Morgunblaðið - 03.02.2014, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. FEBRÚAR 2014
✝ RósamundaHjartardóttir
fæddist í Rauðsdal á
Barðaströnd 18.
desember 1927.
Hún lést á Landspít-
alanum 25. janúar
2014.
Foreldrar henn-
ar voru Hjörtur
Valdimar Erlends-
son, f. 17. ágúst
1888, d. 11. janúar
1969 og Guðrún Pálsdóttir, f. 16.
október 1889, d. 27. febrúar 1970.
Rósamunda ólst upp hjá for-
eldrum sínum í Rauðsdal á
Barðaströnd í tíu barna systk-
inahópi. Systkini Rósamundu
eru: Erlendur Magnús Hjart-
arson, f. 1910, d. 1997, Jónas
Hjartarson, f. 1911, d. 1930,
Helga Hjartardóttir, f. 1915, d.
1986, Svanfríður Hjartardóttir, f.
1916, d. 2004, Valborg Hjart-
ardóttir, f. 1918, d. 2002, Lilja
Hjartardóttir, f. 1919, d. 1993,
Valdimar Hjartarson, f. 1923, d.
2010, Gísli Hjartarson, f. 1924, d.
1986, og Sigríður Hjartardóttir,
f. 1929.
Rósamunda giftist Högna Hall-
Torfason, f. 11.12. 1956, börn
þeirra eru Högni Ólafsson, f.
1980, maki Inga Sigrún Bald-
ursdóttir og eiga þau tvö börn.
Torfi Kristinn Ólafsson, f. 1982.
Þórdís Ólafsdóttir, f. 1987. Pat-
rekur Ísak Ólafsson, f. 1992. 4)
Vignir Högnason, f. 13.2. 1964, d.
13.10. 1996. Börn hans eru Frey-
dís Rósa Vignisdóttir, f. 1993.
Rakel Sif Vignisdóttir, f. 1995. 5)
Hugrún Högnadóttir, f. 22.8.
1966. Maki Víkingur Andrew Er-
lendsson, f. 2.4. 1962, börn þeirra
eru Viðar Örn Víkingsson, f. 1988,
Brynjar Víkingsson f. 1991.
Rósa og Högni hófu sinn bú-
skap á Patreksfirði og bjuggu þar
allt fram til ársins 1995 þegar þau
fluttu til Hafnarfjarðar. Rósa
sinnti húsmóðurstörfum af mikl-
um myndaskap og fór á vinnu-
markaðinn eftir að börnin uxu úr
grasi. Hún starfaði meðal annars
við fiskvinnslu, ráðskonustörf og
vann til margra ára á Sjúkrahúsi
Patreksfjarðar eða allt þar til hún
fluttist til Hafnarfjarðar árið
1995.
Útför Rósamundu fer fram frá
Hafnarfjarðarkirkju í dag, 3. febr-
úar 2014, og hefst athöfnin kl. 13.
dórssyni, f. 12. maí
1931, d. 14. desem-
ber 1997. Foreldrar
hans voru Halldór
Jóhannesson, f. 27.
júní 1891, d. 18. maí
1970 og Margrét
Sigríður Hjart-
ardóttir, f. 8. nóv-
ember 1890, d. 28.
maí 1976. Börn
Rósamundu og
Högna eru: 1) Gunn-
ar Hjörtur Björgvinsson, f. 3.4.
1950, d. 28.10. 2003. Börn hans
eru Friðrik Þór Hjartarson, f.
1976, maki Arna Ólafsdóttir,
hann á tvö börn. Guðrún Rósa
Gunnarsdóttir, f. 1977, maki Ed-
mond Andersen og eiga þau tvö
börn. 2) Elfar Högnason, f. 17.8.
