Morgunblaðið - 07.04.2014, Page 9

Morgunblaðið - 07.04.2014, Page 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. APRÍL 2014 Guðni Halldórsson lögfræðingur, gudni@kontakt.is Brynhildur Bergþórsdóttir rekstrarhagfræðingur, lögg. verðbr.- og fasteignasali, brynhildur@kontakt.is Gunnar Svavarsson viðskiptafræðingur, gunnar@kontakt.is Jens Ingólfsson rekstrarhagfræðingur, jens@kontakt.is Sigurður A. Þóroddsson hrl. sigurdur@kontakt.is H a u ku r 1 .1 4 Viðskiptatækifæri á www.kontakt.is Skyndibitastaður á Spáni sem veltir 50 mkr. og sýnir góða afkomu.• Möguleiki á öðrum stað til viðbótar. Kaupverð má greiða að miklu leyti í krónum, jafnvel með fasteign. Stór og þekkt bílaþjónusta og verkstæði á góðum stað. Vel tækjum búið.• Ársvelta 150 mkr. Heildverslun með sérhæfðar byggingavörur. Rótgróið fjölskyldufyrirtæki,• en eigandi vill fara að draga sig í hlé sökum aldurs. Stöðug velta síðustu árin um 300 mkr. og góð framlegð. Lítið en vel tækjum búið trésmíðaverkstæði sem sérhæfir sig í gluggum og• hurðum. Heildverslun með vörur fyrir stórmarkaði (non-food). Ársvelta 100 mkr.• Góð EBITDA. Hentar vel sem viðbót hjá heildverslun með svipaðar vörur. Rótgróið glerfyrirtæki sem selur einnig aðrar vörur fyrir• byggingariðnaðinn. Fyrirtækið er með 70-80% markaðshlutdeild á sínu sérsviði. Velta hefur haldist stöðug frá hruni og mjög góður rekstrarhagnaður. Fyrirtækið er nú komið í mikinn vöxt og staðfestar pantanir til afgreiðslu á næstu mánuðum eru nú þegar orðnar meiri en allt síðastliðið ár. Vel þekkt innflutningsfyrirtæki með fæðubótarefni.• Rógróið þjónustufyrirtæki í byggingariðnaði sem annast m.a. steinslípun í• nýbyggingum. Góð verkefnastaða og ágætur hagnaður. Tilvalið tækifæri fyrir duglegan mann með verkstjórnarhæfileika að fara í eigin rekstur. Þrír starfsmenn auk eiganda. Auðveld kaup. Full rennsli komst á Nesjavallaæð að nýju um miðjan dag á laugardag, en rennslið í lögninni stöðvaðist nánast á fimmtudagskvöld. Líkleg- ast er talið að loft í lögninni hafi valdið því og sjálfvirkur lofttæmi- búnaður virkaði ekki sem skyldi. Náið verður fylgst með rennsli um lögnina enda rennur alla jafna um hana tæpur helmingur heita vatnsins í hitaveitunni á höfuðborg- arsvæðinu, að því er segir í tilkynn- ingu frá Orkuveitu Reykjavíkur. Þegar rennslið komst á að nýju nam það liðlega 600 sekúndulítrum, en við bilunina hafði það farið niður í um 50 sekúndulítra. Það var bætt upp með aukinni heitavatnsfram- leiðslu í Hellisheiðarvirkjun og á lághitasvæðum í Mosfellsbæ, Laug- arnesi og Elliðaárdal. Vegna þess hversu mikilvæg Nesjavallaæðin er fyrir rekstur hitaveitunnar á höfuðborgarsvæð- inu var mikill viðbúnaður þegar bil- unarinnar varð vart á fimmtudags- kvöld, eftir því sem fram kemur í tilkynningunni. Tugir manna hafa unnið að því að koma rennsli á hana að nýju og þá var flogið meðfram lögnunum með hitamyndavél til að ganga úr skugga um að hvergi væri á lögninni leki. Ekki er vitað til þess að heitavatnslaust hafi orðið við að- gerðirnar allar, utan hvað þrýst- ingur féll í einu af fimm háhýsum við Engihjalla í Kópavogi. Morgunblaðið/RAX Nesjavellir Vatn rennur nú óhindr- að til höfuðborgarsvæðisins. Loft í lögninni stöðvaði rennslið  Fullt rennsli komið á Nesjavallaæð Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Samþykkt var einróma í borgarráði á fimmtudaginn tillaga meirihlutans um að veita annars vegar vilyrði til Félags eldri borgara fyrir 50 íbúða uppbyggingu í Mjódd og hins vegar