Morgunblaðið - 03.02.2014, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 03.02.2014, Blaðsíða 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. FEBRÚAR 2014 ✝ HaraldurRingsted fædd- ist á Kljáströnd við Eyjafjörð 5. októ- ber 1919. Hann lést á hjúkr- unarheimilinu Hlíð 23. janúar 2014. Faðir Haraldar var Sigurður Gísli Jóhannsson Rings- ted, sem fæddur var á Seyðisfirði 1. janúar 1880. Hann lést 30. nóv- ember 1950. Móðir Haraldar var Guðríður Gunnarsdóttir, fædd í Höfða í Höfðahverfi 6. september 1881. Hún lést á Ak- ureyri 9. janúar 1967. Systkini Haraldar voru: Guðmundur, Baldvin Gunnar, Sigurður Jó- hann og Anna Elín Ringsted. Hún lifir ein þeirra systkina. Haraldur kvæntist 8. janúar 1950 Jakobínu Stefánsdóttur. Foreldrar hennar voru Stefán Aðalsteinsson og Kristín Mar- grét Jósefsdóttir, sem reistu sitt bú í Flókadal í Fljótum, en þaðan fluttu þau til Siglu- fjarðar. Þau eignuðust 14 börn. Haraldur og Jakobína eign- uðust 3 börn. Elst er Anna Guðríður, f. 8.5. 1949. Eig- inmaður hennar er Stefán Guð- dóttur. Stefán lést 1992. Haraldur fæddist á Kljá- strönd og ólst þar upp. Þá var þar vísir að þorpi; skóli, versl- un, sparisjóður Höfðhverfinga og útgerð. Býli foreldra hans hét Sigtún. Haraldur lauk barnaskólanámi og fór síðar í Laugaskóla. Eftir það fór hann á sjóinn og kynntist henni Bínu sinni þegar hann landaði sem oftar síld á Siglufirði. Fyrsta barn þeirra, Anna Guðríður, fæddist þar, en á Kljáströnd fæddist Guðlaug Kristín. Yngsta barnið, Sigurður, fædd- ist eftir að Bína og Haraldur voru flutt til Keflavíkur. Þar bjuggu þau í átta ár, en fluttu þaðan til Akureyrar og bjuggu þar síðan, lengst af í Inn- bænum. Haraldur vann að ýmsu eftir að norður kom, t.d. við hafnargerð á Akureyri, í Hrísey og á Vopnafirði, en réð sig loks til Vatnsveitu Ak- ureyrar, þar sem hann starfaði fram yfir sjötugsaldur. Eftir það tóku við góð ár með Bínu. Þau hjónin gerðu t.d. um ára- bil út bát frá Höepfners- bryggju. Síðustu mánuðina hafa þau notið aðhlynningar í hjúkrunarheimilinu Hlíð. Har- aldur var þakklátur fyrir þá hlýju og nærgætni sem þau nutu þar og þar verður Jak- obína áfram. Haraldur verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju mánudag- inn 3. febrúar og hefst athöfn- in kl. 13.30. laugsson. Dóttir þeirra er Jófríður. Fyrri maður Önnu var Arnljótur Geir Ottesen. Þeirra börn eru Helena Ósk, Jakobína Kristín og Gunn- björn Hermann. Yngstur var Fann- ar Örn, sem lést 1996. Barnabörn Önnu eru 8 og langömmubörnin 2. Næstelst er Guðlaug Kristín, f. 12.11. 1951. Eiginmaður hennar er Gísli Sigurgeirsson. Sonur þeirra er Gísli Hróar. Fyrri eiginmaður Guðlaugar var Steingrímur B. Gunnarsson. Þeirra synir eru Haraldur Ringsted og Gunnar Berg- mann. Barnabörn Guðlaugar eru 5. Yngstur barna Haraldar og Jakobínu er Sigurður. Kona hans er Bryndís Kristjáns- dóttir. Fyrri kona Sigurðar var Sigrún Guðmundsdóttir. Dætur þeirra eru Sunna Krist- ín og Aðalbjörg Rósa. Barna- börnin eru 5. Fyrir hjónaband átti Jakobína soninn Stefán Guðmund, sem ólst upp hjá móðurbróður sínum, Jóhanni, og konu hans, Jónínu Jóns- Veiðiklóin og