Morgunblaðið - 03.02.2014, Blaðsíða 16
FRÉTTASKÝRING
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Þúsundir veðmálafyrirtækjabjóða viðskiptavinum aðveðja á íslenska kappleiki ásumrin. Helgast það af því
að þá eru deildarkeppnir víðast hvar
annars staðar í sumarfríi. Leikur í
efstu deild á Íslandi getur velt frá
hundruðum milljóna upp í milljarð
króna að sögn Péturs Hrafns Sig-
urðssonar, deildarstjóra hjá íslensk-
um getraunum.
Nokkur umræða skapaðist í síð-
ustu viku um leikmenn knatt-
spyrnuliðs Þórs frá Akureyri sem
sakaðir voru í Akureyri vikublaði um
að leggja undir peninga um erlenda
veðmálasíðu á leik sinn gegn Dalvík/
Reyni. Þar sagði að þeir sem mest
lögðu undir hefðu hagnast um 100-
150 þúsund krónur með því að veðja
á að leikurinn ynnist með meira en
þriggja marka mun. Leikmenn Þórs
gáfu síðar út yfirlýsingu um að eng-
inn leikmaður hefði veðjað á leikinn.
Sjá gróðatækifæri
Samkvæmt reglum KSÍ er leik-
manni óheimilt að veðja á knatt-
spyrnuleiki annarra liða á Íslandi
sem og leiki sem hann spilar sjálfur.
Heimildarmaður Morgunblaðs-
ins segir þær reglur ítrekað brotnar,
í mörgum tilfellum af leikmönnum
sem leika knattspyrnu í efstu deild.
Segir hann það meðal annars helgast
af því að menn sjá gróðatækifæri þar
sem á erlendum veðmálasíðum eru
gjarnan hagstæðari stuðlar en t.a.m.
á Lengjunni.
Leikmenn hafi gjarnan upplýs-
ingar sem erlendu vefsíðurnar hafa
ekki þar sem þær byggja sína stuðla
á tölfræði síðasta leiktímabils. Nefn-
ir hann aðstöðu Tindastóls sem
dæmi í þessu samhengi. Leikmenn
sem og aðrir áhugamenn hafi upplýs-
ingar um að margir leikmenn hafi yf-
irgefið félagið. Það hafi veðmálasíð-
urnar hins vegar ekki. Því sjá menn
sér leik á borði og veðja á leiki liðsins
allt þar til stuðlar lækka í takt við
tölfræðilegar upplýsingar um gengi
þess. Hægt er að veðja á leiki á er-
lendum vefsíðum sem ekki eru í boði
á Lengjunni. Eins og fram hefur
komið eru erlendar veðmálasíður
jafnvel að bjóða upp á leiki sem eru í
öðrum flokki karla og kvenna.
Að sögn heimildarmannsins
þekkir hann dæmi þess að þeir sem
stundi veðmál erlendis hafi reynt að
fá upplýsingar frá leikmönnum sem
þeir þekkja í liðum á Íslandi. Hins
vegar veit hann ekki til þess að reynt
hafi verið að múta mönnum til þess
að hafa áhrif á frammistöðu þeirra.
Könnuðu atvik síðasta sumar
Að sögn Péturs Hrafns eru ís-
lenskar getraunir í samstarfi við er-
lendar veðmálasíður ef upp koma at-
vik þar sem grunur er um að
leikmaður hagræði úrslitum. Athygli
vakti síðastliðið sumar þegar leik-
maður Þórs á Akureyri gerði sig tví-
vegis sekan um klaufaleg mistök í
leik gegn ÍBV. Að sögn Péturs var
það kannað hvort óvenju mikið hefði
verið veðjað á leikinn en svo reyndist
ekki vera.
Að sögn Péturs er árleg velta
vegna veðmála Íslendinga á erlend-
um vefsíðum um tveir milljarðar
króna. Í því samhengi ber að nefna
að tekin eru með önnur veðmál eins
og póker. Til samanburðar veltir
Lengjan um 700 milljónum króna á
ári að sögn Péturs. Heimildarmaður
telur að veðmál leikmanna á íslensk-
um knattspyrnuleikjum hafi aukist
mikið á síðustu tveimur árum. Hann
þekkir hins vegar ekki til þess að
leikmenn hafi hagnast umtalsvert á
þessu. Öðru gegni um ýmsa aðra sem
hafi náð að maka krókinn í krafti
upplýsinga sem þeir hafa um íslensk
knattspyrnulið.
Leikur á Íslandi getur
velt hundruðum milljóna
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Veðmál Vinsælt er að veðja á íslenska knattspyrnuleiki á erlendum veð-
málasíðum á sumrin þar sem þá er framboð knattspyrnuleikja lítið.
16
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. FEBRÚAR 2014
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Íslenskur sjáv-arútvegursnýst um
fleira en fiskveiðar,
þó að þær séu
vissulega undir-
staðan. Þegar fisk-
ur hefur verið veiddur – og
jafnvel fyrr – þarf að tryggja
gott verð fyrir hann með mark-
vissri vinnu á mörkuðum og
réttri skipulagningu í veiðum
og vinnslu. Íslendingar hafa
náð langt í þessu eins og sést á
auknum verðmætum þess sem
veitt er, en fleira kemur til.
