Morgunblaðið - 03.02.2014, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 03.02.2014, Blaðsíða 21
Elsku amma, sterka amma mín. Þú gekkst í gegnum svo mikla erfiðleika á þinni ævi. Að missa tvo syni og eiginmann langt fyrir aldur fram hlýtur að vera erfiðara en orð fà lýst. En alltaf varstu svo sterk og hress. Und- anfarnir dagar hafa verið mér gríðarlega erfiðir en það sem hjálpar mér er að hugsa um stundirnar okkar saman og að heyra þinn einstaka hlátur í koll- inum. Mikið er ég núna ánægð með að þú hafir óhlýðnast mér seinustu jól og sent Huggu rétt fyrir jól að kaupa gjöf handa mér. Þú vildir ekki gleyma Dísu þinni. Þú ólst upp 5 stórkostleg börn, þau þrjú sem eftir eru eru mínir bestu vinir í dag og ég þakka þér fyrir það. Þú ert komin í góðar hendur hjá afa, Gunna og Vigga. Þangað til næst, elska þig. Þórdís Ólafsdóttir. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn) Elsku amma, við kveðjum þig með söknuði en einnig þakklæti fyrir allt sem þú hefur gefið okk- ur. Slík var þín hjartahlýja að aldrei finnum við fyrir kuldanum þegar við berum minningu þína í brjósti. Slík var þín gæska og góð- mennska að ómögulegt er að fremja ranglæti þegar andi þinn fylgir okkur og vísar okkur leið. Nú ferðu í faðm Högna afa, Vigga og Gunna og við vitum að þeir taka vel á móti þér. Þú náðir þínu lífsmarkmiði, frá- bært líf og frábær börn. Minning- in um þig er ljós í lífi okkar. Vertu sæl, elsku amma, takk fyrir allt og Guð geymi þig. Brynjar og Viðar Örn. MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. FEBRÚAR 2014 Smáauglýsingar 569 1100 Sumarhús Sumarhús - Gestahús - Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla - Endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892 3742 og 483 3693, www.tresmidjan.is Óska eftir KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR Kaupum allt gull. Kaupum silfur- borðbúnað. Staðgreiðum. Heiðar- leg viðskipti. Aðeins í verslun okk- ar Laugavegi 61. Jón og Óskar, jonogoskar.is - s. 552-4910. Staðgreiðum gull, demanta og úr Hringar, hálsmen, armbönd, Rolex, Cartier, Patek Philippe o.fl. Hringdu núna og fáðu tilboð þér að kostnaðarlausu! www.kaupumgull.is Opið alla daga 11–18. Kringlan – 3. hæð (Hagkaupsmegin) Upplýsingar í síma 661 7000. KAUPI GULL! Ég, Magnús Steinþórsson gullsmíða- meistari, kaupi gull, gullpeninga og gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt, gamalt og illa farið. Leitið til fagmanns og fáið góð ráð. Uppl. á demantar.is, í síma 699 8000 eða komið í Pósthússtræti 13 (við Austurvöll). Verið velkomin. Þjónusta Heimilistæki – Viðgerðaþjónusta fyrir öll merki. Við sækjum, við gerum við og við skilum. Seljum einnig notuð tæki. Uppl. í síma 587 5976 eða 845 5976. Ýmislegt Veitingarekstur til sölu Rekstur Kántrýbæjar á Skagaströnd til sölu. Gott tækifæri fyrir duglegt fólk. Upplýsingar: kantry@kantry.is eða 869 1709. NÝTT OG GLÆSILEGT ! Teg.FANTASTIC - þunnur, sexí í 32- 38 D,DD,E,F,FF,G skálum á kr. 9.885,- og buxur við kr. 4.350,- Teg. FLOURISH - í stærðum 32-38 D,DD,E,F,FF,G skálum á kr. 8.950,- buxur við kr. 4.585,- Teg. FLOURISH létt fylltur og langur í 32-38 D,DD,E,F,FF,G skálum á kr. 9.550,- bandabuxur við á kr. 3.985,- Laugavegi 178, sími 551 3366. Opið mán.