Morgunblaðið - 07.04.2014, Side 1
M Á N U D A G U R 7. A P R Í L 2 0 1 4
Stofnað 1913 82. tölublað 102. árgangur
MIKILVÆGT
AÐ UNGT FÓLK
HAFI SKOÐANIR
ÆTLA AÐ GER-
BREYTA BORGINNI
YNDISLEGUR
HRÆRIGRAUTUR
Á ÚRSLITAKVÖLDI
SKIPULAGSMÁL 12 MÚSÍKTILRAUNIR 28RÁÐSTEFNA UMFÍ 10
Fréttaskýring um nýtt
aðalskipulag Reykjavíkur
Hestadögum í Reykjavík lauk með sýningunni Æskan og hesturinn í reið-
höllinni í Víðidal í gær. Þar léku börn og unglingar listir sínar á hestum.
Meðal annars reyndu börnin fyrir sér í hestafótbolta. Lið frá Fylki í Árbæ
og Fjölni í Grafarvogi léku. Hart var tekist á, eins og oft sést á knatt-
spyrnuvellinum. Munurinn er þó sá að hestarnir sparka boltanum en
íþróttamennirnir reyna að stjórna.
Börn og hestar léku listir sínar í hestafótbolta
Morgunblaðið/Árni Sæberg
„Á málþinginu var greinilegt að
fólki fannst óperuformið eiga fram-
tíð því þar sameinast listirnar,“
segir Gunnar Guðbjörnsson óperu-
söngvari, sem hélt nýverið fram-
söguerindi á málþingi um framtíð
óperuflutnings á Íslandi. Hann seg-
ir að á málþinginu hafi komið fram
sterkt ákall eftir nýsköpun og mörg
íslensk tónskáld sjá spennandi hluti
framundan í listforminu.
Þrátt fyrir að óperan eigi undir
högg að sækja víða um heim hafa
Íslendingar verið að gera góða
hluti erlendis sem og hér heima og
nefnir Gunnar sérstaklega þá upp-
sveiflu sem hefur orðið í kringum
óperuna Ragnheiði. »26
„Óperuformið á sér
framtíð því þar sam-
einast listirnar“
Morgunblaðið/Golli
Óperusöngvari Gunnar Guðbjörnsson.
Samþykkt var í borgarráði á
fimmtudaginn að úthluta lóðum til
Félags eldri borgara og Samtaka
aldraðra, og yrði gert ráð fyrir að
reisa 50 íbúðir á hvorum stað fyrir
sig. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks
vildu að jafnframt yrðu teknar frá
lóðir á sama stað svo að hægt yrði
að bæta við 50 íbúðum í viðbót á
hvorri lóð fyrir sig en breyting-
artillögur þess efnis voru felldar.
Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi
Sjálfstæðisflokks, segir það lýsa
skammsýni, þar sem ljóst sé að eft-
irspurn muni aukast. Dagur B.
Eggertsson, formaður borgarráðs,
segir hins vegar að tillögurnar
myndu koma í veg fyrir frekari
uppbyggingu á lóðunum. »9
Gagnrýnir skamm-
sýni meirihlutans
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Nemendur í framhaldsskólum snúa
aftur til náms í dag, en nýir kjara-
samningar kennara voru undirritað-
ir á föstudaginn. Óvissa ríkir í mörg-
um tilfellum og kvíði um það hvernig
bætt verði fyrir þá fimmtán virku
daga sem verkfallið stóð, en líklegt
þykir að prófatíma verði breytt.
Þeir formenn nemendafélaga sem
Morgunblaðið ræddi við í gær voru
sammála um að nemendur væru
uggandi um framhaldið. „Það er
bara mikið stress og mikil óvissa um
hvernig eigi að klára önnina, til
dæmis gagnvart útskriftarnemum,“
segir Hjörleifur Steinn Þórisson,
formaður nemendafélags Borgar-
holtsskóla, en útskrift er áætluð þar
24. maí næstkomandi. Hjörleifur
segist hlakka til að byrja í skólanum,
en það sé óviðunandi að verkfallið
komi niður á nemendum. Hann bæt-
ir við að verkfallið hafi lagst mis-
þungt á nemendur skólans þar sem
nemendur í verklegu námi hafi ekki
haft sama aðgang að námsgögnum
og þeir sem sinna bóknámi.