Þekking og tækjabúnaður
þarf að vera fyrir hendi til að
sækja aflann og meðhöndla
hann rétt frá því hann er dreg-
inn um borð og þar til honum er
komið til kaupenda. Á þessum
sviðum hafa Íslendingar einnig
náð langt og hefur það orðið til
að staðfesta enn frekar fullyrð-
inguna í upphafi um að íslensk-
ur sjávarútvegur snúist um
fleira en fisk.
Mikill og góður árangur ís-
lenskra fyrirtækja sem veita
sjávarútveginum þjónustu af
ýmsu tagi er líka til marks um
þetta. Fyrirtækin hafa sprottið
upp og vaxið úr grasi við hlið
öflugs innlends sjávarútvegs og
hafa svo nýtt þá þekkingu og
þann kraft sem þannig skapast
til að sækja inn á nýja markaði.
Skaginn á Akranesi er eitt
þeirra fyrirtækja
sem náð hafa mikl-
um árangri í fram-
leiðslu á tækjabún-
aði fyrir
sjávarútveg og
fiskvinnslu. Á síð-
ustu mánuðum og misserum
hefur fyrirtækið gert millj-
arðasamninga um sölu út fyrir
landsteinana og munar um
minna fyrir þjóðarbúið.
Ein helsta forsenda þess að
slík fyrirtæki geti byggst upp í
tengslum við íslenskan sjávar-
útveg er að hann búi við þau
skilyrði sem gera honum kleift
að vera í fremstu röð í heimi.
Fyrir um þremur áratugum var
hafist handa við að bæta um-
hverfi íslensks sjávarútvegs og
gera það stöðugra með því að
innleiða kerfi framseljanlegra
og varanlegra aflaheimilda.
Það kerfi á stærstan þátt í að
hér urðu til þær aðstæður að
fyrirtæki í sjávarútvegi gátu
vaxið og dafnað og að samhliða
þeim gátu orðið til öflug þjón-
ustufyrirtæki.
Á undanförnum árum hefur
verið sótt að þessu kerfi og látið
sem sjávarútvegurinn geti náð
hámarksárangri hvernig sem
að honum er búið. Mikilvægt er
að sem fyrst verði látið af þeirri
firru og á ný horft til kosta
stöðugleikans í umhverfi fyr-
irtækja í sjávarútvegi.
Íslenskur sjávar-
útvegur snýst að
miklu leyti um þekk-
ingu og þjónustu}
Fleira en fiskveiðar
Ólgan í Taílandihefur verið
mikil síðustu mán-
uði. Stöðug mót-
mæli gegn rík-
isstjórninni leiddu
til þess að boðað var til kosn-
inga ári fyrr en til stóð, og
fóru þær fram í gær. Í ljósi
þess að demókratar, helsti
stjórnarandstöðuflokkurinn,
sniðgekk kosningarnar mátti
fyrirfram ætla að sigur stjórn-
arliða væri vís. Þess vegna var
ekki útlit fyrir að kosning-
arnar myndu breyta miklu.
Þegar við bætist að mótmæl-
endum tókst að hindra kosn-
ingar á rúmlega tíunda hverj-
um kjörstað er ljóst að þessar
kosningar munu ekki höggva á
hnútinn í Taílandi.
Stjórnarandstæðingar, sem
klæðast gulu, segja að rík-
isstjórnin sé gjörspillt og að
Yingluck Shinawatra forsætis-
ráðherra taki einungis við fyr-
irmælum frá bróður sínum,
milljarðamæringnum Thaksin,
sem situr nú í sjálfskipaðri út-
legð í Dúbaí, eftir stjórn-
arbyltingu hersins árið 2006. Í
hinu horninu eru „rauðstakk-
arnir“, stuðningsmenn rík-
isstjórnarinnar, en þeir telja
að Shinawatra sé réttkjörin
forsætisráðherra,
og vilja verja
stjórn hennar með
kjafti og klóm,
enda hafi hún
komið á ýmsum
umbótum fyrir taílenskan al-
menning.
Á síðustu áttatíu árum hafa
átján stjórnarbyltingar verið
gerðar í landinu. Horfa nú
einhverjir til hersins á nýjan
leik og vona að hann skakki
leikinn. Sú staðreynd að yf-
irmaður hersins tók þátt í
kosningunum bendir til að
herinn vilji láta kosningar
ráða stjórn landsins, enda er
ólíklegt að inngrip hersins
myndi gera annað en að hella
meiri olíu á þann eld sem log-
ar í Taílandi. Ef það á að
slökkva hann verða báðir að-
ilar að gefa eitthvað eftir.
Hins vegar er alls óvíst að
sáttir náist, því að deilan
snýst einnig um hinn mikla
mun sem er á aðstöðu og vel-
megun fólks í norður- og suð-
urhluta landsins og stuðning-
urinn við fylkingarnar fer
mjög eftir búsetu. Þess vegna
gæti jafnvel farið svo að Taí-
land mundi skiptast upp finn-
ist ekki pólitísk lausn á ólg-
unni innan tíðar.
