Morgunblaðið - 20.03.2014, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 20.03.2014, Blaðsíða 25
hjá okkur. Þau nutu sín mjög að koma til okkar og við að fá þau. Þau töluðu mikið um gamla Dan- merkurtíma, en þau höfðu sjálf búið í Danmörku þegar Eggert var við nám þar og áttu góðar minningar þaðan og nutu þess að minnast þess tíma. Þegar Eggert lést árið 2010 í janúar hafði yngri sonur minn, þá rúmlega fjögurra ára gamall, miklar áhyggjur af ömmu Stein- unni. Hann spurði hana hreint út eitt kvöldið þegar við vorum í heimsókn hjá henni: „Býrðu þá bara ein núna, amma, og leiðist þér þá ekki að hafa ekki afa Egg- ert? “ Hún svaraði þeirri spurn- ingu líka hreinskilnislega játandi og knúsaði svo drenginn heitt og innilega eins og henni var einni lagið. Nú hefur Steinunn kvatt, eins og ég sagði sonum mínum, farin til Eggerts afa og Nonna, sonar þeirra. Ég hitti Steinunni stuttu áður, þar sem hún brosti til mín með sama hlýleika og alltaf og mér sýndist hún vera sátt og það sem er jafnvel enn meira virði, mér sýndist henni líða vel. Steinunn og Eggert kunnu svo sannarlega að beina athygli og áhuga sínum að því sem raun- verulega skiptir máli í lífinu, fjöl- skyldunni. Vonandi getum við sem eftir erum tekið þau til fyrirmyndar, notið samverustunda fjölskyld- unnar og sýnt hvort öðru áhuga af alúð og hlýju. Halldóra Hilmarsdóttir. Allt frá mínum bernskuárum var kær vinátta mömmu minnar og Steinunnar hluti af tilverunni. Steinunn og Eggert bjuggu fyrir sunnan svo það var viðburður þegar fjölskyldan kom í heim- sókn norður. Ég man vel eftir því þegar þau komu með Nonna í burðarrúminu, þá fárra mánaða, og þótti mér það merkilegt að hafa svo ungt barn sem nætur- gest. Mamma og Steinunn skiptust gjarnan á heimagerðum jólagjöf- um. Það gerðu þær þrátt fyrir að vera með stór heimili og sinna þess tíma jólaundirbúningi svo sem fatasaumi, bakstri og hrein- gerningum. Mér þykir vænt um að hjá pabba hanga enn uppi eld- húsgardínur sem Steinunn frænka saumaði og borðdúkar frá henni eru þar enn í notkun. Það er margt sem ég á Stein- unni frænku minni að þakka.Á fyrstu leið minni til útlanda gisti ég hjá Steinunni og Eggert. Steinunn fylgdi mér um miðja nótt úr hlaði og keyrði mig í rút- una til Keflavíkur. Þessum snún- ingum bætti hún framan við sinn vinnudag þótt ærinn starfi hafi beðið hennar. Síðar meir, þegar ég kom suð- ur til náms, var búskapur minn frumstæður eins og gengur fyrst um sinn. Það var auðsótt mál að koma með þvottinn til Steinunnar og sækja hann svo samanbrotinn og fínan í næstu heimsókn. Þvottaheimsóknunum fylgdi iðu- lega kvöldmatur og líflegar um- ræður fjölskyldunnar við eldhús- borðið. Ferðum á Furugrundina fækkaði reyndar þegar ég varð sjálfstæðari í mínum búskap í borginni, en áfram var ljúft og gott að heimsækja frændfólkið. Þegar synir mínir komu til sög- unnar og við litum í heimsókn fengu þeir svo innilegar móttökur að engu var líkara en að um ömmubörn væri að ræða. Þeir fengu hlý faðmlög og strokur á kinn hjá Steinunni frænku. Það var stjanað við þá, þeim þótti gaman að leika sér með leik- föngin á bænum og ekki var lak- ara að fá að sjá teiknimyndir í einu af sjónvörpunum hans Egg- erts. Við Jón Þór fengum að gleðj- ast með Steinunni og Eggert á 60 ára brúðkaupsafmæli þeirra sumarið 2009 í stórglæsilegri veislu þar sem fjölskylda og vinir voru saman komin. Samheldni þeirra hjóna, gestrisni og glað- værð var einstök alla tíð og mætt- um við yngra fólkið taka þau okk- ur til fyrirmyndar. Ekki löngu eftir að Eggert féll frá fór heilsu Steinunnar að hraka. En þrátt fyrir versnandi heilsu hélt hún sínu hlýja og glað- lega viðmóti. Áfram tók hún fagn- andi á móti mér þegar ég leit til hennar í Sunnuhlíð: „Nei, Fríða Dóra! En gaman að sjá þig!