vilyrði fyrir allt að 50 íbúða upp- byggingu á vegum Samtaka aldraðra við Bólstaðarhlíð. Áður höfðu breyt- ingartillögur Sjálfstæðisflokksins um að jafnframt yrðu teknar frá lóð- ir á þessum svæðum til þess að hægt yrði að bæta við 50 íbúðum til við- bótar síðar meir á hvorum stað fyrir sig verið felldar. Til marks um skammsýni Kjartan Magnússon, borgar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir afstöðu meirihlutans til marks um skammsýni og virðingarleysi fyrir málefnum eldri borgara. Kjartan segir að breytingartillögurnar hafi verið í samræmi við áður markaða stefnu borgarinnar og vísar til þess að þegar þjónustumiðstöðvar aldr- aðra hafi verið byggðar á sínum tíma hafi verið haft gott rými í kringum þær, svo að þar yrði hægt síðar meir að bæta við þjónustuíbúðum. „Það er ljóst að eftir því sem fleiri nota þjónustuna á hverjum stað, þeim mun hagkvæmari verður við- komandi þjónustumiðstöð,“ segir Kjartan. Í því skyni hafi verið teknar frá lóðir til síðari tíma uppbygging- ar, sem sé til mikilla hagsbóta fyrir eldri borgara. Það hafi verið gæfa borgarinnar að hér hafi verið öflug samtök aldraðra sem hafi reist þess- ar íbúðir fyrir eigið fé, og fengið á móti góðar lóðir frá borginni. Hins vegar hefði meirihlutinn ekkert gert í úthlutunum til aldraðra á þessu kjörtímabili fyrr en nú, stuttu fyrir kosningar. Kjartan tekur fram að sjálfstæð- ismenn styðji úthlutun lóðanna, en hefðu viljað að meira yrði að gert. „Við viljum að menn sýni meiri fram- sýni og veiti þeim þá vilyrði fyrir fleiri íbúðum til síðari uppbygging- ar.“ Kjartan segir það algjörlega ljóst að eftirspurn eftir þjónustu- íbúðum aldraðra muni aukast mikið á næstu árum, og því muni þurfa meiri uppbyggingu til þess að koma til móts við væntanlega eftirspurn. Kjartan tekur fram að með því sé ekki dregið úr mikilvægi þess að fjölga framboði á lóðum fyrir yngra fólk. Hins vegar séu mýmörg tæki- færi til þess annars staðar í borginni. Þá myndi sérhver þjónustuíbúð aldr- aða losa um íbúð annars staðar fyrir yngra fólk. Unnið í samráði við FEB Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, segir viðbótartillögur Kjartans Magnússonar við lóðaút- hlutanir meirihlutans vanhugsaðar. Þær hefðu gengið út á að halda mjög góðum byggingasvæðum til hliðar í stað þess að fara þar í uppbyggingu leiguíbúða, búseturéttaríbúða eða stúdentaíbúða sem mikil þörf er fyr- ir. „Það getur varla talist skynsam- legt að láta góðar lóðir standa auðar og óbyggðar árum eða áratugum saman við núverandi aðstæður.“ Vil- yrðin til Félags eldri borgara og Samtaka aldraðra fyrir allt að 100 nýjar íbúðir byggist á viðræðum og sameiginlegri vinnu. „Þetta eru hvort tveggja mjög já- kvæðir áfangar í uppbyggingu íbúða í borginni, og í samræmi við sam- þykkta húsnæðisstefnu borgarinn- ar,“ segir Dagur. Hann bætir við að lóðaúthlutanirnar til eldri borgara séu liður í heildstæðri uppbygging- aráætlun í húsnæðismálum þar sem byggja eigi fjölbreyttar íbúðir fyrir allan aldur. „Það er líka brýnt að byggja fyrir yngri kynslóðirnar. Þar þarf ekki síður að hafa hraðar hend- ur.“ Aðspurður segir hann að þessar viðbótartillögur Sjálfstæðisflokksins hafi í sínum huga verið vandræðaleg tilraun til yfirboðs í stað þess að sjálfstæðismenn gætu einfaldlega glaðst yfir góðum málum. Ósammála um fjölda íbúða handa öldruðum  Félagi eldri borgara og Samtökum aldraðra veittar lóðir Kjartan Magnússon Dagur B. Eggertsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.