Morgunblaðið - 03.02.2014, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.02.2014, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. FEBRÚAR 2014 BAKSVIÐ Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Sjálfstæðisflokkurinn vinnur stór- sigur og Vestmannaeyjalistinn geld- ur afhroð í sveitarstjórnarkosning- unum í Vestmannaeyjum samkvæmt nýrri skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Ís- lands fyrir Morgunblaðið. Sjálfstæðisflokkurinn fær 62,2% fylgi í könnuninni og bætir við sig tveimur bæjarfulltrúum, fengi sex í stað þeirra fjögurra sem hann hefur nú. Vestmannaeyjalistinn fær 19,5% fylgi og einn mann kjörinn í stað þriggja núna. Í kosningum árið 2010 fékk listinn 36% atkvæða. Samkvæmt þessu væri Sjálfstæð- isflokkurinn með sex fulltrúa í sjö manna bæjarstjórn Vestmannaeyja. Fleiri nefndir Framsóknarflokkurinn mælist með 6,5% fylgi. Það er sama fylgi og Píratar fá. Björt framtíð er nefnd af 4,3% þátttakenda í könnuninni. Enginn þessara lista fengi mann kjörinn. 1,1% þátttakenda sagðist vilja kjósa einhvern annan lista. Kynferði hefur ekki áhrif Ekki er verulegur munur á fylgi listanna í Vestmannaeyjum þegar kynferði þátttakenda er skoðað. Þó eru konur nokkru fleiri en karlar meðal kjósenda bæði Sjálfstæðis- flokksins og Vestmannaeyjalistans. Aftur á móti eru það eingöngu karl- ar sem segjast vilja kjósa Pírata. Er það í samræmi við greiningu á niðurstöðum annarra kannana að undanförnu. Ungir vilja ekki Vestmannaeyjalistann Sjálfstæðisflokkurinn hefur mest fylgi í öllum aldurshópum, en mest meðal elstu kjósendanna. Lítill stuðningur er við Vestmanna- eyjalistann meðal yngstu kjósend- anna, 8% á aldrinum 18 til 29 ára ætla að kjósa listann. 42% þeirra ætla aftur á móti að kjósa Sjálf- stæðisflokkinn. Meðal yngstu kjós- endanna vilja 28% kjósa Pírata. Lítill munur eftir tekjum og menntun Ekki er að sjá að menntun hafi áhrif á afstöðu þátttakenda í könn- uninni. Er nokkuð jöfn dreifing fylgis við listana meðal fólks með ólíka menntun að baki. Tekjur hafa heldur ekki stór áhrif. Meiri stuðn- ingur við Vestmannaeyjalistann er þó meðal þeirra sem hafa tekjur á bilinu 300 til 400 þúsund krónur á mánuði en þeirra sem eru tekju- lægri eða tekjuhærri. Sveifla til Sjálfstæðisflokksins Þegar athugað var hvað þátttak- endur höfðu kosið í sveitarstjórn- arkosningunum árið 2010 kom í ljós að um 13% kjósenda Vestmanna- eyjalistans þá ætla að kjósa Sjálf- stæðisflokkinn núna. Um 14% kjós- enda Framsóknarflokksins kjósa Sjálfstæðisflokkinn núna. Flestir sem ætla að kjósa Sam- fylkinguna og Vinstri græn til þings núna styðja Vestmannaeyjalistann. Allur þorri kjósenda sem hyggjast kjósa Sjálfstæðisflokkinn í þing- kosningum styður framboðslista flokksins í Vestmannaeyjum. Svarhlutfall 63% Könnun var gerð dagana 15. til 23. janúar. Spurt var: „Ef sveitar- stjórnarkosningar væru haldnar á morgun, hvaða flokk eða lista myndir þú kjósa?