Morgunblaðið - 07.04.2014, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. APRÍL 2014
SVIÐSLJÓS
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
Fjögurra ára börnum verður boðin
skólavist í Flataskóla í Garðabæ í
haust. Fimm ára bekkur hefur verið
starfræktur við skólann í tvö ár og
gefist vel.
Ólöf Sigurðardóttir, skólastjóri
Flataskóla, segir
að verið sé að
móta starf 4 ára
bekkjarins, um al-
gjört þróun-
arstarf sé að ræða
og ekki búið að
ákveða hversu
mörg 4 ára börn
verði tekin inn.
Þau verði í skól-
anum á for-
sendum nám-
skrár leikskólans en eins og með 5
ára krakkana verði námið mótað að
hverjum einstaklingi. Ólöf segir að
þau hafi fengið óskir um að bæta við
4 ára bekk og því ætli þau að láta
reyna á það. Þá sé mikill áhugi fyrir 5
ára starfinu. „Við byrjuðum með 5
ára bekkinn fyrir tveimur árum
vegna þess að við urðum vör við mik-
inn áhuga foreldra á því að fá starf
fyrir þann aldur í bænum. Við höfð-
um líka mikla trú á því sjálf í skól-
anum að brúa bilið milli leik- og
grunnskóla myndi henta þessum
hópi mjög vel. Forsenda þess að það
gangi vel er að þetta sé val, að for-
eldrum lítist þannig á að þetta henti
þeirra barni,“ segir Ólöf og tekur
fram að það að taka 5 ára börn inn í
skólann hafi algjörlega verið að
frumkvæði skólans, ekki vegna þess
að leikskólarnir hafi verið fullir eða
það gert í öðru hagræðingarkyni.
Það sem koma skal
21 barn stundar núna nám í 5 ára
bekk í Flataskóla og er starfið ein-
staklingsmiðað. Farið er bæði eftir
skólanámskrá leikskóla og grunn-
skóla og valið markmið með þarfir
hvers einstaklings í huga að sögn
Ólafar. „Það er samstarf við 1. bekk
og nokkrum sinnum í viku er 5 og 6
ára blandað saman. Krakkarnir ná
heilmiklum árangri og mörg þeirra
komast vel á veg í lestri og stærð-
fræði. Okkur finnst þau græða mikið
á þessu.“
Ólöf gerir fastlega ráð fyrir því að
fjölgað verði í 5 ára bekknum á
næstu árum. „Ég hef tröllatrú á því
að þetta sé það sem koma skal í fleiri
grunnskólum en alls ekki á kostnað
leikskólastarfsins. Námið í 5 ára
bekk er á forsendum leiksins en engu
að síður eru teknir inn þættir úr
námskrá grunnskólans.“
Hvaleyrarskóli í Hafnarfirði hefur
boðið upp á nám fyrir 5 ára börn í tvö
ár, eins og kom fram hér í blaðinu
fyrir skömmu. Það starf verður fest
enn frekar í sessi í haust og 5 ára
bekkurinn stækkaður. Starfið þykir
hafa gefist mjög vel.