“ Spurði svo frétta af mér og mín- um og af fólkinu mínu fyrir norð- an. Ég fann að Steinunn saknaði mömmu minnar eftir að hún lést fyrir 18 árum, enda talaði hún oft um það. Í síðustu heimsókn minni til Steinunnar frænku þótti mér vænt um að sjá að höfuð hennar hvíldi á silkislæðu frá Stínu frænku, eins og hún kallaði hana mömmu. Við Jón Þór sendum frænd- fólki mínu innilegar samúðar- kveðjur. Blessuð sé minning okk- ar elskulegrar Steinunnar Steinsen. Hallfríður D. Sigurðardóttir (Fríða Dóra). Mig langar að minnast Stein- unnar frænku minnar í nokkrum orðum. Mínar fyrstu minningar um hana og Eggert eru þegar ég fór í fyrsta skipti suður með pabba og mömmu og við gistum hjá þeim á Nýbýlaveginum. Hún Steinunn var ótrúleg kona. Hún var með stórt heimili, fimm börn og bæði föður og tengdaföður sem hún annaðist en samt var alveg sjálfsagt að taka á móti fimm manna fjölskyldu að norðan í nokkra daga. Ég man þegar hún talaði um hvað það hefði verið mikill munur ef hún hefði getað keypt 10 lítra mjólk- urkassa eins og fékkst fyrir norð- an en þá fengust aðeins eins lítra hyrnur sem voru plássfrekar í ís- skapnum. Jólagjafirnar sem hún sendi mömmu voru heimatilbún- ar, gardínur, dúkar og ýmislegt fleira. Þetta gerði hún þrátt fyrir mikla vinnu. Þegar ég var orðin fullorðin og hafði eignast mína fjölskyldu hélt ég áfram að venja komur mínar til Eggerts og Steinunnar og það var sama sagan; ekkert mál að fá gistingu á Furugrundinni. Ef við vorum bíllaus var sjálfsagt að keyra okkur hvert sem við þurft- um, það var borinn veislumatur á borð og endalaust stjanað við okkur. Það var yndislegt að koma til þeirra. Það var alltaf svo mikil gleði í kringum þau. Við fengum fréttir af fjölskyldunni, hvað barnabörnin væru að gera og síð- an þegar langömmubörnin komu í heiminn sýndu þau okkur nýj- ustu myndirnar af þeim og sögðu okkur hvernig gengi. Eggert lést eftir erfið veikindi 2010 og var það mikill missir fyrir Steinunni. Sumarið eftir kom Steinunn norður í sína síðustu ferð og í fyrsta skipti án Eggerts. Við áttum nokkra dásamlega daga saman, við fórum út á Hjalt- eyri og fengum okkur kaffi og skoðuðum okkur um á æskuslóð- um hennar og hún fræddi mig um þorpið og sveitina sína og fólkið sem þar bjó. Í byrjun febrúar komum við hjónin suður og heimsóttum Steinunni í Sunnuhlíð. Þá var hún orðin mjög veik en hún var glöð að sjá okkur. „Sirrý mín, mikið er gaman að sjá ykkur! Hvað er að frétta af pabba þínum? Hvað er að frétta að norðan?