Morgunblaðið - 20.03.2014, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.03.2014, Blaðsíða 20
FRÉTTASKÝRING Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Þriggja ríkja makrílsamningier fagnað í Færeyjum ogtalað er um fiskveiðisamn-ing í heimsklassa. Þar í landi telja menn að verðmæti afurða geti hækkað úr 16 milljörðum í fyrra í yfir 32 milljarða í ár. Nágrönnum í vestri gremst hins vegar að þeir skuli skildir eftir ásamt Íslendingum og þar er spurt hvort Grænlending- ar eigi að sætta sig við að hafa tapað í makrílstríðinu. Í Færeyjum talar þingmaður- inn Jákup Mikkelsen um „makríl- semju í heimsklassa“ og eins og Dav- íð hafi sigrað Golíat hafi Færeyingar lagt Evrópusambandið. Sjávar- útvegsráðherrann Jacob Vester- gaard hafi staðið eins og „drangur í brimi“ og tekist hafi að gera samn- ing um 12,6% hlutdeild, en hún var 5% árið 2010 þegar Færeyingar sögðu sig frá samningi við Noreg og ESB. Með þriggja ríkja samningnum eykst verðmæti makrílafurða Fær- eyinga um 800 milljónir danskra króna eða sem nemur yfir 16 millj- örðum íslenskra króna, að mati Hans Ellefsen, sem var ráðgjafi fær- eysku samninganefndarinnar í við- ræðunum. Rætt var við hann nýlega í færeyska blaðinu Sosialurin og þar kemur fram að í fyrra fluttu Fær- eyingar út makríl fyrir 16 milljarða íslenskra króna. Aukið svigrúm til veiða Þá var markaðurinn í löndum ESB lokaður Færeyingum síðari hluta ársins, en hann gefur venju- lega hæst verð fyrir afurðirnar. Í reikningsdæminu miðar Ellefsen við að ESB láti af refsiaðgerðum gagn- vart Færeyjum. Með samningnum geti Færeyingar veitt verulegan hluta aflans í lögsögu Noregs og ESB eða um 65%, sem gefi þeim svigrúm til veiða í lengri tíma á árinu og möguleika á meiri gæðum mak- ríls. Að auki sé kvóti Færeyinga á þessu ári 156 þúsund tonn sam- kvæmt samningnum, en einhliða kvóti síðasta árs var 150 þúsund t. Að öllu þessu samanlögðu geti heildarverðmæti makrílafurða fært færeyska þjóðarbúinu yfir 32 millj- arða ísl. króna. Í dæminu er ekki fjallað um síldina og hvort Fær- eyingar verði að gefa eftir þar til að losna undan refsiaðgerðum. Ellefsen harmar að Ísland sé ekki aðili að samkomulaginu og segir að tíminn verði að leiða í ljós hvort ákvörðun Færeyinga hafi áhrif á tví- hliða viðræður þjóðanna. Ávinningur af makrílsamningi sé hins vegar mikill fyrir Færeyjar. Fimm ára samingur ríkjanna þriggja tryggi ákveðið öryggi, en öðru máli gegni um Ísland og Grænland. Ellefsen nefnir að ef göngumynstur makríls breytist á ný sé ekki óhugsandi að ESB, Noregur og Færeyjar veiði all- an kvótann, en Ísland og Grænland fái ekki aðgang að makrílveiðum í NA-Atlantshafi. Í tvíhliða makrílsamningi Fær- eyja og Noregs kemur fram að strandríki sem ekki eru aðilar að þriggja ríkja samkomulaginu fái ekki aðgang til að veiða makríl í fær- eyskri eða norskri lögsögu. Óháð þessu geta Færeyjar og Noregur heimilað kvótaskipti til annarra strandríkja sem eru innan við 5% af hlut þjóðarinnar af heildaraflamarki. Samningurinn skaðlegur grænlenskum hagsmunum Henrik Leth, formaður nefndar um sjávarútveg og útflutning innan samtaka grænlenskra atvinnurek- enda, segir að þriggja ríkja samn- ingur ESB, Noregs og Færeyja sé beinlínis skaðlegur grænlenskum fiskveiðihagsmunum. Með því að setja inn í samninginn ákvæði um að skip frá aðilunum þremur megi ekki veiða makríl við Grænland sé komið í veg fyrir að afkastagetan sé aukin umfram það sem til staðar er í Grænlandi. Á þetta verði ekki litið öðru vísi en sem tilraun til að koma í veg fyrir að Grænlendingar geti þróað eigin sjávarútveg. Slík aðgerð sé ekki í neinu samræmi við fagurgala á fund- um danska ríkjasambandsins og í tengslum við svokölluð meðlima- verkefni innan Evrópusambandsins. Ætla sér að tvöfalda verðmæti makrílsins Morgunblaðið/Golli Fánum prýtt Skálabergið var á sínum tíma smíðað fyrir Færeyinga. Brim keypti skipið frá Argentínu, en það verður gert út frá Grænlandi. 