Morgunblaðið - 20.03.2014, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 20.03.2014, Blaðsíða 21
21 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MARS 2014 Hátt uppi Glerhýsi borgarinnar þarf að þrífa reglulega og til þess nota gluggaþvottamenn stórvirkar vinnuvélar svo þeir geti sinnt starfi sínu, rétt eins og þessi sem þreif Grófarhús nýlega. Eggert Eftir að þingmenn Fram- sóknarflokksins í Reykjavík lögðu fram þingsályktunar- tillögu um að setja Sundabraut aftur inn í samgönguáætlun brást innanríkisráðherrann vel við og varð við ósk þeirra. Mikil- væg framkvæmd sem var tekin af áætlun af fyrri ríkisstjórn með samþykki borgaryfirvalda er aftur komin á dagskrá. Rök- rétt framhald er því að taka upp aðalskipulagið, færa Sunda- brautina framar í forgangsröðinni og taka til baka þá ákvörðun að fjármagni frá ríkinu til framkvæmda við stofnbrautir í Reykjavík verði frestað. Arðsamasta vegaframkvæmdin Í 12 ára áætlun um vegaframkvæmdir í landinu er áætlað að verja 240 milljörðum til jarðganga, brúa og annarra vegaframkvæmda. Mjög lítill hluti þeirrar upphæðar er ætlaður til framkvæmda í Reykjavík svo sem Sundabrautar þrátt fyrir að hún komi til með að þjóna þorra landsmanna. Í umferðarspám sem gerðar voru í Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 um nýt- ingu Sundabrautar kemur fram að um hana muni fara 23.000 til 30.000 bílar á sólarhring árið 2030. Til samanburðar fara um 5.000 bílar um Hvalfjarðargöng á sólar- hring, innan við 1.000 bílar fara að meðaltali um Héðinsfjarðargöng á sólarhring og reiknað er með að um 1.200 bílar muni fara um Vaðlaheiðargöng á sólarhring þegar þau verða opnuð. Meginforsendan fyrir sameiningu Reykjavíkur og Kjalarness Sundabraut var ein af forsendum fyrir sam- einingu Reykjavíkur og Kjalarness á sínum tíma. Hún er þýðingarmikið öryggisatriði og með tilkomu hennar léttir verulega á leiðinni í gegnum Mosfellsbæ með öllum þeim hring- torgum sem á þeirri leið eru. Út frá öryggis- sjónarmiðum er mikilvægt að hægt sé að rýma borgina skjótt og örugglega. Í heild styttir Sundabraut leiðina um allt að 10 km auk þess sem tímalengdin styttist verulega þar sem leiðin verður greiðfærari. Með því að leggja nýja stofnbraut frá Grafarvogi upp á Kjalar- nes opnast fyrir mikið byggingarland. Þar verður til áhugavert atvinnusvæði meðfram brautinni, en bæði verð og framboð á atvinnu- lóðum hefur lengi verið óviðunandi í Reykja- vík. Sundabraut yfir Elliðavog styttir ferða- tímann milli Grafarvogs og miðborgarinnar enda hafa Grafarvogsbúar beðið eftir þessari samgöngubót frá því hverfið byggðist. Í um- ræðunni um þéttingu byggðar gleymist oft hvernig hægt er að bæta samgöngur milli hverfa og stytta leiðir innan borgarmarkanna. Spennandi samvinnuverkefni Sundabraut mun án vafa verða til þess að búa til ný tækifæri í uppbyggingu borgar- innar. Fjölmörg viðamikil rök mæla með því að ráðist verði í framkvæmdina auk þess sem hún er kjörið samvinnuverkefni. Við teljum það koma vel til greina að Reykjavíkurborg, Faxa- flóahafnir og ríkið leggi saman í þessa fram- kvæmd, auk hugsanlega fleiri hagsmunaaðila s.s. eins og öflugra fyrirtækja á Grundartanga. Með því móti væri hægt að fjármagna hluta framkvæmdarinnar. Sundabraut er búin að vera eitt helsta baráttumál Reykvíkinga í sam- göngumálum í tvo áratugi. Virkjum sam- takamátt allra þeirra sem gera sér grein fyrir mikilvægi þessa mannvirkis