1958. Maki Sigurlaug Valdís Jó-
hannsdóttir, f. 11.2. 1958, börn
þeirra eru Ágúst Freyr Elfarsson,
f. 1976. Maki Elin Elfarsson Löv-
gren og eiga þau þrjú börn. Andri
Snær Elfarsson, f. 1983, unnusta
Ana Maria Estay, Sindri Már Elf-
arsson, f. 1989. Maki Freya Magn-
úsdóttir Hakansson og eiga þau
eitt barn. 3) Helena Högnadóttir,
f. 4.11. 1959. Maki Ólafur Árni
Elsku mamma.
Man ég alla ástúð þína,
öll þín tryggðabönd,
yfir barnabresti mína
breiddirðu milda hönd,
stundum vil ég vera góður
vænsta yndið þitt.
Það er svo gott að eiga móður
sem elskar barnið sitt.
Hver þekkir mátt, er móðir veitir,
mild og kærleiksrík?
Allri sorg í unað breytir,
engin er henni lík.
Hvar finnst vinur hlýr, svo góður,
hjartans mýkja sár?
Hvað er betra en blíðrar móður
bros og hryggðartár?
(Kristján Jónsson frá Skarði.)
Margar eru minningarnar sem
koma upp í hugann á þessari
stundu. Allar okkar minningar
eru stráðar ljúfmennsku, hlýju og
hjartagæsku. Ófáar voru þær
stundir sem við áttum saman,
mikið var spjallað og aldrei kvart-
aðir þú yfir nokkrum hlut, sama
hvað gekk á, þú barst þínar sorgir
ávallt í hljóði.
Sjaldan féll þér verk úr hendi
og eru ófáar minningar þar sem
við sofnuðum við niðinn í sauma-
vélinni þegar líða tók að jólum. Þú
sást til þess að alltaf var til nóg að
bíta og brenna, alltaf var til bakk-
elsi og ég veit að það eru margir
sem sakna þess að fá ekki ástar-
pungana þína. Þér tókst að töfra
fram allt það besta í mat þó úr litlu
væri að moða. Ekki veit ég hvern-
ig þér tókst að láta okkur krakk-
ana hesthúsa fulla skál af köldum
grjónagraut í eftirrétt á jólunum í
leit að möndlunni og enn trúum
við því að mandlan komi í okkar
hlut einhvern daginn, þér tókst
með einhverjum töfrum að næla
þér í hana hvert einasta ár og
gafst ekkert upp fyrr en allur
grautur var búinn.
Hvað stendur af sér allt
stríð og frið
gleði og sorg
vetur og sumar?
Jú, móðurást.
Hvar væri maður án móðurástar?
Veglaus og villtur
varnarlaus og spilltur
vitstola og trylltur.
Í mínum huga er móðurást
mild og góð
líkt og blómaflóð
í sólarglóð,
líkt og lækur sem hjalar
líkt og köttur sem malar
svo milt og svo blítt.
Að endingu vil ég þér þakka
móðir mín
fyrir árin þín
Þau í hjartanu geymi
og aldrei þeim gleymi
þessi ár er voru mér allt.
(Víkingur A. Erlendsson)
Við vitum með vissu að pabbi
og bræður okkar hafa tekið vel á
móti þér. Þú ert og verður okkur
alltaf fyrirmynd og við minnumst
þín með dýpstu virðingu, hugheilu
þakklæti og hjartans hlýju, fyrir
allt og allt.
Guð geymi þig, okkar elskuleg-
ust.
Hugrún og Helena.
Fetaði frelsarans stig
fágætt hafði sinni
hugsaði hvergi um sig
heldur um þá minni
Þegar ég minnist tengdamóður
minnar er lítillæti það fyrsta sem
kemur upp í hugann, hún barði sér
ekki á brjóst eða hafði hátt, ein af
fyrstu minningum mínum um
hana var á þá leið að ég spurði
hana um vitneskju sem ég taldi
hana ekki eiga að hafa, „Óli minn,
ég þekki mitt heimafólk“ og þann-
ig reyndist það ávallt vera, vissi
sínu viti, oft hefur þessi setning
komið mér í hug síðan.