náttúrubarnið frá Kljáströnd, hann pápi minn, er genginn til feðra sinna, eftir far- sæla ævi sem taldi 94 ár. Hann hélt reisn sinni til hinsta dags, þótt skrokkskjóðan væri farin að gefa sig. Þau mamma fögnuðu 64 ára brúðkaupsafmæli nýverið og hafa gengið veginn saman í 67 ár. Alltaf samhent í öllu sem þau tóku sér fyrir hendur og máttu vart af hvort öðru sjá. Þau leidd- ust einlægt hvert sem þau fóru. Auðvitað skiptust stundum á skin og skúrir á langri ævi, eins og gengur. En verkaskiptingin í þeirra búskap var þó ævinlega skýr, mamma stjórnaði en pabbi stýrði. Þau voru sem einn maður. Bestu árin áttu þau eftir að pabbi fór á eftirlaun og þau gátu dvalið í sólinni á Kanaríeyjum á veturna og stundað sjóinn á báts- horninu sínu yfir sumarið, þetta voru þeirra gæðastundir. Aflinn var oftast vænar bleikjur og boltaþorskur sem þau veiddu á stöng. Enda var veiðiskapur pabba í blóð borinn. Á æskuárum hans á Kljáströnd tíðkaðist að kenna ungum drengjum að fara með byssu, báta og veiðarfæri, sem aftur gaf lífsbjörgina. Refa- skytta var hann góð og gekk til rjúpna fyrir jólin langt fram á átt- ræðisaldur. Hann stikað upp um fjöll og firnindi án þess að blása úr nös. Pabbi var forfallinn berja- kall; gat legið í berjamó dögum saman langt fram eftir hausti og tínt firnin öll af berjum, sem við nutum góðs af. Okkur þótti nefni- lega leiðinlegt í berjamó. Sögumaður var pabbi góður og hrókur alls fagnaðar. Oft velt- umst við um af hlátri þegar hann var í sögustuði. Hann var fróður og fyndinn, stálminnugur, sér í lagi á mannlíf í Höfðahverfi í gamla daga, árin í Laugaskóla og síldar- og stríðsárin; kunni ókjör- in öll af skemmtilegum sögum, gömlum þulum, söngtextum og lausavísum. En minnið brást hon- um reyndar stundum þegar hversdagslega hluti bar á góma. Þá spurði hann iðulega að því sama, aftur og aftur. Hann svar- aði sér reyndar stundum sjálfur, því oftast vissi hann svarið. Pabbi bar tilfinningar sínar ekki á torg, fremur en margir af hans kynslóð. Hann var dulur í skapi og ekki mikið fyrir að kjassa okkur systkinin þegar við vorum lítil. Fékk líka stundum orð í eyra frá mömmu, sem er mikil tilfinningavera, þegar henni fannst hann ekki sýna okkur næga blíðu, en hann svaraði: „Mér nægir að horfa á það sem mér þykir vænt um.“ Hann var hæglátur og hafði og góða nær- veru. Það var gott að leita til pabba. Hann hjálpaði mér um margt; t.d. með enska og danska stíla, rit- gerðir og annan heimalærdóm. Sagði mér sögur. Tálgaði handa mér fugla úr ýsubeinum; bjó til allskyns fígúrur úr kertavaxi; teiknaði fallegar myndir; kenndi mér þulur og vísur; að hnýta ein- faldan bindishnút, tengja kló á rafmagnstæki; halda á veiðistöng, hnýta fiskihnút og gera að fiski; kenndi mér áralagið; að skjóta úr haglabyssu; kenndi mér ótal göm- ul spil eins og Rauðskegg og Brús. Við pabbi áttum góðar stundir saman. Nú er hann róinn á ný og betri mið og sjálfsagt með fisk á hverj- um króki. Takk fyrir samfylgdina, pabbi minn. Ég geymi þig í hjarta mínu. Þín Systa, Guðlaug Kristín. Halli Ring, Haraldur Sigurðs- son Ringsted, hefur leyst festar. Hann siglir á ókunn mið. Hann ætlar að