Morgunblaðið - 20.03.2014, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 20.03.2014, Blaðsíða 36
36 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MARS 2014 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is „Þetta er í annað sinn sem við höld- um þessa hátíð en það hefur aldrei verið haldin kvikmyndahátíð fyrir börn og unglinga á Íslandi áður,“ segir Hrönn Sveinsdóttir, fram- kvæmdastjóri kvikmyndahússins Bíó Paradís, um Alþjóðlega barna- kvikmyndahátíð sem hefst þar í dag. Hrönn segir mjög mikilvægt að veita börnum og unglingum aðgengi að kvikmyndum sem séu búnar til víðs vegar um heiminn og af ýmsum og öðrum toga en þær kvik- myndir sem alla jafna sé boðið upp á í kvik- myndahúsum landsins. „Út um allan heim er ver- ið að framleiða mjög metnaðar- fullt og flott skap- andi barnaefni sem kemur aldrei til Íslands og við lítum á þetta sem okk- ar hlutverk í kvikmyndafræðslu, að veita aðgengi að þessu efni og gefa tækifæri til fjölbreyttari upplifana á hvíta tjaldinu en eru í boði venju- lega. Þetta er afar mikilvægt í fræðslu og menningarlegum skiln- ingi, þarna erum við að kynna börnin fyrir heimum annarra barna víðs vegar um heim sem við sjáum aldr- ei,“ segir Hrönn. Hún nefnir sem dæmi franska heimildarmynd fyrir börn sem sýnd verður á hátíðinni, Sur le chemin de l’école, Á leið í skól- ann, sem fjallar um börn í ólíkum löndum sem eiga það sameiginlegt að afar langt er fyrir þau að fara í skóla. „Þetta eru myndir sem börn og unglingar á Íslandi hefðu annars ekki tækifæri á að sjá,“ segir Hrönn. – Hvað var haft að leiðarljósi við val á myndum á hátíðina? „Við veljum myndirnar okkar inn af þessum hátíðum sem eru haldnar víðs vegar um heiminn, alþjóðlegum barna- og unglingakvikmyndahátíð- um. Margar myndanna hafa unnið til verðlauna á þeim. Okkur finnst líka mikilvægt að börn á Íslandi fái að kynnast þessu fjölbreytta sjónar- horni sem ég var að lýsa en þetta er ekki bara fyrir börn og unglinga heldur fyrir alla fjölskylduna. Við viljum geta boðið upp á eitthvað sem börn, unglingar og foreldrar hafa gaman af að sjá saman í bíó, eitthvað sem er aðeins öðruvísi.“ Klassík við lifandi undirleik „Við höfum líka áhuga á því að kynna fólk fyrir kvikmyndasögunni og möguleikunum í heimi kvik- myndanna. Við erum t.d. með sýn- ingu á kvikmynd Harolds Lloyds, Safety Last, klassík sem margir hafa heyrt um en ekki séð í bíó. Við ætlum að sýna hana við lifandi und- irleik eins og var gert í gamla daga - af því hún er náttúrlega þögul - og það er jafnskemmtilegt fyrir börn og fullorðna að upplifa það,“ segir Hrönn. Pálmi Sigurhjartarson píanóleikari mun sjá um undirleik á sýningunni. Hrönn segir börn einnig geta kynnt sér fyrstu tæknina í kvik- myndagerð, camera obscura, í Bíó Paradís, stigið inn í myrkvaðan klefa og horft á fjögurra mínútna bíósýn- ingu. Opnunarhátíð Alþjóðlegrar barnakvikmyndahátíðar hefst kl. 17.30 í dag og er hún öllum opin. Gestum verður boðið upp á kara- mellupopp, súkkulaðiköku og töfra- brögð og Jón Gnarr borgarstjóri mun setja hátíðina. Kl. 18 hefst sýn- ing á opnunarmynd hátíðarinnar, Antboy, sem segir af pilti sem stung- inn er af maur og öðlast við það ofur- hetjukrafta. Leiklesari fyrir aðal- persónu myndarinnar, Ágúst Örn Wigum, mun svara spurningum bíó- gesta að sýningu lokinni. Á morgun kl. 17 verður frumsýnd önnur opnunarmynd hátíðarinnar, Karsten og Petra blir bestevenner eða Andri og Edda verða bestu vinir, norsk kvikmynd ætluð börnum þriggja ára og eldri. Slökkviliðs- menn koma við sögu í myndinni og hálftíma fyrir sýningu munu slökkvi- liðsmenn af höfuðborgarsvæðinu sýna börnum ýmsan búnað sem þeir nota við störf sín. Fleiri viðburðir verða í boði á hátíðinni, m.a. sérstök sýning laugardaginn 23. mars á The Goonies sem félagarnir Sveppi og Villi munu talsetja í bíósal. Verður það eflaust skondin talsetning. Kvikmyndafræðsla og innsýn í ólíka heima Ljósmynd/Rolf Konow Maurastrákur Stilla úr kvikmyndinni Antboy sem segir af ungum dreng sem stunginn er af maur og öðlast við það ofurhetjukrafta.  