20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MARS 2014 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Meirihlutinn íborgar-stjórn, sem æ oftar er farinn að standa saman af fulltrúum Besta flokksins, Samfylk- ingarinnar og Vinstri grænna, átti stórleiki á borgarstjórnarfundi í vikunni. Stórleikirnir voru að minnsta kosti tveir. Annars vegar tók meirihlutinn upp á því að álykta um utanríkismál, sem ásamt ýmsu öðru sem kemur borgar- málum ekkert við er farið að taka furðu mikinn tíma borgar- fulltrúa meirihlutans og borgar- stjóra sem fyrir vikið hafa ekki tíma til að sinna störfum sínum með kunnum afleiðingum víða um borgina. Meirihluti borgarinnar skor- aði á Alþingi að setja framhald aðlögunarviðræðnanna í þjóðar- atkvæðagreiðslu þó að vitað sé að hvorki ríkisstjórn, þing né þjóð hafi áhuga á aðild að ESB. Meirihlutinn hefur hins vegar ekki gert neitt með þann mikla stuðning sem borgarbúar hafa sýnt við að halda flugvellinum í Vatnsmýrinni. Þvert á móti fer meirihlutinn gegn eindregnum vilja borgarbúa og skipuleggur flugvöllinn í burtu og hyggst hefjast þegar handa um að flytja hann í áföngum. Enginn áhugi er á því hjá meirihlutanum að halda atkvæðagreiðslu meðal borgar- búa um hvort þeir vilja hafa flug- völlinn þar sem hann er eða ekki, enda vita samfylkingarflokk- arnir og VG svarið. Hinn stórleikur meirihlutans var að hafna því endanlega að fleiri fái að sjá niðurstöður PISA-könnunar á árangri nem- enda eftir skólum. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins, hefur beitt sér fyrir því að leyndinni yrði létt af þessum upplýsingum og flutti tillögu um að aflétta henni að hluta með því að stjórnir foreldra- félaga grunnskólanna fengju sundurgreindar upplýsingar. Lagt var til að stigið yrði svo hógvært skref í þeirri von að meirihlutinn fengist til að sam- þykkja það, en allt kom fyrir ekki. Upplýsingarnar skyldu áfram vera algert trúnaðarmál og mættu alls ekki koma fyrir sjónir þeirra sem ættu mestra hagsmuna að gæta, þ.e. foreldra grunnskólabarna. Niðurstöður samræmdra prófa hafa árum saman verið opnar almenningi og þykir sjálf- sagt mál. Meirihluti borgar- stjórnar er þrátt fyrir þetta þeirrar skoðunar að foreldrar megi alls ekki fá upplýsingar um hvernig skólar barna þeirra standa sig og hvort pottur er brotinn einhvers staðar í grunn- skólakerfi borgarinnar. Enn hefur ekki verið útskýrt með nokkrum skynsamlegum rökum hvers vegna PISA- niðurstöðurnar verða að vera slíkt leyndarmál. Hvað er það sem gæti komið í ljós yrðu þær birtar almenningi? Hvað er verið að fela? Væri ekki ráð, fyrst borgar- stjórnarmeirihlutinn er jafn áhugasamur um atkvæða- greiðslur og fram hefur komið, að hann láti kjósa um það sam- hliða kosningu um flugvöllinn hvort fólk vill að leyndinni af PISA-könnununum sé aflétt? Mætti ekki gera það samhliða borgarstjórnarkosningunum í vor? Hvernig færu kosn- ingar um flugvöllinn og um afléttingu leyndar um PISA- niðurstöður?} Vill ekki meirihlutinn spyrja borgarbúa? Það hefur sýntsig, og kom ekki á óvart, að við- leitni þingmeirihlut- ans til að taka mikið tillit til minnihlut- ans, leyfa honum til dæmis að ræða fundarstjórn forseta endalaust og taka til umræðu alls kyns und- arleg afbrigði af þeirri einföldu tillögu að draga til baka umsókn um aðild að Evrópusambandinu, hefur engu skilað. Þvert á móti hefur sá litli minnihluti á þingi og annars staðar í þjóðfélaginu sem vill aðild að Evrópusambandinu forherst í baráttunni við þá miklu tillitssemi sem honum er sýnd. Þetta kom ekki á óvart vegna þess að þetta er aðeins end- urtekning á því sem áður hefur gerst þegar reynt er að friða þennan hóp og sýna sjón- armiðum hans of mikinn skilning á kostnað hins stóra meirihluta sem vill standa utan Evrópusambands- ins. Þessi forherðing sýndi sig til að mynda í fyrirspurn Árna Páls Árnason- ar til Bjarna Bene- diktssonar á þinginu í fyrradag. Árni Páll, líkt og aðrir talsmenn ESB-rétttrúnaðarins, mun aldrei sætta sig við að meirihlutinn fái að ráða í þessu máli og að málið sé afgreitt á eðlilegan hátt í þinginu. Þetta er nú orðið svo augljóst að meirihlutinn hlýtur að