helga sér ný, lönd, reisa þar vegleg Sigtún, með bát við festar. Ætlar að hafa allt tilbúið fyrir Bínu. Ég spurði hann einhverju sinni um lífið á Kljáströnd. Hvernig var „leikskóli“ æskunnar þar? Þið hafið væntanlega farið niður á bryggju til að dorga? – Dorga, ertu frá þér maður, við höfðum nú ekki tíma til þess. Við skutum silunginn, við höfðum ekki þolinmæði til að dorga. – Skutuð silunga, hvernig þá? – Ja, sko, auðvitað með riffli, við áttum engar haglabyssur strákarnir. – Ha, með riffli? – Já, sjáðu, það var svo mikill maðkur á bryggjunni, sem hrip- aði í sjóinn og silungurinn gapti við. Þá lágum við strákarnir á bryggjunni og skutum þá. – Skutuð þá, var ekki vandi að hitta fisk undir vatnsborðinu? – Nei, nei, ég skaut þá alla á milli augnanna, því skotin voru dýr og máttu ekki fara til ónýtis. En þetta var oft góður afli. Svona runnu sögurnar upp úr Halla þegar maður náði honum á skrið og það hvarflaði ekki að mér, eða þá honum, annað en hér væri fylgt sannleikanum. Það kom fljótt í ljós í samtali okkar, að hann hafði ungur byrjað að leika sér með skotvopn. – Við vorum um tíu ára, strák- arnir, þegar við byrjuðum að æfa okkur með byssur. Þá var oftast einhver okkar uppi í risglugganum á Sigtúnum og henti diskum út. Svona boll- astellsdiskum. Sjáðu. Sá sem niðri var reyndi að maska þá með riffilskotum. Oftast voru þetta nú hvunndagsdiskar, en einu sinni tókum við úr „Mávastellinu“ hennar mömmu, í ógáti. Ég skal viðurkenna það, að hún elskaði okkur ekki mikið þann daginn. En hún mildaðist þegar við gát- um sýnt henni fram á, að við tók- um bara undirskálarnar, en ekki bollana eða stóru diskana! Og steikarfötin létum við alveg vera. Svo barst talið að tektarárum og kvennafari. Ég spurði Halla; hvar hann hefði hitt hana Jakob- ínu sína fyrst. Þau gullmolarnir höfðu verið samofin í ein 67 ár, þar af 65 ár í hjónabandi, þegar uppstytta varð. – Hana Bínu, ég get sagt þér það drengur minn. Ég sá hana fyrst á Siglufirði. Þá var ég þar á síld. Hún fangaði mig strax. Eftir það sá ég ekki aðra konu. Og mitt- ið drengur; það var ekki nema spönn! Síðast þegar við Halli sátum saman var farið að halla degi. Hjartað var að gefa sig með til- heyrandi aukaverkunum. Ógleði, mæði, pirringur. Hann naut góðra í Hlíð, sem gáfu hjartahlýju og lyf til að lina þrautir. Sá gamli var ekki sáttur við að éta allar þessar pillur. Ég spurði í kerskni; Halli, væri ekki nær að ég renndi út í Höfðahverfi eftir landa til að hressa þig við. Það stóð ekki á svari. – Já, það er næsta víst, að þar á ég vinum að mæta. Þú ættir að líta við hjá Flosa í Höfða. Hann var á Akraborginni í gamla daga og þar um borð var oft meira af landa en fiski. En ég tel næsta víst, að Höfðamenn færi mér frekar koníak en landasull. Svo dæsti hann við og hallaði sér á koddann. Eftir það áttum við ekki orða- stað. Enda þurftum við ekki fleiri orð. Við vorum dús. Góða ferð minn kæri. Gísli Sigurgeirsson. Við fjölskyldan kveðjum Kljá- strendinginn Halla afa með mikl- um söknuði, 94 ára að aldri. Síð- ustu daga hafa sprottið fram ótal skemmtilegar og fallegar minn- ingar tengdar honum afa því hann var