Morgunblaðið - 20.03.2014, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 20.03.2014, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MARS 2014 AÐALFUNDUR Dagskrá 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 18. gr. samþykkta félagsins. Réttur hluthafa til að fá mál sett á dagskrá hluthafafundar og kosning: 2. Tillögur að nýjum samþykktum fyrir félagið. Hinar nýju samþykktir byggja að mestu á núgildandi samþykktum en breytast til samræmis kröfum sem gerðar eru til félaga sem skráð eru á skipulegum verðbréfamarkaði. Tekin eru upp ákvæði um rafræn samskipti við hluthafa, rafræna hluthafafundi, boðunarfrestir hluthafafunda lengdir, ákvæði um kynjahlutföll við stjórnarkjör og fellt niður kjör varamanns í stjórn. Tillögurnar liggja frammi á skrifstofu félagsins og á heimasíðu þess og þar geta hluthafar nálgast þær. 3. Tillaga um heimild til félagsstjórnar um kaup á eigin hlutum skv. 55. gr. hlutafélagalaga. 4. Önnurmál. Aðalfundur HBGranda hf. verður haldinn föstudaginn 21. mars 2014 í matsal félagsins að Norðurgarði 1, 101 Reykjavík og hefst hann klukkan 17:00. Á hluthafafundum fylgir eitt atkvæði hverri einni krónu í hlutafé. Eigin bréf félagsins njóta ekki atkvæðisréttar. Atkvæðaseðlar og fundargögn verða afhent á fundarstað. Hluthafar sem ekki eiga kost á að sækja fundinn, geta: a) veitt öðrum skriflegt umboð. b) greitt atkvæði skriflega. Þeim hluthöfum sem hyggjast nýta sér annan hvorn þessara kosta er bent á að kynna sér á heimasíðu félagsins hvernig þeir skuli bera sig að. Þar er að finna leiðbeiningar um skráningu og form skjala og hvernig þeim skuli skilað til félagsins. Aðrar upplýsingar Endanleg dagskrá og öll skjöl sem lögð verða fyrir aðalfundinn, þ.m.t. ársreikningur félagsins, nýjar samþykktir og tillögur, eru hluthöfum tiltæk á heimasíðu félagsins frá og með 7. mars 2014, kl. 17:00 og á skrifstofu félagsins frá sama tíma á venjulegum skrifstofutíma. Hluthöfum er bent á að skv. 63. gr. hlutafélagalaga skal tilkynna skriflega, minnst fimm dögum fyrir hluthafafund, um framboð til stjórnar. Tilkynnt verður um framkomin framboð tveimur dögum fyrir aðalfundinn. Allar nánari upplýsingar um aðalfundinn er að finna á vefsíðu félagsins, www.hbgrandi.is. Stjórn HBGranda hf. ÍS L E N S K A S IA .I S G R A 67 78 4 02 /1 4 Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Raunávöxtun lífeyrissjóðanna á síð- asta ári var að jafnaði 5,5%, sem telst góður árangur miðað við langtíma vaxtaviðmið sjóðanna upp á 3,5%. Þetta kom fram á fundi fjölmiðla með stjórn Landssamtaka lífeyrissjóða (LL) í gær, þar sem um leið var kynnt nýtt veftímarit samtakanna, Vef- flugan. Lífeyrissjóðir í landinu eru nú 27 en þeim fækkaði um fimm á síðasta ári. Til saman- burðar voru sjóðirnir nærri 100 árið 1980. Samanlagðar eignir sjóðanna voru nærri 2.700 milljarðar í lok árs 2013 og hafa meira en sexfaldast frá árinu 1998. Lífeyrissjóður starfs- manna ríkisins er langstærstur, með um 420 milljarða eignir, og næstur kemur Lífeyrissjóður verslunar- manna með um 400 milljarða. Gildi lífeyrissjóður er þriðji stærstur, með um 300 milljarða eignir, en saman- lagt eiga þrír stærstu sjóðirnir 48% allra eigna sjóðanna. Tíu stærstu sjóðirnir eru með 81% eignanna. Allt að 9,6% raunávöxtun Raunávöxtun einstakra sjóða var ekki upplýst á fundinum í gær en í yfirliti um 24 sjóði af 27 kemur fram að raunávöxtunin var frá 3% upp í 9,6%. Góð ávöxtun innlendra og er- lendra hlutabréfa skýra að mestu góða ávöxtun á síðasta ári. Þannig hækkuðu innlend hlutabréf í verði um 27,5% og heimsvísitala hluta- bréfa um 26,7% í dollurum talið. Sé litið til baka um 20 ár hefur raun- ávöxtun sjóðanna að jafnaði verið 4,1% á ári. Yfir enn lengra tímabil, aftur til 1980, er meðalraunávöxtun- in 4,5% á ári. Hrunárið 2008 var raunávöxtunin neikvæð um 22% en árin 2000-2002 var einnig lækkunar- tímabil, mest -3% árið 2002. Á síð- ustu tveimur áratugum var raun- ávöxtunin mest 1999, eða 12%. Gunnar Baldvinsson, formaður Landsssamtaka lífeyrissjóða, lagði á fundinum áherslu