Rósa var trúuð kona og vissi að
það var fyrir æðri mátt sem hún
lifði af að lenda í krapaflóðinu
mikla á Patreksfirði, en um þá lífs-
reynslu var hún annars ófús að
ræða.
Síðar reyndi tengdamamma
það sem foreldrar ættu ekki að
lenda í, að kveðja hinstu kveðju tvo
syni sína, en þá sem oftar sýndi
hún það æðruleysi sem henni var
gefið, enginn vissi þó hvað hún
hugsaði eða lét í einrúmi, sama átti
við þegar Högni tengdafaðir minn
lést, það er mín trú að nú sé hún
meðal farinna ástvina.
Tengdamömmu ljósið lýsir
á leið sem enginn sér
góða konu guð nú hýsir
gekk hans veginn hér
Farðu í friði, kæra tengda-
mamma, og megi hið eilífa ljós vísa
leiðina.
Ólafur Torfason.
Elsku Rósa. Að morgni 25. jan-
úar sl. sofnaðir þú þínum hinsta
svefni og lagðir af stað í þína
hinstu ferð, sem liggur fyrir okkur
öllum að fara. Dauðinn kemur allt-
af sem reiðarslag sama hvað mað-
ur er undirbúinn.
Af mörgu er að taka og margs
er að minnast af þessum hartnær
30 árum sem leiðir okkar lágu
saman, jafnt á sorgar- sem gleði-
stundum. Okkar litla fjölskylda,
bæði þín og mín megin, hefur mátt
þola margan missi á þessum ár-
um, en alltaf stóðst þú upprétt
með þitt jafnaðargeð og æðruleysi
að vopni, sama hversu mikið var
reynt að buga okkur. Af gleði-
stundum er meira en nóg að taka,
ekki fórum við í sumarbústað án
þín, allir sunnudagsbíltúrarnir
sem enduðu oft í ísbúðinni hjá
Erlu og Himma, öll ættarmótin
syngjandi saman, allar litlu stund-
irnar okkar við eldhúsborðið í
Staðarhvamminum eftir peru-
skipti eða annað álíka smotterí
sem þurfti að laga. Síðast en ekki
síst munum við aldrei gleyma öll-
um jólunum sem þú áttir með okk-
ur.
Í mínum huga ert þú, elsku
Rósa, mesti ljúflingur sem ég hef
kynnst, vinagóð og hlý, kát og
glettin og máttir ekkert aumt sjá,
áttir einstaklega auðvelt með að
tengjast fólki þótt ókunnugt væri.
Elsku Rósa mín, ég veit þér líð-
ur vel þar sem þú ert í faðmi þinna
heittelskuðu sem á undan voru
gengnir. Þín verður sárt saknað af
mér og minni fjölskyldu.
Þjáning mín leitar eftir svari
út í rökkur harmsins
en fær ekkert svar.
Og niður fölbleika vanga
hinnar hnígandi sólar
drýpur þögnin
á sorg mína,
og í horni þjáninga minna
þornar hún
og verður að dufti
sem fýkur í stormi lífsins
eilífa hringrás
en kemur þó aldrei aftur.
(Erlendur Sæmundsson)
Elsku Rósa, hafðu hjartans
þakkir fyrir allt sem þú hefur gef-
ið okkur. Þinn
Víkingur.
Rósamunda Hjartardóttir
✝ Ágústa Högna-dóttir fæddist
15. desember 1940 í
Reykjavík. Hún lést
á Landspítalanum í
Fossvogi 24. janúar
2014.
Ágústa var dótt-
ir hjónanna Ingi-
bjargar Júl-
íusdóttur,
kjólameistara í
Reykjavík, f. 13.
ágúst 1919, d. 23. febrúar 2012,
og Högna Ágústssonar, sjó-
manns og verkamanns í Reykja-
vík, f. 12. júní 1917, d. 4. mars
2004. Þau eignuðust tvö börn og
var bróðir Ágústu, Magnús
Ágústsson, f. 28. mars 1942, d.
