Morgunblaðið - 20.03.2014, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 20.03.2014, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MARS 2014 ✝ Dóra Ingvars-dóttir fæddist í Reykjavík 30. októ- ber 1936. Hún lést á líknardeild Land- spítalans í Kópa- vogi 11. mars 2014. Foreldrar henn- ar voru Ingvar Þórðarson, f. 4.10. 1907, d. 27.12. 1998, og Ingibjörg Svava Helgadóttir, f. 31.12. 1912, d. 31.5. 2004. Systkini Dóru eru Helgi Ingv- arsson, f. 26.11. 1938 og Kristín Ingvarsdóttir, f. 17.2. 1945, d. 8.11. 1987. Dóra giftist 4. ágúst 1957 Ólafi Oddgeirssyni, f. 2.10. 1929, d. 15.2. 2012. For- eldrar hans voru Oddgeir Ólafsson, f. 24.5. 1891, d. 31.10. 1977 og Þórunn Einarsdóttir, f. 24.10. 1889, d. 11.12. 1968. Dóttir Dóru er Þórunn Ólafs- dóttir, f. 20.1. 1964. Hún er gift Marteini Sigurðssyni, f. 18.3. 1966. Börn þeirra eru Berglind Marteinsdóttir, f. 26.6. 1986, unnusti hennar er Jóhannes Fannar Einarsson og Ólafur Marteinsson, f. 6.8. 1989. Dóra ólst upp í Reykjavík til 12 ára aldurs en flutti þá að Rauða- skriðum í Fljótshlíð og bjó þar til ársins 1957. Eftir að Dóra aði þar til ársins 1985 en þá var hún ráðin útibússtjóri Sel- jaútibús, er síðar varð Búnaðarbankinn í Mjódd. Dóra var mjög virk í félags- störfum en hún var fyrsta kon- an sem var formaður Starfs- mannafélags Búnaðarbanka Íslands á árunum 1979 til 1982. Frá 1982 til 1987 var hún for- maður Rangæingafélagsins í Reykjavík, einnig fyrsta konan sem gegndi því embætti. Dóra var gerð að heiðursfélaga Rangæingafélagsins árið 2011. Um tíma sat hún í stjórn Sam- bands íslenskra bankamanna og í samninganefnd á vegum þess. Dóra var soroptimisti og starfaði með þeim og eignaðist þar margar góðar vinkonur. Dóra var lengi tengd safnarð- arstarfi Seljakirkju og sat í sóknarnefnd þar um árabil. Eftir að hún lét af störfum í Búnaðarbankanum vegna ald- urs, varð hún fjármálastjóri Seljakirkju í nokkur ár; einnig skipulagði hún um árabil starf og samkomur fyrir aldraða í sókninni ásamt sr. Valgeiri Ástráðssyni. Dóra var var tölu- vert í húsi sínu á Hvolsvelli og tók þátt í starfi eldri borgara þar. Hún söng með Hringnum, kór eldri borgara, og var for- maður kórsins í frá 2011-2013. Útför Dóru fer fram frá Seljakirkju í dag, 20. mars 2014, og hefst athöfnin kl. 11. giftist Ólafi fluttu þau til Reykjavík- ur þar sem þau bjuggu alla sína búskapartíð. Dóra stundaði nám við Skógaskóla og tók þaðan landspróf árið 1954. Hún stundaði nám við Kennaraskóla Ís- lands. Síðar hóf hún nám við öld- ungadeild Menntaskólans við Hamrahlíð og útskrifaðist það- an með stúdentspróf árið 1978. Haustið 1991 var Dóra við nám hjá Barclays Bank í London fyrir erlenda bankamenn og lauk svo námi hjá Endurmenntunarstofnun Há- skóla Íslands í viðskiptafræðum vorið 1993. Að loknum starfs- ferli stundaði hún nám í þjóð- fræði við Háskóla Íslands. Dóra hóf störf hjá Sláturfélagi Suð- urlands árið 1958 og starfaði sem deildarsjóri afurða- viðskipta bænda til ársins 1975. Árið 1977 hóf Dóra störf hjá Búnaðarbanka Íslands, fyrst hjá hagdeild bankans og síðan í skipulagsdeild hans. Árið 1980 var hún ráðin sem skrif- stofustjóri hjá Búnaðarbanka Íslands í Mosfellssveit og starf- Allt mitt líf hefur mamma staðið mér við hlið bæði sem verndari og leiðbeinandi, sterk og