og látum Sunda- braut vera eitt af táknum þess að tímabil erfið- leika er liðið og við tekur tímabil framfara, bjartsýni og velgengni. Eftir Óskar Bergsson » Látum Sundabraut vera eitt af táknum þess að tímabil erfiðleika er liðið og við tekur tímabil framfara, bjartsýni og velgengni. Óskar Bergsson Höfundur er oddviti Framsóknarflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar. Sundabraut aftur á dagskrá Með samkomulagi Orkuveitu Reykjavíkur, OR, og Sveitarfé- lagsins Ölfuss, SÖ, dags. 28. apríl 2006 í tengslum við fyrsta áfanga Hellisheiðarvirkjunar skuldbatt sveitarfélagið sig til að veita framkvæmdaleyfi og greiða hratt og örugglega fyrir skipu- lagsmálum í þágu virkjunarinnar gegn greiðslum frá OR. Fráleitt en satt. Í samkomulaginu var kveðið í 4. gr. á um sérstaka ráð- gjafarnefnd um uppgræðslu- verkefni til að mæta raski af völdum virkj- unarinnar og til almennra landbóta. Í kjölfarið var stofnaður Uppgræðslusjóður Ölfuss með samþykktum dags. 22. maí 2008 undirrituðum af Kjartani Magnússyni f.h. OR og þáverandi sveitarstjóra SÖ. Samkvæmt samþykktunum skuldbatt OR sig til að leggja alls 75.000.000 kr. til uppgræðslu og endur- heimt votlendis innan sveitarfé- lagsins. Í 6. gr. samþykktanna segir að ákveði OR og SÖ að leggja niður sjóðinn skuli ráð- stafa eignum hans í samræmi við tilgang og stefnu sjóðsins. Á heimasíðu SÖ er nú upplýst að Gagnaveita Reykjavíkur, ehf. (GR) og SÖ hafi gert með sér samning um lagningu ljósleiðara og rekstur gagnaflutningskerfis með meiru. Enn fremur segir að ákveðið hafi verið „í samráði“ við OR að það fjármagn sem liggur í Uppgræðslusjóði Ölfuss verði innleyst og lagt í verkefnið. Svo sannarlega er ég ekki á móti ljósleið- aravæðingu. Ég tel ljósleiðara í dag vera hluta af grunnstoðum hvers þjóðfélags, grunn- stoðum sem eigi að vera á samfélagslegri hendi ríkisins þar sem allir þegnar sitji við sama borð, hvar sem þeir kjósa sér búsetu. Það er hins vegar deginum ljósara að með því að ráðstafa fé Uppgræðslusjóðs Ölfuss til þessa verkefnis er þverbrotið gegn tilgangi og stefnu sjóðsins samkvæmt samþykktum hans frá árinu 2008 og samkomulagi OR og SÖ frá árinu 2006, sbr. áður greinda 6. gr. sam- þykkta sjóðsins og 4. gr. samkomulagsins sömu aðila. Ráðstöfun fjármuna Upp- græðslusjóðsins til ljósleiðaravæðingar er bersýnilega ólögmæt og með ólíkindum að þeim sé varið til einkahlutafélags, GR, sem átti ekki aðild að samningum OR og SÖ, og án þess að liggi fyrir formlegt samþykki samn- ingsaðila. Í þessu samhengi er ástæða til að minna á að Landgræðsla ríkisins og fleiri aðilar hafa undanfarna áratugi unnið kraftaverk við upp- græðslu á söndum og sandbornum hraunum umhverfis byggðina í Þorlákshöfn og komið í veg fyrir óbærilegt sandfok. Má jafnvel halda því fram að þetta kraftaverk hafi tryggt líf- vænlega byggð á staðnum. Þar er þó enn mik- ið verk að vinna. Að fórna Uppgræðslusjóði Ölfuss er bæði lagalega og siðferðilega óá- sættanlegt. „Mútusamningur“ OR og SÖ frá árinu 2006, í anda sambærilegra samninga Landsvirkj- unar við sveitarfélög við Þjórsá, var óboðleg- ur. Nú hefur SÖ gert illt verra. Eftir Atla Gíslason » Að fórna Uppgræðslusjóði Ölfuss er bæði lagalega og siðferðilega óásættanlegt. Atli Gíslason Höfundur er hrl. og fyrrverandi alþingismaður. Uppgræðslusjóði Ölfuss fórnað í blóra við samninga og samþykktir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.