Morgunblaðið - 20.03.2014, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 20.03.2014, Blaðsíða 19
Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Nærri 300 vopnaðir menn réðust inn í höfuðstöðvar úkraínska sjóhersins í Sevastopol á Krímskaga í gær. Mar- ina Kanaljúk, aðstoðarmaður yfir- manns úkraínska flotans, sagði í samtali við CNN að þeir 70 hermenn sem fyrir voru í höfuðstöðvunum hefðu reynt að stöðva innrásarmenn- ina og reynt að tala þá til. Hún sagð- ist viss um að rússneskar öryggis- sveitir hefðu haft hönd í bagga með mönnunum, sem hefðu skipt út úkra- ínska fánanum fyrir þann rússneska en ekki hleypt af vopnum sínum. Skömmu eftir að höfuðstöðvarnar voru teknar yfir tilkynnti talsmaður varnarmálaráðuneytisins í Krím að Sergí Gajdúk, yfirmaður úkraínska flotans, hefði verið fluttur frá höf- uðstöðvunum af hópi fólks. Sam- kvæmt rússneskum fjölmiðlum var hann færður á skrifstofur ákæru- valdsins í borginni, þar sem til stóð að spyrja hann hvort hann hefði komið áleiðis skilaboðum frá Kænu- garði, um að úkraínskum hermönn- um væru nú heimilt að beita skot- vopnum sínum í sjálfsvörn. Vonast eftir friðsamlegri lausn AFP sagði frá því í gær að önnur herstöð sjóhersins hefði verið tekin yfir í gær, á meðan rússneskir her- menn stóðu hjá. Þá var tilkynnt að Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, myndi heim- sækja Rússland og Úkraínu í vikunni en vonir standa enn til að hægt verði að finna pólitíska lausn mála og koma í veg fyrir blóðug átök. Rússneski stjórnarskrárdómstóll- inn komst að þeirri niðurstöðu í gær að samningurinn um innlimun Krím í Rússneska sambandsríkið væri lög- mætur en ekkert annað ríki hefur viðurkennt aðskilnað Krím frá Úkra- ínu. Yfirvöld á skaganum hafa gefið úkraínskum hermönnum ákveðinn frest til að yfirgefa svæðið en þeir hafa verið umkringdir vopnuðum að- skilnaðarsinnum svo dögum skiptir. Réðust inn í höfuð- stöðvar sjóhersins  Yfirmanni úkraínska flotans rænt  Ekki hleypt af vopnum AFP Reknir á brott Úkraínskir hermenn yfirgefa höfuðstöðvar sjóhersins í Se- vastopol í gær á meðan rússneskir hermenn standa vörð við hliðið. Kemur til átaka? » Yfirvöld í Kænugarði undir- búa nú flutning úkraínskra her- manna og fjölskyldna þeirra frá Krímskaga. » Talsmaður Hvíta hússins hvatti stjórnvöld í Rússlandi til að ræða við ráðamenn í Úkra- ínu um ástandið við herstöð- varnar á Krímskaga. FRÉTTIR 19Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MARS 2014 … Heilsurækt fyrir konur Þarabakki 3 ~ 109 Reykjavík ~ sími 566 6161 ~ curves.is Settu heilsuna í fyrsta sæti! Við tökum vel á móti ykkur og bjóðum upp á notalegt andrúmsloft og skemmtilegan félagsskap. Æfingin hjá okkur tekur aðeins 30 mínútur 4 mánaða kort á 19.900 kr gildir frá 24. mars til 23. júlí. Komdu í frían prufutíma Staðgengill rannsóknarstjóra bandaríska varnarmálaráðuneyt- isins, sem m.a. er ætlað að hafa eft- irlit með bandarísku þjóðarörygg- isstofnuninni, segir að honum hafi ekki verið kunnugt um magn- söfnun stofnunarinnar á upplýs- ingum um innanlandssímtöl né hafi embættið opnað rannsókn þar að lútandi. Frá þessu greindi breski fjölmiðillinn Guardian á þriðjudag en það var hann sem upplýsti um umfangsmikla gagnasöfnun stofn- unarinnar. Játningar bandaríska embættis- mannsins, Anthonys C. Thomas, þykja skjóta skökku við, þar sem yfirvöld vestanhafs hafa ítrekað haldið því fram að njósnastarfsemi NSA sé undir ströngu eftirliti. Hún kemur einnig beint á hæla afhjúp- unar Washington Post um njósna- kerfið Mystic, sem gerir NSA kleift að hlera öll símtöl í ónefndu er- lendu ríki, mánuð aftur í tímann. Samkvæmt frétt Washington Post var Mystic fyrst tekið í notkun 2009 en geta þess nær nú til a.m.k. fimm landa. Leyniskjal um fjárveitingar fyrir árið 2013 bendir til þess að áhugi hafi verið fyrir því að beita Mystic í öðru ríki en ekki liggur fyrir hvort forritið hafi raunveru- lega verið notað til að veiða og geyma öll símtöl í tilteknu landi. Zeke Johnson, framkvæmda- stjóri hjá Amnesty International í Bandaríkjunum, sagði í tilkynningu í vikunni að í samanburði við NSA hefði George Orwell, höfundur Nineteen Eighty-Four og Animal Farm, verið ímyndunarsnauður. Hann sagði víðtæka söfnun upplýs- inga um samskipti fólks brjóta gegn friðhelgi einkalífsins, sem mælt væri fyrir um í alþjóðalögum. AFP Á hleri Ekki liggur fyrir í hvaða landi eða löndum Mystic hefur verið beitt. Ekkert eftirlit með njósnum NSA  Geta hlerað öll símtöl í erlendu ríki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.