Morgunblaðið - 28.01.2014, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 28.01.2014, Blaðsíða 25
UMRÆÐAN 25 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR 2014 Margar þjóðir eiga nú við erfiðleika að stríða við að koma ungu fólki í vinnu. Tímaritið The New Economist birti 18. janúar sl. umfjöllun um málefnið í sér- stökum greinaflokki sem lýsir ástandinu og hugsanlegum lausnum og í sérblaði er fjallað í átta greinum um hvernig vænlegt sé að stofna ný hátæknifyrirtæki (Tech Startups). Ástæða þessarar umfjöllunar er sú staðreynd að atvinnuleysi hjá ungu fólki er í algeru hámarki – vitnað í átta Evrópulönd, lægst í Þýskalandi um 26%, á Spáni 33% og Grikklandi 45%. Á Spáni er staðan núna sú að fyrirvinnur á miðjum aldri og eldri fá ekki leng- ur vinnu og missa atvinnuleysis- bætur eftir tveggja ára atvinnu- leysi. Börn þeirra hafa líklega aldrei komist í vinnu og fá heldur ekki bætur þannig að allur hópur- inn er fluttur heim til afa og ömmu – sem eru á eftirlaunum og er eina fólkið í fjölskyldunni sem fær pen- inga frá opinberum aðilum. Í sam- tali við fólk á Spáni virðast allir flýja landið sem mögulega geta. Engir vænlegir áfangastaðir eru þó í sigtinu. Fólk á Spáni með langt háskóla- nám hefur ekki fengið vinnu þann- ig að yngri kynslóðirnar sjá sér ekki lengur hag í að setjast á há- skólabekk og sitja síðan uppi með háar námsskuldir og atvinnuleysi að námi loknu. Því fleiri lönd sem fara inn í þennan vítahring, því verra verður að komast út úr þessu ástandi og Economist er að viðra það vanda- mál. Ljóst er að lifnaðarhættir okkar munu breytast mikið ef at- vinna og tekjur miðstéttarinnar – hinna almennu borgara eru að hrynja til langframa – en það er það sem virðist blasa við þegar at- vinnuleysi hjá ungi fólki virðist óviðráðanlegt – og engin lausn í sjónmáli. Ungt fólk sem er að alast upp í bláfátækum samfélögum hefur átt- að sig á að unnt er að lifa skárra mannsæmandi lífi annars staðar á hnettinum en í heima- landinu. Þetta fólk streymir nú í stríðum straumum til dæmis til Evrópu og Banda- ríkja Norður- Ameríku (BNA) og eykur á það vandamál sem fyrir er í þessum heimsálfum. Daglegar fréttir eru um fólk sem drukknar í hundraða- eða þús- undavís á Miðjarð- arhafinu í flótta- tilraunum frá fátæku löndunum yfir í „sæluna“ í Evrópu. Fátækar og frumstæðar þjóðir hafa því smátt og smátt áttað sig á að ungt vel menntað fólk mun hverfa á braut frá heimalandinu til ríkari og eftirsóknarverðari sam- félaga ef ekki verði gerðar úrbæt- ur í lýðræði og hverskonar at- hafnafrelsi, bættri menntun o.s.frv. Þessar fátæku þjóðir verða að taka sér tak og koma lífsafkomu á hærra plan. Ungt fólk frá Kenía og Papúa Nýju-Gíneu hefur verið að koma til Íslands til að ljúka há- skólanámi í jarðhitafræðum. Allt í einu sprettur fólk út úr frumskóg- unum og fer í háskóla eins og ekk- ert sé – og það jafnvel frá sam- félögum hinum megin á hnettinum. The Economist velti upp þeirri spurningu hvers vegna nýsköpun á upplýsingatæknisviði í flestum löndum heims væri jafn bágborin og raun bæri vitni, annars staðar en í BNA. Í samantekt kemur fram að heildar „start-up“ áhættu- fjármagn til „New-Tech“ verkefna og IT-nýsköpunarfyrirtækja er á heimsvísu ca. 2.346 milljónir US- dollara þar sem um 95% af upp- hæðinni voru greidd út úr fjórum sjóðum í BNA, tæp 3% eða ca. 63 milljónir USD greitt út úr bresk- um sjóði og restin, ca. 2% eða um 37 USD, dreifðist á fimm sjóði í öðrum löndum. Samkvæmt þessari samantekt þá virðist það vera alger tímasóun fyrir þá sem eru með nýjar hug- myndir á IT-sviðum eða