Flæði á milli skólastiga
Ekki er boðið upp á formlegan
fimm ára bekk í grunnskólum
Reykjavíkur fyrir utan í einkareknu
skólunum. Ragnar Þorsteinsson,
sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
Reykjavíkurborgar, segir leikskól-
ann fyrsta skólastigið og nám 5 ára
barna fari þar fram. „Síðan eru ótal
þróunarverkefni á skilum leik- og
grunnskóla sem bæði taka til læsis
og margra annarra þátta. Við erum
t.d. með Ártúnsskóla og Dalskóla
sem eru samreknir leik- og grunn-
skólar þar sem flæði elstu barnanna í
leikskólanum er mikið yfir í grunn-
skólann,“ segir Ragnar, það starf
gangi ljómandi vel og mikil ánægja
sé hjá foreldrum. „Börn sem eru með
styrkleika umfram í þroska geta þá
nýtt sér eitthvað sem grunnskólinn
býður upp á og svo öfugt. Svo eru
fjölmörg þróunarverkefni á milli leik-
og grunnskóla borgarinnar. Leik-
skólanemendur eru t.d. að koma dag
og dag eða jafnvel viku og viku í að-
lögun í grunnskólann. Það sem við
höfum verið að gera undanfarin ár er
að samreka leikskóla og grunnskóla
og víða er mikið samneyti þar á milli,
sérstaklega þar sem skólarnir standa
á sömu þúfunni. Í Norðlingaskóla eru
grunn- og leikskóli í sama húsnæði
sem eru reknir í sitt hvoru lagi en
með marga sameiginlega snertifleti.“
Ragnar segir að ekki hafi verið
rætt um að koma á legg formlegri 5
ára deild í grunnskólum borgarinnar
líkt og er í Flataskóla eða Hvaleyr-
arskóla. „Hvort þetta aukna sam-
starf og flæði milli skólastiga verður
meira í framtíðinni veit ég ekki en
þetta lofar allavega góðu eins og það
er núna. Ég er sannfærður um það
að næstu ár verður þetta aukna flæði
á milli skóla ávarpað mjög sterkt í
allri skólapólitík.“
Fjögurra ára börn á skólabekk
Flataskóli í Garðabæ er með 5 ára bekk og hugar nú að námi 4 ára barna í haust Foreldrar áhuga-
samir Fleiri 5 ára börn tekin inn Flæði milli skólastiga hefur lofað góðu í grunnskólum Reykjavíkur
Morgunblaðið/Eggert
Skólakrakkar Langflest börn á Íslandi byrja í skóla 6 ára en aukist hefur að skólar bjóði upp á nám fyrir 5 ára.
Ólöf
Sigurðardóttir
Þrír einkareknir grunnskólar í
Reykjavík bjóða upp á nám fyrir 5
ára börn; Ísaksskóli, Landakots-
skóli og Hjallastefnan.
Í vetur hafa 68 nemendur
stundað nám í 5 ára bekk í Ísaks-
skóla. Þeir skiptast í fjóra bekki.
Aðsóknin í skólann hefur alltaf
verið góð en umsóknir berast að-
eins fyrr núna en áður og bekk-
irnir fyllast fyrr. Foreldrar virðast
mjög áhugasamir um að tryggja
barni sínu pláss í 5 ára bekk,
samkvæmt upplýsingum frá skól-
anum.
Í Landakotsskóla hefur verið
einn fimm ára bekkur í um 15 ár.
Í vetur hafa 19 börn setið í þeim
bekk, sem eru heldur fleiri börn
en síðustu ár. Sölvi Sveinsson,
skólastjóri Landakotsskóla, segir
námið hafa gefist mjög vel. Þau
nái mörg hver góðum tökum á
lestri og læri bæði ensku og
frönsku. „Þetta hentar þeim mis-
jafnlega, 5 ára krakkar eru jafn
misjafnir og 6 ára krakkar, sum
eru fljót og önnur seinni. En mér
finnst mjög sjálfsagt og eðlilegt
að foreldrar eigi þess kost að láta
barn sem hefur þroska til þess
byrja í 5 ára bekk,“ segir Sölvi.
Sjálfsagður kostur
5 ÁRA BEKKIR
Skógarhlíð 18 • Sími 595 1000
www.heimsferdir.is
B
irt
m
eð
fy
rir
va
ra
um
p
re
nt
vi
llu
r.
H
ei
m
sf
er
ð
ir
ás
ki
lja
sé
r
ré
tt
til
le
ið
ré
tt
in
g
a
á
sl
ík
u.
A
th
.a
ð
ve
rð
g
et
ur
b
re
ys
t
án
fy
rir
va
ra
.
SÉRTILBOÐ
Frá kr.
79.900
Sértilboð á enn lægra verði
24. apríl
í 4 nætur
Netverð á mann á Hotel ILF
m.v. 2 í herbergi.
24. apríl í 4 nætur.
Prag
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
„Tilfinningin er mjög góð, og það
mátti ekki seinna vera að hefja
skólastarfið að nýju,“ segir Ársæll
Guðmundsson, formaður Skóla-
meistarafélags Íslands, spurður um
viðbrögð sín við því að þriggja vikna
verkfalli framhaldsskólakennara sé
lokið. „Það er stutt eftir af önninni
og páskar að bresta á, þannig að ég
er mjög feginn.“ Segir Ársæll koll-
ega sína vera á sama máli.