Alþjóðleg barnakvikmyndahátíð hefst í Bíó Paradís í dag Hrönn Sveinsdóttir Átta nýjar eða nýlegar kvik- myndir verða sýndar á hátíðinni auk eldri mynda og stuttmynda. Antboy Dönsk kvikmynd framleidd í fyrra, ætluð fimm ára og eldri og með íslenskri talsetningu. Í henni segir af 12 ára gömlum dreng, Palla, sem bitinn er af maur og öðlast við það ofur- hetjukrafta. Með hjálp vinar síns lærir hann að beita þessum kröftum og þarf að kljást við ill- menni líkt og aðrar ofurhetjur. Andri og Edda verða bestu vinir Norsk kvikmynd frá 2013 ætluð börnum yfir þriggja ára aldri og með íslenskri talsetningu. Andri byrjar á leikskóla, kynnist Eddu og þau verða bestu vinir. Kúru- dýrin þeirra, ljónsunginn og fröken Kanína, verða einnig vin- ir og þegar annað þeirra týnist á slökkvistöðinni lenda Andri og Edda í ýmsum ævintýrum. Austanvindur Þýsk kvikmynd frá 2013, ætluð sjö ára og eldri með enskum texta. Foreldrar unglingsstúlk- unnar Miku senda hana í sveit yf- ir sumarið, á hestabúgarð ömmu sinnar. Mika reynist þar sú eina sem ræður við villtan fola. Dagur krákanna Teiknimynd frá árinu 2012, framleidd í Belgíu, Frakklandi, Lúxemborg og Kanada. Myndin er ætluð sjö ára og eldri, er með íslenskum texta og segir af dreng sem elst upp í skógi og með föður sínum. Drengurinn hefur hæfileika til að sjá og fylgja leiðbeiningum anda sem búa í skóginum. Þegar faðir hans verður fyrir slysi neyðist dreng- urinn til að leita út fyrir skóginn. Þyngd fílanna Kvikmynd frá 2013, framleidd í Nýja-Sjálandi, Danmörku og Sví- þjóð, ætluð 12 ára og eldri og með ensku tali. Hún fjallar um Adrian, viðkvæman og einmana 10 ára strák sem býr hjá ömmu sinni og veikum frænda. Þegar jafnaldra hans flytur í götuna hefst merkilegur vinskapur þeirra á milli. Á leið í skólann Frönsk heimildarmynd frá 2013, ætluð sex ára og eldri og með ís- lenskum texta. Í henni segir frá börnum sem búa í ólíkum löndum en eiga það sameiginlegt að þurfa að fara langar vegalengdir til að komast í skóla. Klara og leyndarmál bjarndýranna Svissnesk kvikmynd frá 2012, ætluð átta ára og eldri með ensk- um texta. Clara er 13 ára og býr við rætur svissnesku Alpanna með móður sinni og stjúpföður. Hún kemst að því að bölvun hvíl- ir á staðnum og til að aflétta henni þarf hún að koma á sáttum milli manna og náttúru. Sjálfstraust Ensk mynd frá 2013 fyrir sjö ára og eldri með íslenskum texta. Í henni segir af dreng í Manchest- er árið 1984 sem dreymir um að keppa á stórmóti í fótbolta. Þá kemur þjálfari Manchester Unit- ed, Matt Busby, til sögunnar og aðstoðar fótboltalið piltsins við að komast alla leið. Frekari upplýsingar um myndir hátíðarinnar, sýningartíma, við- burði o.fl. má finna á vef Bíós Paradísar, bioparadis.is. Sögur af vináttu, ævintýr- um og ólíkum áskorunum Fjölbreytt hátíðardagskrá Vinir Stilla úr Karsten og Petra blir bestevenner, eða Andri og Edda verða bestu vinir. Morgunblaðið gefur út 27. mars glæsilegt sérblað um HönnunarMars –– Meira fyrir lesendur PÖNTUNARFRESTUR AUGLÝSINGA: fyrir kl. 12, mánudaginn 24. mars. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is Hátíðin verður haldin víðs vegar um Reykjavík þar sem saman koma íslenskir hönnuðir og sýna fjölbreytt úrval nýrrar íslenskrar hönn- unar og arkitektúrs af margvíslegu tagi. HönnunarMars DesignMarch Reykjavík 27.-30.03.2014

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.