fara að átta sig á að tilgangs- laust er að reyna að friða þá sem ætla sér með öllum ráðum að fá sitt fram og gefa ekkert fyrir meirihlutavilja Alþingis. Þegar staðan er orðin þessi er ekkert annað að gera fyrir meirihlutann en að afgreiða málið svo sómi sé að fyrir þing og þjóð – og hefja svo vinnu við önnur mál. Tilgangslaust er að reyna að koma til móts við ákafa aðildarsinna} Forhertur minnihluti F jölmiðlar hafa gert gjaldtöku við Geysi góð skil og einhverjir þeirra skima sérstaklega eftir óánægðum ferðamönnum og er það í takt við það fréttamat að neikvæð frétt sé venjulega verulega safaríkari en sú jákvæða. Óánægja ferðamanna með gjaldtöku virðist þó ekki sérlega mikil, þannig að fjölmiðlar hafa ekki haft ýkja mikið upp úr leit sinni. Erlendir ferðamenn hér á landi virðast líkj- ast íslenskum ferðamönnum í útlöndum að því leyti að flestir fagna þeir öllu sem þeir fá ókeypis en setja ekkert sérstaklega fyrir sig að borga smáaur fyrir að skoða vinsæla ferða- mannastaði. En þar sem það leynist örlítill Scrooge í manneskjunni, og kannski sér- staklega þegar hún er á ferðalagi í útlöndum, þá eru ekki allir ferðamenn sem sjá ástæðu til að skoða svæði sem þarf að borga sig inn á. Menn spara sér þá þann pening, þótt um litla upphæð sé að ræða. Er það al- veg jafn eðlilegt og það að stór hópur kjósi að borga sig inn á svæði til að skoða náttúruperlur. Nú er ljóst að ýmsir hafa þá prinsippafstöðu að það eigi alls ekki að taka gjald af fólki sem vill skoða náttúru- perlur. Það sé sjálfsagður réttur fólks að skoða náttúr- una að vild og beinlínis rangt að láta það borga fyrir að- gang að henni. Hugsunin er: Þetta er Gullfossinn minn – Geysir er hluti af mér – ég vil ekki að náttúra landsins míns sé gerð að ómerkilegri söluvöru. Það er fjarska auðvelt að hafa skilning á þessu ögn rómantíska sjónarmiði sem hljóm- ar svo göfuglega. Staðreyndin er hins vegar sú að ágangur ferðamanna á helstu ferða- mannastöðum landsins hefur í of langan tíma verið að skaða og eyðileggja náttúruna á þann hátt að ekki verður við unað. Það er fal- leg hugmynd að hundruð þúsunda ferða- manna geti ár hvert sprangað hamingjusöm um hina sífögru íslensku náttúru sér að kostnaðarlausu, en þegar horft er yfir svæðið sem þarf að þola þennan átroðning þá er sýn- in ekki jafnfögur. Það þarf nefnilega að taka til eftir ferðamennina – og eins og svo margt annað í þessum heimi þá kostar það peninga. Það er ekki ósanngjarnt heldur hreinlega sjálfsagt og eðlilegt að fólk borgi hóflegt gjald ætli það sér að skoða helstu ferða- mannastaði og náttúruperlur og jafnsjálfsagt er að það fjármagn sem fæst vegna gjaldtökunnar renni til upp- byggingar á þessum svæðum. Gjaldtaka á ferðamannasvæðum er ekki ein af hinum viðbjóðslegu birtingarmyndum kapítalismans heldur skynsamleg aðgerð. Útfærsluna þarf svo að ræða vand- lega. Hugmyndin um einn allsherjar ferðamannapassa um landið kann að hljóma eins og heppileg lausn en ekki er víst að svo sé. Sitthvað í sambandi við slíkan ferða- mannapassa hljómar eins og afar vond tegund af mið- stýringu. Núverandi stjórnvöld vilja vonandi ekki kenna sig við slíkt. kolbrun@mbl.is Kolbrún Bergþórsdóttir Pistill Borgað fyrir náttúruna STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Framundan eru tvíhliða viðræður Íslands við Færeyjar og Grænland. Fundurinn með Færeyingum hefur ekki verið tímasettur en gildandi samningur tekur til margra þátta. Nefna má gagnkvæm réttindi til veiða á norsk-íslenskri síld og kolmunna. Ákveðin heimild Íslendinga er til veiða á makríl og Hjaltlandseyjasíld vegna meðafla við síldveiðar. Færey- ingum er heimilt að veiða 5.600 t. af bolfiski á línu og handfæri í íslenskri lögsögu og þeir mega veiða ákveðna hlutdeild af loðnukvótanum við Ís- land. Ákveðið er að fundurinn með Grænlendingum verði í næstu viku og verður m.a. fjallað um samstarf, sameiginlega stofna og rannsóknir. Tvíhliða viðræður framundan SAMNINGAR ÍSLANDS VIÐ FÆREYJAR OG GRÆNLAND

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.