Morgunblaðið - 03.02.2014, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. FEBRÚAR 2014
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Við gefum okkur út fyrir aðvera mikil kvenfrelsisþjóðog kvenfrelsisstefna svífurvissulega yfir vötnum í
sumum íslenskum kvikmyndum frá
níunda og tíunda áratugnum. Til
dæmis í kvikmynd Ágústs Guð-
mundssonar, Með allt á hreinu, frá
árinu 1982, en þar eru karlarnir úr-
eltir og hallærislegir og spila glataða
tónlist sem á ekkert erindi við sam-
tímann, en konurnar eru töff og
miklu svalari en þeir, og það sem
þær hafa fram að færa á meira er-
indi í menningunni, þær brjóta
múra. Þetta er mjög áhugaverð
framsetning og táknræn, kannski er
ástæðan sú að myndin kom út árið
1982, sama ár og Kvennalistinn kom
fram á sjónarsviðið. Kvikmyndin
Stella í orlofi er einnig áhugaverð frá
femínísku sjónarhorni, því hana má
tengja við sjálfsmynd kvennabarátt-
unnar á þessum tíma. Stella gerir
allt, hún er pabbinn og mamman og
sér um allt í fjölskyldunni, er góð
húsmóðir og í góðu formi, algjör
ofurkona. Í dag vitum við að slík
ofurkona er úrvinda,“ segir Helga
Þórey Jónsdóttir, bókmennta- og
kvikmyndafræðingur, en hún gerði
nýlega rannsókn þar sem hún skoð-
aði birtingarmyndir kvenna í ís-
lenskum kvikmyndum frá árinu 1980
fram til dagsins í dag.
Strumparnir keppast um
hylli Strympu
„Ég skoðaði þessar myndir
meðal annars út frá Strympulögmál-
inu, en það er þegar hlutverk kven-
persónunnar er það eitt að vera
kona, frekar en að vera kona með
hlutverk. Lögmálið er nefnt í höf-
uðið á Strumpunum því þar er fjöl-
breytt úrval karlkyns sögupersóna
og þeir gegna allir hlutverki, einn er
smiður, annar bakari og svo fram-
vegis, en aðeins ein kona, Strympa.
Hennar hlutverk er að vera kona,
hún er aðeins viðfang og Strump-
arnir keppast um hylli hennar.
Strympur í kvikmyndum eru mjög
oft eftirsóknarverðar pæjur, sem
karlpersónurnar berjast um. Ég var
til dæmis að horfa á stiklu úr kvik-
myndinni Harrý og Heimi, sem á að
sýna í vor, og þar er aðeins ein kven-
persóna, og hún er auðvitað sexý,“
segir Helga.
Algengara að hafa karl-
persónu í kvikmynd
„Það er mjög áhugavert að
setja upp þessi Strympugleraugu
þegar maður horfir á kvikmynd.
Bechdel-prófið er önnur leið til að
skoða þetta en þá spyr maður
þriggja spurninga: Eru fleiri en ein
kona í myndinni? Tala þær saman?
Tala þær saman um eitthvað annað
en karla? Ég hélt að þetta gæti ekki
oft verið svona, en því miður komst
ég að því að þetta er svakalega al-
gengt, bæði í íslenskum kvikmynd-
um og erlendum. Með þessu sjáum
við hversu algeng sú ákvörðun er að
velja að hafa karlpersónu í kvik-
mynd frekar en kvenpersónu. Í
Nýju lífi og Dalalífi, kvikmyndum
Þráins Bertelssonar, eru konur til
dæmis mjög oft viðföng og hlutverk
Hlutverk Strympu
aðeins að vera kona
Þegar kona bendir á skarðan hlut kvenna í íslenskri kvikmyndagerð er viðkvæðið
iðulega að viðkomandi sé leiðinleg eða að hún sé að væna fólk um kvenhatur. En
það er aðeins verið að benda á að þetta er kerfislægt vandamál sem er viðhaldið ef
við tökum ekki meðvitaða ákvörðun um að breyta því. Helga Þórey skoðaði birt-
ingarmyndir kvenna í íslenskum kvikmyndum og komst að ýmsu fróðlegu.
