Morgunblaðið - 03.02.2014, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 03.02.2014, Blaðsíða 32
MÁNUDAGUR 3. FEBRÚAR 34. DAGUR ÁRSINS 2014 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 1. Ekki vitað hversu margir eru … 2. Hermione hefði átt að giftast … 3. Philip Seymour Hoffman látinn 4. Breytingar á Kársnesi í 16 ár »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Hinir árlegu styrktartónleikar Blús- félags Reykjavíkur verða haldnir á Ró- senberg í kvöld. Á tónleikunum, sem hefjast stundvíslega kl. 21.00, koma fram landsþekktir tónlistarmenn jafnt sem óþekktir en efnilegir blúsarar. Þar á meðal eru Andrea Gylfadóttir, Sig- urður Sigurðsson, Dóri Braga, Pétur Tyrfings og Óskar Logi Ágústsson. Allur ágóði af tónleikunum rennur til tónlistarverkefna hjá Fjölsmiðjunni í Kópavogi. Morgunblaðið/Sigurgeir S. Blús til styrktar Fjölsmiðjunni  Félagar í Leikhúsi listamanna halda upp á bolludaginn í Iðnó í dag og verður boðið upp á bollur og list- ræna gjörninga. Fram koma Ármann Reynisson, Ástrós Elísdóttir, Kría Brekkan, Margrét Bjarnadóttir, Ragnar Ísleifur Bragason, Saga Sig- urðardóttir, Snorri Às- mundsson og gesta- listamennirnir Bjarni Bernharður Bjarnason, Steinunn Eldflaug Harðardóttir og óvæntir leynigestir. Bolluát og listrænir gjörningar í Iðnó Á þriðjudag Austan 10-18, hvassast S- og V-lands, en víða 8-13 síðdegis. Rigning S-til og á Austfjörðum, einnig á Vestfjörðum framan af degi, annars úrkomulítið. Hiti 1 til 6 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðaustan 18-25 síðdegis, en hægari á NA- og A-landi. Slydda eða snjókoma S- og A-lands. Hiti 1 til 5 stig syðst, annars um eða undir frostmarki. Rigning í kvöld. VEÐUR Tvö efstu lið Dominos- deildar kvenna í körfuknatt- leik mætast í úrslitaleik Powerade-bikarsins. Þetta varð ljóst eftir að Snæfell skellti KR og Haukar unnu ríkjandi bikarmeistara í Keflavík í undanúrslitum bikarkeppninnar. Lele Hardy fór á kostum hjá Haukum í sigrinum á Keflavík í gær, skoraði 26 stig og tók 29 fráköst. »7 Tvö efstu liðin mætast í úrslitum „Hvað varðar FIS-punkta var þetta besta mótið hjá mér á tímabilinu. Það var fínt að fá svona mót og svona já- kvæð svör svo stuttu fyrir vetraról- ympíuleikana,“ segir Sævar Birg- isson, skíðagöngukappi frá Ólafsfirði, sem verður einn af fimm keppendum Íslands á vetrarólymp- íuleikunum í Sotsjí. Mótið sem um ræðir fór fram í Toblach í gær og er heimsbik- armót í sprettgöngu með frjálsri aðferð en þar lenti Sævar í 69. sæti af 79 kepp- endum. »8 Fínt að fá svona mót og svona jákvæð svör „Ég er ánægð með þetta, það að sé svona stutt á milli móta verður til þess að maður lærir betur inn á keppnirnar sem er bara jákvætt. Und- irbúningurinn fyrir keppnina úti gengur mjög vel og þetta mót núna var flottur liður í því,“ segir Aníta Hinriksdóttir, úr ÍR, sem keppti nú þriðju helgina í röð. Hún hleypur næst í New York eftir tvær vikur. »2 Ánægð með að hafa stutt á milli móta ÍÞRÓTTIR | 8 SÍÐUR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Inntökuskilyrðin í Litla íþróttaskól- ann eru tvö: að vera á aldrinum 17 mánaða til þriggja ára og að kunna að ganga. Skólinn hefur verið rekinn frá árinu 2001, hann er til húsa í hús- næði Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra og um er að ræða tíu vikna námskeið, einn tíma í senn. Hugmynda- fræðin á bak við skólann er að foreldrar og börn eigi innihaldsríka og skemmti- lega samverustund og hreyfi sig saman. „Hjá okkur upplifa for- eldrar börnin sín í hreyfingu og leik með öðrum börnum,“ segir Inga Lára Þórisdóttir sem rekur skólann ásamt Mínervu Alfreðsdóttur. Báðar eru þær íþróttakennarar og Mínerva er einnig leikskólakennari. „Það er ótrúlegt að sjá hvað þau taka miklum framförum. Þau stökkva tvöfalda hæð sína ofan af áhöldum, en í byrjun námskeiðsins þora þau ekki einu sinni þangað upp,“ segir Inga Lára og bætir við að börnin geti yfirleitt tals- vert meira en foreldr- arnir átti sig á. „Þau geta heilmargt og fá meira út úr þessu en fólk heldur.“ Foreldrarnir fá líka sinn skerf af hreyfingu, námskeiðin eru byggð upp þannig að þeir taki þátt í æfingum. „Börnin vita ekkert skemmtilegra en að fullorðna fólkið leiki með þeim,“ segir Inga Lára. Venjur skapa öryggi Skipulag tímanna er alltaf á sama hátt og Inga Lára segir það veita börnunum öryggi ef ramminn sé allt- af sá sami því ung börn þrífist best í aðstæðum sem þau þekki. Börnunum er skipt eftir aldri, á hverju námskeiði eru 15 börn og stundum eru biðlistar. Inga Lára seg- ir ekki standa til að færa út kvíarnar og taka inn fleiri börn í einu. „Nei, við erum litli íþróttaskólinn, það þýðir að bæði börnin og við erum lítil.“ Geta meira en foreldrarnir halda  Meðal inntökuskilyrða í Litla íþróttaskólann er að kunna að ganga Morgunblaðið/Kristinn Á harðahlaupum Í Litla íþróttaskólanum eru börn á aldrinum 17 mánaða til þriggja ára. Á námskeiðum skólans hreyfa þau sig á markvissan hátt undir leiðsögn íþróttakennara og í námskeiðslok hafa þau tekið talsverðum framförum. Áhersla er lögð á að þjálfa bæði gróf- og fínhreyfingar barnanna. Í fangi foreldra Í upphafi hvers tíma í Litla íþróttaskólanum setjast nem- endur í fang foreldra sinna og syngja hressandi söngva og hreyfa sig með.  Hross í oss fékk tvenn verðlaun á kvikmyndahátíð- inni í Gautaborg um helgina. Mynd- in fékk verðlaun áhorfenda og önn- ur frá alþjóðasam- tökum gagnrýnenda. Þetta eru 13. verðlaunin sem myndin fær og stefn- ir í að hún verði verðlaunaðasta mynd íslenskrar kvikmyndasögu, en hún er tilnefnd til 14 Edduverðlauna. Hross í oss fékk verðlaun í Gautaborg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.