-föst. 10-18, laugardaga 10-14. Þú mætir – við mælum og aðstoðum. www.misty.is – vertu vinur Frú Sigurlaug Mjóddin s. 774-7377 Sundbolir • Tankini Bikini • Náttföt Undirföt • Sloppar Inniskór • Undirkjólar Aðhaldsföt Mikið úrval sundbolum á allar konur Bílar Góður bíll Til sölu - Suzuki Grand Vitara árg. 2006 Keyrður 126.000 km, bensín, sjálf- skiptur. Tilboð 1500 þús. mikið yfir- farinn, negld vetrardekk fylgja. Uppl. í síma 669 1170. Skoda Octavia Diesel 11/2010. Ekinn aðeins 46 þús. km. Álfelgur. Pioneer Stereo. Loftkæling. Svona bílar liggja ekki á lausu. Ef þú ert snar í snúningum færðu hann á 2.590.000. www.sparibill.is Fiskislóð 16 – sími 577 3344. Opið kl. 12–18 virka daga. Bílaþjónusta Hjólbarðar Útsala – útsala – útsala Matador-vetrar- og heilsaársdekk framleiddaf Continetal Matador Rub- ber. Kebek-vetrardekk, nagladekk hönnuð og testuð í Kanada. Blacklion-sumardekk. Kaldasel ehf, Dalvegi 16 b, 201 Kópavogur, s. 5444 333 og 820 1070 (kaldasel@islandia.is) Ökukennsla Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD - árg. 2012. Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, sími 6960042, bilaskoli.is Húsviðhald Húsaviðgerðir www.husco.is Sími 555-1947 | Gsm 894-0217 Raðauglýsingar Til sölu Til sölu Til sölu er Alborn kirkjuorgel (rafmagns). Fullur pedall, 30 radda. Nánast ónotað. Upplýsingar í síma 482 1348. Félagsstarf eldri borgara                         !"   #$    %      & "  % '(  )* +    * , -$  * .   %    /!"  ' 0   1 23 %0  ('  1*   & " '  **4 $'    '   5  +3        +     - "   '     "         + "   6  ' %  '  7 '  89: ;'"3   !  "#  & "  '(' "  -"' (   )*  '   $      *% ('   <    4 3   1*  !  "$!# %  =  -3$        * - "   ( "   .    )* !  &  ' $  %%(%  6 (     > &'  "  ** &"' '   * .    * ?    @* (  )       " *    '    7* >)* ))*  4 3 '    * ' '    *    " $  & "    A   % '(' "   ;$     ?3    +$* % ,  & "    23  4 +  "  *4 /!"    +*  $ %  B    14*  - (   >4*  '          *   "  * -"' '   * !"    - "        4 "'    @*  $ "    1   <-  7 C  $$   @)7* /  <'(   -  $. %  /    >* /  '    @4 +   * +3 ' -3$   &"' '   *)* A      ; ' " ' "   @ / $  0  ;' %    & "  D '( E   & "' '   * ?3    ?  '  @* /   !  &  +3 ( "  $        - "   )* & "  ' '  $  3 "    &  '   3 '        $$    @@4* árum síðar fæddist svo Elín Ingi- björg. Ágústa var ekki heilsu- hraust, þjáðist snemma af gigt sem angraði hana lengst af en sl. tvö ár mátti hún glíma við erfið veikindi sem voru henni þungbær. Hún var þrautseig og naut stuðn- ings barna sinna og tengdadóttur, komst á fætur eftir mikla aðgerð en veiktist svo aftur í haust og var sárlasin við andlát og útför Eyj- ólfs en hann var jarðsettur 9. jan- úar sl. Þar stóð hún sig með sóma, skipulagði af myndarskap, en var síðan lögð inn á spítala og komst þaðan heim einn dag áður en hún lést eftir stutt en erfitt stríð. Við skólasystur hennar minnumst Ágústu með hlýju og munum sakna hennar og sendum Júlíusi og fjölskyldu og Elínu innilegar samúðarkveðjur. Þau hafa nú misst báða foreldra sína með ör- stuttu millibili. Góð kona er geng- in, blessuð sé minning Ágústu Högnadóttur. Fyrir hönd skólasystra, Guðrún Agnarsdóttir. Kynni okkar Ágústu hófust haustið 1956 í öðrum bekk í Versl- unarskólanum. Útlitslega vorum við afar ólíkar hún fullorðinsleg ég barnaleg. Við fundum strax að milli okkar ríkti samkennd og skilningur, sem hefur haldist gegnum lífið. Eftir skóla lágu leið- ir okkar í ólíkar áttir, hún giftist snemma honum Eyjólfi sínum, stofnaði heimili og sinnti fjöl- skyldu sinni allri af þeirri ein- stöku natni, sem var hennar ein- kenni alla tíð. Börnin Júlíus Helgi og Elín Ingibjörg voru hennar stóra hamingja, ekkert var nógu gott fyrir þau. Þau hafa líka end- urgoldið foreldrunum þá ástúð ríkulega. Fjölskyldan var