Morgunblaðið - 07.04.2014, Side 16

Morgunblaðið - 07.04.2014, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. APRÍL 2014 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ HeimsóknBaracksObama Bandaríkjaforseta til Sádí-Arabíu í liðinni viku fór ekki hátt. Var það þó um margt einn áhugaverð- asti áfangastaður forsetans í reisu hans til útlanda, sem þó innihélt Atlantshafsbandalag- ið og páfann. Það að Obama taldi sig þurfa að kíkja stutt- lega við í Ríadh, eftir að hafa sinnt embættisskyldum sínum vegna varnarmála Bandaríkj- anna er til merkis um það að forsetinn telur sig þurfa að bæta fyrir fyrri syndir sínar gagnvart Sádum. Sádar og Bandaríkjamenn hafa verið bandamenn allt frá dögum síðari heimsstyrjaldar. Í ljósi þess að vart er hægt að hugsa sér tvö ólíkari ríki, hvort sem horft er til stjórn- mála eða samfélags, er ein- sýnt að það bandalag hefur einkum byggst á sameig- inlegum öryggishagsmunum. Bandaríkin veittu hervernd sína, í skiptum fyrir greiðan aðgang að olíuauðlindum Sáda. En margt hefur breyst í samskiptum ríkjanna á síð- ustu árum. Hin mikla bylting sem felst í vinnslu olíu úr sandsteini hefur gert það að verkum að Bandaríkjamenn hafa ekki jafnmikla þörf fyrir bandalag við Sádi-Arabíu. Á sama tíma hefur Obama leitað eftir samningum við Írana, höfuðandstæðinga Sáda, um kjarnorkuvopnaáætlun þeirra og þar með valdið óróa hjá sínum gamla bandamanni. Þá hafa ríkin tvö deilt um leiðir annars staðar, til dæmis í Egyptalandi, þar sem Bandaríkja- menn virtust líta með velþóknun á bræðralag músl- ima í óþökk Sáda, og létu sig litlu skipta þótt bandamaður þeirra til áratuga væri settur á bak við lás og slá. Enn- fremur eru þeir ósammála um Sýrland, þar sem Sádar hvöttu mjög til þess að tekið yrði á efnavopnaárás Assads. Það hafa því skiljanlega komið brestir í samstarf ríkjanna tveggja. Það er gömul saga og ný að tengsl sem byggjast einkum á sameiginlegum hagsmunum eiga það til að veikjast eða rofna í réttu hlutfalli við mik- ilvægi þeirra hagsmuna á hverjum tíma. Um leið verður að segjast eins og er að núver- andi stjórnvöld í Washington hafa ekki verið dugleg við að viðhalda vinatengslum sínum við fornar bandalagsþjóðir sínar. Þau hafa ýmist talið sig geta sýnt „forystu aftan frá“ eða álitið að orð væru ekki að- eins til alls fyrst heldur bein- línis fullnægjandi viðbrögð við hverri vá. Og ef orðin dygðu ekki, sem þau gera aldrei nema vitað sé að þeim kunni að fylgja aðgerðir, þá mætti bara tala meira. Afleiðingin er sú að nú, þeg- ar kreppir að í samskiptum austurs og vesturs, þurfa Bandaríkjamenn að leggja á sig aukna fyrirhöfn til þess að bæta úr vanrækslunni við vinaþjóðirnar og sannfæra umheiminn um að taka beri mark á Bandaríkjunum. Hvort tveggja gæti að óbreyttu reynst þrautin þyngri. Bandaríkin hafa veikt stöðu sína með vanrækslu og vanhugsuðu tali} Vanræktir vinir Forystumennríkisstjórn- arinnar hafa sent frá sér jákvæð skilaboð um skattalækkanir á síðustu dögum. Forsætisráðherra gaf til kynna að vænta mætti meiri lækkana og hraðari en hingað til hefur verið rætt um og fjár- málaráðherra talaði um að rík- isstjórnin hefði þegar lækkað skatta umtalsvert og að frek- ari lækkana mætti vænta. Það var viðeigandi að fjár- málaráðherra gerði að sínum orð eins forvera síns, sem hót- aði skattgreiðendum frekari skattahækkunum með orð- unum: You ain’t seen nothing yet. Að þessu sinni fólst í orð- unum loforð um verulegar skattalækkanir og mikilvægt er að þær gangi ekki síður eftir en hækkanir vinstri stjórnarinnar. Fjármálaráð- herra minnti á að sú rík- isstjórn hefði staðið fyrir hátt í 200 skattbreytingum, sem sýnir að verkefnið er ærið, enda flestar þessar breytingar til hækkunar og óhagræðis fyrir fólk og