Morgunblaðið - 28.01.2014, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 28.01.2014, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR 2014 FRÉTTASKÝRING Hörður Ægisson hordur@mbl.is Draga má í efa að Íbúðalánasjóður (ÍLS) sé best til þess fallinn að leysa hið félagslega hlutverk þegar kemur að lánveitingum á fasteignamarkaði. Þrátt fyrir að í sumum tilfellum kunni að vera til staðar markaðsbrestur – þar sem ákvörðun verðs og framboðs er ekki skilvirk – vegna skorts á sam- keppni á íbúðalánamarkaði þá sé til- raun ríkisins til að leiðrétta þann brest „í besta falli afar óskilvirk leið“. Raunar mætti varpa fram þeirri spurningu hvort „bein íhlutun rík- isins á almennum húsnæðislána- markaði við núverandi aðstæður sé óþörf“. Þetta kemur fram í skýrslu ráð- gjafa- og greiningarfyrirtækisins Analytica sem var unnin að beiðni verkefnastjórnar um framtíðarskipan húsnæðismála og Morgunblaðið hef- ur undir höndum. Gert er ráð fyrir að hún skili tillögum sínum til rík- isstjórnarinnar í næsta mánuði. Telja skýrsluhöfundar að efast megi um að félagslegt hlutverk ÍLS sé nægilega skýrt skilgreint og af- markað. Hægt sé að leysa það með svonefndri alþjónustukvöð – t.d. að bjóða sömu lánakjör óháð búsetu eða lánshlutfalli upp að ákveðnu marki – hvort sem hún sé lögð á stofnun á borð við Íbúðalánasjóð eða önnur fjármálafyrirtæki. Hið sama eigi við um markaðsbrest. Hins vegar sé það „lykilatriði,“ að sögn skýrsluhöfunda, að sú alþjónustukvöð sé skýrt skil- greind og að niðurgreiðsla ríkisins sé útfærð með hagkvæmum hætti. Á síðustu árum hefur ríkissjóður þurft að leggja ÍLS til tæplega 50 milljarða króna. Að mati Analytica er ekki sjálfgefið að stofnun sem eigi að takast á við markaðsbrest, til dæmis þegar önnur lánafyrirtæki geta ekki lánað, sé sú hin sama og sinni einnig hinu fé- lagslega hlutverki. Þótt Eftirlits- stofnun EFTA (ESA) hafi fallist á að tímabundinn markaðsbrestur hafi ríkt á Íslandi í kjölfar bankahrunsins þá eru aðstæður með öðrum hætti nú, en frá ársbyrjun 2012 hafa bankarnir veitt um 75% allra nýrra fast- eignalána. Skýrsluhöfundar benda á að þegar rætt sé um þann markaðsbrest sem snýr að lánveitingu til fasteignakaupa hvar sem er á landinu þá sé ekki sjálf- gefið að slíkur brestur eigi ávallt við. „Er markaðsbrestur að lánafyrirtæki vilji ekki lána til nýbyggingar þegar vitað er að markaðsvirði bygging- arinnar verður ekki nema helmingur byggingarkostnaðar? Það kann að vera brestur í fasteignamarkaðnum sem veldur lágu verði en ekki er ljóst að sá brestur verði leystur með lán- veitingu.“ Óljóst hagræði heildsölubanka Í skýrslu Analytica eru nokkrar sviðsmyndir greindar varðandi fram- tíðarfyrirkomulag húsnæðismála. Þannig segir að óljóst sé hvort hag- ræði af mögulegum stærri skulda- bréfaútgáfum við stofnun heildsölu- banka, utan ÍLS, vegi upp kostnað af starfsemi hans. Stofnun slíks banka var á meðal tillagna sem starfshópur um framtíðarhorfur og hlutverk ÍLS lagði til vorið 2013. Hugmyndin að baki heildusölubanka er eins konar alþjónustukvöð og felst réttlætingin í stærðarhagkvæmni og að nýrri og minni fjármálafyrirtækjum sé auð- veldaður aðgangur að íbúða- lánamarkaði. Í skýrslu Analytica segir að miðað „við lágmarkskröfur um styrk bank- ans, sem að okkar mati eru þær að hann geti gefið út skuldabréf að and- virði 180 milljarða, þá þarf að reiða fram um 5 milljarða í eigið fé“. Árleg- ur rekstrarkostnaður yrði auk þess 450-500 milljónir. Forsendur fyrir danska kerfinu Í greiningu Analytica á danska hús- næðislánakerfinu, sem Alþýðu- samband Íslands og fleiri aðilar hafa talað fyrir, kemur fram að það sé „margt sem bendir til þess að hægt sé að innleiða kerfið hérlendis með góðum árangri“. Þar skipti ekki síst máli þróun fjármálamarkaðar og lagaumhverfi húsnæðismála á Íslandi síðustu ár. Danska kerfið hefur byggst á því að húsnæðisveðlánum er miðlað í gegnum sérstaka húsnæð- isveðlánastofnun. Íbúðarkaupandi fjármagnar kaupin með húsnæð- isveðláninu sem er óverðtryggt og með veði í þeirri eign sem hann kaup- ir. Lánstíminn er allt að 30 árum og byggt er á föstum nafnvöxtum til skemmri eða lengri tíma. Skýrsluhöfundar Analytica segja danska kerfið byggt á sterkum grunni sem hafi staðið af sér miklar sviptingar í meira en 200 ár. Mikil- vægur