“ Ég vissi að ég væri að hitta hana í síðasta sinn og er þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til að kveðja hana. Elsku Steinunn mín, innilegar þakkir fyrir allar góðu stundirnar hjá ykkur og alla hjálpina og elskulegheitin í okkar garð í gegnum tíðina. Elsku Rúnar, Steinn, Anna, Raddý, Brynja og fjölskyldur, við Reynir sendum ykkur innilegar samúðarkveðjur. Sigríður Margrét (Sirrý). MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MARS 2014 ✝ Ágúst Jóhann-es Jónsson fæddist 20. mars 1929 á Vopnafirði. Hann lést 21. febr- úar 2014. Foreldrar hans voru hjónin Sigur- veig Ólafsdóttir húsfreyja og Jón Sigurjónsson, verkamaður frá Vogum í Vopna- firði. Systkini Ágústar voru Kristján Halldór, f. 30.8. 1915, Björn Vigfús, f. 25.11. 1916, Sig- urður Karl, f. 1.2. 1919, Björg- ólfur, f. 24.9. 1923, Sigurjón, f. 13.8. 1926, Guðrún Björg, f. 9.1. 1933 og Rósa, f. 31.7. 1934, þau eru öll látin. Hinn 16. desember 1951 þeirra eru Ólafur Dan, f. 1984, Jón Viðar, f. 1992, og Kristbjörg Eva, f. 1995. Langafabörnin eru sex. Ágúst ólst upp á Vopnafirði þar sem hann starfaði lengst af sem vörubílstjóri og sjómaður. Í kjölfar veikinda hóf hann að vinna sem vélstjóri við frystihús Tanga á Vopnafirði og sinnti hann því starfi til ársins 1997. Hann var virkur meðlimur í Kiwanisklúbbi Vopnafjarðar, músíkmaður mikill og lék ófáa tímana á harmonikku við ýmis tækifæri. Í kjölfar veikinda flutti hann árið 1998 ásamt eiginkonu sinni til Reykjavíkur. Hann bjó síðustu æviárin í Fróðengi 1. Útför hans fór fram í kyrrþey frá Grafarvogskirkju 3. mars 2014. kvæntist Ágúst eft- irlifandi eiginkonu sinni, Kristbjörgu D. Gunnarsdóttur, f. 22.10. 1930. Dæt- ur þeirra eru Gunn- ur Hanna, f. 23.7. 1954, d. 22. maí 1997. Börn hennar og Gunnlaugs Sig- urðssonar eru Sig- urður, f. 1977 og Melkorka, f. 1986. Jóna Sigurveig, f. 25.6. 1958, eiginmaður hennar er Helgi Rúnar Elísson. Börn hennar og Jóns Þórs Kristmannssonar eru Ágúst Jóhannes, f. 1976, Viðar, f. 1977, Kristmann, f. 1983 og Malen Björg, f. 1994. Anna Hjör- dís, f. 22.6. 1964 eiginmaður hennar er Hreinn Ólafsson, börn Elsku Gústi minn, það er mikill söknuður í hjarta mínu en einnig þakklæti fyrir öll þau ár sem við fengum að vera saman. Dagurinn kveður, mánans bjarta brá blikar í skýja sundi. Lokkar í blænum, leiftur augum frá, loforð um endurfundi. Góða nótt, góða nótt, gamanið líður fljótt, brosin þín bíða mín, er birtan úr austri skín. Dreymi þig sólskin og sumarfrið, syngjandi fugla og lækjarnið. Allt er hljótt, allt er hljótt, ástin mín góða nótt. (Árni úr Eyjum/Ási í Bæ.) Þín minning lifir í mínu hjarta. Þín eiginkona, Kristbjörg Gunnarsdóttir. Það er með sárum söknuði en miklu þakklæti sem ég set þessar línur á blað. Í dag er afmælisdag- ur pabba míns sem lést 21. febrúar sl. Ég hélt að ég fengi að njóta dagsins með honum, en hann var kallaður til starfa á öðrum stað og af nógu er að taka því pabbi minn gegndi mörgum störfum í gegnum ævina. Hann sinnti þeim öllum af miklum krafti, samviskusemi og elju, það var aldrei gefið neitt eft- ir, heldur alltaf gert meira og allt skyldi klárað sem hægt var að gera í dag, ekki bíða með það til morguns, það var ekki pabbi. Hann var harðduglegur og ósér- hlífinn, var ekki gamall er hann reisti æskuheimilið okkar systra heima á Vopnafirði. Þar naut ég leiðsagnar, gleði og hvatningar. Pabbi var mjög greiðvikinn og þegar til hans var leitað sama hver barði að dyrum þá lét hann ekki sitt eftir liggja. Hann var úrræða- góður og hugmyndaríkur sem sést í þeim fjöldamörgu hlutum sem hann hannaði og bjó