einstaklega ástrík og hjálpleg. Ég og fjölskyldan mín eigum henni því mikið að þakka. Við vorum afar nánar þar sem við höfum nánast alltaf búið í sama húsi. Mamma var kletturinn í fjölskyldunni og ef eitthvað átti að framkvæma var það lagt undir hana. Hún var alltaf jákvæð og tilbúin að aðstoða eins hún mögu- lega gat. Mamma bar virðingu fyrir fólki og því sem það tók sér fyrir hendur. Hún bar miklar taugar til fjölskyldu sinnar, for- eldra sinna og var náin systkin- um sínum og börnum þeirra. For- eldrar mínir voru samheldin hjón og í sameiningu og með miklum dugnaði tókst þeim að koma und- ir sig fótunum hér í Reykjavík eftir að þau fluttu úr sveitinni. Eitt af þeirra sameiginlegu verk- efnum var að byggja húsið okkar í Stapaseli 13 sem hefur verið heimili okkar allra síðan. Þegar Matti flutti til okkar 16 ára gam- all og studdi mamma hann og hvatti og stuðlaði að því að hann færi í frekara nám. Börnunum mínum var mamma metanlegur vinur. Hún lék við þau og fór með þeim í göngutúra og ferðalög til að opna augu þeirra fyrir nátt- úrunni en mamma var mikið nátt- úrubarn. Það er mér sérstaklega minnisstætt að þegar við fluttum á Hvolsvöll og vorum þar í eitt ár og þegar Berglind sem var 4 ára áttaði sig á að við værum að flytja úr Stapaselinu, þá grét hún í fanginu á ömmu sinni og sagðist vilja hafa okkur báðar hjá sér. Hún gat ekki hugsað sér að vera án ömmu. Mamma vann alltaf mjög mikið og hafði mikinn metn- að í því sem hún tók sér fyrir hendur. Hún var alltaf tilbúin að læra og bæta við þekkingu sína. Á fullorðinsárum dreif hún sig í nám og upp úr því hóf hún störf sín hjá Búnaðarbanka Íslands. Hún naut starfs síns sem var oft viðkvæmt og kom að flestum þáttum mannlífsins. Hún sagði stundum að það væri lífsskóli sinn. Það að hefja nám í Háskól- anum á sjötugsaldri segir til um það áræði og dugnað sem henni var einni lagið. Samhliða því námi hugsaði hún um pabba sem var orðinn ansi lélegur til heilsunnar. Mamma var mikið félagsmála- tröll og starfaði í ýmsum fé- lagsstörfum af mikilli ánægju en í gegnum þau kynnist hún mörgu góðu fólki sem hún ræktaði sam- band við. Mamma var mikill dýravinur og átti góðan vin í Pílu hundinum þeirra pabba, henni sinnti hún af ástúð eins og okkur hinum. Hún var tilfinninganæm bæði gagnvart náttúrunni og dýrum og mátti ekki vita af illri meðferð þeirra. Síðustu mánuðir sýndu enn og aftur hversu sterk kona mamma var. Með eindæma æðruleysi tókst hún á við erfiðan sjúkdóm. Hún kvartaði aldrei og þakkaði alltaf öllum sem hjúkr- uðu henni. Hún naut þess tíma sem hún hafði, og sótti marga menningarviðburði með Mar- gréti vinkonu sinni sem var henni ómetanleg hjálp síðustu mánuð- ina. Mamma trúði því að fólkið hennar tæki á móti henni þegar jarðvist hennar hér væri lokið og það hjálpar mér við að takast á við missi minn. Ég kveð mömmu mína með miklum söknuði en efst er mér í huga þakklæti fyrir alla ástúðina og umhyggjuna sem hún bar fyrir mér og mínum öll árin. Þórunn. Ég ætla í nokkrum orðum að minnast hennar Dóru tengda- móður minnar sem lést fyrir skömmu. Ég hitti Dóru fyrst árið 1978 þegar ég var í sveit í Dalseli hjá þeim Einari og Símoni, bræðrum Óla eiginmanns Dóru. Ekki hafði ég hugmynd um það þá að okkar kynni ættu eftir að vara í rúmlega 30 ár. Hver kann- ast ekki við alla frasana um „tengdó?