á sinn skemmtilega hátt, alveg einstakur maður. Það var alltaf svo notalegt að heimsækja afa og ömmu Bínu í gula húsið í innbænum og síðar í Hjallalund og spjalla við þau um daginn og veginn. Afi hafði mikinn áhuga á veðri og ekki síður færð, alltaf þegar við komum akandi að sunn- an var fyrsta spurningin; Hvernig var færðin? Skipti þá engu hvort væri sumar eða vetur. Hann var okkur frábær fyrir- mynd fyrir það hvernig hann var á sig kominn, þrátt fyrir háan ald- ur. Hann gekk alltaf um teinrétt- ur og spengilegur, rétt eins og hann væri að fara að stökkva yfir fimleikahest. Alla tíð var heil- brigði og líkamsrækt honum mik- ilvæg, enda bar hann þess merki. Halli afi var mikill veiðimaður og eru bara nokkur ár síðan hann og amma Bína voru reglulega við veiðar á Pollinum á litla árabátn- um sínum. Aflinn var yfirleitt góður og alltaf var gaman að fá frá þeim sendingu af reyktum sil- ungi. Afi var mikill náttúrukarl og leið hvergi betur en úti í guðs grænni náttúrunni. Þegar leið að hausti fór hann oft í Þorvaldsdal til berjatínslu. Tínd voru bláber í lítravís og afraksturinn var síðan frystur til að eiga í sultur og blá- berjagrauta. Tilhlökkun að kom- ast í bláberjagraut til afa og ömmu var alltaf mikil, enda finnst ekki betri bláberjagrautur en hjá þeim. Það eru forréttindi að hafa fengið að eiga samleið með elsku afa í 45 ár og allar stundirnar sem við höfum átt með honum eru orðnar að minningum sem við munum aldrei gleyma. Hugur okkar er hjá ömmu Bínu sem var svo lánsöm að ganga við hlið afa öll þessi ár. Blessuð sé minning Halla afa. Jakobína, Finnbogi, Sóldís, Selma og Friðrik. Hvað fékkstu marga? Voru einhver ber? Gaf á sjóinn? Þessar spurningar og aðrar á þessum nótum fóru gjarnan á milli bræðr- anna Badda, Sigga og Halla. Þeir töluðu ekki um bílana sína, húsin sín eða annað í þeim dúr. Gjafir náttúrunnar, útivist og veiðar ná- lægt æskustöðvum á Kljáströnd voru þeim alla tíð efst í huga. Þeir slitu barnsskónum á Kljáströnd og héldu tryggð við þessa perlu alla tíð. Halli var sá hægláti og listræni og var fenginn til að vinna í því fíngerða, skera út laufabrauð eða hvað það sem kallaði á nákvæmni og alúð. Þeir voru ólíkir í háttum, bræðurnir, en allir fundu þeir gleðina og róna í samvistum á Kljáströnd. Hæglæti Halla var jafnað með skellibjöllunni Bínu en hún hefur alla tíð verið hrókur alls fagnaðar á mannamótum og verið nógu hress fyrir þau bæði. Samt sem áður áttu þau sérlega vel saman, sá hægláti og sú hressa. Þau voru samrýmd og geislaði af þeim alla tíð hamingja. Svo samrýmd að það er erfitt að nefna annað án þess að hitt fylgi, það er alltaf Halli og Bína. Okkur skilst þó að Halli hafi á yngri árum verið mikill prakkari og hafi átt sök á ýmsu kyndugu. Það var líka alltaf stutt í sögur og glampinn í augum tendraðist skjótt þegar hann datt í sögugír- inn, hvort sem það var saga af sjónum eða hvar strákar kíktu í glas. Halli gekk til allra sinna starfa af alúð og einurð, var manna sam- viskusamastur og hefur aldrei nokkur maður hallað á hann orði svo við vitum. Ljúfmenni hið mesta. Við kveðjum elskulegan föður- bróður með þakklæti