fyrirtæki. Um leið felur þessi skelfilega fram- ganga fyrri ríkisstjórnar í sér brýna þörf til að vinna hratt að lækkun skatta, en ekki síður mikil tækifæri til að ná ár- angri í þessum efnum. Það tækifæri þarf að nýta strax eigi það ekki að renna núver- andi ráðherrum úr greipum. Vinstri stjórnin skildi eftir sig gott tækifæri til að lækka skatta hratt } Jákvæð skilaboð U ndirritaður hefur fengið að njóta hins nýja Borgartúns nokkrum sinnum eftir að gatan var „fegr- uð“ með því að þrengja götuna, fækka bílastæðum og setja upp ljótustu ljósastaura sem sést hafa norðan Alpafjalla. Síðast fékk ég tækifæri til þess að njóta fegurðarinnar núna á föstudaginn þegar ég sat fastur í dágóða stund á miðju hring- torginu við Sóltún, og gat séð bílaröðina teygja sig alla leið að næsta hringtorgi. Er ég ekki viss um að allir í þeirri röð hafi fagnað þeim 230 milljónum sem fóru í lagfæring- arnar. Enda heyrðust í vikunni sem leið fréttir um að mörg fyrirtæki í götunni hugsuðu sér til hreyfings vegna þeirra breytinga sem hafa orðið á götunni. Lái þeim það hver sem vill. En áður en söngurinn hefst um að þetta séu bara fáir vælupúkar sem eigi bara að hjóla í vinnuna má alveg velta nokkrum staðreyndum fyrir sér. Í fyrsta lagi eru samkvæmt lauslegri talningu á ja.is tæplega 270 fyrirtæki við götuna. Ef gert er ráð fyrir 12- 15 manns að meðaltali í hverju þeirra eru það á bilinu 3- 4.000 manns sem þurfa að komast til vinnu sinnar í göt- unni á hverjum virkum degi. Eflaust eru þarna tækifæri til þess að fækka bílum með því að starfsfólkið nýti al- menningssamgöngur betur eða hjóli í vinnuna, en það er óraunhæft að ætla að bílastæðavandinn leysist þannig. Í öðru lagi er mikið af þessum fyrirtækjum ann- aðhvort verslanir eða þjónustufyrirtæki, sem gjarnan þurfa að fá fólk í eigin persónu til sín til þess að ganga frá málum. Þeir sem þangað eiga erindi þurfa einhvern veginn að geta komist þangað, og ekki eru allir í þeirri öfundsverðu stöðu að geta sett nýju ryksuguna sína frá Einari Farestveit á bögglaberann eða vilja rölta með hana í fanginu heim í Breiðholtið. Og ljóst er að margir eiga þangað erindi. Á hverjum sólarhring keyra um 17 þúsund bílar Borgartúnið á milli Sóltúns og Kringlumýr- arbrautar, samkvæmt mælingum borg- arinnar sjálfrar. Jafnvel þó að ekki sé gert ráð fyrir að allur þessi fjöldi vilji stoppa í ein- hverjum erindagjörðum er spurning hvers vegna enginn velti þessari staðreynd fyrir sér áður en ákveðið var að þrengja götuna og fækka bílastæðum? Það er ekkert að því að stefna að þéttingu byggðar og ekkert að því að vilja fegra götur. Vandinn er bara sá að dæmin af Borgartúni, Hofsvallagötu og víðar bera þess ekki merki að mikið tillit sé tekið til óska þeirra sem neyðast á endanum til að nýta sér göturnar. Umferð- arvandi hverfur ekki þó að gata sé þrengd, hann bara fer annað, sömu leið og fyrirtækin í Borgartúni munu á end- anum fara. Þar sem stefna núverandi borgaryfirvalda í skipulagsmálum er að skjóta fyrst og spyrja svo þá sem verða fyrir barðinu á breytingunum hvort þeir geti ekki bara sætt sig við orðinn hlut, væri kannski ráð að hugsa örlítið fyrst um aðstæður á hverjum stað áður en skotið er. Það er nefnilega frekar dýrt að lagfæra mistök í þess- um efnum. sgs@mbl.is Stefán Gunnar Sveinsson Pistill Hvernig væri að spyrja fyrst? STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Hinn 3. apríl síðastliðinnvoru 30 ár liðin frá því aðReykjavíkurborg hóf aðveita undanþágur frá banni við hundahaldi í höfuðborginni, sem hafði verið í gildi frá 1924. Meðal borgarbúa voru skoðanir afar skiptar um ágæti gæludýrahalds í þéttbýlinu og leyfisveitingin var háð ákveðnum skilyrðum. Það var ekki fyrr en 2006 sem borgarstjórn samþykkti að