Morgunblaðið - 07.04.2014, Page 8

Morgunblaðið - 07.04.2014, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. APRÍL 2014 HJÓLA-OGSPORTVÖRUVERSLUNIN · FAXAFENI 7 · REYKJAVÍK · SÍMI 5 200 200 · GAP.IS …OGÞÚVELURLENGRI LEIÐINAHEIM. HENTAR MJÖG VEL FYRIR ÍSLENSKAR AÐSTÆÐUR ÞAR SEM „MICRO“ FJAÐRANDI STELLIÐ ÉTUR Í SIG GRÓFA MALBIKIÐ OG GERIR HJÓLAFERÐINA ENN ÞÆGILEGRI ÞÚ NÝTUR ÞESS AÐ MOKA INN KÍLÓMETRUNUM Á CANNONDALE SYNAPSE. 229.900.- Frakkinn François Heisbourg erforstöðumaður virtrar stofn- unar í Lundúnum, International Institute for Strategic Studies, og eindreginn stuðningsmaður Evrópu- sambandsins og auk- ins samruna þess. En hann er líka raunsær að því leyti að hann telur evruna ekki geta gengið sem gjaldmiðil fyrir þau ólíku ríki sem á evrusvæðinu eru.    Til að evra gæti gengið þyrfti munlengri undirbúning og samruna í skattheimtu og yfirstjórn, sagði hann í samtali við Morgunblaðið um helgina. Evrusvæðið þyrfti því að vera enn nær sambandsríki en ríkja- sambandi heldur en það er nú.    Á fundi í Háskóla Íslands í fyrra-dag vék Heisbourg að Íslandi og ESB og benti á að Evrópusam- bandsaðild hefði ekki komið í veg fyrir bankahrunið hér á landi. Af- leiðingar bankahrunsins hefðu hins vegar orðið mun alvarlegri þar sem ESB hefði tryggt að ríkið, þ.e. skatt- greiðendur, hefði tekið á sig mun meiri byrðar en raun varð á.    Stuðningsmenn aukins samrunaESB í öðrum löndum eru gjarn- an mun raunsærri en hérlendir stuðningsmenn aðildar Íslands að sambandinu.    Hér telja slíkir menn evrunatöfralausn og halda að ESB bjargi aðildarríkjunum frá banka- kreppum. Rúsínan í pylsuendanum er svo að Ísland þurfi ekki að taka upp aðrar reglur ESB en þær sem því eru þóknanlegar.    Væri ekki æskilegt að þessirmenn reyndu að lyfta um- ræðunni hér um málefni ESB á hærra plan? François Heisbourg Raunsæ rödd utan úr heimi STAKSTEINAR Veður víða um heim 6.4., kl. 18.00 Reykjavík 7 rigning Bolungarvík 5 alskýjað Akureyri 6 rigning Nuuk -10 heiðskírt Þórshöfn 7 skúrir Ósló 7 skýjað Kaupmannahöfn 8 súld Stokkhólmur 10 skýjað Helsinki 5 skúrir Lúxemborg 15 skýjað Brussel 17 skýjað Dublin 15 léttskýjað Glasgow 12 skýjað London 16 skýjað París 17 alskýjað Amsterdam 15 skýjað Hamborg 13 skýjað Berlín 17 heiðskírt Vín 15 þoka Moskva 7 heiðskírt Algarve 22 heiðskírt Madríd 22 léttskýjað Barcelona 17 léttskýjað Mallorca 18 léttskýjað Róm 20 léttskýjað Aþena 17 skýjað Winnipeg 1 léttskýjað Montreal 2 léttskýjað New York 8 heiðskírt Chicago 10 skýjað Orlando 27 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 7. apríl Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 6:24 20:37 ÍSAFJÖRÐUR 6:23 20:48 SIGLUFJÖRÐUR 6:06 20:31 DJÚPIVOGUR 5:52 20:08 „Það þarf að vera vitundarvakning um þessi mál. Það er markmiðið með þessari umræðu,“ segir Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóri Keilis, en skólinn, Fræðsluskrifstofa Reykjanesbæjar og Hið íslenska svefnrannsóknafélag stóðu fyrir mál- þingi um svefn unglinga fyrir helgi. Hjálmar lagði þar til að unglingadeildir á Reykjanesi og Fjölbrautaskóli Suðurnesja hæfu kennslu klukkan 9 að morgni í stað rúmlega átta. Hjálmar segir að þeir sem tóku þátt í mál- þinginu hafi verið hvattir til að koma upplýsingum um mikilvægi nægs svefns unglinga til foreldra, skólafólks og unglinganna sjálfra. Fyrirhugað er að gera könnun á því hvort ung- lingar á Suðurnesjum fá nægan svefn og reiknar Hjálmar með að það staðfesti það sem allir telji sig vita, að krakkarnir fari of seint að sofa og fái ekki nægan svefn. Niðurstöðurnar gefi foreldrum og fræðsluyfirvöldum tækifæri til að fara mark- visst yfir málin. Hann á von á því að upphafi kennslu verði seinkað í einhverjum skólum á svæðinu í haust. helgi@mbl.is Svefn unglinga kannaður Morgunblaðið/Ernir Sofandi Unglingar þurfa 8-9 tíma svefn.  Búist við að einhverjir skólar á Reykjanesi hefji kennslu seinna á morgnana Maður sem brenndist þeg- ar eldur kom upp í sum- arhúsi við Geitasand skammt frá Hellu fyrir tæpum tveimur vikum liggur enn á gjör- gæsludeild Landspítalans. Líðan hans er eftir atvikum en honum er haldið sofandi í öndunarvél, sam- kvæmt upplýsingum frá lækni í gær. Líkt og fram hefur komið hlaut maðurinn umtalsverð meiðsli en hann hlaut brunasár á höndum og fótum. Ástand hans er stöðugt að sögn læknis á gjörgæslu. Skíðakonan sem slasaðist í Ólafs- fjarðarmúla síðastliðinn fimmtudag hefur nú verið útskrifuð af gjör- gæsludeild og flutt á almenna deild, en hún losnaði úr öndunarvél á föstudaginn. Konan hlaut alvarlega áverka, meðal annars slæman áverka á hægri fæti. Konan var að renna sér niður Múlann við erfiðar aðstæður þegar hún féll. Hún var þá stödd ofan við gamla Ólafsfjarðarveg, um 300 metra frá gangamunnanum Ólafsfjarðarmegin. Enn á gjör- gæslu eftir bruna

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.