fyrir kynn- in. F.h. Baldvinsbarna, Baldvin Ringsted. Haraldur Ringsted Elsku hjartans Júlía amma, söknuð- urinn er mikill og erfitt að hugsa til þess að þú sért ekki lengur hjá okkur. Tárin koma fram þegar við hugsum til baka og rifjum upp all- ar þær yndislegu og ómetanlegu stundir sem við áttum með þér, minningarnar af þér og afa í Barmahlíð og allar góðu stundirn- ar í Lautasmára. Þú varst svo fal- leg og glæsileg kona með stórt hjarta. Það var svo yndislegt að vera í kringum þig. Þú varst alltaf svo jákvæð og léttlynd og nærvera þín alltaf svo góð. Þú umvafðir alla í kringum þig með ástúð og hlýju. Ekkert var betra en fara í heim- sókn til þín elsku amma í spjall og kræsingar enda umtalað hversu gestrisin og myndarleg húsmóðir þú varst, alltaf að baka og eldaðir besta mat í heimi. Þakka þér fyrir öll góðu árin Jóhanna Júlía Sigurðardóttir ✝ Jóhanna JúlíaSigurðardóttir fæddist 4. mars 1923. Hún lést þriðjudaginn 21. janúar 2014. Útför Júlíu fór fram 31. janúar 2014. sem við fengum að hafa þig hjá okkur, við erum svo óend- anlega þakklát og heppin að hafa átt þig sem ömmu. Eftir standa yndislegar minningar sem við munum geyma í hjarta okkar það sem eftir er. Þú sagðir alltaf að þú ættir okkur og það er svo satt. Ekkert verður eins án þín en nú ertu komin á góðan stað til elsku afa. Hvíl í friði, elsku amma, minn- ing þín verður alltaf ljós í lífi okk- ar. Amma kær, ert horfin okkur hér, en hlýjar bjartar minningar streyma um hjörtu þau er heitast unnu þér, og hafa mest að þakka, muna og geyma. Þú varst amma yndisleg og góð, og allt hið besta gafst þú hverju sinni, þinn trausti faðmur okkur opinn stóð, og ungar sálir vafðir elsku þinni Þú gættir okkar, glöð við undum hjá, þær góðu stundir blessun, amma kæra. Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá í hljóðri sorg og ástarþakkir færa. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Þín. Guðmundur og Júlía. ✝ Systir okkar, KRISTRÚN ANNA FINNSDÓTTIR frá Ytri-Á , Ólafsfirði, lést miðvikudaginn 29. janúar á Dvalar- heimilinu Hlíð, Akureyri. Fyrir hönd systkinanna, Eva Finnsdóttir. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og sambýlismaður, STEFÁN ARNGRÍMSSON, kynningarstjóri RARIK, Hringtúni 5, Dalvík, lést þann 27. janúar á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri, umvafinn ástvinum. Útför hans fer fram frá Dalvíkurkirkju föstudaginn 7. febrúar kl. 14.30. Wilaiwan Jampasa, Ingibjörg Stefánsdóttir, Arngrímur Stefánsson, Harpa Stefánsdóttir, Elfa Dröfn Stefánsdóttir, Jón Ingi Stefánsson, Stefán Ari Stefánsson, Margrét Lóa Stefánsdóttir, tengdabörn og barnabörn. PÉTUR PÉTURSSON, Háagerði 71, lést á Karólínska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi miðvikudaginn 29. janúar. Jóna Björk Jónsdóttir, Hjördís Ágústsdóttir. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HELGA HARALDSDÓTTIR, Hlynsölum 1, Kópavogi, lést á kvennadeild Landspítalans síðastliðinn föstudag. Jarðarförin mun fara fram í kyrrþey. Karl Stefánsson, Elly Sigfúsdóttir, Hallgrímur Ingólfsson, Skúli Gunnar Sigfússon, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.