Morgunblaðið - 07.04.2014, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 07.04.2014, Qupperneq 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. APRÍL 2014 ✝ Einar Þór Jó-hannsson fædd- ist á Egilsstöðum 20. júlí 1995. Hann lést 29. mars 2014. Einar Þór var son- ur Jóhanns Óla Ein- arssonar, f. 10. mars 1970, og Ragnhildar Írisar Einarsdóttur, f. 4. júní 1976. Bræður Einars eru Sævar Elí Jóhannsson, f. 19. janúar 2002, og Ívar Logi Jóhannsson, f. 15. desember 2007. Móðurafi Einars Þórs er Einar Árnason, f. 1947, og móðuramma hans er Sigríður Pálsdóttir, f. 1956. Föð- urafi Einars Þórs var Einar Björg- vinsson, f. 1949, d. 1980. Föðuramma Einars Þórs er Ingibjörg Andr- ésdóttir, f. 1948, og eiginmaður hennar er Árni Þór- arinsson, f. 1948. Einar Þór ólst upp á Egilsstöðum og stundaði nám við Menntaskólann á Egils- stöðum. Útför Einars Þórs fer fram frá Egilsstaðakirkju í dag, 7. apríl 2014, og hefst athöfnin kl. 14. Sofðu, engill, sofðu, við þökkum auðmjúk þér sem gafst okkur svo mikið í jarðvist þinni hér. Við eigum bara erfitt með að sætta okkur við það að þú sért tekin burtu og flutt á annan stað. Sofðu bara engill og lúrðu undir sæng megi Drottinn geyma þig undir hlýjum væng. Við hittumst bara aftur þegar húmar aftur að og Drottinn vill fá fleiri á þennan ljúfa stað. (Þorbjörg Gísladóttir) Blessuð sé minning þín, elsku Einar Þór okkar. Mamma, pabbi, Sævar Elí og Ívar Logi. Elsku hjartans vinur, það er erfitt að skrifa nokkur orð um ungan og fallegan dreng í blóma lífsins sem tekinn er frá okkur svona snemma. Þú sem áttir allt lífið framundan, þú skilur eftir stórt skarð í fjölskyldunni og mikinn söknuð en Einar afi, langömmur og langafar taka á móti þér. Takk fyrir allar stund- irnar sem við áttum saman, guð veri með þér og gefi mömmu þinni og pabba, Sævari Elí og Ív- ari Loga styrk og kraft. Guð blessi þig, elsku vinur, englarnir vaka yfir þér. Ingibjörg amma og Árni afi. Elsku Einar Þór. Við sitjum hér og getum ekki trúað að þú sért farinn frá okk- ur. Þú varst algjör gullmoli, ein- lægur, hlýr, og alltaf flottur. Það var gaman að fylgjast með þér, þú varst svo nákvæmur og gerð- ir allt vel sem þú tókst þér fyrir hendur. Dagurinn sem við feng- um þær fréttir að þú værir dáinn mun aldrei gleymast. Það er svo sárt að eiga ekki eftir að sjá þig aftur, fá knús frá þér og fá ekki oftar að sjá fallega brosið þitt. Við eigum yndislegar minningar um þig sem við munum alltaf geyma. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Hvíl í friði, elskan okkar. Amma Sigríður og Einar afi. Elsku Einar Þór minn, það er svo erfitt að hugsa til þess að fá ekki að sjá þig koma hlaupandi inn heima hjá mömmu þinni og pabba þegar ég kem austur til ykkar. Þú varst alltaf svo falleg- ur og flottur drengur með bros á vör og gott hjarta. Þegar þú fæddist var ég svo stolt af þess- um litla dökkhærða snáða sem bróðir minn hafði eignast. Dag- inn sem þú varst skírður var Óli svo stoltur af litla drengnum sín- um og skírði þig í höfuðið á báð- um öfunum þínum. Við Geir kynntumst kvöldið fyrir skírnina þína og alltaf þegar við rifjum upp hvað við séum nú búin að vera lengi saman ræðum við allt- af um að það sé jafnlengi og Ein- ar Þór sé gamall. Það var svo gaman að fara með þér til útlanda þegar þú varst pínulítill og við mamma þín útskrifuðumst úr menntaskóla. Ferðin var yndisleg og svo gam- an hjá okkur öllum í þessari ferð. Þú varst