“ Tvær leiðir voru notaðar til að ná til kjósenda. Ann- ars vegar var hringt í 450 manna til- viljunarúrtak úr þjóðskrá meðal fólks á aldrinum 18 ára og eldri. Hins vegar var send netkönnun til 50 manna úrtaks úr netpanel Fé- lagsvísindastofnunar. Alls fengust svör frá 303 svarendum á aldrinum 18 til 89 ára. Var svarhlutfall 63%. Vigtaður svarendafjöldi var hins vegar 304. Meirihlutinn með fjóra Í sjö manna bæjarstjórn Vest- mannaeyja sitja nú Elliði Vignisson bæjarstjóri, Páley Borgþórsdóttir, Páll Marvin Jónsson og Gunnlaugur Grettisson fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Fulltrúar Vestmannaeyjalistans eru Kristín Jóhannsdóttir, Jórunn Ein- arsdóttir og Sigurlaug Björk Böðv- arsdóttir. Samkvæmt þessu fer Sjálfstæðisflokkurinn með meiri- hluta í bæjarstjórninni. Elliði vill leiða Sjálfstæðisflokkinn Enn hefur ekki verið gengið frá neinum framboðslista í Vestmanna- eyjum vegna kosninganna í vor. El- liði Vignisson bæjarstjóri hefur lýst áhuga á því að leiða áfram lista sjálfstæðismanna. „Ég er bæjar- búum óendanlega þakklátur fyrir það traust sem mér hefur hingað til verið sýnt bæði í kosningum og þá ekki síður í starfi mínu sem bæj- arstjóri. Ég er hrærður yfir þeim stuðningi sem ég hef fundið og þá ekki síst í þeim málum þar sem samfélagið hefur tekið höndum saman í að standa vörð um Vest- mannaeyjar,“ skrifaði hann á heimasíðu sína fyrir nokkrum dög- um. Elliði sagði að með sameigin- legu átaki hefði tekist að snúa stöðu sem margir hefðu talið vonlausa í sóknarfæri. „Í stað sveitarfélags sem glímdi við viðvarandi íbúafækk- un, neikvæðan fjárhagslegan rekst- ur og stöðnun á mörgum sviðum eigum við nú eitt öflugasta sveitar- félag á landinu. Reksturinn er í blóma, bæjarsjóður nánast skuld- laus, íbúum fjölgar ár eftir ár og mælingar sýna að Eyjamenn eru meðal þeirra ánægðustu á landinu öllu þegar spurt er um þjónustu sveitarfélagsins,“ skrifaði bæja- tjórinn. Fylgi eftir því hvað var kosið síðast* Fra ms ókn arfl . Kýs nú: Kaus þá: Sjá lfst æð isfl. Ann an flok k eða fram b. ? Björt framtíð Framsóknarflokkur Sjálfstæðisflokkur Vestmannaeyjalistinn Píratar Flokkur ef kosið yrði á morgun til Alþingis Myndi kjósa í sveitar- stjórn: Samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið 15.-23. janúar 2014. *Í sveitarstjórnakosningum 2010. Fra ms ókn arfl . Myndi kjósa á Alþingi: Sjá lfst æð isfl. Bjö rt f ram tíð Vin stri -græ n Sam fylk ing Ves tma nna eyja l. 46% 14% 13% 27% 2% 95% 3% 3% 11% 13% 72% 70% 12% 19% 4% 31% 52% 8% 4% 2% 95% 3% 11% 89% 25% 75% 20% 33% 47% Ann an flok k eð a lis ta ? Bjö rt f ram tíð Fra ms ókn arfl . Píra tar Sjá lfst æð isfl. Niðurstöður kosninga 2010 Fylgi skv. könnun 15.-23. jan. Fjöldi bæjarfulltrúa, væri gengið til kosninga nú. Fjöldi bæjarfulltrúa, eftir síðustu kosningar. Svör alls: 303 Svarhlutfall: 63% Nefndu einhvern flokk: 185 Veit ekki: 46 Skila auðu/ógildu: 13 Ætla ekki að kjósa: 8 Vilja ekki svara: 52 Fylgi stjórnmálaflokka samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið 15.-23. janúar 2014 vegna sveitarstjórnarkosninga 31. maí 2014 Ves tma nna eyja l. 62,2% 55,6% 19,5% 36,0% 6,5%8,4% 6,5% 4,3% 1,1% 64 13 Með sex af sjö bæjarfulltrúum  Ný skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið á fylgi flokka í Vestmannaeyjum  Sjálfstæðisflokkurinn með 62,2% fylgi  Vestmannaeyjalistinn tapar tveimur bæjarfulltrúum Ljósmynd/Ómar Garðarsson Eyjar Bæjarstjórnin er skipuð sjö fulltrúum. Fjórir koma frá Sjálfstæðisflokknum, þrír karlar og ein kona. Allir fulltrúar Vestmannaeyjalistans eru konur. SKOÐANAKÖNNUN VESTMANNAEYJAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.