Netnotkun Íslendinga eykst lítillega á milli ára, líkt og fyrri ár, og teljast nú 95% íbúa landsins til reglulegra netnot- enda. Er það hæsta hlutfall sem mælist í Evrópu, en meðaltal reglulegra netnot- enda í löndum Evrópusambandsins er 72%, samkvæmt frétt á heimasíðu Hagstofunnar í gær. Tæplega helmingur netnotenda tengist netinu á farsímum eða snjall- símum og þar af taka 72% myndir á síma sína til að hlaða beint inn á netið. 59% netnotenda taka öryggisafrit af gögnum sínum, en af þeim sem það gera nota 55% til þess geymslurými á netinu, eða tölvuský. 12% þeirra ein- staklinga sem nota tölvuský til að geyma öryggisafrit af gögnum greiða fyrir það. Tölvu- og netnotkun mælist mest á Íslandi ● Haukur Sörli Sigurvinsson hefur ver- ið ráðinn forstöðumaður sölusviðs hjá Vífilfelli á matvörumarkaði, Haukur er með BS gráðu í Alþjóðamarkaðs- fræðum frá Tæknihásk óla Íslands. Haukur starfaði áður sem framkvæmdastjóri markaðssviðs hjá fjarskiptafyrirtækinu Tali, hann er þó ekki alveg ókunnur Vífilfelli þar sem hann starfaði áður hjá fyrirtækinu í rúmlega 7 ár og síðast sem markaðs- stjóri gosdrykkja. Jón Haukur Baldvinsson hefur verið ráðinn forstöðumaður söludeildar Vílfil- fells á veitingasviði. Jón Haukur er með BA gráðu í markaðs- og auglýsinga- fræði frá London College of Communi- cations. Jón Haukur hefur áður starfað sem markaðsstjóri Icelandair á Íslandi og sem sölustjóri félagsins í USA. Hann hefur einnig starfað sem markaðsstjóri BYKO og vörumarkaðsstjóri hjá Marel Food Systems. Nýir forstöðumenn hjá Vífilfelli Haukur Sörli Sigurvinsson Jón Haukur Baldvinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.