Morgunblaðið - 07.04.2014, Side 15

Morgunblaðið - 07.04.2014, Side 15
FRÉTTIR 15Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. APRÍL 2014 BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is GE bílar Reykjanesbæ www.bilahusid.is 420 0400 Bílasalan Bílás Akranesi www.bilas.is 431 2622 Bílasala Akureyrar Akureyri www.bilak.is 461 2533 Bílaverkstæði Austurlands Egilsstöðum www.bva.is 470 5070 IB ehf. Selfossi www.ib.is 480 8080 E N N E M M / S ÍA / N M 6 17 7 7 SUBARU ER EINN ÖRUGGASTI BÍLL SEM ÞÚ GETUR KEYPT SUBARU XV FJÓRHJÓLADRIFINN – SJÁLFSKIPTUR Subaru XV 2.0i, sjálfskiptur Verð: 5.290.000 kr. 6,6 l / 100 km í blönduðum akstri Rekstraröryggi og gott endursöluverð er það sem allir þekkja og kemur fyrst upp í hugann. Lágur þyngdarpunktur, þverliggjandi BOXER vél og sítengt fjórhjóladrif með tölvustýrðri stöðugleikastýringu er lykillinn að akstursöryggi. Allir Subaru eru með 5 stjörnur í árekstrarprófunum EuroNCAP. GERÐU ÖRUGG BÍLAKAUP – KAUPTU SUBARU! Fjármálafyrirtæki lækkuðu al- mennt á bandaríska hlutabréfa- markaðinum á föstudag. Lækkunin er m.a. rakin til nýjustu talna af vinnumarkaði sem sýndu að at- vinnuleysi í mars hélst óbreytt á milli mánaða. Kannanir meðal fjárfesta sýndu að markaðurinn bjóst við 195.000 nýjum störfum en tölurnar voru ögn undir þeim væntingum eða 192.000 ný störf. Dugði ekki til að fjöldi nýrra starfa jókst á milli mánaða, og að starfatölurnar voru endurskoðaðar til hækkunar fyrir bæði janúar og febrúar. Voru ný störf í janúar hækkuð úr 129.000 í 144.000 og febr- úar úr 175.000 í 197.000. Bloomberg segir markaðinn hafa vænst þess að atvinnutölurnar tækju stærri kipp þar eð kuldar og vonsku- veður frá desember og út febrúar voru talin hafa dempað sköpun nýrra starfa. S&P 500 vísitalan féll um 0,98% yf- ir föstudaginn. Goldman Sachs lækk- aði um 1,72%, J.P Morgan Chase missti 1,4%, Citigroup 1,2% og Morg- an Stanley 1,87%. Fréttir af 800 millj- óna dala sátt milli Bank of America og bandarísku neytendaverndar- stofnunarinnar CFBP lækkuðu hluti í bankanum um 2,51%. ai@mbl.is AFP Rautt Mynd úr safni af hlutabréfamiðlara hjá NYSE. Gengi hlutabréfa í bandarískum fjármálafyrirtækjum lækkaði þónokkuð á föstudaginn var. Fjármálafyrirtæki pompuðu niður  Bandaríski markaðurinn brást illa við atvinnutölum fyrir marsmánuð Brendan Eich hefur sagt af sér sem framkvæmdastjóri Mozilla Corp, fyr- irtækisins sem framleiðir netvafrann Firefox. Afsögnin kemur í kjölfarið á herferð á netinu gegn ráðningu Eich, en netverjar höfðu horn í síðu hans fyrir að hafa árið 2008 látið 1.000 dali af hendi rakna til samtaka sem berjast gegn jöfnum hjúskaparréttindum samkynhneigðra. Áður hafði Eich neitað að segja af sér fyrir að, eins og hann leit á það, hafa iðkað rétt sinn til tjáningarfrels- is. Stefnumótavefurinn vinsæli OKCu- pid fór fremst í flokki gegn Eich og beitti því ráði að senda gestum vefsins skilaboð ef greina mætti að þeir not- uðu vafra frá Mozilla. Skilaboðin sögðu frá gjörðum Eichs og hvöttu notendur til að skipta yfir í annan vafra. Einnig viðruðu margir starfs- menn Mozilla á opinberum vettvangi óánægju sína vegna ráðningar Eich. Fréttastofa Bloomberg bendir á að úlfaþyturinn í kringum Eich þyki um margt áhugaverður og kunni að marka kaflaskil við ráðningar stjórn- enda. Hafi reglan í bandarísku at- vinnulífi lengst af verið sú að pólitísk- ar skoðanir stjórnenda séu þeirra einkamál. ai@mbl.is Stjórnandi Mozilla segir af sér vegna þrýstings  Netverjar létu sér ekki lynda sex ára gamalt fjárframlag til hóps gegn hjúskaparréttindum samkynhneigðra AFP Umdeildur Maður í fartölvu á förnum vegi. Netheimar brugðust illa við nýj- um stjórnanda Mozilla Corp. og tókst að þvinga hann til að segja af sér. Alls bárust tuttugu umsóknir um styrk úr Frumkvöðla- sjóði Íslandsbanka en ákveðið hefur verið að af þeim hljóti fimm styrk, samtals að upphæð tíu milljónir króna. Sjóðnum er ætlað að styðja við nýsköpun í sjávar- útvegi og endurnýjanlegri orku. Styrkþegar eru: Alvarr ehf., sem hannar tíma- og orkusparandi búnað til borana í hart berg; loftræstikerf- ið Andblær sem á að geta lækkað húshitunarkostnað bygginga um allt að 30%; Ankra ehf. sem þróar fæðubót- arefni og snyrtivörur úr sjávarafurðum; Eco Mals sem framleiðir nýstárlegan lampa sem m.a. hefur í för með sér orkusparnað; og Matarskemman sem þróar búnað og tækni til að frostþurrka matvæli með jarðvarma sem orkugjafa. ai@mbl.is Tíu milljónir úr frumkvöðlasjóði  Fimm fyrirtæki deila með sér styrk frá Íslandsbanka

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.