Morgunblaðið - 20.03.2014, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.03.2014, Blaðsíða 1
Útilokar ekki afskipti af verkfalli Baldur Arnarson baldura@mbl.is Verkfall undirmanna á Herjólfi hefur nú staðið yfir í rúman hálfan mánuð og krefst bæjarráð Vestmannaeyja aðgerða af hálfu stjórnvalda til að binda enda á deiluna. Þá sagði í ályktun Ferðamálasamtaka Vestmannaeyja að verk- fallið legðist þungt á ferðaþjónustuna. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráð- herra segir stjórnvöld fylgjast grannt með framvindu deilunnar. Í ljósi þess hversu alvar- leg áhrif verkfallið sé farið að hafa á atvinnulíf og öryggi íbúanna „geti ríkisstjórnin ekki úti- lokað afskipti löggjafans af málinu“. „Ríkisstjórnin hefur auðvitað þungar áhyggjur af málinu. Við höfum fengið til okkar bókanir bæjarráðs Vestmannaeyja og áskor- anir frá ýmsum aðilum sem tengjast þessu verkfalli. Þetta er auðvitað orðið gríðarlega erfitt og alvarlegt mál fyrir eyjarnar.“ Fordæmi fyrir afskiptum ríkisins Bæjarráð Vestmannaeyja bókaði að það „krefjist þess að samgönguyfirvöld og eftir at- vikum Alþingi tryggi að samgöngum við Vest- mannaeyjar verði sem fyrst komið í eðlilegt horf“. Spurð út í þessa bókun segir Hanna Birna enga ákvörðun hafa verið tekna um hvort ríkið beiti sér í málinu á þessu stigi. „Það eru auðvitað dæmi um slíkt þegar svona staða hefur komið upp í Vestmannaeyj- um. Við vonumst enn til þess að samnings- aðilar klári málið, enda er slík niðurstaða far- sælust fyrir alla. En við erum einnig meðvituð um hversu langt virðist vera á milli samnings- aðila. Þess vegna er ekki hægt að útiloka að vari þetta alvarlega ástand mikið lengur þurfi löggjafinn að ræða og skoða hugsanlega að- komu að málinu.“ Fordæmi eru fyrir því að löggjafinn setji lög á verkfall starfsmanna Herjólfs og má nefna að slíkt var gert árið 1993. Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins í Suðurkjördæmi, segir verk- fallið hafa tugmilljóna tap í för með sér fyrir fiskmarkað Vestmannaeyja á degi hverjum. Bátar séu farnir að landa í öðrum höfnum.  Innanríkisráðherra segist fylgjast grannt með verkfalli undirmanna á Herjólfi sem hófst 5. mars  Árið 1993 voru sett lög á verkfall  Fiskmarkaður Vestmannaeyja tapar milljónatugum á dag Morgunblaðið/Styrmir Kári Röskun Herjólfur siglir nú eina ferð á dag en ekki um helgar eða á föstudegi frá 21. mars. F I M M T U D A G U R 2 0. M A R S 2 0 1 4 Stofnað 1913  67. tölublað  102. árgangur  VINÁTTA, ÆVIN- TÝRI OG ÓLÍKAR ÁSKORANIR ÚT Í HEIM Á GÓÐU UMTALI TÓNLISTAR- VEISLA ÓLÍKRA LISTAMANNA VIÐSKIPTABLAÐ BARÁTTUTÓNLEIKAR 34BARNAKVIKMYNDAHÁTÍÐ 36 Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Samhliða mikilli fjölgun erlendra ferðamanna til landsins hefur orðið mikill vöxtur í mörgum atvinnu- greinum sem tengjast ferðaþjónust- unni, aðallega á árunum eftir hrun. Árið 2008 voru til dæmis 76 bíla- leigur á landinu, nú eru þær 139. Á sama tíma hefur þeim sem hafa svo- kallað ferðaskipulagningarleyfi fjölgað úr 34 í 123 og virkum ferða- skrifstofuleyfum fjölgað um 72. Í nýrri skýrslu WTTC, sem eru al- þjóðleg hagsmunasamtök ferðaþjón- ustu, segir að heildarframlag ferða- þjónustunnar til vergrar lands- framleiðslu hér á landi á síðasta ári hafi verið um 389 milljarðar, eða 21,6% hennar og fjöldi starfa hafi verið 37.903 í fyrra, sem eru um 21,9% heildarstarfa. Er því spáð að í ár verði heildarfjöldi starfa 39.000. Ferðamálastofa áætlar að 781.016 ferðamenn hafi sótt landið heim í fyrra. WTTC telst svo til að þeir hafi eytt samtals 163 milljörðum króna, ferðakostnaður er þar talinn með, og spáir því að þessi tala muni hækka um 1,4% á næsta ári. MMargföldunaráhrif »6 Bílaleigum fjölgaði um 63  Mikill vöxtur víða vegna fjölgunar erlendra ferðamanna  Um 38.000 störfuðu við ferðaþjónustu í fyrra  Ferðaþjónusta 21,6% vergrar þjóðarframleiðslu Mikil aukning » Í fyrra var fjárfesting í ferða- þjónustu rúmir 36 milljarðar. » Heildarvelta hjá ferðaskrif- stofum árið 2013 var 3,84 milljarðar og hafði nær þre- faldast frá árinu 2008. Börnin kunna að gleðjast yfir snjónum og svo var með þessa krakka í Hveragerði sem í gær bjuggu til snjóhús úr hvítu byggingarefni sem til þeirra féll ofan úr himninum. Ef marka má veðurspá næstu daga er lítil hætta á að vart verði við efnisskort til snjóhúsagerðar því spáð er kulda og snjókomu á landinu fram yfir helgi. Á morgun og laugardag er gert ráð fyrir 18-23 m/s og snjó- komu á norðan- og austanverðu landinu. Á sunnudagskvöld á svo að vera hvassviðri og snjókoma sunnan- og vestantil. Morgunblaðið/RAX Kuldi, hvassviðri og snjókoma í veðurkortunum fyrir landið fram yfir helgina Framkvæmda- gleði í snjónum  Kröfuhafar Glitnis og Kaupþings hafa orðið af yfir 100 milljörðum með því að koma ekki með raun- hæfar tillögur um útgreiðslur á 450 milljarða krónueign búanna sem hefðu ekki neikvæð áhrif á greiðslujöfnuð. Lausafé bankanna var að meðal- tali um 860 milljarðar á síðasta ári og á 0,8% vöxtum. Miðað við að vog- unarsjóðir, sem eiga stærstan hluta krafna Glitnis og Kaupþings, gera almennt 15% ávöxtunarkröfu á sambærilegar fjárfestingar nam fórnarkostnaður þeirra af óbreyttri stöðu um 123 milljörðum. hordur@mbl.is »Viðskipti Fórnarkostnaður- inn 120 milljarðar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.