Morgunblaðið - 07.04.2014, Síða 2

Morgunblaðið - 07.04.2014, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. APRÍL 2014 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Með bjartari dögum og auknu sólskini fer sund- laugarferðunum Íslendinga fjölgandi. Þessir krakkar busluðu og skemmtu sér vel í vorveðr- inu í Laugardalslauginni um helgina ásamt öðr- um sundlaugargestum sem tóku batnandi veðri fagnandi. Þrátt fyrir sólarglætu um helgina er spáð rigningu næstu daga í Reykjavík, en sólin mun líklegast láta sjá sig á Norður- og Austurlandi. Brugðið á leik í Laugardalslauginni Morgunblaðið/Árni Sæberg Batnandi veður gefur von um að vorið nálgist Fjöldi félagsmanna í Landvernd hef- ur fimmfaldast á tveimur árum. For- maður samtakanna segir að unnið hafi verið að fjölgun félagsmanna en margir hafi einnig gengið til liðs við þau í tengslum við verkefni sem þau hafi unnið að. Þá hafi áhugi fólks á umhverfismálum aukist mjög. Félagsmenn í Landvernd eru nú orðnir 2.500 en voru lengst af 500. „Við fundum fyrir auknum stuðningi strax eftir síðustu alþingiskosningar. Fólki var brugðið við glannalegar yf- irlýsingar ráðherra um virkjana- framkvæmdir og fleira sem tengist umhverfismálum. Það kom í ljós í grænu göngunni og á útifundinum við stjórnarráðið í maí,“ segir Guð- mundur Hörður Guðmundsson, for- maður Landverndar. Hann segir að fjölgun félaga auki félagslegan styrk samtakanna og fjárhagslegan. Markið er sett hærra. Guðmundur segir að áfram verði reynt að þróa samtökin í áttina að starfi systur- samtaka á Norðurlöndunum. Þar séu félögin sjálfstæð og þurfi ekki að byggja starfsemi sína á styrkjum frá opinberum aðilum eða fyrirtækjum. Langt er í land með að félagafjöldinn sé sá sami, miðað við höfðatölu, þyrfti að tvö- eða þrefaldast frá því sem nú er. Á aðalafundi Landverndar sem haldinn var sl. laugardag var sam- þykkt ályktun um að óska eftir við- ræðum við önnur náttúruverndar- félög, eins og Náttúruverndar- samtök Íslands og Framtíðarlandið, um markvisst samstarf eða samein- ingu með það að markmiði að styrkja náttúruverndarstarf. Andri Snær Magnason rithöfundur er einn þriggja nýrra manna í stjórn. helgi@mbl.is Félagafjöldi Landverndar fimmfaldast á tveimur árum Morgunblaðið/Ómar Ályktun Landvernd varar við gjald- töku á einstaka ferðamannastöðum.  Vilja viðræður um sameiningu Mikill atgangur var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu um helgina en fjórir ökumenn voru teknir úr umferð aðfaranótt sunnudags vegna aksturs undir áhrifum fíkniefna og tveir fyrir ölvunarakstur. Þá gisti rúmlega tvítugur karlmaður fanga- geymslu þá sömu nótt eftir að hafa slegið annan mann á Lækjartorgi. Ekki er vitað um meiðsli þess sem varð fyrir árásinni. Lögreglan á Akureyri hafði einn- ig í nógu að snúast en þrír gistu fangaklefa aðfaranótt sunnudags. Þá var einn fluttur með sjúkra- bifreið á slysadeild eftir líkamsárás í miðbæ Akureyrar . agf@mbl.is Mikill erill hjá lög- reglu um helgina „Héðan í frá verður verkfall ekki blásið af nema við skrifum undir samning. Ég held að ég verði að vera bjartsýnn og ætla að leyfa mér það þangað til ég hef ástæðu til annars,“ sagði Kristján Jóhanns- son, formaður Félags flugmála- starfsmanna ríkisins (FFS), í gær, en félagið mun funda kl. 10 í dag hjá ríkissáttasemjara með samn- inganefnd Isavia. Náist samningar ekki mun verða gripið til verkfalls- aðgerða á morgun. Kristján býst við því að nýjar til- lögur frá Samtökum atvinnulífsins verði ræddar í dag og að kröfugerð FFS fái efnislega umræðu. Isavia fundar í dag Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Ríkisstjórnin vill gera gagngerar breytingar á skattkerfinu, draga úr beinum sköttum og treysta frekar á neysluskatta. Þá eigi að fella niður vörugjöld af öllu nema stóru vöru- gjaldaflokkunum og einfalda kerfið með hag fjölskyldunnar í huga. Þetta var á meðal þess sem Bjarni Bene- diktsson, fjármálaráðherra og for- maður Sjálfstæðisflokksins, sagði í ræðu sinni á flokksráðsfundi flokks- ins, sem fór fram á laugardaginn. Bjarni segir að fundurinn hafi verið mjög góður. „Þarna var farið yfir undirbúning kosninga á sveit- arstjórnarstiginu. Við stilltum sam- an strengi og gengum bjartsýnir út í vorið,“ segir Bjarni. Í máli Bjarna á laugardaginn kom fram að verið væri að vinna að frekari skattalækkunum, og að menn hefðu ekki séð það síðasta í þeim efnum. Spurður um nánari út- færslu segir Bjarni að meðal ann- ars sé verið að vinna að breyt- ingum á virðisaukaskattskerfinu. „Þar er hugsunin sú að fækka und- anþágum, draga úr muninum á milli þrepanna, og vinna samhliða að því að afnema vörugjöld á mörg- um flokkum, meðal annars á raf- tækjum, byggingarvörum og öðru slíku.“ Bjarni segir að málið sé í forgangi og muni koma til skoðunar við vinnslu fjárlagafrumvarps næsta árs, en í ræðu Bjarna á laug- ardaginn sagði hann það tímabært að viðurkenna að til dæmis ýmis heimilistæki væru ekki lúxusvarn- ingur sem stjórnvöld þyrftu að stýra aðgengi almennings að með sköttum. Snúið við frá fyrri stjórn Bjarni segir að jafnframt því verði tekjuskattskerfið til skoðunar á öllu kjörtímabilinu, þegar sé búið að lækka tekjuskatt og áfram verði unnið að því að draga úr tekju- sköttum og einfalda skattkerfið. „Mín sýn er sú að í næsta áfanga leitumst við við að fækka þrep- unum, að minnsta kosti niður í tvö. Tímasetningar á þessu verða tekn- ar með hliðsjón af öðru sem er gert í ríkisfjármálunum og eftir samtal við aðila vinnumarkaðarins, en það hefur ekki breyst, að það þarf að vinda ofan af skattahækkunum vinstristjórnarinnar.“ Unnið að afnámi vörugjalda  Fjármálaráðherra fór yfir verkefni ríkisstjórnarinnar á flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins  Stefnt að gagngerum breytingum á skattkerfinu  Tekjuskattsþrepum fækkað í næsta áfanga breytinganna Morgunblaðið/Árni Sæberg Flokksráðið fundar Gerður var góður rómur að máli fjármálaráðherra.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.