Morgunblaðið - 20.03.2014, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.03.2014, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MARS 2014 flottir í flísum Stórhöfða 21 | sími 545 5500 | flis.is Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Þetta er engan veginn viðunandi þátttaka. Þetta var ekki rétta að- ferðin. Það er nokkuð ljóst,“ segir Árni Stefán Jónsson, formaður SFR – stéttarfélags í almannaþjónustu, í tilefni af dræmri þátttöku í kosningu um kjarasamning Reykjavíkurborg- ar og hluta félaga í SFR. Um var að ræða 196 starfsmenn sem starfa við málefni fatlaðra í borginni en þangað fluttust þeir við tilfærslu málaflokksins frá ríki til sveitarfélaga fyr- ir nokkru. Af þessum 196 greiddu aðeins 19 atkvæði og voru 14 á móti en fjór- ir samþykkir. Einn sat hjá. „Kosningin fór þannig fram að það mátti greiða atkvæði á kynn- ingarfundi um samninginn 17. mars. Svo var kjördeild opin í einn og hálf- an dag. Það virtist ekki ganga upp. Við hefðum í ljósi dræmrar þátttöku ef til vill átt að setja upp rafræna kosningu. Menn ætluðu hins vegar að reyna að klára afgreiðsluna og voru að flýta sér til þess að ná þessu inn í launakeyrslu fyrir mánaða- mót.“ Fara fram á leiðréttingu launa Spurður út í launakröfur um- ræddra félagsmanna vill Árni Stefán ekki nefna prósentur. Hann nefnir hins vegar að laun hafi dregist aftur úr í þróuninni á almennum markaði á síðustu árum og að farið sé fram á leiðréttingu þess mismunar í áföng- um. Alls eru um 5.000 félagsmenn í SFR og segir Árni Stefán að í dag verði að líkindum lagt fram gagn- tilboð til samninganefndar ríkisins vegna kjarasamninga um 3.500 fé- lagsmanna SFR hjá ríkinu. „Við vorum að fá heilsteyptustu tillöguna frá samninganefnd ríkisins um samning sem við höfum fengið hingað til. Við erum að fara yfir hana og væntanlega gerum við einhvers konar gagntilboð,“ segir hann en til- boðið er trúnaðarmál. „Var ekki rétta aðferðin“  Formaður SFR telur að mistök hafi verið gerð í kosningu um kjarasamning  Aðeins 19 af 196 greiddu atkvæði  Undirbúa gagntilboð til ríkisins næstu daga Árni Stefán Jónsson Það er ýmislegt sem stendur ferðamönnum til boða í Reykjavík en þeim fjölgar ár frá ári. Þessir ferðamenn leigðu sér Segway-rafhjól sem þeir þeyttust um á við höfnina og miðbæinn í gær. Morgunblaðið/Eggert Borgin skoðuð á nýjan hátt Á óvenjulegum fararskjótum við höfnina Ríkisendur- skoðun hefur skilað fyrsta hluta athugunar sinnar á máls- kostnaðarmáli Más Guðmunds- sonar seðla- bankastjóra til bankaráðsins. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins var verið að skoða mjög afmarkaðan þátt málsins, um það hvernig bæri að flokka greiðslurnar, en það þurfti að liggja fyrir sem fyrst vegna árs- reikninga. Ekki liggur fyrir hve- nær athugunin í heild sinni verður tilbúin. Bankaráð Seðlabankans mun hittast í dag á fundi. Þar verður farið yfir ársreikninga bankans fyrir ársfund hans sem haldinn verður síðdegis fimmtu- daginn 27. mars. sgs@mbl.is Fyrsta hluta athugunar lokið Már Guðmundsson Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðherra, fer nú með bæði forseta- og forsætis- ráðherravald, í fjarveru Ólafs Ragn- ars Grímssonar, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Bjarna Bene- diktssonar sem allir þrír eru staddir erlendis. Sigurður Ingi er sem stað- gengill forsætisráðherra einnig einn af þremur handhöfum forsetavalds. Sigurður Ingi fer með forsetavald „Umræða um eldfjöll á Íslandi vekur alheimsathygli,“ sagði Björn Oddsson, jarðeðlisfræðingur og verkefnastjóri hjá Almannavarna- deild RLS. Íslenskar stofnanir fengu margar fyrirspurnir um hvort Heklugos væri yfirvofandi í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar um kvikusöfnun í Heklu. Morgunblaðið greindi nýlega frá því að kvikusöfnun og þensla í Heklu væri orðin meiri en hún varð fyrir Heklugosið árið 2000. Fleiri fjölmiðlar tóku málið upp. Sumir skildu fréttaflutninginn þannig