Morgunblaðið - 07.04.2014, Síða 13
is- og skipulagsráðs, í inngangi að
ritinu sem geymir aðalskipulagið.
Samkvæmt aðalskipulaginu eiga
90% allra nýrra íbúða á tímabilinu
sem það tekur yfir að rísa innan
núverandi marka borgarinnar.
„Markmiðið er að skapa heildstæð-
ari og þéttari borgarbyggð og nýta
þar með betur land og fjárfest-
ingar í gatna- og veitukerfum og
þjónustustofnunum. Með þéttari
byggð er dregið úr vegalengdum,
samgöngukostnaði og umhverfis-
áhrifum samgangna,“ segir Páll
Hjaltason.
Ekki ný hverfi í útjaðri
Í inngangsorðum Páls kemur
fram að verkefni næstu áratuga sé
að fullbyggja „Borgina við Sundin“
og því sé uppbyggingu nýrra
hverfa í útjaðri borgarinnar slegið
á frest. Gert er ráð fyrir að 40%
lands verði opin svæði innan þétt-
býlis Reykjavíkur ætluð til útivist-
ar, afþreyingar og leikja. „Reykja-
víkurborg hefur mikinn metnað til
að verða grænni og vistvænni og
þar gegna samgöngur mikilvægu
hlutverki. Stefnt er að því að hlut-
deild almenningssamgangna í ferð-
um til og frá vinnu vaxi úr 4% í
12% á tímabilinu og hlutdeild
gangandi og hjólandi vaxi úr 21% í
30%,“ segir Páll.
Flugvöllurinn fluttur
Borgarbúum gafst tækifæri til
að gera skriflegar athugasemdir
við aðalskipulagið í ágúst og sept-
ember í fyrra. Áður höfðu ýmsir
þættir skipulagsins verið kynnti á
opinberum fundum. Flestir gerðu
athugasemdir við þá stefnu að
flytja Reykjavíkurflugvöll á brott
til að auka öryggi og þétta byggð.
Bárust meðal annars 69 þúsund
undirskriftir, þar af rúmlega 20
þúsund Reykvíkinga, þar sem
áformum um að loka vellinum var
mótmælt. Borgaryfirvöld reyndust
ófáanleg til að falla frá stefnu sinni,
en í lok október var þó gert sam-
komulag við ríkið um að breyta
dagsetningum varðandi lokun vall-
arins. Það mun þó ekki að óbreyttu
raska ákvörðun um byggingu
blandaðrar byggðar í Vatnsmýri.
Minni byggð í Úlfarsárdal
Athugasemdirnar voru annars af
fjölbreyttu tagi og lutu að öllum
höfuðþáttum nýja aðalskipulagsins,
þar á meðal þéttingu byggðar mið-
svæðis og samgöngustefnunni. Af
einstökum athugasemdum má
nefna eftirfarandi: Breytt land-
notkun í Keldnaholti var gagnrýnd.
Þótti gagnrýnendum að um of væri
gengið á græn svæði og ekki tekið
fullnægjandi tillit til núverandi
starfsemi á svæðinu. Breytingum á
minna umfangi byggðar og breyttu
skipulag Úlfarsársdalshverfis var
ennfremur mótmælt. Nýja skipu-
lagið gerir ráð fyrir því að verulega
verði dregið úr stærð hverfisins frá
upphaflegum áformum. Óttast íbú-
ar að þetta hafi áhrif á þjónustu við
þá. Mótmælt var uppbyggingu
norðan Suðurlandsbrautar í Laug-
ardal og látnar í ljós áhyggjur af
að gengið yrði á opin græn svæði
með útivistargildi. Mótmælt var
auknu byggingarmagni og stefnu
um hæð bygginga á miðborg-
arsvæðinu.
Vill endurskoða skipulagið
Núverandi meirihluti í borg-
arstjórn Reykjavíkur leggur mikla
áherslu á að fá umboð kjósenda til
að hrinda nýja aðalskipulaginu í
framkvæmd. Halldór Halldórsson,
oddviti Sjálfstæðisflokksins, segir
hins vegar að skipulagið verði tekið
til endurskoðunar ef flokkurinn fái
tækifæri til þess eftir kosningar.
Hann telur að klofningur innan
flokksins í afstöðu til skipulagsins
skýrist af því hve langan tíma hef-
ur verið unnið að gerð þess. Ólík
afstaða borgarfulltrúa sýni
ákveðna breidd í flokknum. Sjálfur
kveðst hann leggja áherslu á að
tryggja flugvöllinn í Reykjavík.
Hann kveðst hlynntur þéttingu
byggðar en endurskoða þurfi
ákveðna þéttingarreiti og ákveðin
markmið þéttingarstefnunnar. Of
geyst hafi verið farið. Þá segir
hann að bæta þurfi umferðarmálin.
Þótt almenningssamgöngur verði
efldar og bættar og umferð reið-
hjóla gerð greiðari eigi það ekki að
gerast á kostnað umferðarflæðis í
borginni og á kostnað einkabílsins.