21. júlí 1942. Af seinna hjóna-
bandi Ingibjargar og Ellerts
Ólafssonar, leigubifreiðastjóra í
Kópavogi, f. 24. apríl 1917, d. 17.
janúar 1984 á Ágústa tvo bræð-
ur; Ólafur Ellertsson, bifvéla-
virki í Garðabæ, f. 3. júní 1956,
1884, d. 11. október 1964. Börn
þeirra eru a) Júlíus Helgi, raf-
eindavirki og kerfisstjóri, f. 1.
maí 1967, k.h. Svala Huld
Hjaltadóttir, f. 11. júlí 1969,
börn þeirra eru Katrín Lilja, f. 5.
júlí 2001, og Guðjón Ágúst, f. 31.
desember 2008, b) Elín Ingi-
björg, doktor í keltneskum
fræðum, f. 24. maí 1979.
Á sínum yngri árum vann
Ágústa ýmis störf, þ.á m. í Hafn-
arbíói á sumrin til að leggja fyr-
ir fyrir skólagöngu sinni í Versl-
unarskóla Íslands. Hún vann hjá
Blindrafélagi Íslands sem gjald-
keri og á skrifstofunni þar og
einnig hjá Sindra hf. Hún út-
skrifaðist úr Verslunarskóla Ís-
lands árið 1959 með versl-
unarpróf. Eftir útskrift vann
hún í nokkur ár hjá Sjúkra-
samlagi Reykjavíkur og vann
síðar sjálfstætt við erlendar
bréfaskriftir fyrir fyrirtæki og
einstaklinga. Hún var um tíma í
Hvöt, félagi sjálfstæðiskvenna.
Aðallega sá hún um bókhald eig-
inmanns síns, Eyjólfs, og var
hans stoð og stytta í atvinnu-
rekstri hans.
Ágústa Högnadóttir verður
kvödd frá Fossvogskirkju, í dag,
3. febrúar 2014, kl. 13.
k.h. Guðmunda
Árnadóttir og eiga
þau tvo drengi, Ell-
ert og Óskar; Bald-
ur Ellertsson,
leigubifreiðastjóri í
Kópavogi, f. 14.
september 1958,
sambýliskona hans
Ásthildur Hann-
esdóttir, dóttir
þeirra er María Rós
Baldursdóttir, e.h.
Rúnar P. Þorgeirsson, dóttir
þeirra er Rakel Máney og dóttir
Maríu af fyrra sambandi er El-
ísabet Ósk Haraldsdóttir.
Hinn 12. júní 1960 giftist
Ágústa Eyjólfi Ólafssyni, vöru-
bifreiðastjóra í Reykjavík, f. 13.
apríl 1932, d. 28. desember 2013.
Foreldrar hans voru Þuríður
Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 17.
apríl 1891, d. 25. febrúar 1974,
og Ólafur Pétursson, útvegs-
bóndi á Stóra-Knarrarnesi á
Vatnsleysuströnd, f. 28. júní
Mamma, nú ert þú farin til
pabba sem fór bara fjórum vikum
á undan þér. Mig langar að gera
þessi orð vinar míns, Sigurbjörns
Þorkelssonar, að mínum.
Þú varst allaf svo góð við mig,
ég fékk athygli þína óskipta,
þú lifðir fyrir mig,
hlustaðir á mig,
talaðir við mig,
leiðbeindir mér,
lékst við mig,
sýndir mér þolinmæði,
agaðir mig í kærleika,
sagðir mér sögur,
fræddir mig
og baðst með mér.
Þú varst alltaf svo nærgætin
og skilningsrík,
umhyggjusöm og hjartahlý.
Þú varst skjól mitt og varnarþing.
Við stóðum saman í blíðu og stríðu,
vorum sannir vinir.
Mér þótti svo undur vænt um þig,
elsku mamma mín.
(Höf. Sigurbjörn Þorkelsson)
Júlíus Helgi Eyjólfsson.
