Morgunblaðið - 07.04.2014, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 07.04.2014, Qupperneq 18
18 UMRÆÐAN Bréf til blaðsins MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. APRÍL 2014 Útfærsla fisk- veiðilögusögunnar í 50 sjómílur var sam- þykkt samhljóða á Al- þingi 15. febrúar 1972. Lúðvík Jós- epsson, þáverandi sjávarútvegsráðherra, undirritaði síðan reglugerð um 50 míl- urnar sem kom til framkvæmda 1. sept- ember 1972. Ekki skorti harkaleg viðbrögð Vestur-Þjóðverja og Breta sem hótuðu strax herskipum á Íslandsmiðin og allsherjarvið- skiptabanni á íslenskar vörur. Þeir kærðu Ísland til Alþjóðadómstóls- ins í Haag sem úrskurðaði með fjórtán atkvæðum gegn einu gegn Íslendingum. Þessum úrskurði mótmælti ís- lenska ríkisstjórnin harðlega og kvaðst fylgja eftir ákvörðun sinni sem væri fyllilega lögmæt sam- kvæmt íslenskum lögum. Hverjir hefðu trúað því þá að til væru eft- irmenn hans síðar á stóli sjáv- arútvegsráðherra sem stæðu að umsókn um aðild að Evrópusam- bandinu sem fæli í sér framsal sama réttar og þá var barist fyrir? Þá stækkar Ísland Hinn 31. ágúst 1972 flutti Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra út- varpsávarp til þjóðarinnar. Hann vísaði til einróma samþykktar Al- þingis og „að baki hennar stendur þjóðin öll“. Útfærsla landhelginnar „byggist á þeirri sannfæringu, að réttur okkar til náttúruauðlinda lands- grunnsins sé í eðli sínu sá sami og til landsins sjálfs …“ og hann lauk ávarpi sínu: „Það er stór dagur á morgun. Þá stækkar Ísland. Þess dags mun minnst meðan Íslands- saga er skráð.“ Við tók viðskiptabann og þorska- stríð með erlendum herskipum og átökum innan lögsögu Íslendinga. „Við munum aldrei láta undan of- beldi í þessu máli. Nú er það sem gildir að þrauka,“ sagði forsætisráð- herrann. Þá var Snorri Jóns- son forseti ASÍ Þetta var allt fyrir tíma Samfylking- arinnar, Við- skiptaþings, Evr- ópustofu og Gylfa Arnbjörnssonar hjá ASÍ. Hinsvegar var Snorri Jónsson þá for- seti ASÍ sem beitti sér fyrir fjölmennasta útifundi til þess tíma í Reykjavík, hinn 22. maí 1973. Yfir 30 þúsund manns mættu á Lækjartorg og lýstu yfir fullum stuðningi við útfærslu landhelg- innar og mótmæltu „innrás breska sjóhersins í íslenska fiskveiði- landhelgi“. Hver hefði séð núver- andi forystu ASÍ beita sér fyrir slíkum fundi? Þess í stað ganga menn þar fremst í flokki sem heimta inngöngu í Evrópusam- bandið með tilheyrandi framsali á yfirráðum fiskimiðanna til Brüssel. Ég man ekki einu sinni eftir að hryðjuverkalögum Breta á Ísland 2008 hafi verið mótmælt í þeim ranni. Íslendingar létu ekki deigan síga Matthías Bjarnason varð sjávar- útvegsráðherra í ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar. Matthías var kjarkmaður og fylginn sér. Hinn 15. júlí 1975 skrifaði hann undir reglugerð um að fiskveiðilögsaga Íslendinga skyldi færð út í 200 sjó- mílur. Algjör þjóðarsamstaða var um útfærsluna. Í ræðu sem Matt- hías hélt þá segir m.a.: „Með gild- istöku hinnar nýju reglugerðar er allt hafsvæðið út í 200 sjómílur frá grunnlínu allt í kringum landið lýst lögsögusvæði Íslands. Frá þeim tíma er því öll veiði erlendra skipa innan 200 mílna markanna óheimil samkvæmt íslenskum lögum nema til komi sérstök heimild veitt af ís- lenskum stjórnvöldum.“ Og 12. desember 1975 kærðu Íslendingar Breta fyrir Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna vegna ásiglingar breskra skipa á íslensk varðskip innan ís- lenskrar landhelgi fyrir: svívirði- lega yfirtroðslu sjálfstæðis Íslend- inga sem stefni friði og öryggi í voða. Á vettvangi Sameinuðu þjóð- anna var baráttumál okkar að fiskimið strandríkis skyldu við- urkennd sem hluti auðlinda þess. Að lokum var það samþykkt í Haf- réttarsáttmálanum. 