eiginleiki þess er stíft áhættu- jafnvægi milli útgefinna skuldabréfa og útlána. Þá er gegnsæi varðandi lánakjör mikið og geta lántakendur endurfjármagnað lán hvenær sem er. Hins vegar er vakin athygli á því í skýrslu Analytica að skoða þyrfti vel þær breytingar sem hafa verið gerð- ar frá 2007, sérstaklega ný lög um sértryggð skuldabréf þar sem ekki er gerð sama krafa um stíft áhættu- jafnvægi og áður. „Mikilvægt væri að láta nýtt kerfi,“ segir í skýrslu Analytica, „endur- spegla gildin úr gamla danska kerf- inu sem að einhverju leyti hafa verið rofin“ á síðustu árum. 100-200 milljarða meðgjöf Þrátt fyrir að sameining ÍLS og Landsbankans gæti virst vænlegur kostur, líkt og nefnt hefur verið í tengslum við leiðir til að leysa vanda Íbúðalánasjóðs, þá telja skýrsluhöf- undar engin „skýr rök“ standa til þess að fara í slíka sameiningu frem- ur en að bjóða einnig öðrum aðilum starfsemi ÍLS til sölu. Ríkið þyrfti að greiða Landsbankanum meðgjöf fyr- ir yfirtöku á þeirri áhættu sem inn- byggð er í rekstur Íbúðalánasjóðs, sem gæti legið á bilinu 100-200 millj- arðar. Slíkri sameiningu myndu fylgja kostir sem gætu falist í rekstr- arhagræði og aukinni áhættudreif- ingu útlána en á móti kemur að sam- keppni á húsnæðislánamarkaði yrði minni. Sameinað félag yrði með yfir- burðastöðu á fasteignalánamarkaði með um 62% markaðshlutdeild. Út frá hagfræðilegum og sam- keppnislegum sjónarmiðum eru því leiddar að því líkur í skýrslunni að sala á ÍLS eða lánasafni hans til hæst- bjóðanda sé álitlegri kostur en sam- eining við Landsbankann. Þannig myndu fjármálafyrirtækin alfarið sjá um að veita almenn húsnæðislán. Ekki er talið sjálfgefið að halda þyrfti áfram rekstri ÍLS í þeim tilgangi að sinna félagslegu hlutverki á íbúða- lánamarkaði heldur væri möguleiki að bjóða það út í formi alþjónustukvaðar til eins eða fleiri fjármálafyrirtækja. Þá yrði hægt að veita beinar niður- greiðslur á slíkum lánum frá ÍLS og yfir í beinar bætur til lántaka. „Í besta falli afar óskilvirk leið“ Morgunblaðið/ÞÖK Yfirburðastaða ÍLS er með um 40% allra útistandandi íbúðalána heimila.  Í skýrslu um framtíðarskipulag húsnæðismála er spurt hvort bein íhlutun ríkisins á almennum íbúða- lánamarkaði sé óþörf  Danska leiðin talin fær  Ekki mælt með sameiningu ÍLS og Landsbankans                                         !"# $% " &'( )* '$* ++,-./ +01-20 +3/-,4 53-10/ +0-,01 +4-4.0 +54-4/ +-++.. +42-/+ +.2-.1 ++,-0 +13-+, +3/-44 5+-3,, +0-.,/ +4-0+ +50-31 +-++00 +42-0, +.4-3/ 530-++/4 ++.-34 +13-2 +3,-34 5+-+3. +0-.14 +4-025 +50-,. +-+55+ +44-/4 +.4-,4 Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á Miðað við þær sviðsmyndir sem gera ráð fyrir að starfsemi Íbúða- lánasjóðs verði hætt í núverandi mynd, t. d. með sölu á útlánasafni, þá er ljóst að ríkissjóður þyrfti að taka á sig umtalsvert tjón við það að uppgreiðslu- og mótaðila- áhætta ÍLS yrði innleyst. Ríkið fengi þannig ekki að fullu greiðslur vegna skuldbindinga sjóðsins – útistandandi íbúðabréfa – við sölu á lánasafninu eða þyrfti að greiða meðgjöf með ÍLS væri ætlunin að selja skuldbindingarnar. Fram kemur í skýrslu Analytica að uppreiknað framtíðartap sjóðs- ins gæti að óbreyttu numið allt að 120 milljörðum króna. Þessi upp- hæð hefur hins vegar lækkað um 50 milljarða sé tekið mið af þeim vaxtabreytingum sem urðu á ný- liðnu ári. Áætlar Analytica að hækkun á veginni meðalávöxt- unarkröfu íbúðabréfa um 0,45% ásamt afborgunum hafi lækkað gagnvirði fjárskulda ÍLS, sem námu 1.032 milljörðum í árslok 2012, um rúmlega 50 milljarða. Í fjármögnun ÍLS er því talsverð vaxtaáhætta og ljóst að meðgjöf með sjóðnum er mjög háð vaxta- stigi hverju sinni. Fram kemur í skýrslu Analytica að miðað við grófa áætlun sé vaxtanæmi skulda sjóðsins nálægt 100 milljörðum fyrir hvert prósent sem vextir breytast. Þetta þýðir að hækki markaðsvextir um 1% má gera ráð fyrir að yfirtökuvirði skuldanna lækki um allt að 100 milljarða og að sama skapi hækki þær um sömu upphæð ef vextir lækka um 1%. 120 milljarða framtíðartap ÍLS UPPREIKNAÐ TAP LÆKKAÐI UM 50 MILLJARÐA ÁRIÐ 2013 mbl.is alltaf - allstaðar Tökum að okkur trjáklippingar, trjáfellingar og stubbatætingu. Vandvirk og snögg þjónusta. Sími 571 2000 www.hreinirgardar.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.