á að sjóðirnir hugsuðu ávöxtunina til langs tíma. Benti hann á að í fyrsta sinn eftir hrun varð fimm ára raunávöxtunin jákvæð á síðasta ári, eða um 3,6%. Tíu ára raunávöxtunin var 2,6%, bor- ið saman við 3,1% árið 2012. Greiðslur úr lífeyrissjóðunum hef- ur aukist hratt undanfarin ár, enda æ fleiri að komast á ellilífeyrisaldur. Árið 2012 námu greiðslurnar 84 milljörðum en niðurstaða síðasta árs liggur ekki fyrir. Samkvæmt mann- fjöldaspá Hagstofunnar mun 67 ára Íslendingum og eldri fjölga úr 36 þúsund á þessu ári í 97 þúsund árið 2060. Á sama tíma mun fjöldi á vinnualdri á móti hverjum lífeyris- þega fækka úr sex á þessu ári í tæp- lega þrjá árið 2060. Afnema þarf gjaldeyrishöftin Í Vefflugunni er haft eftir Þóreyju S. Þórðardóttur, framkvæmdastjóra LL, að síðasta ár hafi vissulega verið lífeyrissjóðunum hagstætt. Afkoman segi hins vegar ekkert um framtíð- arávöxtunina. Nauðsynlegt sé að af- nema gjaldeyrishöftin til að sjóðirnir komist á ný með fjármuni sína í ávöxtun erlendis. Heildareignir lífeyrissjóðanna Heimild: Fjármálaeftirlitið og Seðlabankinn Séreign Séreign lífeyrissjóða Samtrygging 3.000 2.500 2.000 1.500 1.000 500 0 Ím ill jö rð um kr . Lífeyrissjóðir samtals í árslok 2013: 2.656 ma. kr. 1998 2000 2004 20082002 2006 2010 2012 Raunávöxtun sjóðanna 5,5%  Eignir hafa sexfaldast frá árinu 1998 Mannfjöldaspá til 2060 21-30 ára 31-40 ára 41-50 ára 51-60 ára 61-66 ára 67 ára og eldri Heimild: Mannfjöldaspá Hagstofu Íslands 2013 100.000 90.000 80.000 70.000 60.000 50.000 40.000 30.000 20.000 10.000 2013 20602023 2033 2043 2053 Áhrif haftanna » Vegna gjaldeyrishaftanna hefur dregið verulega úr er- lendum eignum lífeyrissjóða. » Fyrir hrun var hlutfallið hæst rúm 30% en var komið í 22% í árslok 2013. » LL lætur nú gera greiningu á áhrifum haftanna á lífeyris- sjóði og verða niðurstöður kynntar í vor. » Veftímaritið Veffluguna er m.a. hægt að nálgast á vefnum www.ll.is. Þórey S. Þórðardóttir Kristinn Ingi Jónsson kij@mbl.is Bankaráð Landsbankans skorar á Alþingi að færa ákvörðunarvald um starfskjör bankastjóra frá kjararáði aftur til stjórnar bankans. Þetta kom fram í ávarpi Tryggva Pálssonar, formanns bankaráðs, á aðalfundi bankans í Hörpu í gær. Hann segir að til þess að ríkið geti selt a.m.k. hlut af sinni eign í Lands- bankanum verði það að fara með eignarhald sitt með þeim hætti að aðrir fjárfestar geti hugsað sér að eiga bankann í samfélagi við það. Starfi á jafnræðisgrundvelli „Mikilvægt er að ekki gildi önnur og meira íþyngjandi löggjöf um Landsbankann en um aðra við- skiptabanka sem eiga í beinni sam- keppni við hann. Viðskiptabank- arnir ættu að starfa að öllu leyti á jafnræðis- grundvelli og búa við sama lagaum- hverfi, óháð eignarhaldi,“ sagði Tryggvi í ræðu sinni. Hann sagði jafnframt að íslenska ríkið hefði tek- ið á sig þungar byrðar við endurreisn fjármálafyrirtækja og væri enn stærsti eigandinn á fjármálamark- aði. Stíga þyrfti markviss skref til að létta á þessari stöðu ríkissjóðs og grynnka á skuldum hans. „Við ættum öll að geta verið sam- mála um að æskilegt væri að skrá Landsbankann á markað á næstu ár- um og að ríkið seldi að minnsta kosti hlut af sinni eign,“ sagði hann. Fram kom í máli hans að bókfært virði eignarhlutar ríkisins í Lands- bankanum hefði aukist um 114 millj- arða króna frá haustinu 2008. Ávinningur ríkis 74 milljarðar Að teknu tilliti til arðgreiðslna og fjármagnskostnaðar næmi ávinning- ur ríkisins 74 milljörðum króna. „Þetta er rétt að hafa í huga þegar menn leggja mat á stöðu Lands- bankans og framlag ríkissjóðs til stofnunar hans haustið 2008.“ Á aðalfundi Landsbankans í gær var samþykkt tillaga bankaráðs um að greiða skuli arð til hluthafa vegna ársins 2013 sem nemur 0,84 kr. á hlut. Það samsvarar um 70% af hagnaði. Ríkið fær rúma 19,7 ma. í sinn hlut, starfsmenn 160 milljónir. Fari aftur til bankans  Bankaráð Landsbankans skorar á Alþingi að færa vald til að ákvarða kjör bankastjóra frá kjararáði aftur til stjórnar Tryggvi Pálsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.