Morgunblaðið - 20.03.2014, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 20.03.2014, Blaðsíða 32
32 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MARS 2014 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Að söðla um og fara að vinna með alveg nýju fólki getur verið mikið átak en þú passar vel í hópinn. Sæktu styrk í vissuna um að þú ráðir við aðstæður. 20. apríl - 20. maí  Naut Fólk er ákaft í að vera nálægt þér og ef þú ert ekki ákveðin/n gæti svo farið að þú fengir meir en nóg. Njóttu þess bara að leika þér og tala við börnin. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Reyndu að hafa alla þræði í hendi þér áður en þú ræðst í þær framkvæmdir sem þig dreymir um. Hertu upp hugann, því endalaus undanlátssemi skilar þér bara örð- ugleikum. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú gætir haft þörf fyrir að gefa börnum góð ráð. Hugmyndirnar hreinlega flæða fram svo komdu þeim strax á fram- færi. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú þarft ekki að taka heiðurinn af því sem þú gerir svo vel, en það væri frábært ef þú gerðir það. Fjölskylduviðburðir krefjast þess að þú breytir út af venjunni. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Hvers konar ný og framandi reynsla gleður þig í dag. Gildismatið heldur þér á floti í lífsins ólgusjó, en suma dagana verður þú að opna hliðið fyrir nýjum hlutum. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þér finnst einhverjir vera að seilast inn á valdsvið þitt. Hrósaðu þér fyrir allt sem þú gerir á einum degi. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það getur verið einmanalegt að bera of mikla ábyrgð og hafa of mikla stjórn á hlutunum. Ef þú hefur efni á því að láta eitthvað eftir þér skaltu gera það. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Ef þú vilt sinna sambandi sem er þér mikilvægt þarftu að breyta forgangs- röðinni. Hlustaðu í einlægni og umhyggju- semi, alveg eins og þú vilt að aðrir hlusti á þig. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú ert sannfærð/ur um að þínar aðferðir til að ná árangri séu þær bestu á allan hátt. Fólk er glatt í sinni, hresst og fullt bjartsýni. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Lokaðu ekki dyrunum á menn eða málefni án þess að vita hverju þú ert að hafna. Fólk er samvinnufúst og tilbúið til að leita sameiginlegra lausna. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þér virðist allt ganga í haginn og aðrir vilja njóta velgengni þinnar með þér. Haltu ótrauð/ur áfram, þú finnur lykilinn að hamingjunni á ólíklegustu stöðum. Ármann Þorgrímsson yrkir umfyrirhugðar makrílveiðar út- gerðarmanna við Grænland: Illa grundað ósatt þref oft á fundum magnar böl. Kemur stundum klámhögg ef kvikt er undir lausri fjöl. Hjálmar Freysteinsson er með hugann við makrílinn: Gaman væri nú að ná á norskum kverkataki. Mest þó níðast mætti á Maríu Damanaki. Sigrún Haraldsdóttir orti þegar hún sá þá voðalegu frétt að kona ein fyrir vestan hefði fengið 12 full- nægingar á dag: Illt að þola margur má, meinsemd, kvöl og löskun, andstyggð er og fúlt að fá fullnægingarröskun. Davíð Hjálmar Haraldsson spyr, hvort Mogginn sé ekki að ljúga núna. – Þetta sé eiginlega of ótrú- legt til að geta verið satt. En hugs- anlega væri þetta ekki svo slæmt, ef hægt væri að nýta tæknina á þessu sviði: Jafnvel þótt ánægð hún uni við sitt, eta vill konan og sofa og þegar að lokum hún þreytist við „hitt“ þyrfti helst útsláttarrofa. Gústi Mar orti af sama tilefni: Mörg er þungbær mannsins kvöð en miklu kynlíf bjargar. Fínt mér þætti að fá í röð fullnægingar margar. Ármann Þorgrímsson yrkir: Aldrei virðast ánægðar okkar framlag telja