svo fallegur með dökka yfirbragðið þitt og þessi fallegu augu, alltaf bræddirðu alla sem hittu þig. Það var gaman að koma í ferminguna þína og þeim frændum þínum fannst þú svo flottur og mikill töffari. Á leið austur var Kristófer ákveðinn í að fermast ekki en þegar hann horfði á svarta mótor- hjólahjálminn og mótorhjóla- skóna sem þú fékkst í gjöf var hann fljótur að skipta um skoð- un, við foreldrarnir hlógum á leiðinni heim að það hafi verið nóg að sjá gjafirnar hjá stóra frænda. Þú varst svo mikið nátt- úrubarn, alltaf þegar maður kom heim til þín varstu úti á snjó- sleða, mótorhjóli, á skíðum, að veiða eða að vitja um minka- gildrurnar sem þú sýndir okkur svo stoltur enda hafðir þú hann- að þær sjálfur. Litlu bræðrum þínum þeim Sævari og Ívari þótti þú svo flottur og voru svo ánægðir að eiga þig sem stóra bróður sinn. Stundum voru þið að þræta en það var nú oftast rokið úr ykkur eftir smástund, enda fannst þér stundum gaman að stríða aðeins litlu bræðrun- um. Ingibjörg amma þín var allt- af svo stolt af þér en oft þegar ég hringdi í hana sagði hún mér með stolti að þú hefðir verið að bóna bílinn hennar, borða hjá þeim afa eða bara komið við og athugað hvort hún ætti ekki eitt- hvað gott að borða. Mér fannst svo yndislegt hvað þú og pabbi þinn voruð miklir vinir, þið gerð- uð svo margt saman og áttuð öll sömu áhugamálin. Þú varst líka svo lánsamur að eiga flotta mömmu sem var svo dugleg að hjálpa þér við námið. Ég veit að mamma þín og pabbi eru enda- laust stolt af þér enda ekki ann- að hægt, flotti drengur. Að fá þessar fréttir um morg- uninn var svo vont og svo óskilj- anlegt. Enn hvarflar að mér að þetta geti bara ekki verið rétt og ég hljóti að fara að vakna af þessum vonda draumi. En kannski eigum við bara ákveðinn tíma hér á jörðinni og kannski áttum við bara að fá þessi átján ár með þér. Ég veit að hann Ein- ar heitinn afi þinn hefur tekið á móti þér og knúsað þig, veit líka að langömmur og langafar um- vefja þig ást þar sem þú ert núna. Elsku Óli minn og Íris, Sævar Elí og Ívar Logi, mamma, Árni, Einar og Sigga, þetta er svo mikil sorg en við munum hjálpast öll að við að halda áfram og halda í minninguna um hann Einar Þór okkar. Þín frænka, Jónína. Elsku hjartans Einar Þór okkar. Orð fá því ekki lýst hversu óbærilega sorglegt frá- fall þitt er. Þetta er allt svo óraunverulegt, þú þessi lífsglaði, einlægi, góði strákur kvaddir svona skyndilega. Við höfum öll fylgst með þér frá því áður en þú fæddist. Það var mikill spenningur í fjölskyld- unni þegar mamma þín sagði okkur tíðindin. Þetta sumar myndum við fá lítið frændsystk- ini. Við þreifuðum á stækkandi maga mömmu þinnar, fundum þig sparka og biðum eftirvænt- ingarfull eftir fæðingu þinni. Við vorum fljót að fara niður á sjúkrahús og heimsækja ykkur þegar þú fæddist og um leið varstu kominn í fangið til okkar og við rifumst um að halda á þér. Pínulítill, með dökka hárið og fallegu grænbrúnu augun þín. Við áttum frábærar stundir saman, allar ferðirnar sem við fórum til Kanarí standa sérstak- lega upp úr. Alla dagana í fríinu var leikið á ströndinni, byggðir kastalar og buslað í sjónum. Á kvöldin þegar við fórum út að borða heillaðir þú alla í kringum þig, þjónarnir settu upp alls kyns skemmtiatriði, gáfu þér ís og bjuggu um þig á veitingastöð- unum þegar þú steinsofnaðir eft- ir annasaman dag. Þú varst með eindæmum kurteis. Ömmurnar og afarnir fengu alltaf innilegt