Kosningarnar munu
líklega ekki leysa
neinn vanda}
Óvissuástand í Taílandi
S
ögusmettan Gróa á Leiti er ein
verst þokkaða kona bókmennta-
sögunnar. Ekki það að gera megi
ráð fyrir að þeir séu svo margir
sem þekki til þessarar konu. Sjálf
las ég ekki Pilt og stúlku nema tilneydd í skóla
og man ekkert sérstaklega eftir því hvort mér
líkaði hún betur eða verr.
Manni hefur lærst að yfirfæra máluga karl-
menn og konur upp á Gróu og að eilífu situr
hún því uppi með ábyrgðina á öllum helstu
kjaftasögum bæjarins. Eða þangað til yngri
kynslóðir finna aðra erkitýpu hennar í stað,
sem er ekki ólíklegt, lausleg talning sýnir að
skrif um Pilt og stúlku og Jón Thoroddsen
snarminnkuðu upp úr 1990, um helming þá og
aftur um þriðjung eftir 2000. En það er ekki
efni þessa pistils.
Kjaftasögur eru skemmtilegar. Það er eig-
inlega fátt ánægjulegra en að byrja daginn
inni á Daily Mail og þakka guði fyrir að knattspyrnumað-
urinn Peter Crouch eigi jafn skrautlega konu og Abbey
Clancy, það er ekki hægt að þreytast á því að skoða hvar
hún sleikir sólina hverju sinni. Í samanburði eru íslensk-
ir fjölmiðlar skátar á nýpússuðum skóm með nesti og
mættu þeir alveg bæta í.
Það eru til sérlegir meistarar í þeim, þeir sem eyði-
leggja þessa góðu list sem slúður er en það er fólk sem
lýgur. Lygari er ekki það sama og góður slúðrari. Góður
slúðrari þarf í grunninn að segja sannleikann þótt ýkjur
geti sannarlega verið skemmtilegt skraut og
sá sem kann þetta er ekki að fela að hann er
með ofsögur. Þá er lykilatriði að vera lunkinn
þegar kemur að mannlýsingum, búa yfir
innsæi og mannlegu næmni og ekki vera ræt-
inn. Í slúðri þarf ekki að níða skóinn af fólki,
þá fer það að kallast baknag.
Fáir hafa þorað að mæra slúðrið en öll
slúðrum við, bara misgáfulega, misaugljóst,
mismikið á „vondum“ forsendum, sumir gæta
hófs, aðrir kunna sér ekki hóf. Líkt og slúð-
urleysið er jákvæðnin hafin til skýjanna en
ekki hinir stórskemmtilegu sagnaþulir.
Hér eru fréttirnar sem sögusmettur með
samviskubit bíða eftir að heyra: Slúður getur
verið af hinu góða. Það getur látið hrekkju-
svín beygja af leið, bæta sitt ráð og hætta að
vera fífl. Það getur breytt samfélaginu. Það
getur haft áhrif á slæma þróun. Það er nefni-
lega rangt sem ráðamenn, opinberar persón-
ur, og ýmsir aðrir segja stundum í viðtölum – að þeir eigi
að skella skollaeyrum við „kjaftasögum“. Þessar sögur
eru þarna kannski af ástæðu. Kannski er þetta eitthvað
sem enginn er nógu röggsamur til að segja við þá beint.
Kannski er þetta blákaldur sannleikurinn. Meðan við
höfum ekki röggsemi er slúður því brúklegt. Samkvæmt
nýrri rannsókn sem vísindamenn við Stanford-háskóla
gerðu getur slúður komið í veg fyrir að eineltisseggir nái
sér á strik, hvetur til samstöðu og hindrar að „góðu fólki“
sé haldið niðri. julia@mbl.is
Júlía Margrét
Alexanders-
dóttir
Pistill
Fátt er svo með öllu illt
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
Í samningum
leikmanna sem
leika knatt-
spyrnu á Íslandi
kemur fram að
þeim sé óheim-
ilt að veðja á
aðra knatt-
spyrnuleiki á Ís-
landi. Þórir Há-
konarson framkvæmdastjóri KSÍ
segir að margoft hafi komið upp
veðmálahneyksli tengd íþróttum
erlendis. Eins eru dæmi um slíkt
á Íslandi. „Það er engin ástæða
til þess að ætla að þetta sé ekki
vandamál sem er til staðar á Ís-
landi eins og annars staðar,“
segir Þórir.
Hann segir að KSÍ muni fylgja
máli Þórs og Dalvíkur/Reynis
eftir en bendir að sambandið
hafi til þess fá úrræði. „Það er
eftirlitskerfi með veðmálasíðum
innan UEFA. Þaðan get ég fengið
upplýsingar,“ segir Þórir. Ef upp
kemst um slíkt yrði hugsanlega
leitað til lögreglu, að sögn Þóris.
Hugsanlega
lögreglumál
FRAMKVÆMDASTJÓRI KSÍ
Þórir Hákonarson