til. Pabbi var léttur í lund og mikill húmoristi, þrátt fyrir veikindi sem hann glímdi við strax um miðjan aldur, missti hann ekki sjónar á því. Hann var mikill afi, hann var stríðinn og því höfðu börnin svo sannarlega gaman af, hann sýndi afabörnunum sínum alltaf mikla natni og áhuga sama hvað þau voru að fást við. Hann var mikill matmaður og var grillmatur í sér- stöku uppáhaldi í seinni tíð sem og góðir hamborgar, toppurinn var svo gott kaffi og eitthvað sætt á eftir. Pabbi var hlýr maður og átti gott með að samgleðjast öðrum. Ég varð þess aðnjótandi fyrir nokkrum árum að dansa við pabba, það var dásamleg stund og yndisleg minning, ég komst að því þá að hann var hörkudansari, eitt- hvað sem ég vissi ekki fyrr. Nú, pabbi minn, siglir þú á öðr- um miðum með bros á vör, ég er þess fullviss að systir mín hefur tekið á móti þér. Fyrir mér varst þú ímynd hins göfuga og góða, svo fallegur, einlægur og hlýr en örlögin þín ráðin – mig setur hljóða við hittumst samt aftur á ný. Megi algóður guð þína sálu nú geyma, gæta að sorgmæddum, græða djúp sár. Þó kominn sért yfir í aðra heima Mun minning þín lifa um ókomin ár. (Höf. ók.) Elsku pabbi minn, hafðu þakkir fyrir allt, ég hefði ekki getað átt betri pabba. Þín dóttir, Anna Hjördís. Þakklæti er mér efst í huga er ég kveð tengdaföður minn, Ágúst Jóhannes Jónsson, sem hefði orðið 85 ára í dag, en hann lést 21. febr- úar sl. Okkar kynni hófust fyrir 32 árum er við Anna Hjördís dóttir hans felldum hugi okkar saman. Það tók mig ekki langan tíma að komast að hvaða mann hann hafði að geyma og það eru ekki margir sem ég þekki sem fara í sporin hans. Gústi eins og hann var æv- inlega kallaður var einstaklega traustur og góður maður. Hann var heiðarlegur, dugleg- ur, nákvæmur og alltaf boðinn og búinn að aðstoða ef á þurfti að halda. Hann lifði eftir orðunum, ef þú getur gert hlutina í dag ekki fresta þeim þá til morguns. Það voru ófá handtökin sem hann lagði til við húsbyggingu okkar hjóna. Hann hafði röð og reglu á hlut- unum og var einstaklega handlag- inn og ef hann vatnaði einhverja hluti þá var oftar en ekki farið í bílskúrinn og ekki hætt fyrr en verkinu var lokið. Hann hafði yndi að því að búa til eitthvað nytsam- legt og um það segja allir þeir lampar sem hann renndi, gaf ætt- ingjum sínum og að sjálfsögðu renndi hann þá í rennibekk sem hann smíðaði sjálfur. Gústi starfaði lengst af ævi sinnar sem bílstjóri og sjómaður, stundaði meðal annars hákarla- veiðar og var hákarlinn hans eft- irsóttur. Oftar en ekki þurfti að veiða og verka upp í pantanir þar sem allt var lagt í að bragðið yrði sem best. Gústi var hæglátur húmoristi og var hrókur alls fagnaðar í góðra vina hópi. Hann hafði gam- an af því að segja sögur af alls- konar pakkarastrikum frá unga aldri og hafði einnig gaman af því að glettast við barnabörnin. Hann var greiðvikinn og vildi aldrei láta fyrir sér hafa. En eitt var það sem fylgdi honum allan þann tíma er við þekktumst en það voru þau veikindi sem hann þurfti að takast á við. Oft hef ég hugsað hvernig er hægt að leggja slíkt á einn mann og hvernig einn maður getur tekið á slíkum veikindum með æðruleysi og lítillæti eins og hann gerði. Þá stóð Kristbjörg eiginkona hans alltaf sem klettur við hlið manns síns í veikindum hans. Ég