svikið flestar illa fullnægðar fá þó sumar oft og mikið. Karlinn á Laugaveginum hafði rekist á þessa frétt líka, en lét sér fátt um finnast, – enda frá ýmsu að segja af engjaslætti hér áður og fyrr meir: Ég heyinu hrúgaði í garða hún horfði á mig hvernig ég bar ’ða, í andskotans trekknum vorum tvö ein í flekknum, – já, tólf sinnum tólf sinnum var ’ða Skírnir Garðarsson hefur orð á því að önnur frétt hafi birst um mann, sem varð einum útlim fátæk- ari: Misskiptingin er mörgum dýr, meyjar nú linna ei kippunum – kvenþjóðin í kræfum gír en karlar sviptir tippunum. Og bætir við: „Nú er tími mót- mæla upp runninn!“ Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af makríl og margföldunartöflunni Í klípu „HM, HÉR STENDUR AÐ ÞÚ HAFIR UNNIÐ Í KJALLARANUM HJÁ FORELDRUM ÞÍNUM, FRÁ 1993?“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÞAÐ ÞARF KANNSKI AÐ STILLA ÞAU ÖRLÍTIÐ.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að komast að því að hún er með hjarta úr gulli. ÁRANS ÓHEPPNI! SKIPREKA Á ÞESSARI PÍNULITLU EYJU! HVAÐ GERUM VIÐ NÚNA? VIÐ VERÐUM AÐ VERA JÁKVÆÐIR, HRÓLFUR. EIGUM VIÐ AÐ FARA Í „HVER ER MAÐURINN“? GRETTIR, ÉG ÆTLA AÐ REYNA AÐ LESA HUGA ÞINN! EINBEITTU ÞÉR, HUGSAÐU SKÝRT! ÉG SKYNJA AFSLÖPPUN ...Það hlustar enginn á mig nú tildags,“ andvarpaði vinnufélaginn mæðulega. Málið var að sá hafði kvartað undan því að nóg væri komið af snjó hér á Fróni, en veðurguðirnir voru nú ekkert á þeim buxunum að ætla að hlusta á vinnufélagann. Eða nokkurn annan ef út í það er farið. Víkverji játar það að hann er sjálfur orðinn langeygður eftir vorinu, en vildi fyrst og fremst bara að þeir sem sjá um þessi mál þarna í veðrahvolf- inu ákvæðu sig. x x x Víkverji er nefnilega kominn meðnóg af því að einn daginn sé hreint ágætis vorveður, en svo líði vart sólarhringur áður en snjórinn snýr aftur. Að ekki sé minnst á klakabrynjuna, sem þó virðist nú loksins vera farin að hopa fyrir fram- gangi sólarinnar. Ekki að Víkverji þori að minnast á það, því að þá er víst að veðurguðirnir muni hlusta á hann, ólíkt vinnufélaganum, og refsa fyrir bjartsýnina. x x x Þar kom að foreldrar Víkverjafengu sjálf nóg af veðrinu, og brugðu sér til útlanda. Víkverji minn- ist þess að þegar hann var á mennta- skólaárunum fannst honum utan- landsferðir foreldra sinna bara nokkuð skemmtilegar, vegna þess að þá fékk Víkverji tækifæri til þess að sjá um sig sjálfur heima. Reyndar fór það tækifæri nú líklega forgörðum svona eftir á að hyggja. Víkverji náði til dæmis ekki að verða fær kokkur, þrátt fyrir að þarna hefði gefist kjör- ið tækifæri til. Ekki nema það að hringja á pizzastaði, sjóða núðlusúp- ur og rista brauð geri menn að meist- urum í faginu. x x x En Víkverji lifði það allt saman af,eins og hann mun líklega gera nú, þegar eina skylda hans er að líta við nokkrum sinnum og vökva blóm- in. Móðir Víkverja hafði þó ekki meiri trú á honum en svo að það síðasta sem hún sagði við hann fyrir reisuna var að það skipti svo sem engu sér- stöku máli þótt Víkverji næði að drepa blómin, hún myndi þá bara kaupa ný, svona eins og síðast þegar hann sá um þau. víkverji@mbl.is Víkverji Því svo elskaði Guð heiminn að hann gaf einkason sinn til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki heldur hafi eilíft líf. (Jóhannesarguðspjall 3:16) Smiðjuvegi 68-72, Rvk Hjallahrauni 4, Hfj Fitjabraut 12, Njarðvík Eyrarvegi 33, Selfossi Barðinn, Skútuvogi 2 Við tökum að okkur: Peruskipti, rafgeymaþjónustu, bremsuviðgerðir, stýrisenda, spindilkúlur, kerti, kertaþræði, hjólalegur, fjöðrunarbúnað, viftureimar, hjólastillingar og margt fleira. LAGFÆRUM BÍLINN VIÐ www.solning.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.