faðmlag frá þér og oftar en ekki við hin líka. Þú varst alltaf svo fínn og vel til- hafður. Þú varst einstaklega vandvirkur og nákvæmur og hugsaðir svo rosalega vel um allt. Það var gaman að fylgjast með þér eftir að þú eignaðist fyrsta bílinn þinn. Alltaf var hann eins og hann hefði aldrei verið settur á götuna. Eins og nýr og vel hirtur. Það var alltaf mikið líf og fjör í kringum þig, elsku Einar Þór. Áhugamálin voru mörg og því margt að gera. Frá því að þú varst pínulítill fékkstu strax áhuga á veiðum. Það var gaman að heyra þig segja frá veiðiferð- um þínum enda jókst áhuginn frá ári til árs. Við dáumst að for- eldrum þínum hversu dugleg þau eru að snúast með ykkur bræður í kringum áhugamálin. Hvort sem það eru veiðiferðir, mótorhjólaferðir, eða verið að dytta að bílum eða tækjum. Bræður þínir og litlu frændsystkini þín höfðu gaman af að fá að skottast í kringum þig og litu mikið upp til þín. Þrátt fyrir að þú hefðir þéttskipaða dagskrá gafstu þér oft tíma til að spjalla við þau um körfubolta og leika við þau og eru þær stundir ómetanlegar. Þú varst sérstak- lega góður við bræður þína og fannst þeim frábært að fá að fara á fyrsta rúntinn með stóra bróð- ur. Minningarnar eru margar þó að árin séu fá, hjartans Einar okkar. Í hjarta okkar muntu ávallt eiga sess og þegar við munum hugsa um þig þá munum við minnast þín með mikilli hlýju. Elsku Íris, Óli, Sævar og Ívar. Megi Guð veita ykkur öllum styrk á þessum sorgartímum. Með tár í augum kveðjum við þig í hinsta sinn með söknuð í hjarta. Guð blessi minningu þína, elsku frændi okkar. Árni Páll, Birna Kristín, Eyrún Björk og fjölskyldur. Vinur okkar og bekkjarfélagi úr Egilsstaðaskóla, Einar Þór Jóhannsson, er horfinn frá okk- ur alltof snemma. Hann var traustur vinur og einstaklega góður piltur sem öllum líkaði vel við, fallegur jafnt að utan sem innan. Einar Þór var skemmtilegur strákur sem lífgaði upp á skóla- veruna okkar og gerði hvern dag að upplifun. Hann var glaðlegur prakkari og húmoristi sem stöð- ugt datt eitthvað skemmtilegt í hug. Hann var fyndinn og fjör- ugur og það var gaman að vera í kringum hann. Alltaf var stutt í hláturinn hjá Einari og ef ein- hvers staðar var létt grín eða góðlátleg stríðni var næstum öruggt að hann var þar. Hug- myndaflug Einars Þórs átti sér engin takmörk þegar vinalegir hrekkir voru annars vegar og óborganleg uppátæki hans í þeim tilgangi að fá okkur til að hlæja eru ógleymanleg. Stríðni Einars var aldrei meinfýsin, hann var yndislegur strákur sem gerði engum illt og var þannig manneskja að engum gat líkað illa við hann. Hann var þeim kostum gæddur að koma eins fram við alla, í hans huga var enginn fremri öðrum. Einar Þór var mjög duglegur, fór ósjaldan í ræktina, sótti nám- skeið, gekk á fjöll til veiða og vann stundum á verkstæðinu hjá pabba sínum. Hann hafði gaman af útisporti eins og snjósleða- ferðum og veiðum. Eftirminni- legt er þegar hann missti af keiluferð okkar í 10. bekkjar ferðalaginu af því hann gleymdi sér við kaup á blautbúningi sem hann ætlaði að nota í stökkum sumarsins í Eyvindarána. Um leið og við þökkum vini okkar Einari Þór ógleymanlega og góða samfylgd sendum við foreldrum hans, bræðrum og öðrum ástvinum innilegar sam- úðarkveðjur. Minningin um ein- stakan vin og skemmtilegan strák fær okkur til að brosa í gegnum tárin. Einar Þór og fal- lega brosið hans mun lifa með okkur um alla framtíð. F.h. útskriftarárgangs 2011 