200 mílna fisk- veiðilögsaga strandríkis var síðan viðurkennd á alþjóðavettvangi. Lífbelti þjóðarinnar Varðveitum lífbeltin tvö, sagði Kristján Eldjárn forseti í nýársá- varpi 1972, gróðurinn til landsins og fiskimiðin fyrir ströndinni. Það kostaði blóð, svita og tár að ná full- um yfirráðum yfir 200 mílna fisk- veiðilögsögu landsins. En þjóðin stóð sameinuð í baráttunni. Þeir sem nú vilja halda áfram aðlög- unarsamningum, innlimunarferlinu í ESB, „kíkja í pakkann“ vita að það verður ekki gert nema fyrst séu gefnir eftir fyrirvarar Alþingis frá 2009, m.a. vegna sjávarútvegs- ins. Fulltrúar ESB hafa lýst því skýrt að Ísland verði að framselja forræði fiskimiðanna til stjórnar og stofnana Evrópusambandsins. Þeir sem stóðu í landhelgisbarátt- unni og lögðu líf sitt undir í stríði við stór og fullkomin erlend her- skip hefðu aldrei trúað því þá að aðeins 40 árum seinna risi upp há- vær hópur, jafnvel heill stjórn- málaflokkur, forystumenn í at- vinnulífi og verkalýðshreyfingu sem litu á fullveldisbaráttuna sem hagsmunastríð fyrir einstakar at- vinnugreinar! Sjálfstæðið er sívirk auðlind. Samstaða þings og þjóðar í landhelgismálinu » Það er stór dagur á morgun. Þá stækkar Ísland. Þess dags mun minnst meðan Íslands- saga er skráð. Jón Bjarnason Höfundur er fyrrverandi sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðherra. Eftir Jón Bjarnason Rauðagerði 25 · 108 Reykjavík · Sími 440 1800 · kaelitaekni.is Okkar þekking nýtist þéri i Orkusparnaður með Nergeco hraðopnandi iðnaðarhurðum Nergeco • Opnast hratt & örugglega • Eru orkusparandi • Þola mikið vindálag • Eru öruggar & áreiðanlegar • Henta við allar aðstæður • 17 ára reynsla við íslen- skar aðstæður & yfir 150 hurðir á Íslandi Með hraðri opnun & lokun sem & mikilli einangrun má minnka varmaskipti þar sem loftskipti verða minni Intelligent curtain sem veitir aukið öryggi Bílaverkstæði Jóa býður upp á alla almenna þjónustu fyrir flestar gerðir bifreiða. með allt fyrir bílinn Dalvegi 16a - 201 Kópavogi | Sími: 564 5520 | bilajoa@bilajoa.is | www.bilajoa.is Opið mánudaga til fimmtudaga 8-17 föstudögum 8-15 Þarf bíllinn þinn á þjónustu að halda?564 5520 bilajoa.is Hvers konar snilld er nú Radíó stam? Hvernig gat málhaltur mað- ur náð svona ótrúlega góðum ár- angri í útvarps- rekstri? Hann gerir mörgu full- frísku fólkinu skömm til, eins og sagt var í mínu ungdæmi. Búinn að brjóta á bak aftur margar illvígustu fordóma- fullyrðingarnar sem gjarnan voru viðhafðar þegar málhelti bar á góma í gamla daga. Að vera „blest á máli“ eru örlög sem sumu fólki er úthlutað af al- mættinu – og oft finnst mér „frá- vik“ frá venjulegum framburði sérkennilega sjarmerandi, ekki síst gormæli eins og einn merkasti bókaútgefandi Sunnlendinga getur státað af. Ólíkt flámælinu sem blessunarlega var kveðið í kútinn seint á síðustu öld – enda útsett til að valda misskilningi manna á meðal. Skyrútflutningnum t.d. er enginn greiði gerður með „skeri“. Einn af mínum bestu vinum á það til að stama stundum, jafnvel enn þann dag í dag, eftir alla þessa áratugi sem við höfum þekkst. Áralöng skólaganga hans, alþjóðleg viðskiptasambönd og álits- gjafastaða í þjónustu sérlegra manna hafa að vísu kennt honum að endurbyggja setningar eld- snöggt eða skipta út orðum – svo sennilega hefur málheltin bara eflt þann ágæta kappa. Fólk sem sigr- ast á erfiðleikum vex og styrkist, verður betur í stakk búið til að leggja á sig meira en flest okkar hinna til uppbyggingar samfélags- ins – í raun alls heimsins. Vert er svo að geta sérstaklega sjálfra viðmælendanna á Radíó stami sem snillingurinn þar hefur fengið á sinn fund í hljóðverinu. Al- gjört toppfólk og þeirra framganga öllum að sama skapi heillavænleg. PÁLL PÁLMAR DANÍELSSON leigubílstjóri. Radíó stam lengi lifi! Frá Páli Pálmari Daníelssyni Páll Pálmar Daníelsson Aukablað alla þriðjudaga

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.