“ Þar sem því er haldið fram að því meiri fjarlægð frá „tengdó“ þeim mun betra líf. Dóra hrakti þessa mýtu út í hafs- auga. Dóru fannst alltaf gamna að því að ferðast og þegar Berglind og Óli fæddust eignaðist hún nýja ferðafélaga sem hún naut að ferðast með um landið og segja þeim sögur. Ekki þurfti endilega að fara langt til að útiveran kall- aðist ferðalag og þeir voru ófáir göngutúrarnir sem hún fór með þeim stuttfættu um „óbyggðir“ Breiðholts og leiðangurinn að Búddalíkneskinu þótti alltaf skemmtilegur og iðulega voru litlir vasar fullir af dýrmætum steinum þegar heim var komið. Ég veit að henni þótti ómetanlegt að hafa þau á neðri hæðinni allan þennan tíma. Dóra þekkti ótrúlega marga í gegnum þau störf sem hún gegndi um ævina og það var nán- ast undantekning ef hún rakst ekki á einhver sem hún þekkti þegar hún fór úr úr húsi og þá var náttúrlega tekið smáspjall og svo var maður fræddur um það hver viðkomandi hefði verið og hverra manna hann væri. Þessi mikli vinafjöldi skilaði sér svo oft og iðulega í sunnudagskaffi í Þrast- arlundi uppi við Elliðavatn, en þar höfðu þau hjónin komið sér upp sumarbústað og áttu þar góðar stundir á sumrin. Átthagarnir toguðu í Dóru og þegar það átti að malbika allt í kringum Elliðavatn í góðærinu seldu þau Þrastalund, keyptu sér hús á Hvolsvelli og létu sig ekki muna um það að flytjast búferl- um austur fyrir fjall á sumrin. Á Hvolsvelli var hún í návígi við það umhverfi sem hún hefur alltaf talað svo vel um, fór að stunda hestamennsku og kom sér upp skúr á Dílanum þar sem hún geymdi reiðtygin og gerði út það- an og voru þessir reiðtúrar, stutt- ir sem langir, henni ómetanlegir. Það voru ekki bara menn og mál- eysingjar sem nutu góðs af vænt- umþykju Dóru. Jurtaríkið var henni líka hugleikið og á hverju vori skriðu þær mæðgurnar um beðin í Stapaselinu reyttu arfa og gróðursettu blóm og umhverfis skúrinn góða á Dílanum var hún búin að gróðursetja fjöldann all- an af trjám sem henni þótti mjög vænt um. Í fyrravor fór hún að kenna sér þess meins sem að lok- um lagði hana að velli. Margir vina hennar léttu undir með henni, komu í heimsókn og fóru með henni á þá menningar- viðburði sem löðuðu Dóru að sér. Af öllum öðrum ólöstuðum þá á Margrét vinkona hennar frá Barkarstöðum hrós skilið fyrir sína umhyggju gagnvart Dóru. Okkar síðasta verk saman var að fara upp í hesthús því hún vildi vera viss um að það væri í þannig standi að hægt yrði að láta það á sölu. Og þó að stiginn upp á kaffi- stofuna væri brattur harkaði hún af sér og fullvissaði sig um að allt væri í lagi. Ég á Dóru svo ótrúlega margt að þakka og það skarð sem hún skilur eftir verður ekki fyllt. Með þessum orðum kveð ég þig, Dóra mín. Marteinn. Elsku amma mín, mér finnst svo erfitt að trúa því að þú sért farin frá mér og ég á erfitt með að finna réttu orðin. Þú varst ótrú- leg kona, hlýja og góða amma mín sem bað alltaf um einn mjúk- an á kinnina. Amma Dóra var líka klára viðskiptakonan og braut- ryðjandinn, hetjan mín sem ég hef litið upp til frá því ég man eft- ir mér. Amma gat allt og kenndi mér líka að ég gæti allt. Þó að við hefðum fengið að velja sjálf hefð- um við fjölskyldan ekki getað val- ið betur en þig og Óla afa. Heima í Stapaselinu átti ég dýrmætan fjársjóð