leyfa hundahald í Reykjavík en með sömu skilyrðum og áður. Í fyrra voru 2.540 hundar á skrá hjá borgaryfirvöldum en Freyja Kristinsdóttir, dýralæknir, hunda- þjálfari og formaður Félags ábyrgra hundaeigenda, segir fjölda hunda í borginni mun meiri en opinberar töl- ur segja til um. Samkvæmt óform- legri könnun sem félagið gerði í fyrra megi gera ráð fyrir að 50-70% hunda í borginni séu óskráð. Meira umburðarlyndi erlendis Hvað varðar aðbúnað til hunda- halds á höfuðborgarsvæðinu segir Freyja ágætt að eiga hund í Reykja- vík en umburðalyndi gagnvart hund- um sé meira víða erlendis og aðstaða til hundahalds í nágrannalöndunum almennt betri en hér á landi. Til að mynda sé engin aðstaða til lausa- göngu á Seltjarnarnesi, í Kópavogi né í Garðabæ. „Í Reykjavík höfum við Para- dísardal, Geirsnef og Geldinganes þar sem má sleppa hundum lausum og þrjú nýleg hundagerði. Hunda- gerðin eru þó frekar lítil og gefa stórum hundum takmarkaða hreyf- ingu en þau henta vel sem leiksvæði, þar sem nokkrir hundar geta leikið sér lausir,“ segir hún. Hún segir gerðin þó ekki gallalaus, t.d. vanti tvöfalt hlið, þar sem hundar inni í gerðinu komist út þegar öðrum hund- um er hleypt inn. Hún segir jákvætt að leyft hafi verið að ganga með hund í taumi á Laugavegi og í Öskjuhlíð en áður var umferð hunda á þessum svæðum bönnuð með öllu. Hundaskíturinn pirrar alla Freyja segir viðhorf fólks til hundahalds heldur hafa breyst til hins betra en auknum fjölda hunda hafi eðlilega fylgt vaxtarverkir og fleiri kvartanir. „En ég held þó að fjölgun kvartana sé mun minni en fjölgun hunda,“ segir hún. Hún segir hundaeigendur upp til hópa tillitssama en það séu alltaf ein- hverjir svartir sauðir í mörgu fé. „Þeir hundaeigendur sem ég þekki eru alveg jafn pirraðir og aðrir á að sjá hundaskít á götunum,“ segir hún en hvað lausagönguna varðar séu skoðanir aðeins fjölbreyttari. „Ég er þeirrar skoðunar að það þurfi að fjölga lausagöngusvæðum til mikilla muna og að það muni fækka lausum hundum þar sem þeir mega ekki vera lausir. Þangað til verða hundaeigendur að sýna tillitssemi og átta sig á því að það er algjör ókurt- eisi að leyfa hundi að hlaupa lausum upp að ókunnugu fólki eða öðrum hundum í taumi.“ Hægt að gera betur Freyja segir að ýmislegt mætti bæta í borginni, hundum og hunda- eigendum til hagsbóta, t.d. fegra hundasvæðin og koma upp leik- tækjum. Þá segir hún að nýta ætti hundaleyfisgjöldin betur í þágu hundaeigenda. „Borgaryfirvöld kvarta yfir því að of fáir skrái hundana sína og því séu of litlir pen- ingar til að nýta í þágu hundaeigenda. En á sama tíma eru sveitar- félögin ekki nógu dugleg við að upplýsa hundaeigendur um hvað felst í að skrá hundinn, hverjir kostirnir eru o.s.frv.,“ segir hún. Hundahald í borginni horfir til betri vegar Morgunblaðið/Ómar Voff! Freyja segir tilgang FÁH að vera málsvari hundaeigenda og hunda, með það að markmiði að stuðla að ábyrgu hundahaldi. Meðlimir eru um 500. Samkvæmt upplýsingum frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavík- urborgar voru skráðir hundar í höfuðborginni 1.119 árið 1995, 1.351 um aldamótin síðustu og 2.265 árið 2010. Í fyrra voru þeir 2.540. Kvörtunum vegna hunda- halds hefur heldur fækkað en þær voru 570 árið 2006, 497 árið 2010 og 415 í fyrra. Í jan- úar, febrúar og mars á þessu ári bárust borgaryfirvöldum alls 79 kvartanir vegna hunda- halds. Árný Sigurðardóttir, fram- kvæmdastjóri heilbrigðiseft- irlitsins, segir að síðastliðin ár hafi lausum hundum í borginni fækkað og fólk sé mun passasamara með hundana sína en áð- ur. Þá hafi kvört- unum vegna hunda- skíts í borgarlandinu sömuleiðis fækk- að. Kvörtunum fækkar HUNDAHALD Freyja og Dimma

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.