Mamma var ótrúleg kona og
einstök móðir. Hún var mér ætíð
stoð og styrkur. Hún hafði meiri
trú á sjálfri mér en ég hafði oft á
tíðum og hún leyfði mér aldrei að
gefast upp. Við vorum í næstum
daglegu sambandi þegar ég var
úti í námi og vorum við ætíð mjög
nánar. Það er því skrítið að geta
ekki tekið upp símann lengur og
hringt í hana, ég verð víst að fá
betri tengingu en símafyrirtækin
bjóða upp á í dag.
Mamma var alla tíð búin að
berjast við veikindi, allt frá barn-
æsku og svo urðu síðustu tíu árin
henni sérlega erfið. Hún kveink-
aði sér þó aldrei, því hún var orðin
svo vön verkjum og aldrei lét hún
á því bera, hún hélt bara áfram
eins og alltaf.
Fyrir rétt tæpum tveimur ár-
um stóð ég við rúmið hennar á
gjörgæsludeildinni og hélt í hönd-
ina á henni, dauðhrædd um að ég
væri að missa hana. Sem betur fer
snéri hún á dauðann þá og þótt
batinn tæki tíma virtist sem hún
hefði náð sér að fullu. En svo dró
fyrir sólu í ágúst á síðasta ári og
hvert áfallið á fætur öðru skall á
okkur. Var desember okkur sér-
lega erfiður þar sem við fengum
þær fréttir að krabbameinið hefði
læst klóm sínum í heilann. Þessar
fréttir voru henni mjög erfiðar,
hún hafði alltaf sagt að það skipti
ekkert máli svo lengi sem hún
héldi haus og nú virtist sem hann
ætlaði að svíkja hana eins og lík-
aminn hafði gert. Tæplega viku
seinna héldum við upp á 73 ára af-
mæli hennar og sagði hún þá að
hún ætlaði að njóta þeirra daga
sem henni væru gefnir. En engan
óraði fyrir því sem næstu vikur
báru með sér. Það kom okkur í
opna skjöldu þegar pabbi féll frá
rétt fyrir áramótin. Við höfðum
ekki enn sagt honum frá veikind-
um mömmu, því það hefði orðið
honum ofviða, en í staðinn varð
þetta enn eitt áfallið fyrir
mömmu. Það var samt henni
ákveðin huggun að hann hafði
fengið að fara á undan henni, því
að hann stólaði alltaf svo á
mömmu. Hann var hálftýndur
þegar hún var ekki nærri. Strax
eftir jarðarför pabba fór mömmu
að hraka hratt, og tveim dögum
seinna var hún komin inn á spít-
ala. Nú tæpum tveimur árum eftir
að ég heimti hana úr helju, stóð ég
aftur við rúmið hennar og hélt í
höndina á henni, en nú vissi ég að
ég fengi hana ekki aftur heim.
Mamma náði ekki að kveðja
mömmu sína þegar hún lést, því
það gerðist á sama tíma og hún
veiktist svo svakalega fyrir tæp-
um tveimur árum. En ég er viss
um að amma vakti yfir henni þeg-
ar hún þarfnaðist hennar þá. Mér
finnst það því rétt að amma fái að
kveðja dóttur sína núna með
vögguvísunni sem hún samdi
handa henni þegar hún var lítil.
Leggðu aftur augun þín
yndislega stúlkan mín.
Svífðu í draumaheim sætt og rótt
syng ég við þig góða nótt.
Mamma var svo friðsæl og fal-
leg í svefninum að það eina veitir
mér huggun, hún finnur ekki til
lengur. Hvíl í friði, mamma mín.
Elín Ingibjörg.
Amma kær, ert horfin okkur hér,
en hlýjar bjartar minningar streyma
um hjörtu þau er heitast unnu þér,
og hafa mest að þakka, muna og
geyma.
Þú varst amma yndisleg og góð,
og allt hið besta gafst þú hverju sinni,
þinn trausti faðmur okkur opinn stóð,
og ungar sálir vafðir elsku þinni.