er þess fullviss að Gústi minn hvíli í friði og bið ég tengda- móður minni og fjölskyldu guðs blessunar. Minningin um tengda- föður minn og hans góðu verk munu lifa í hjarta mínu um ókom- in ár. Hreinn Ólafsson. Þegar ég hugsa um afa minn vekur það upp margar minningar og það minnir mig einnig á hvað þessi merkismaður kenndi mér öll árin sem ég fékk að eyða með honum. Þegar ég fór í heimsókn til hans og ömmu sá hann alltaf til þess að mér liði sem best og að ég gengi út með bros á vör. Alltaf þegar ég kom bauð hann mér súkkulaði eða eitthvert annað got- terí sem hann átti og breiddi alltaf yfir mig teppi þegar ég sofnaði á sófanum hjá honum og ömmu. Það er alveg ótrúlegt hvað hann hugsaði alltaf fyrst og fremst um hamingju annarra og gerði alltaf allt sem hann gat til þess að gera öðrum glaðari dag. Ef það var eitthvert verkefni fyrir höndum sem völ var á að klára samdægurs gerði hann það, það var alls ekki í myndinni að fresta því um einn dag. Hann var dug- legur, baráttumikill, hress og skemmtilegur. Hann var fullur af trú, von og kærleik. Ekki má gleyma því að hann var algjör húmoristi. Ég get ekki lýst því hversu miklum söknuð ég finn fyrir. Tárin sem hafa fallið eru óteljandi. Ástæðan fyrir þeim er að ég hefði ekki getað beðið um betri afa og ég er innilega þakklát fyrir allar þær stundir sem ég átti með honum og fyrir allt sem hann var mér. Ef það er eitthvað sem ég vil þá er það að líkjast honum. Hann er umvafinn englum og friði. Hann mun alltaf eiga stað í hjarta mér og minningarnar varðveiti ég að eilífu. Mér þótti svo vænt um hann og þykir það enn. Guð geymi þig, afi minn. Þín Kristbjörg Eva. Ágúst Jóhannes Jónsson ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og bróðir, SÆVAR ÓSKARSSON sjómaður og útgerðarmaður, Ásabraut 7, Grindavík, lést á hjartadeild Landspítalans við Hringbraut mánudaginn 17. mars. Útför hans verður auglýst síðar. Khamnuan Phiubaikham Sævarsson, Óskar Sævarsson, Jóhanna Sævarsdóttir, Erlendur Sævarsson, Kári Kham Sævarsson, Dagbjört Óskarsdóttir, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, LÁRA SIGURJÓNSDÓTTIR, Stapaseli 11, Reykjavík, lést á krabbameinsdeild Landspítalans við Hringbraut fimmtudaginn 6. mars. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sérstakar þakkir viljum við færa heimahjúkrun Karitas og starfsfólki á deild 11E við Hringbraut. Dagþór Haraldsson, Jón Gauti Árnason, Siv Carlsen, Hafsteinn Davíðsson, Laufey Friðriksdóttir, Óðinn Þór Jónsson, Elva Rut Hraundal, Ægir Már Jónsson og langömmubörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir og afi, GUNNLAUGUR G. EINARSSON bifreiðasmiður, Bjarkarási 21, Garðabæ, lést á gjörgæsludeild Borgarspítalans laugardaginn 15. mars. Útförin fer fram frá Vídalínskirkju miðvikudaginn 26. mars kl. 13.00. Jóna Haraldsdóttir, Margrét Gunnlaugsdóttir, Sigurhans Vignir, Halldór Gunnlaugsson, Hildur Sveinsdóttir, Jóna Rut, Tómas, María, Óttar og Rúrik. Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vin- samlega beðnir að nota inn- sendikerfi blaðsins. Neðst á for- síðu mbl.is má finna upplýsingar um innsending- armáta og skilafrest. Einnig má smella á Morgunblaðslógóið efst í hægra horninu og velja viðeig- andi lið. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.