í þér, á nóttunni þegar mér var illt í fótunum nuddaðir þú þá og leyfðir mér svo að kúra hjá þér í holunni þinni þar til ég sofnaði, eða þegar ég skellti mér í sturtu og við sungum saman sturtulagið. Að eiga ákveðið sturtulag með ömmu er sérstök og ómetanleg minning. Ég byrj- aði snemma að æfa mig fyrir framtíðina í viðskiptalífinu á skrifstofunni þinni í bankanum, þar fékk ég að sitja í stólnum þín- um og stimpla með bankastimpl- unum eða lagði saman langar runur af tölum í reiknivélinni. Ég ætlaði að vera eins og amma þeg- ar ég yrði stór. Þú varst alltaf svo fín og ég veit upp á hár hvaðan ég fékk áhugann á því að punta mig og klæða mig upp, það var alltaf svo gaman að fá að kíkja í skáp- ana þína eða setjast við snyrti- borðið og setja á mig klemmu- eyrnalokka. Eftir að Óli afi fór frá okkur fékk ég að fylgja með á frumsýningar hjá Íslensku óper- unni, við nutum þess að gera okk- ur fínar og sjá allt hitt prúðbúna fólkið áður en óperan hófst. Eftir sýninguna ræddum við svo tón- listina, búningana og hvað sögu- þráðurinn var alltaf agalega dramatískur. Tónlist er sam- tvinnuð mörgum minningum um þig og Edith Piaf er í sérstöku uppáhaldi, platan hennar var sett á fóninn og svo dönsuðum við saman um stofuna. Það var erfitt að flytja frá ykk- ur í Stapaselinu til Kaupmanna- hafnar og fjarlægðin var sérstak- lega erfið þegar tíðindin um veikindi þín bárust. Við héldum samt alltaf í vonina um að þú kæmist í heimsókn til mín og töl- uðum oft um að spóka okkur sam- an á Strikinu, kíkja í búðir og á kaffihús. En svo kom að því sem óumflýjanlegt var og ég gat ekki hugsað mér annað en að koma og vera hjá þér. Hlutverkin höfðu snúist við og ég hélt í höndina á þér og strauk þér um ennið þar til þú gast sofnað. Sorgin er verðið sem við greiðum fyrir ástina og hún ristir djúpt því ástin og tengslin sem við áttum voru svo sérstök og dýrmæt. Elsku amma, þú átt stóran sess í hjartanu mínu og söknuð- urinn nístir þó að ég viti að þú sért komin á betri stað þar sem Óli afi beið eftir þér. Stelpan þín á minningar um bestu ömmuna og þær lifa að eilífu. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Þín, Berglind. Dóra Ingvarsdóttir, föðursyst- ir mín, hefur haft vistaskipti eins og hún kallaði það. Dóra var mér einstaklega kær, hún var ein af þessum íslensku dugnaðarkon- um. Dóra var mikill Rangæingur og elskaði sveitina sína. Hún fór ung í heimsóknir til ömmu sinnar og afa að Hlíðarenda í Fljótshlíð og ellefu ára fluttist hún með fjöl- skyldunni að Rauðaskriðum í Fljótshlíð. Flutningurinn var erf- iður fyrir Dóru en mikil vinna og uppbyggingarstarf beið fjöl- skyldunnar á Rauðaskriðum og heimavistarskóli á Skógum. Seinna flutti Dóra með Óla sínum til Reykjavíkur og bjó þar alla tíð. Dóra hóf nám við kennaraskól- ann í Reykjavík, en náði ekki að klára það þar sem að hún hafði ráðið sig í vinnu hjá SS til að geta keypt íbúð fyrir fjölskylduna. Síðar fór Dóra í kvöldskóla MH og lauk stúdentsprófi. Eftir að hún hætti að vinna hóf hún nám í þjóðháttafræði við Háskóla Ís- lands. Hún var mikil námsmann- eskja, var öguð og átti gott með að læra. Ég var svo heppin sem ung- lingur að fá að búa hjá Dóru og Óla þegar ég stundaði nám og kynnast þeim, en þau hjón voru einstök. Við systkinabörn Dóru nutum einstakrar