Morgunblaðið - 03.02.2014, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 03.02.2014, Blaðsíða 23
ÍSLENDINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. FEBRÚAR 2014 Hrafnkell Aðalsteinn Jóns-son, héraðsskjalavörður áEgilsstöðum, fæddist á Vaðbrekku í Hrafnkelsdal 3.2. 1948. Foreldrar hans voru Jón Jónsson, bóndi í Klausturseli í Jök- uldal og síðar verkamaður á Egils- stöðum, og k.h., Guðrún Aðalsteins- dóttir, húsfreyja og húsmæðra- kennari í Klausturseli og síðar ráðskona við Menntaskólanna á Egilsstöðum. Jón var sonur Jóns, b. á Setbergi í Fellum Péturssonar, og Rósu Hávarðardóttur húsfreyju. Guðrún var dóttir Aðalsteins Jónssonar, bónda í Vaðbrekku í Hrafnkelsdal, og Ingibjargar Jónsdóttur hús- freyju. Meðal móðursystkina Hrafnkels má nefna dr. Jón Hnefil prófessor; dr. Stefán sem var forstöðumaður Norræna genabankans; Jóhönnu sem lengi var bæjarfulltrúi á Húsa- vík, Hákon skógarbónda og hag- yrðing, og dr. Ragnar Inga, skáld og bragfræðing og aðjunkt við HÍ. Eftirlifandi eiginkona Hrafnkels er Sigríður Ingimarsdóttir frá Skriðufelli í Jökulsárhlíð, nú búsett á Egilsstöðum og eignuðust þau tvö börn. Hrafnkell ólst upp á Vaðbrekku til sjö ára aldurs, en síðan í Klaust- urseli til 1974. Hann lauk búfræði- prófi frá Hólum í Hjaltadal 1965, tók við búi foreldra sinna í Klaust- urseli 1969 og stundaði þar búskap til 1974 en flutti þá til Eskifjarðar þar sem hann stundaði almenna verkamannavinnu. Hrafnkell var lengi formaður Verkamannafélagsins Árvakurs á Eskifirði og starfsmaður þess 1985- 96. Hann sat í miðstjórn ASÍ, í stjórn Lífeyrissjóðs Austurlands, í stjórn Viðlagatryggingar Íslands og var formaður úthlutunarnefndar atvinnuleysisbóta á Austurlandi. Hrafnkell var bæjarfulltrúi á Eskifirði 1978-96 og varaþm. fyrir Sjálfstæðisflokkinn á Austurlandi 1987-95. Hann var héraðs- skjalavörður á Egilsstöðum frá 1996. Hrafnkell lést 29.5. 2007. Merkir Íslendingar Hrafnkell A. Jónsson 90 ára Guðbjörg Sv. Eysteinsdóttir Vilborg Jóhannesdóttir 80 ára Emilía Jónsdóttir 75 ára Bjarndís Júlíusdóttir Erla Magnúsdóttir Gréta Sigríður Haraldsdóttir 70 ára Fríða Þorsteinsdóttir Guðrún Blomquist Eyjólfsdóttir Guðrún Helgadóttir Hreinn Gunnarsson Jóhanna H. Scheving Ragnar Kristjánsson Sigrún Júlíusdóttir Sonja Nanna Sigurðardóttir 60 ára Ingunn Ólafsdóttir Kristín Fríða Garðarsdóttir Ólafur Sigurðsson Sigríður S. Rögnvaldsdóttir Sigurður Ásgeirsson Stefanía Þórný Þórðardóttir Sveinbjörn Valgeir Egilsson Sveinn Jóhannsson Þuríður Þórðardóttir 50 ára Anna Harðardóttir Anna Sigríður Þórðardóttir Arna Gerður Hafsteinsdóttir Ármann Ólafsson Elí Pétursson Hjördís Jónsdóttir Kristín María Ólafsdóttir Sigurður Benediktsson Sonja Erlingsdóttir Þóra María Guðjónsdóttir Örn Halldórsson 40 ára Aldís Björgvinsdóttir Anna Sigríður Ólafsdóttir Bjarni Logi Sigurjónsson Hafsteinn Thorberg Pálsson Heiðbrá Rósa Steinþórsdóttir Helga Hafsteinsdóttir Jósef Þórðarson Sara Smart Sigurbergur Árnason Thong-In Vasuwan Þóra Elín Einarsdóttir Þórólfur Sævar Sæmundsson 30 ára Ásdís Ýr Aradóttir Bjargey Halla Sigurðardóttir Hulda Björg Birgisdóttir Salvör Kristjánsdóttir Sæbjörg Rut Guðmundsdóttir Til hamingju með daginn 30 ára Róbert ólst upp í Hafnarfirði, er þar búsett- ur og er sendibílstjóri með eigin bíl. Systkini: Bragi Frið- þjófsson, f. 1978, d. 2009; Ragnar Þórður Frið- þjófsson, f. 1982, d. sama ár, og Ragna Björg Frið- þjófsdóttir, f. 1990. Foreldrar: Friðþjófur Bragason, f. 1954, fyrrv. sendibílstjóri, og Ellen Ásthildur Ragnarsdóttir, f. 1957, bankastarfsmaður. Róbert Friðþjófsson 30 ára Einar ólst upp í Hafnarfirði, býr í Reykja- vík og starfar hjá Gúmmí- steypu Þ. Lárussonar ehf. Maki: Kristbjörg Viglín Víkingsdóttir, f. 1990, prentari. Systur: Helena Dögg, f. 1980, og Sigurborg Lilja, f. 1992. Foreldrar: Olgeir Þor- valdsson, vörubílstj. og Sigríður Óskarsdóttir hús- freyja. Þau eru búsett í Noregi. Einar Björgvin Olgeirsson 30 ára Jóhann er fæddur og upp alinn á Kambi í Eyjafjarðarsveit og sinnir nú landbúnaðarstörfum á Kambi hjá foreldrum sín- um. Sonur: Sveinn Trausti Jó- hannsson, f. 2010. Foreldrar: Guðmundur Geir Jónsson, f. 1957, bóndi á Kambi, og Doris Anita Adamsdóttir, f. 1960, bóndakona á Kambi og starfar við umönnun á Akureyri. Jóhann Smári Guðmundsson Þetta er að vísu mjög krefjandi starf. En það er jafnframt ákaflega gefandi þegar vel gengur og vina- böndin eru djúp og sterk.