Morgunblaðið - 03.02.2014, Blaðsíða 7
FRÉTTIR 7Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. FEBRÚAR 2014
Um 150 grunnskólanemar tóku þátt
í tækni- og hönnunarkeppni grunn-
skólanema, First LEGO League
(FLL) í Háskólabíói á laugardag.
Þetta var í áttunda sinn sem keppn-
in er haldin hér á landi. Liðið 0%
englar frá Brúarásskóla á Fljóts-
dalshéraði bar sigur úr býtum og
vann sér þar með þátttökurétt á
Evrópumóti FLL sem fer fram í lok
maí, en 13 lið víðs vegar af landinu
tóku þátt.
Keppninni var skipt í fimm hluta
og var þema hennar í ár náttúruöfl.
Meðal verkefna var að forrita vél-
menni úr tölvustýrðu LEGO-i til að
leysa tiltekna þraut tengda þem-
anu, en keppendur áttu einnig að
gera vísindalega rannsókn á efni
tengdu þemanu og jafnframt að
halda ítarlega dagbók um und-
irbúning fyrir keppnina. Í keppn-
inni reyndi þó ekki einungis á hug-
vitið þar sem keppnislið þurftu
einnig að flytja frumsamin
skemmtiatriði.
Á myndinni til hliðar má sjá
sigurliðið, 0% engla, á ögurstundu
en liðið var skipað stúlkum úr
Brúarásskóla. agf@mbl.is
Heilabrot við LEGO-
leikni í Háskólabíói
Morgunblaðið/Kristinn
Annan veturinn í röð voru óvenju-
mörg svæði talin í árlegri fuglataln-
ingu á Norðausturlandi eða 24 tals-
ins. Fjöldi fugla var því enn og aftur
með mesta móti, eða alls 27.223 af 46
tegundum, auk sex ógreindra fugla
og blendinga.
Af æðarfugli sáust 14.505 einstak-
lingar eða rúm 53% af heildarfjölda
fugla sem er nokkuð hefðbundið. Þó
eru vísbendingar um að honum sé að
fækka á svæðinu, segir á heimasíðu
Náttúrustofu Norðausturlands.
Sökum þess að sumar talningar
fóru fram frekar seint í janúar sást
nú töluverður fjöldi af fýl og súlu.
Flestir aðrir fuglar eru á svipuðu
róli og oft áður. Korpönd sást nú í
fyrsta skipti í vetrarfuglatalning-
unni, en um stakan stegg á Mel-
rakkasléttu var að ræða. Tvær tildr-
ur sáust í nágrenni Rifs á Sléttu.
Annars voru flækingsfuglar fremur
fáir, æðarkóngar sáust í nágrenni
Húsavíkur og við austanverða
Sléttu, einn gráhegri við Kaldbak,
hvinönd við austanverða Sléttu,
skógarsnípa á Húsavík og hrímtitt-
lingur síðasta árs var aftur kominn í
vetursetu í Háagerði.
Mest af æðarfugli
á Norðausturlandi
Sjálfstæðisflokk-
ur og Framsókn-
arflokkur bæta
báðir við sig
tæplega tveggja
prósentustiga
fylgi miðað við
síðasta mánuð, samkvæmt nýjum
Þjóðarpúlsi Gallup. Þetta kemur
fram á fréttavef RÚV.
Fylgi Bjartrar framtíðar eykst um
eitt prósentustig en engin breyting
er á fylgi Samfylkingar og Vinstri-
hreyfingarinnar Græns framboðs.
Mesta breytingin er á fylgi Pírata,
en það minnkar um tæplega þrjú
prósentustig, og myndu um átta pró-
sent kjósa flokkinn ef gengið yrði nú
til kosninga, samkvæmt könnuninni.
Um 27 prósent myndu kjósa Sjálf-
stæðisflokkinn og rúmlega 18 pró-
sent Framsóknarflokkinn.
Nær 15 prósent myndu kjósa Sam-
fylkinguna og nær 13 prósent VG.
Þá myndu tæplega 5 prósent kjósa
aðra flokka en nú eiga sæti á þingi.
Fylgi Bjartrar framtíðar eykst um
eitt prósentustig og myndu rúmlega
14% kjósa flokkinn nú.
Capacent Gallup framkvæmdi
könnunina á dögunum 3. til 29. jan-
úar 2014 og var heildarúrtaksstærð
5.536. Þátttökuhlutfall var 29,2%.
Aukið fylgi við ríkis-
stjórnarflokkana
Einn heppinn lottóspilari var með
allar tölur réttar í lottói laugar-
dagsins og fær hann að launum
tæplega 14 milljónir króna. Sá sem
hlaut fyrsta vinning keypti miðann
í Fjarðarkaupum í Hafnarfirði.
Fjórir voru með fjórar tölur rétt-
ar auk bónustölu og fá þeir hver um
sig 83 þúsund krónur. Þrír voru
með fjóra rétta í Jókernum og fá
100 þúsund krónur hver.
Vann tæplega 14
milljónir í lottói