Morgunblaðið - 03.02.2014, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. FEBRÚAR 2014
Sjálfstæðisflokkurinn vinnur stórsigur
og Vestmannaeyjalistinn geldur afhroð
í sveitarstjórnarkosningunum í Vestmannaeyjum samkvæmt nýrri skoðanakönnun Félagsvísindastofn-
unar Háskóla Íslands fyrir Morgunblaðið.Sjálfstæðisflokkurinn fær 62,2% fylgi í könnuninni og bætir
við sig tveimur bæjarfulltrúum, fengi sex í stað þeirra fjögurra sem hann hefur nú. Vestmannaeyja-
listinn fær 19,5% fylgi og einn mann kjörinn í stað þriggja núna.
SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
Tveir flokkar eiga fulltrúa í bæjarstjórn Vest-
mannaeyja, Sjálfstæðisflokkurinn og Vest-
mannaeyjalistinn og er sá fyrrnefndi í meirihluta
með fjóra af sjö bæjarfulltrúum.
Samkvæmt skoðanakönnuninni missir Vest-
mannaeyjalistinn tvo af þremur bæjarfulltrúum
sínum og fær 19,5% fylgi, en listinn er sameig-
inlegur vettvangur Samfylkingarinnar, Vinstri
grænna og óháðra. Jórunn Einarsdóttir bæj-
arfulltrúi leiddi listann í síðustu kosningum.
„Auðvitað er svona niðurstaða gríðarleg von-
brigði,“ segir Jórunn. „En þetta segir okkur að
við þurfum að sækja fram. Það kemur ekki til
greina að við sættum okkur við að Vest-
mannaeyjalistinn endi með einn mann í bæjar-
stjórn og það er alveg ljóst að það er ekki til í
okkar huga að gefa Íhaldinu fleiri menn í bæj-
arstjórn.“
Förum í þennan slag af fullri alvöru
Að sögn Jórunnar munu tveir flokkar bætast
við í samstarfið í komandi kosningum, Björt
framtíð og Framsóknarflokkurinn. Hún segir
ekki liggja fyrir hvernig sætum á framboðslist-
anum verði skipt á milli þessara fimm flokka og
að ekki liggi fyrir hvort hún muni leiða listann
áfram, en félagar úr öllum þessum fimm flokkum
eigi sæti í uppstillinganefnd. „Við erum að fá inn
nýtt fólk með mikinn kraft og orku og nýjar hug-
myndir. Niðurstöður þessarar könnunar eru
bara gott spark í okkur og áminning um að gera
betur. Við förum í þennan slag af fullri alvöru.“
Í könnuninni mælist Sjálfstæðisflokkurinn
með 62,2% fylgi og fer úr fjórum í sex bæjarfull-
trúa.
Elliði Vignisson bæjarstjóri og oddviti sjálf-
stæðismanna segir niðurstöðu skoðanakönnunar-
innar ánægjulegar, en segist leyfa sér að draga í
efa að niðurstöður kosninga verði á þennan hátt.
„Við höfum vissulega fundið meðbyr og höfum
fundið að fólk kann að meta þá áherslu sem við
höfum lagt á að bæta rekstur sveitarfélagsins.
Við höfum staðið vörð um Vestmannaeyjar, burt-
séð frá því hvort það hafa verið hægri eða vinstri
stjórnvöld, þá hafa bæjarbúar fundið það að for-
gangsatriði bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins
eru Vestmannaeyjar.Vonandi eru niðurstöður
þessarar skoðanakönnunar vísbending um að við
séum á réttri leið með samfélagið hér. Mér þykir
mjög vænt um það traust sem þessi mæling sýnir
og met það mikils, en ég hef ekki trú á að upp úr
kjörkössunum komi svona heiðblár himinn.“
Einn ætlar að hætta
Að sögn Elliða hyggjast sjálfstæðismenn í
Vestmannaeyjum raða á lista. Allir fjórir bæj-
arfulltrúar flokksins hafa setið undanfarin átta
ár, en nú hyggst einn þeirra, Gunnlaugur Grett-
isson, ekki gefa kost á sér áfram. Elliði er sá eini
hinna þriggja sem hefur lýst yfir vilja til að halda
áfram og hann segir að ekki liggi fyrir hverjir
muni gefa kost á sér eða hvenær listinn liggi fyr-
ir. „En ætli það verði ekki með hækkandi sól.“
„Hef ekki trú á að upp úr kjörköss-
unum komi svo heiðblár himinn“
Björt framtíð og Framsóknarflokkur ganga til liðs við Vestmannaeyjalistann
Jórunn Einarsdóttir Elliði Vignisson
Til Vestmannaeyja teljast
samtals 15 eyjar og um 30 sker
og drangar. Syðsta eyjan er
Surtsey, sú nyrsta er Elliðaey.
Heimaey er stærst eyjanna og
sú eina sem er byggð, en þar er
Vestmannaeyjabær með um
4.200 íbúa.
Vestmannaeyjar er tólfta fjöl-
mennasta byggðin á Íslandi.
Sjávarútvegur er helsta at-
vinnugreinin. Hin árlega Þjóðhá-
tíð um verslunarmannahelgi í
byrjun ágúst er ein vinsælasta
útihátíðin á Íslandi. Sækja hana
þúsundir á hverju ári. Minjar
eldgossins 1973 eru vaxandi að-
dráttarafl fyrir ferðamenn.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Vestmannaeyjar Þar er blómleg
byggð og þróttmikið atvinnulíf
Íbúar eru um
4000 að tölu
VESTMANNAEYJAR
ÚTSALA
allt að 70% afsláttur
vefnaðarvara frá 299 kr. meterinn
Metravara
Rúmföt
Rúmteppi
Handklæð
i
Dúkar
Z-Brautir og gluggatjöld
Faxafeni 14 | 108 Reykjavík | S. 525 8200 | www.z.is
Opnunartími: virka daga kl. 10-18 og laugardaga 11-15