Þú gættir okkar, glöð við undum hjá,
þær góðu stundir blessun, amma kæra.
Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá
í hljóðri sorg og ástarþakkir færa.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Katrín Lilja og Guðjón Ágúst.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Kæra svilkona. Þakka þér fyrir
hlýja vinsemd sem þú hefur sýnt
mér og fjölskyldu minni í hálfa
öld. Þakka þér fyrir öll símtölin
sem við höfum átt saman og allar
samverustundirnar.
Hvíldu í friði.
Edda.
Við höfum haldið saman skóla-
systurnar sem útskrifuðumst úr
Verslunarskólanum 1959. Byrjuð-
um flestar námið þar 1955, rétt
rúmlega fermdar, þegar skólinn
fagnaði fimmtíu ára afmæli sínu,
og vorum þar í fjögur ár en nokkr-
ar héldu áfram í lærdómsdeild.
Okkur var skipt niður í þrjá bekki,
A, B og C og kynntumst best þeim
sem voru í okkar bekk, en fólk
fluttist þó talsvert milli bekkja og
tengslin jukust. Í hópnum sem út-
skrifaðist með verslunarpróf voru
23 stúlkur og 60 piltar. Af þeim
eru nú fjórar stúlkur látnar og 14
piltar. Skömmu eftir útskrift,
1964, ákváðum við stúlkurnar að
stofna saumaklúbb og hann hefur
haldist í 50 ár en er nú jafnan kall-
aður bekkjarklúbbur þar sem
fæstar sýsla með handavinnu þó
að alltaf sé nú prjónað eitthvað á
barnabörnin. Hins vegar höfum
við kynnst betur en við þekktumst
á skólaárunum og ofið þéttan
samskiptavef í öll þessi ár, tengsl-
anet sem hefur fært okkur sterk
bönd vináttu og velvildar. Við höf-
um fylgst með lífshlaupi hver ann-
arrar, börnum og barnabörnum,
velgengni og andstreymi og verið
bakhjarlar og veitt stuðning eftir
föngum. Mest af öllu höfum við þó
haft ánægju af reglulegum sam-
vistum yfir vetrarmánuðina
heima hjá hver annarri, fyrst að
kvöldlagi þegar flestar stunduðu
vinnu utan heimilis en nú seinni
árin að deginum til, og þá jafnvel á
veitingastöðum. Ágústa Högna-
dóttir birtist okkur jafnan hæglát
og róleg og hafði sig ekki mikið í
frammi en yfir henni var ákveðin
reisn, festa og jafnvægi. Hún var
afar traust og trygg, heilsteypt og
vel skipulögð og var stoð og stytta
bæði fjölskyldu sinnar og fjöl-
skyldu Eyjólfs eiginmanns síns.
Ágústa hafði góða kímnigáfu og
laumaði stundum frá sér
skemmtilegum athugasemdum,
sposk á svip. Hún hallmælti eng-
um og fann alltaf eitthvað jákvætt
í fari annarra og tók ætíð upp
hanskann fyrir þá sem minna
máttu sín. Ágústa kynntist Eyj-
ólfi, eiginmanni sínum þegar hún
var í 2. bekk Verslunarskólans og
þau giftu sig 1960. Voru því búin
að halda upp á gullbrúðkaup sitt.
Hún vann hjá Sjúkrasamlagi
Reykjavíkur til ársins 1967 þegar
Júlíus Helgi fæddist og eftir það
helgaði hún heimilinu krafta sína
en fjölskyldan var henni allt. Tólf
Ágústa
Högnadóttir
HINSTA KVEÐJA
Ég kveð þig, hugann
heillar minning blíð,
hjartans þakkir fyrir liðna tíð,
lifðu sæl á ljóssins friðar strönd,
leiði sjálfur Drottinn þig við hönd.
(Guðrún Jóhannsdóttir)
Svala Huld Hjaltadóttir.