umhyggju, kærleika og vináttu frá henni. Ég gleymi aldrei brosinu sem tók á móti okkur fjölskyldunni í hvert sinn sem við komum í heimsókn í Hvassaleitið og síðar Stapaselið eða gleðinni sem fyllti Sólheima þegar Dóra, Óli og Þórunn komu í sveitina. Þá var mikið spjallað, hlegið og við systkinin vorum föðmuð í bak og fyrir. Dóra var áræðin og bjó yfir mikilli þrautseigju. Hún trúði því alltaf að maður gæti gert allt sem maður vildi, bara með því að ætla sér og fylgja því eftir af heilum hug. Það var lærdómsríkt að fylgjast með henni í störfum sín- um sem útibússtjóri Búnaðar- bankans í Mjódd. Þar kynntist hún mörgum, fólki sem þurfti að- stoð, öðrum sem voru að skipu- leggja framtíðina og enn öðrum sem voru að láta drauma sína rætast. Hæfileikar Dóru komu glöggt fram í þessu starfi, þar sem hún gat leiðbeint fólki, tekið þátt í velgengninni með gleði sinni, sýnt fólki áhuga og fyllt það af þeirri trú að það gæti gert það sem það langaði til. Dóra var mikill náttúruunn- andi og það voru margar fjöl- skylduferðirnar sem voru farnar. Ein af mínum fyrstu minningum sem barn er þar sem ég sit í fang- inu á Dóru, í framsætinu á Citro- ën-bíl sem þau Óli áttu keyrandi uppi á hálendi. Alltaf var gleðin, nærgætnin og væntumþykjan til staðar og áhugi fyrir umhverfinu. Dóra var einnig virk í félagsmál- um. Meðal annars var aðdáunar- vert að fylgjast með henni drífa Rangæingafélagið í Reykjavík áfram. Þar sýndi hún hvernig góður stjórnandi getur virkjað krafta fólks og komið ótrúlega miklu í framkvæmd. Dóra tók virkan þátt í kirkjustarfi Selja- kirkju og þegar hún var hætt að vinna, eignuðust þau Óli hús á Hvolsvelli og þar tók Dóra þátt í kórastarfi eldri borgara, en hún var einstaklega tónelsk. Nú er komið að leiðarlokum. Minningin um einstaka konu, frænku, móður, ömmu, systur, góðan vin og fyrirmynd lifir með okkur. Ömmu Dóru er sárt sakn- að. Guð blessi minningu þína. Hrafnhildur Helgadóttir. Elsku Dóra frænka er dáin. Okkur systurnar langar að minn- ast hennar í fáeinum orðum. Dóra frænka var ljúf, hlý og hafði góða nærveru. Þegar við vorum yngri fannst okkur ævintýralegt að koma á heimili þeirra Óla, í þetta stóra og fallega hús í Stapa- selinu. Þar fannst okkur við sjá allan heiminn út um stofuglugg- ann enda útsýnið glæsilegt. Svo var notalegt að sökkva í rauða sófasettið með kók í lituðu glasi og hlusta á fullorðna fólkið tala saman. Einhvern tímann fengum við systur að fara í helgarferð til Dóru og Óla. Þá fórum við með rútunni frá Hvolsvelli og þau tóku á móti okkur á BSÍ. Þessa helgina var ýmislegt brallað, far- ið í bíó, búðaráp og flotti glugginn hjá Báru bleiku skoðaður, en Dóra vildi endilega sýna okkur hann. Á laugardagskvöldinu fóru Dóra og Óli með okkur á rúntinn um miðbæ Reykjavíkur. Þá sát- um við einsog prinsessur í leð- urklæddum leigubílnum hans Óla og horfðum á ljósin og bátana í höfninni og fólk á leiðinni á skemmtistaði bæjarins. Þessi helgarferð var heilmikil upplifun fyrir ungu stúlkurnar. Dóra frænka sýndi því áhuga hvað við vorum að fást við, hvort sem var í leik eða starfi. Hún hvatti okkur ávallt til náms og fagnaði með okkur þegar áföng- um var náð. Elsku Dóra, við þökkum fyrir góðar stundir sem oftar en ekki einkenndust af gríni og glensi. Við trúum því að þú haldir áfram