Svartur á leik Þar eru margar karlpersónur og eina stelpan er viðfang.
Stella í orlofi Stella er ofurkona sem gerir allt, hún er pabbinn og mamman
og sér um allt í fjölskyldunni, er góð húsmóðir og í góðu formi.
Á morgun þriðjudag kl. 12 flytur Linda
Ásdísardóttir erindi í fyrirlestraröð
Þjóðminjasafnsins. Yfirskriftin er:
Konur sem ljósmynda, og byggist á
samnefndri grein í sýningarskrá sýn-
ingarinnar Betur sjá augu – Ljós-
myndun kvenna 1872-2013, sem nú
stendur yfir í Myndasal Þjóðminja-
safnsins. Konur hafa starfað sem ljós-
myndarar frá því skömmu eftir að
saga fagsins hófst á Íslandi og verk
þeirra hafa alltaf verið hluti af sögu
þess. Framlag kvenna virðist smágert í
ljósmyndasögunni og er iðulega sett í
bein tengsl við stuttan og brota-
kenndan feril þeirra sem ljósmynd-
arar. Konur voru atkvæðamiklir ljós-
myndarar á 19. öld en hverfa úr
sviðsljósinu um miðja 20. öld. Rýnt
verður í hvernig þróun fagsins hefur
stýrt þátttöku kvenna í ljósmyndun og
hvort gagnlegt sé að gera sögu þeirra í
ljósmyndun skil sérstaklega.
Vefsíðan www.thjodminjasafn.is
Ljósmynd/Lily Guðrún Tryggvadóttir
Ljósmyndun Hvernig hefur þróun fagsins stýrt þátttöku kvenna í ljósmyndun?
Konur sem ljósmynda
Í dag er fyrsti viðburður í Café Lingua
á nýju ári, en þá ætlar félag Pólverja á
Íslandi að bjóða upp á örnámskeið í
pólsku fyrir byrjendur í aðalsafni
Borgarbókasafns, Tryggvagötu 15 kl.
17.30. Yfirskrift námskeiðisins er
Pólska – „piece of cake“! og verður
þar kennt hvernig hægt er að læra
pólsku án áreynslu. Hvernig ber mað-
ur t.d. fram orðið „szczeœcie“ og
hvað þýðir þetta skondna orð?
Ekki missa af þessu einstaka tæki-
færi til að fá innsýn í pólska tungu og
menningu. Kaffi og te á könnunni og
allir velkomnir.
Café Lingua Borgarbókasafnsins
er ætlað öllum þeim sem hafa áhuga
á tungumálum, samskiptum og fjöl-
breyttri menningu. Café Lingua er nú
komið í samstarf við Háskóla Íslands,
Bíó Paradís, Norræna húsið og menn-
ingarmiðstöðina Gerðuberg.
Endilega …
… tékkið á „piece of cake“
Spjallað Á Café Lingua er hægt að spjalla saman á mörgum tungumálum.
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.
Gríðarlegur
áhugi virðist
vera hjá
fólki um
þessar
mundir á
kolvetna-
snauðu
fæði. Bóka-
útgefendur
hafa brugð-
ist fljótt og
vel við eftir-
spurn, en
bækur sem fjalla um þetta málefni
eru víst frekar eftirsóttar. Einnig
flæða fram á markaðinn bækur fullar
af uppskriftum um kolvetnasnautt
fæði. Ein þeirra er þýdd bók, sem ný-
lega kom út, Södd og sátt án kol-
vetna heitir hún, og höfundur hennar
er Jane Faerber. Nú geta áhugasamir
farið að elda upp úr henni.
Södd og sátt
Gómsætt og
laust við
kolvetni
flísar fyrir vandláta
PORCELANOSA
Skútuvogi 6 - Sími 568 6755