Aðgengilegt á netinu
Hægt er að kynna sér að-
alskipulagið á vefsíðu Reykjavík-
urborgar, reykjavik.is. Þar er að
finna nákvæma útlistun á hug-
myndunum og hvernig þeim verður
hrint í framkvæmd í einstökum
hverfum á næstu árum. Þar er
einnig að finna yfirlit yfir þær at-
hugasemdir sem gerðar voru við
skipulagið og þau svör sem feng-
ust. Ekkert ætti því að vera því til
fyrirstöðu að kjósendur í höf-
uðborginni myndi sér skoðun á
þessu mikilvæga máli sem varðar
framtíðarumhverfi þeirra.
Morgunblaðið/Ómar
Áherslubreyting Nýja aðalskipulagið felur í sér stóraukna áherslu
á almenningssamgöngur og hjólreiðar á kostnað einkabílsins.
Fyrsta eiginlega aðalskipulagið
fyrir Reykjavík var samþykkt í borg-
arstjórn árið 1965 og staðfest af ráð-
herra tveimur árum síðar. Í Sögu
Reykjavíkur 1940 til 1990 eftir Egg-
ert Þór Bernharðsson segir að vinna
við þetta skipulag hafi hafist 1960.
Að því hafi unnið fjölmargir aðilar
með Geir Hallgrímsson borgarstjóra í
broddi fylkingar, en aðrir sem komu
einna mest við sögu voru Páll Líndal,
formaður skipulagsnefndar, Aðal-
steinn Richter skipulagsstjóri, Einar
B. Pálsson verkfræðingur, Gísli Hall-
dórsson arkitekt og Gústaf E. Páls-
son borgarverkfræðingur. Helsti ráð-
gjafi við skipulagsvinnuna var Peter
Bredsdorff, prófessor í skipulags-
fræðum við Listaakademíuna í Kaup-
mannahöfn. Með honum störfuðu
margir erlendir sérfræðingar, einkum
í sambandi við umferðarmál.
Eggert Þór segir að aðalskipulagið
hafi verið tímamótaverk og vakið at-
hygli erlendis fyrir vönduð vinnu-
brögð. Í blöðum hér hafi því verið
haldið fram að hvergi „á jörðinni hafi
verið smíðað jafn skynsamlegt borg-
arskipulag á jafn víðtækum grund-
velli“ og í Reykjavík og spáð að
Reykjavíkursvæðið yrði „verulega fal-
leg byggð með haganlegu sniði“ ef
skipulagið gengi eftir.
Aðalskipulag
fyrst 1965
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
Upphafið Fyrsta aðalskipulagið var
unnið í tíð Geirs Hallgrímssonar.
Borgarstjórn hefur samþykkt nýtt aðal-
skipulag fyrir höfuðborgina. Það felur
í sér miklar breytingar á byggð, mannlífi og umferð í borginni ef það verður að veruleika. Megináhersla nýja
skipulagsins er á þéttingu byggðar miðsvæðis og vistvænar samgöngur. Almenningssamgöngur og hjólreiðar
eiga að fá stóraukið vægi á kostnað einkabílsins. Stór umferðarmannvirki eins og mislæg gatnamót heyra
sögunni til. Þetta er fyrsta aðalskipulag borgarinnar sem afgreitt er án samstöðu í borgarstjórn.
SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR
„Með þessu er verið að ganga á
Laugardalinn og takmarka útsýni
yfir hann. Þetta er miklu meira inn-
grip í dalinn en var árið 2000 þegar
33 þúsund undirskriftir borgarbúa
stöðvuðu áform R-listans um að
byggja inn í dalinn nærri Glæsibæ.
Þetta yrði að mínu mati mikið og
óafturkræft umhverfis- og skipu-
lagsslys. En þetta er sem sagt komið
inn í aðalskipulag Reykjavíkur og
gæti orðið að veruleika áður en fólk
áttar sig á því.“ Júlíus sagði að sam-
göngukafli skipulagsins byggðist á
samningi ríkis og borgar um að
framkvæmdir við samgöngu-
mannvirki yrðu stöðvaðar næstu 10
árin. „Í þessum samningi var
Reykjavíkurborg hlunnfarin. Samn-
inginn verður að endurskoða enda
gengur ekki upp að frysta sam-
göngukerfi heillar borgar í áratug.
Aðalskipulagsáætlanir hafa fram
til þessa verið samþykktar í sæmi-
legri sátt,“ sagði Júlíus Vífill Ingv-
arsson ennfremur. „Í þetta sinn bár-
ust athugasemdir og mótmæli frá
fleirum en nokkur dæmi eru um í
sögunni. Þrátt fyrir það var ekkert
tillit tekið til mótmælanna. Svona
vinnubrögð eiga sér ekki fordæmi og
eiga auðvitað ekki að líðast.“
Aðalskipulag Gísla Marteini Baldurssyni var boðið að fagna undirritun
nýja aðalskipulagsins með embættismönnum og borgarfulltrúum meirihlut-
ans í Höfða. Klofningur sjálfstæðismanna var þannig undirstrikaður.