Ekki er alveg ljóst hvernig tíminn
sem glatast hefur í verkfallinu verð-
ur unninn upp, en í fréttum hefur
komið fram að kennt verði í að
minnsta kosti fimm daga aukalega.
Ársæll segir að í raun sé verið að
kaupa af kennurum u.þ.b. sex og
hálfan dag, en um allt umfram það
þurfi að semja sérstaklega við kenn-
arana.
Prófatíminn mun riðlast
„Við skólameistarar höfum rætt
saman óformlega okkar á milli um
þá möguleika sem eru í stöðunni,“
segir Ársæll og bætir við að fundað
verði með menntamálaráðuneytinu í
dag kl. 10, þar sem farið verði yfir
stöðuna. „Það sem við höfum rætt er
í raun það að prófatíminn, eins og
hann hefur verið settur upp, muni
riðlast eitthvað,“ segir Ársæll. „Ann-
aðhvort verður þrengt að prófatím-
anum eða hann færður aftar til þess
að setja inn fleiri kennsludaga, því
að við þurfum fleiri kennsludaga á
önninni,“ segir Ársæll.
Þá er einnig sá möguleiki að
kenna um páskana, en Ársæll segir
að skiptar skoðanir séu um dymb-
ilvikuna, en þá yrði kennt á mánu-
dag, þriðjudag og miðvikudag. „Það
verður eiginlega að ráðast í hverjum
og einum skóla, hvernig það horfir
við,“ segir Ársæll. Þá sé einnig í
stöðunni að sumir skólar muni
seinka brautskráningu í vor um ein-
hverja daga eða viku. Ársæll segir
hins vegar að ekki verði brugðist við
eins og eftir verkfallið 1995, þegar
kennt var á laugardögum og í dymb-
ilviku.
Verður ekki bætt úr að fullu
Ársæll segir hins vegar að verk-
fallið muni setja strik í reikninginn
hjá mörgum. „Það hefur komið mik-
ið umrót á allt skólastarf og það
verður aldrei bætt að fullu,“ segir
Ársæll. Skaðinn sé skeður, og ekki
yrði bætt úr honum, jafnvel þótt
fimmtán dögum yrði bætt við. Hann
reiknar fastlega með auknu brott-
falli nemenda, og að ekki muni allir
skila sér næsta haust. „Það er alveg
ljóst að svona uppbrot á miðri önn
kemur til með að hafa áhrif, í sumum
skólum meira en öðrum, og sumir
nemendur munu kannski ekki snúa
aftur til náms fyrr en á fullorðins-
aldri. Það mun hafa neikvæð áhrif.“
Ársæll vill að lokum hvetja alla
nemendur til þess að snúa aftur í
skólann. „Þeir sem eru óöruggir eða
tvístígandi ættu hiklaust að hafa
samband við námsráðgjafa og ræða
sín mál, en hverfa ekki þegjandi og
hljóðalaust úr kerfinu.“
Mátti ekki seinna vera
að hefja skólastarf á ný
Skólameistara að ákveða hvort kennt verður í dymbilviku
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Nemendur Kennsla hefst aftur í
dag í framhaldsskólum landsins.
Ný samtök um nýbyggingu og end-
urnýjun Landspítala voru stofnuð
nýverið undir kjörorðinu Spítalinn
okkar. Samtökunum er ætlað „að
vinna að nýbyggingu og endurnýj-
un Landspítala þannig að húsakost-
ur og umhverfi sjúklinga og að-
staða starfsfólks þjóni
nútímaþörfum,“ eins og segir í til-
kynningu. Stofnfundur félagsins
verður haldinn á Engjateigi 7 mið-
vikudaginn 9. apríl kl. 17.00 og er
hann öllum opinn. Þar er m.a. ráð-
gert að kjósa í stjórn samtakanna.
Í tilkynningunni segir jafnframt
að hópnum sé ljóst að vinda þurfi
bráðan bug að úrbótum í húsnæðis-
málum spítalans og mikilvægt sé að
halda áfram þeirri vinnu sem kom-
in sé vel á veg.
Ný samtök um húsakost Landspítalans