Einar Ágúst Hjörleifsson, stallari
Mímis, nemendafélags Menntaskól-
ans á Laugarvatni, segir skrýtið að
koma aftur í skólann í viku til þess
eins að fara í páskafrí eftir helgi.
Hann segir óvissu ríkja um fram-
haldið fyrir útskriftarnema, en
næstu skref verða rædd í dag. Einar
Ágúst segir hugsanlegt að símat
verði tekið upp í stað lokaprófa, en
óvíst sé hvernig háskólar muni meta
það. ML er heimavistarskóli og fóru
nánast allir af vistinni og heim til sín.
Einar Ágúst segir að flestir hafi snú-
ið til baka á vistina um helgina.
Tímabundið brottfall líklegt
Jara Hilmarsdóttir, varaforseti
nemendafélags Menntaskólans við
Hamrahlíð, segir að flestir nemend-
ur séu fegnir að verkfallið hafi ekki
staðið lengur, svo að ekki þyrfti að
vinna meira upp. Jara segist sjá
fram á að nokkuð verði um tíma-
bundið brottfall í skólanum vegna
verkfallsins. „Það er líklega meira í
áfangakerfi en bekkjakerfi, því það
er auðvelt að missa úr eina önn og
koma aftur inn, frekar en að missa
allt árið,“ segir Jara. Rektor MH
hefur boðað fund í dag þar sem
kynnt verður tilhögun framhaldsins.
Jara segir að það sé mjög gott fyrir
nemendur, sem séu mjög stressaðir,
að málin séu tekin svo föstum tökum.
Hún er því bjartsýn á framhaldið.
„Ég held að þetta verði minna mál en
fólk gerir sér í hugarlund.“
Nemendur kvíðnir
út af annarlokum
Framhaldsskólar opna aftur dyr sínar eftir þriggja vikna
verkfall Nemendur fegnir að verkfallið stóð ekki lengur
MH Nemendur snúa til baka í dag
eftir þriggja vikna verkfall.
MMátti ekki seinna vera … »4
Morgunblaðið/Þórður
Fjögurra ára börnum verður boðin
skólavist í Flataskóla í Garðabæ í
haust. Skólayfirvöld ákváðu að láta
reyna á það eftir að foreldrar sýndu
slíku starfi áhuga. Fimm ára bekkur
hefur verið starfræktur við skólann í
tvö ár og gefist vel.
Ólöf Sigurðardóttir skólastjóri
segir að verið sé að móta starf 4 ára
bekkjarins, um algjört þróunarstarf
sé að ræða og ekki búið að ákveða
hversu mörg 4 ára börn verði tekin
inn. Þau verði í skólanum á for-
sendum námskrár leikskólans en
eins og með 5 ára krakkana verði
námið mótað að hverjum ein-
staklingi. 21 barn stundar núna nám
í 5 ára bekk í Flataskóla og stefnan
er að fjölga þeim í haust. »4
Morgunblaðið/Ómar
Í skóla Leikskólabörn.
Fjögurra
ára í skóla
Flataskóli tekur
upp nýja stefnu
Bjarni Bene-
diktsson fjár-
málaráðherra
segir að enn
þurfi að vinda of-
an af skatta-
hækkunum
vinstri stjórn-
arinnar. Í máli
hans á flokks-
ráðsfundi Sjálf-
stæðisflokksins
um helgina kom fram að ríkis-
stjórnin ráðgerði að einfalda skatt-
kerfið og lækka skatta frekar. Í
samtali við Morgunblaðið segir
Bjarni að meðal annars sé það hans
sýn að tekjuskattsþrepum verði
fækkað í næsta áfanga skattkerfis-
breytinga. Þá sé stefnt að afnámi
vörugjalda í flestum flokkum. »2
Vill fækka tekju-
skattsþrepum
Bjarni
Benediktsson