“ Þú hefur einnig sungið í kórum? „Já. Ég kynntist manninum mín- um í Hamrahlíðarkórnum. Hann hafði og hefur enn svo undurþýða bassarödd. Allir ættu að syngja því það er svo gott fyrir sálina. Það var sungið mikið á mínu æskuheimili en það er afar notalegt að alast upp við söng. Samsöngur er eins og yfirlýs- ing um sátt og samheldni. Á náms- árum okkar í München sungum við með mjög góðum kór, Münchner Motettenchor, og eignuðumst þar vini fyrir lífstíð. Ég tengdist einnig fiðlukenn- aranum mínum, henni Annemarie, mjög sterkum böndum og fór síðast í spilatíma til hennar þegar hún var níræð.“ En eru einhver önnur áhugamál en tónlistin? „Já, mér finnst afskaplega gaman að hreyfa mig. Frelsistilfinningin á fjöllum er engu lík. Við hjónin för- um mikið á fjöll og þegar sonur okkar fermdist hafði hann safnað 56 fjöllum með okkur, þ.á m. Herðu- breið. Í gönguferð á Suður-Spáni tókst okkur að komast á hæsta fjallið þar, sem er 3.895 metra yfir sjávarmáli. Ekki amalegt útsýni þaðan. Við höfum átt sumarbústað í Hreppunum í 30 ár með vin- ahjónum okkar. Þar voru engin tré í upphafi en nú snýst allt um að grisja. Reyndar hefur öll stórfjölskyldan mikinn áhuga á útivist og hittist oft en það eru ákaflega dýrmætar stundir. Leikfimitímarnir í Kram- húsinu eru líka ákaflega nærandi og skemmtilegir og svo setjumst við stundum niður og spilum brids. Loks er alls staðar og alltaf hægt að stunda jóga, jafnvel á rauðu ljósi. Við þurfum bara að muna að anda djúpt og njóta augnabliksins. Það er dýrmætt og kemur ekki aftur.“ Fjölskylda Eiginmaður Rósu Hrundar er Jó- hann Guðnason, f. 3.7. 1952, skjala- þýðandi og leiðsögumaður. For- eldrar hans: Brite Marie Gudnason, f. í Finnlandi 21.11. 1927, húsfreyja og verslunarkona, og Guðni Egill Guðnason, f. í Vatnadal í Súganda- firði 28.8. 1923, d. 17.12. 2013, var aðalbókari Eimskipafélags Íslands í tæp 40 ár. Sonur Rósu Hrundar og Jóhanns er Helgi Jóhannsson, f. 8.10. 1985, BS í iðnaðarverkfræði og starfar við gerð tónlistarmyndbanda og stuttmynda, í sambúð með Sigríði Hrefnu Jónsdóttur, landfræðingi og verkfræðinema. Systkini Rósu Hrundar eru Sig- ríður, f. 26.10. 1950, líffræðingur á Keldum; Magnús, f. 5.11. 1952, jarð- eðlisfræðingur og kerfisfræðingur hjá Tölvumiðlun; Guðmundur Frí- mann, f. 25.12. 1962, vélvirki sem vinnur hjá Fjarðaráli, og Arnbjörg, f. 29.12. 1965, sjúkraþjálfari á Reykjalundi. Foreldrar Rósu Hrundar eru Anna Arnbjörg Frímannsdóttir, f. á Skriðuklaustri í Fljótsdal 15.1. 1930, húsfreyja og fyrrv. skrif- stofumaður, og Guðmundur Magn- ússon, f. á Reyðarfirði 9.1. 1926, kennari og fyrrv. skólastjóri og fræðslustjóri Austurlands. Úr frændgarði Rósu Hrundar Guðmundsdóttur Rósa Hrund Guðmundsdóttir Guðmundur Árnason b. á Felli í Breiðdal Guðný R. Rögnvaldsdóttir húsfr. á Felli í Breiðdal Magnús Guðmundsson verslunarm. á Reyðarfirði Rósa Jónína Sigurðardóttir húsfr. á Reyðarfirði Guðmundur Magnússon skólastjóri og síðar fræðslustj. Austurlands Sigurður Pétur Jónasson smiður á Seyðisfirði Munnveig Andrésdóttir húsfr. á Seyðisfirði Jón Jónasson b. á Bessastöðum Anna Jóhannsdóttir húsfr. á Bessastöðum í Fljótsdal Jóhann Frímann Jónsson rafveitustj. á Reyðarfirði Sigríður Einína Þorsteinsdóttir húsfr. á Reyðarfirði Anna Arnbjörg Frímannsdóttir húsfr. og skrifstofum. Í Rvík Þorsteinn Jónasson b. á Þuríðarstöðum María Einarsdóttir húsfr. á Þuríðarstöðum í Fljótsdal Á toppnum Rósa Hrund og Jóhann. Hægt er að senda mynd og texta af nýjum borgara eða brúðhjónum af slóðinni mbl.is/islendingar eða á netfangið islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.