upplýs- ingatæknisviði að vera að þreifa fyrir sér annars staðar en í BNA eftir áhættufjármagni til að fjár- magna nýjar hugmyndir á þessu sviði. Í heildina er þetta blað Eco- nomist bara mjög greinargóð leið- beining fyrir fólk að koma sér strax til BNA til að koma hug- myndum sínum í framkvæmd. Ljóst er að ef áfram heldur í þess- um farvegi mun BNA ná gríðar- legu forskoti á aðrar þjóðir í upp- byggingu þekkingar í IT og upplýsingatækni. Ef þetta er staðan hjá ungu fólki í þessari álitlegu atvinnugrein þá er varla hægt að gera ráð fyrir að ástandið sé neitt betra í uppbygg- ingu á þekkingu í öðrum atvinnu- greinum. Á Íslandi er lítið fjallað um upp- lýsingatækni annað en að fólki finnst gott að geta keypt þessa tækni frá útlöndum. Eitt og eitt ís- lenskt fyrirtæki hefur þó náð gríð- arlegum árangri á þessu sviði og hafa afrek á sviði tölvuleikja vakið mesta athygli svo sem QuizUp- spurningaleikurinn og CCP- tölvuleikjarisinn en báðir þessir aðilar hafa stækkað í risafyrirtæki á örskömmum tíma og tekjur þeirra í samræmi við það. Það unga fólk um allan heim sem nú þvælist um í reiðileysi á götunum væri líklega betur sett við að komast í þá aðstöðu að geta þróað nýjar hugmyndir sem myndu geta styrkt samfélag þeirra gríðarlega fjárhagslega. En án öfl- ugrar fjármögnunar og leiðsagnar auk aðstöðu þá gerist ekkert. Nú væri gott ef Ísland greindi sig frá þessum löndum, sem ekki setja gríðarlegt fjármagn í nýsköp- un, og kæmi ungu fólki til hjálpar og gerði svipað og þeir í BNA eru að gera. Hins vegar má geta þess að áhættufjármögnun í BNA er líklega að mestu frá einkaaðilum og þann markað þarf að þróa á Ís- landi og gæti hann orðið gríðar- lega arðvænlegur fyrir fjárfesta. Aukum fjármagn til nýsköpunar Eftir Sigurð Sigurðsson Sigurður Sigurðsson » Því fleiri lönd sem fara inn í þennan vítahring, því verra verður að komast út úr þessu ástandi. Höfundur er BSc MPhil (cand.phil) byggingarverkfræðingur. Um daginn fylgdi ég einum af mínum bestu vinum til graf- ar, en órofavinátta okkar stóð rúma hálfa öld. Þessi góð- vinur minn var blind- ur frá því að hann var 10 ára gamall, en um leið og hann missti sjónina missti hann einnig hægri höndina. Presturinn flutti notaleg minningarorð. Þó varð honum á í messunni. Hann vitnaði í orð Krists um að menn skyldu njóta ljóssins á meðan það væri á meðal þeirra. Út frá þessum orðum Jóhannesar guð- spjallamanns talaði hann um það myrkur sem hinn látni hefði orðið að sætta sig við og ljósið sem hann var sviptur, þótt hann hefði jafnan horft björtum augum til framtíðar- innar. Þessi vinur minn lifði ekki í neinu myrkri fremur en flestir þeir sem hafa verið án sjónar árum saman. Þeir, sem eru fæddir blindir, vita þar að auki ekki hvað myrkur er. Prestum gengur yfirleitt gott eitt til þegar þeir flytja líkræður og þær eru einkum ætlaðar til að lina sárs- auka og sorg eftirlifenda. Þess vegna er það í hróplegu ósamræmi að gera líkingar Biblíunnar að bein- hörðum staðreyndum sem ekki standast nánari skoðun. Hugsið ykkur þann sem lifir í ei- lífu myrkri. Sá sem á enga von um að myrkrinu linni lítur vart glaðan dag og myrkrið leggst af ofurþunga á sálina. Sá sem sér ekki lifir í tómi. En þetta tóm fylla ýmis hughrif. Hinn blindi lærir að beita öðrum skilningarvitum svo sem heyrn og veit því einatt ýmislegt um sitt nánasta um- hverfi, sem sjáandi fólk fer á mis við, því að það nýtir ekki heyrnina sem skyldi. Sá, sem eitt sinn hefur séð, man liti og lögun hluta, tunglskin, sólarupprás og sólsetur, já, litbrigði himinsins í öllu sínu veldi, flug fugla og lögun