það sem skipti máli í lífinu. Þegar tengda- dóttirin Svala og barnabörnin Katrín Lilja og Guðjón Ágúst bættust við varð lífið fullkomið. Á tímabili í lífinu var ekki mikið samband okkar á milli, en alltaf vissum við hvor af annarri og töl- uðumst öðru hverju við í síma. Eins vorum við svo heppnar að 5 árum eftir útskrift úr Verslunar- skólanum 1959 var ákveðið að stofna klúbb skólasystra og var öllum í árganginum boðið að vera með. Þessi klúbbur hefur nú verið starfandi í 50 ár og hefur orðið þess valdandi að einstakt sam- band hefur myndast milli okkar allra. Þetta hefur líka styrkt sam- band okkar Ágústu enn frekar. Það lýsir Ágústu vel að þegar Eyjólfur veikist og flyst á Drop- laugarstaði fór hún daglega eftir hádegið og eyddi deginum með honum. Þarna myndaðist vináttu- samband vistmanna og aðstand- enda, sem komu oft með meðlæti með kaffinu og gerðu sér daga- mun við hátíðleg tækifæri. Seinna þegar Ingibjörg mamma hennar flutti á Droplaugarstaði sótti hún hana í kaffihópinn, en hún var á annarri hæð í húsinu. Á þessum tíma var hreyfigeta Ágústu orðin slæm, en hún skyldi mæta og vera með sínu fólki. Hún minntist oft með hlýhug á það fólk, sem hún kynntist þar. Á erfiðum tímabilum í mínu lífi var hún traustur bakhjarl. Hún fylgdist með á sinn hátt án allrar afskiptasemi, en tilbúin að veita styrk og grípa inn í þegar hún fann að það átti við. Frá þessum tíma höfum við haft mikið sam- band. Ég hef kynnst hennar góðu eiginleikum vel. Oft undrast hverju hún með sitt hæga, rólega fas, gat áorkað. Líka dáðst að hennar innri styrk, raunsæi, skipulagshæfileikum og seiglu. Hún var andlega sterk þrátt fyrir sárkvalinn líkamann. Frá því við kynntumst fyrst var hún oft kval- in af gigt og í gegnum árin hafa óteljandi kvalafullir sjúkdómar bæst við. Fyrir tveimur árum bjóst ég við að hún væri að yf- irgefa okkur, en hún reis upp úr því og hefur getað notið lífsins heima með dyggri aðstoð Elínar dóttur sinnar, að ógleymdum Júl- íusi, Mundu og Óla. Elskulega fjölskylda, við eigum yndislegar minningar um Ágústu, sem munu létta okkur sorgina og söknuðinn þegar tímar líða. Inni- legustu samúðarkveðjur frá okk- ur Leifi. Þórunn. Morgunblaðið birtir minning- argreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna upplýsingar um inn- sendingarmáta og skilafrest. Skilafrestur | Sé óskað eftir birt- ingu á útfarardegi þarf greinin að hafa borist á hádegi tveimur virk- um dögum fyrr (á föstudegi ef út- för er á mánudegi eða þriðju- degi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, jafnvel þótt grein hafi borist innan skilafrests. Lengd | Hámarkslengd minning- argreina er 3.000 slög. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda stutta kveðju, Hinstu kveðju, 5-15 línur. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem aðstandendur senda inn. Þar kemur fram hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og hvenær út- förin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um for- eldra, systkini, maka og börn, svo og æviferil. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Undirskrift | Minningargreina- höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín undir greinunum. Myndir | Hafi mynd birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal senda hana með æviágripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið sent má senda mynd- ina á netfangið minning@mbl.is og gera umsjónarfólki minning- argreina viðvart. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.