að fylgjast með velferð okkar í góðum faðmi látinna ástvina. Elsku Þórunn, Matti, Berglind og Óli. Megi Guð veita ykkur stuðning og styrk. Minningin um góða manneskju lifir áfram í hjörtum okkar. Anna Hrund Helgadóttir og Harpa Rannveig Helgadóttir. Fallin er frá kær frænka, Dóra Ingvarsdóttir. Frænka og vinur sem alla tíð hefur látið sér annt um velferð okkar systkina, um- vafið okkur og okkar fjölskyldur. Þannig hefur Dóra ræktað sam- band við börnin okkar, lagt sig eftir að kynnast þeim með hlýjum og einlægum hætti. Í þessu voru þau Óli samstiga. Samskiptin við þau voru einstök, lærdómur dreginn af, minningar verða geymdar. Að takast á við hlutina og þroskast í gegnum viðfangsefnin var Dóru eiginlegt. Hún styrkti sig ítrekað með formlegu námi en einnig í gegnum sífelld og margs konar verkefni eða lífsins skóla. Kjarkur og eljusemi voru ríkjandi eiginleikar. Mótlæti skil- greint sem verkefni. Oft reyndi á hæfni og útsjónarsemi Dóru þeg- ar framvinda krefjandi mála gat verið eftir eðli og aðstæðum línu- dans eða þrautaganga. Hún vann af ósérhlífni en um leið nærgætni og trúmennsku. Þannig kláraði Dóra sérhvert mál með þeim hætti að hún væri sátt. Lokaverkefnið bar brátt að, hastarlegt og óbilgjarnt. Tekist var á við það af æðruleysi, skyn- semi og óbilandi kjarki allt til enda. Dóra var heil og einlæg í allri viðkynningu. Þannig geymi ég með mér ógleymanlegar vanga- veltur um lífið, æðri merkingu þess og tilgang í víðari skilningi. Þar hikaði Dóra ekki við að draga fram fyrri atburði og reynslu, endurmeta aðstæður og gang mála. Vilji til að þroskast, kjark- ur til að tala opinskátt en um leið af nærgætni og virðingu. Farið inn að kviku málsins í háleitum tilgangi og af trúmennsku. Virkja hið liðna til að fást við hið ókomna. Dóra hafði lag á að njóta lífsins og eignaðist fjölda vina. Hún var virk í félagsmálum, oft í forystu- hlutverki, ævinlega elskuð, virt og dáð. Náttúrubarn var Dóra, „hestarnir eru vinir mínir‘‘ sagði hún, vitjaði þeirra reglulega í haganum, frelsinu, víðáttunni. Það að eiga Dóru að voru for- réttindi. Glæsileg, hlýleg kona sem geislaði af og hændi fólk að sér hvarvetna. Hjartans þakkir fyrir einstök kynni, umhyggju og samveru. Leiðir skilur um sinn. Þórunn og fjölskylda, innileg- ar samúðarkveðjur. Ingvar. Dóra var fyrsta barnabarn ömmu minnar og afa, dóttir Ingv- ars Þórðarsonar móðurbróður míns og Ingibjargar Svövu Helgadóttur, konu hans. Dóra var skírð eftir elstu systur Ingv- ars, Halldóru, sem lést aðeins átján ára gömul sumarið 1921 eft- ir stutta sjúkdómslegu. Átta mánuðum fyrir lát hennar hafði fjölskyldan orðið fyrir öðru reið- arslagi er Þórður, afi okkar Dóru, féll frá á besta aldri og lét eftir sig Guðrúnu Ingunni, ömmu okk- ar, og fimm börn þeirra, þar á meðal móður mína hálfs árs gamla og Ingvar, föður Dóru, sem þá var nýorðinn þrettán ára. Þótt ungur væri réð Ingvar sig þá í bæjarvinnuna, lagði launin til heimilisins og kom þannig í veg fyrir að fjölskyldan færi á sveit- ina eins og kallað var. Þeir góðu eiginleikar sem Ingvar sýndi þarna svo ungur, þrautseigja og dugnaður, voru Dóru líka í blóð bornir. Móðir mín var sextán ára þeg- ar bróðurdóttir hennar, Dóra, kom í heiminn. Einhvern tímann Dóra Ingvarsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.