þeirra. Allt þetta mundi vinur minn og lýsti eitt sinn fyrir mér flugi hrossagauksins þeg- ar hann lætur þjóta í fjöðrunum. Þess vegna minnast margir, sem hafa lengi verið blindir, daganna í samræmi við veðrið eins og það var hverju sinni. Ef til vill fundu menn ylinn frá sólargeisla gegnum stofu- glugga snemma í febrúar og áttuðu sig á því í minningunni, að þá var úti fagurt vetrarveður og sól farin að hækka á lofti. Höfundur þessa pistils væntir þess að hinn ágæti prestur, sem jarðsöng vin minn hugsi sig tvisvar um áður en hann umlykur blint fólk myrkri sem það brýst út úr með vongleði sinni. Blint fólk lifir ekki í myrkri og allt tal um sérstaka innri sjón blindra er hjóm eitt. Hver sá, sem er sjáandi eða blindur, fer mik- ils á mis, hafi hann ekki innri sjón, sem gefur honum sýn á umhverfi sitt og málefni líðandi stundar. Hverjir lifa í myrkri? Eftir Arnþór Helgason Arnþór Helgason »Höfundur varpar ljósi á þá staðreynd að blint fólk lifir ekki við myrkur. Höfundur fæddist sjóndapur og var létt, þegar honum hvarf sín stöðugt þverrandi sjón. brigðum. Flestir kunna bara frum- sporin í þessum dönsum og vita ekki um fjölbreytileikann, finnst tilbreyt- ingarlítið að dansa bara þessi einföldu frumspor og ákveða að gömlu dans- arnir séu ekki skemmtilegir. Á jóla- böllum eru svo dansaðir Óli skans, Fingrapolki, Klappenaði og Skósmí- ðadans og bera þeir gjarnan skilgrein- ingu sem barnadansar og er uppruni flestra þeirra frá Danmörku. Það hafa síðan á seinni árum bæst við á dans- leikjum, sem kenndir eru við gömlu dansana, erlendir þjóðdansar svo sem „Skoski dansinn“ Tyrolavals og hoppsa, Tennesypolki, Napóleonpolki, Kátir dagar, Stjörnupolki o.fl. og eru þá kallaðir „sérdansar“. En af hverju hafa þessir dansar hlotið nafnið „gömlu dansarnir“? Forsagan er sú að um miðja síðustu öld fóru að berast tískudansar frá öðrum löndum svo sem charleston og þegar svo komu jive, rumba og fleiri svo kallaðir latin- og ballroom-dansar, fengu þeir til að byrja með skilgreininguna „nýju dansarnir“ og sum danshúsin í Reykjavík fóru að auglýsa nýju dans- ana. Fólk gat þá valið um hvort það fór á dansleik með gömlu dönsunum eða nýju dönsunum. Þessi tími er liðinn, diskótíminn tók við þar sem fólk þurfti ekki dansfélaga, diskódansinn var að mestu einstaklingsdans og þurfti lítið rými á gólfinu. Danssalir hurfu og danshljómsveitum fækkaði sem sér- hæfðu sig í að leika á „gömlu döns- unum“ eða „nýju dönsunum“. Plötu- snúðar fengu góð hljómtæki og smá ferkantur af viðargólfi var óteppalagð- ur þar sem diskódansinn gat farið fram. Salsadansinn þarf örlítið meira rými þar sem gjarnan er dansað í pör- um, en ennþá hafa dansgólfin ekki stækkað og þeir sem enn dansa sam- kvæmisdansa eða gömlu dansana verða að láta sér lynda íþróttahús, því að íþróttir aðrar en dans fá gott hús- rými. Að lokum vil ég hvetja landsmenn til að halda við þekkingu á „gömlu dönsunum“ og læra meira en einföld- ustu grunnsporin því að við megum ekki týna þessum þjóðararfi sem dansaður var um allt land fyrir 40-50 árum. Þeir eru afar góð hreyfing, auka þol t.d. í hröðum polka og eru fjöl- breyttir við skemmtilega tónlist. Lærum gömlu dansana á meðan til er fólk sem kann þá, fólk sem lærði þá af sér eldra fólki heima í héraði og kann ýmis afbrigði af þeim. » Gömlu dansarnir eru séríslenskir og hvergi til nema á Ís- landi. Þeir eru þjóðar- arfur sem ber að varð- veita og voru dansaðir um allt land fyrr á ár- um. Höfundur er kennari og kennsluráðgjafi. Nú geta allir fengið iPad-áskrift Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.