Morgunblaðið - 03.02.2014, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. FEBRÚAR 2014
Sólskálar
-sælureitur innan seilingar
Hentar mjög vel
íslenskri veðráttu
Við höfum framleitt viðhaldsfría
glugga og hurðir í 29 ár
Nánari upplýsingar á www.solskalar.is
Frábært skjól gegn vindi og regni
Yfir 40 litir í boði!
Smiðsbúð 10 • 210 Garðabær • Sími: 554 4300 • Fax: 564 1187
Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is
mánudaginn 3. febrúar, kl. 18
í Gallerí Fold, á Rauðarárstíg
H
afsteinn
A
ustm
ann
H
afsteinn
A
ustm
ann
Á uppboðinu verður gott úrval verka
samtímalistamanna svo og fjöldi
frábærra verka gömlu meistaranna.
Verkin verða sýnd mánudag kl. 10–17
Hægt er að skoða
uppboðsskrána á myndlist.is
Listmunauppboð
í Gallerí Fold
Markaðsgreinendur segja að taka verði hagtölum frá
Kína með fyrirvara bæði í janúar og febrúar. Kín-
verska nýárið, tunglnýárið, lendir á 31. janúar og hefur
töluverð áhrif á virkni í atvinnulífinu síðustu daga jan-
úar og fyrstu daga febrúar.
Kínverska fréttastofan Xinhua slær þennan varnagla
í fréttum af fyrstu hagtölum sem birtar eru fyrir jan-
úarmánuð.
Innkaupastjóravísitalan í janúar dróst saman annan
mánuðinn í röð, fór úr 51,0 stigi í desember niður í 50,5
stig. Innkaupastjóravísitalan er mæld á skala þar sem
gildi yfir 50 jafngildir aukningu milli mánaða en gildi
undir 50 jafngildir samdrætti.
Ekki er ósennilegt að kínverska nýárið skýri mikið
af samdrættinum. Er nýárið sá tími árs sem Kínverjar
taka sér iðulega gott frí til að verja tíma með ætt-
ingjum. Margir ferðast um langan veg og eru lengi frá
vinnu fyrir þær sakir, jafnvel svo vikum skiptir í tilviki
farandverkamanna.
Færri vinnudagar í S-Kóreu
MarketWatch segir þannig tungl-nýárið líka geta skýrt
samdrátt í útflutningstölum í S-Kóreu í janúar. Eftir
samfelldan vöxt mánuðina þrjá á undan hægði á út-
flutningi í takt við færri vinnudaga vegna áramóta-
hátíðarinnar.
Útflutningur frá S-Kóreu dróst saman um 0,2% í jan-
úar m.v. sama tímabil í fyrra. Sömuleiðis dróst inn-
flutningur saman um 0,9% m.v. janúar 2013 en það árið
lenti tungl-nýárið á 10. febrúar. ai@mbl.is
Kínverska innkaupastjóra-
vísitalan lækkaði í janúar
Túlka þarf tölur með fyrirvara um áhrif tungl-nýársins
Einnig samdráttur í inn- og útflutningi í S-Kóreu í janúar
AFP
Afköst Starfsmaður í bílaverksmiðju í borginni
Quingdao. Reikna má með að frídagar vegna kínverska
nýársins skýri að hluta veikar hagtölur fyrir janúar.
Síðasta ár var mikið uppgangstímabil
á bandarískum hlutabréfamarkaði og
í lok árs voru spár mjög blendnar um
hvort árið 2014 yrði jafn gjöfult. Böl-
sýnismennirnir gætu hafa reynst
sannspáir því janúar einkenndist af
verðlækkunum.
S&P 500 vísitalan lækkaði um 0,7%
á föstudag og endaði í 1.782,59 stig-
um. Lækkunin yfir vikuna var 0,4%
og lækkunin yfir mánuðinn var 3,6%.
Svipaða sögu var að segja af Dow
Jones vísitölunni sem lækkaði um
0,9% á föstudag og endaði í 15.698,85
stigum. Vikulækkunin nam 1,9% og
mánaðarlækkunin í janúar 5,2%.
Hafa stóru vísitölurnar ekki lækk-
að svona skarplega síðan í maí 2012.
Nasdaq vísitalan missti 0,5% á
föstudag og endaði vikuna í 4.103,88
stigum. Vísitalan missti 0,6% yfir vik-
una og 1,7% í mánuðinum.
Titringur í nýmarkaðsríkjum
MarketWatch segir markaðinn
hafa verið í söluham í liðinni viku.
Gjaldmiðlar í nýmarkaðsríkjum (e.
emerging markets) veiktust víða um
heim og fékk það órólega fjárfesta til
að losa sig við áhættufjárfestingar til
að leysa út hagnaðinn af hækkunum
síðasta árs.
Hafa gjaldmiðlar verið að veikjast
þónokkuð í löndum á borð við Tyrk-
land, Rússland, Taíland, S-Afríku og
Argentínu.
Meðal þeirra fyrirtækja sem drógu
markaðinn niður á föstudag má nefna
leikfangaframleiðandann Mattel sem
lækkaði um 12% vegna óvænts sam-
dráttar í sölu á liðnum fjórðungi. Net-
verslunarrisinn Amazon missti 11%
þegar fréttist að sölutölur á síðasta
ársfjórðungi hefðu verið ögn undir
spám.
Sömuleiðis stóðust sölu- og hagn-
aðartölur ekki væntingar hjá Chevr-
on, sem missti 4,1% á föstudag, og var
það sama uppi á teningnum hjá Mast-
erCard sem lækkaði um 5,1%.
Ekki voru öll hlutabréf á niðurleið
á föstudag. Leikjafyrirtækið Zynga
tók sterkan kipp þegar tilkynnt var
um fækkun starfsfólks og kaup á
snjallsímaleikjafyrirtækinu Nat-
uralMotion. Bætti Zynga við sig
23,6%.
Gullið styrkist enn
Á meðan hlutabréf hafa sigið hefur
gullið risið. Á föstudag veiktist gull
með afhendingu í apríl um 0,2% og
endaði í 1.329,80 dölum á únsuna. Yfir
vikuna missti gullið 1,9% en yfir mán-
uðinn hækkaði gullúnsan um 3,1%.
ai@mbl.is
Slappur mánuður vestanhafs
Mesta mánaðarlækkun Dow Jones og S&P síðan í maí 2012 Gull hækkaði um 3,1% í janúar
AFP
Selja? Miðlari á gólfi kauphallarinnar í New York fylgist íbygginn með tölunum á skjánum. Helstu hlutabréfa-
vísitölur lækkuðu í janúarmánuði og föstudagur var sérlega slæmur fyrir m.a. Amazon og Mattel.
Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/