að nýjar upplýsingar gæfu til kynna að Heklugos væri yf- irvofandi. Upplýsingarnar hafa legið fyrir allt frá 2006. Almannavarnadeild ríkislög- reglustjóra fékk m.a. fyrirspurnir frá sendiráðum, öryggisfyrirtækj- um, einstaklingum o.fl. Aðrar stofnanir fengu einnig fyrirspurn- ir. Almannavarnir svara öllum slíkum fyrirspurnum enda er það eitt af hlutverkum þeirra, að sögn Björns. Hann sagði að hafa þyrfti í huga að Hekla væri virkt eldfjall. Langtímamælingar gæfu til kynna að svipaðar aðstæður ríktu nú í Heklu og árið 2000 þegar síðast gaus. Þetta væri viðvarandi ástand og fyrirvarar eldgoss stuttir. Eng- ir sérstakir forboðar eldgoss hefðu komið fram á síðustu vikum en áfram væri vel fylgst með fjallinu. gudni@mbl.is Eldfjöllin vekja athygli  Margar fyrirspurnir vegna frétta um kvikusöfnun í Heklu Morgunblaðið/Sigurður Bogi Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Illugi Gunnarsson menntamálaráð- herra segist ekki eiga von á því að gengið verði lengra í niðurskurð- arkröfu til Rík- isútvarpsins. Hins vegar séu ekki miklir fjár- munir til skipt- anna og hann geti engu lofað um frekari fjár- framlög til stofn- unarinnar. Það skýrist ekki fyrr en við gerð næstu fjárlaga og þar verði þessi mál rædd frek- ar. Illugi segir í samtali við Morg- unblaðið að fregnir af yfirvofandi tapi RÚV á þessu rekstrarári upp á nærri 360 milljónir króna hafi komið sér verulega á óvart. Hann hafi nýlega fengið upplýsingar frá stjórn RÚV um þessa stöðu en hún hafi brugðist hárrétt við með því að kalla eftir úttekt á fjármálum RÚV og skýringum á tapinu. „Það er aldrei viðunandi þegar fjárhagsáætlanir stofnana ganga ekki eftir. Þarna þarf að greina hvað veldur, það geta verið ýmsir þættir sem fara úrskeiðis,“ segir Illugi. Hann segir augljóst að gerð hafi verið rík niðurskurðarkrafa á Rík- isútvarpið við gerð síðustu fjár- laga. „Það mátti vera ljóst að það yrði mikið verkefni að bregðast við þeirri kröfu. Niðurstaða fjárlaga liggur ekki fyrir fyrr en undir lok hvers árs en rekstrarárið hjá Rík- isútvarpinu byrjar í september. Það kann að hafa áhrif á útkom- una. Hvað varðar frekari niður- skurð er til þess að líta að nokkuð er í að næstu fjárlög líti dagsins ljós, en ég á ekki von á því að gengið verði lengra í átt til nið- urskurðar hjá stofnuninni,“ segir Illugi ennfremur. Fram kom í máli Magnúsar Geirs Þórðarsonar útvarpsstjóra í Morgunblaðinu í gær að útvarps- gjaldið hefði ekki skilað sér að fullu til RÚV og það væri afar óheppilegt að fjárveiting til stofn- unarinnar væri jafn ótrygg og raun bæri vitni. Varðandi útvarpsgjaldið segist Illugi almennt ekki vera hrifinn af sérstökum gjaldstofni. Ríkið eigi að safna sköttum og gjöldum og síðan sé það Alþingis að útdeila fjármunum til málaflokka og stofn- ana ríkisins. En þessi mál verði rædd við gerð næstu fjárlaga. Ekki gengið lengra í niðurskurði RÚV  Ráðherra lofar þó ekki meira fé Illugi Gunnarsson Samninganefndir Sambands ís- lenskra sveitarfélaga (SÍS) og Fé- lags grunnskólakennara mætast á sáttafundi á morgun. Að sögn Ingu Rúnar Ólafsdóttur, formanns samn- inganefndar SÍS, er verið að draga fram ýmsar tillögur og mögu- leika.„Við erum að tala um mögu- leika á verulegum hækkunum um- fram það sem var samið um í almennum kjarasamningum. Það helst þá í hendur við breytingar sem þarf jafnframt að gera á vinnu- tímaákvæðum kjarasamningsins. Það á náttúrlega eftir að semja um hvort og hve mikið það verður.“ Lítið miðaði í samkomulagsátt í kjaradeilu framhaldsskólakennara og ríkisins í gær. Sáttafundur á að hefjast kl. 9 í dag. Áfram fundað í kjaradeilum kennara en lítið hefur þokast Tillaga Samfylkingarinnar í bæj- arstjórn Árborgar að ályktun um að skora á ríkisstjórnina að draga ekki umsóknina um aðild að ESB til baka var felld í bæjarstjórn í gær. Sex voru á móti, tveir með og einn sat hjá við atkvæðagreiðsluna. Felldu tillöguna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.