úr Egilsstaðaskóla, Auðbjörg Hulda Þórarinsdóttir og Erla Gunnlaugsdóttir. Einar Þór Jóhannsson HINSTA KVEÐJA Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesús, þér ég sendi bæn frá mínu brjósti, sjáðu, blíði Jesús, að mér gáðu. (höf. Ásmundur Eiríksson) Unnar, Árni, Tjörvi, Brynjar, Sara, Maron, Eyþór, Egill og Móeiður. Vilhjálmur Sigurðsson, eig- inmaður minn, hefði orðið 82 ára í dag, en hann fæddist 7. apríl 1932 í Straumi við Hafn- arfjörð. Vilhjálmur lést á líkn- ardeildinni á Ljósheimum á Selfossi 2. janúar 2014. Við Vilhjálmur vissum hvort af öðru frá ellefu ára aldri og fermdumst saman í Hafnar- fjarðarkirkju vorið 1946. Við hittumst ekki aftur fyrr en á 50 ára fermingarafmælinu, í apríl 1996. Vilhjálmur bjó þá í Hafnarfirði en ég í Hveragerði og hann hafði fljótlega uppi á mér þar í gegnum tengdadótt- ur sína sem þar bjó. Við vorum farin að búa saman í Hvera- gerði 1999 og gengum í hjóna- band 9. ágúst 2005. Fram til 1995 bjó Vilhjálm- ur í Miðjanesi í Reykhólasveit og vann lengst af við akstur. Hann keyrði m.a. fyrir Kaup- félag Króksfjarðarness, fyrir Landflutninga og Hagvagna og hér fyrir austan fyrir Mjólkurbú Flóamanna á Sel- fossi og ESSO í Hveragerði. Hann hætti að vinna 2007 eftir að hafa gengist undir hjartaað- gerð. Okkar samband var gott. Við áttum margt sameiginlegt, höfðum gengið gegnum súrt og sætt og áhugamálin voru svipuð. Bæði áttum við hjóna- band að baki og bæði áttum við fjögur uppkomin börn. Við vorum samheldin í því sem við tókum okkur fyrir hendur og ætluðum okkur að gera. Vil- hjálmur keypti hús í Hvera- gerði og þar nutum við þess að rækta garðinn og láta okkur líða vel. Vilhjálmur var áhuga- samur um þjóðmál, hann fylgdist vel með pólitíkinni og var kátur og félagslyndur Vilhjálmur Sigurðsson ✝ Vilhjálmur Sig-urðsson fædd- ist í Straumi í Straumsvík 7. apríl 1932. Hann lést 2. janúar 2014 á hjúkrunarheim- ilinu Ljósheimum á Selfossi. Vilhjálmur var jarðsunginn frá Garðakirkju á Álftanesi 14. janúar 2014. maður. Hann var góður faðir, afi og langafi og það var ánægjuleg og ógleymanleg stund þegar við áttum bæði stórafmæli í hitteðfyrra, að fá þessar fjölmennu fjölskyldur okkar heim í Heiðarbrún af því tilefni. Vilhjálmur veiktist af krabbameini 1997. Það lá niðri fram í apríl 2013 en ágerðist þar til yfir lauk. Hann var aðeins fjórar vikur á sjúkrahúsi á Selfossi, fékk að koma heim daginn fyrir Þor- láksmessu en svo hríðversnaði honum og hann þurfti að fara aftur á Selfoss á nýársdag. Við áttum saman yndislega jólahá- tíð og aðfangadagskvöld enda þótt hann væri mikið veikur. Vilhjálmur fékk góða hjúkrun hér í Hveragerði og á Selfossi og við áttum hér góða vini sem studdu okkur og styðja mig enn. Fyrir það vil ég þakka. Vilhjálmur var mér einstak- lega hlýr og góður. Saman tók- umst við á við áföll og erf- iðleika og börðumst saman í veikindastríði beggja. Hann studdi mig vel í mínum veik- indum 2012 og ég gerði það sem ég gat þegar hann var orðinn fárveikur. Ég vil að leiðarlokum þakka fyrir allt sem Vilhjálmur gerði fyrir mig, fyrir börnin mín og barnabörnin. Hann var þeim mjög kær. Ég kveð hann með ljóðinu „Gjöfin“ eftir Úlfar Ragnars- son: Ég veit ekki hvort þú hefur, huga þinn við það fest. Að fegursta gjöf sem þú gefur er gjöfin sem varla sést. Ástúð í andartaki, augað sem glaðlega hlær, hlýja í handartaki, hjarta sem örar slær, Allt sem þú hugsar í hljóði, heiminum breytir til. Gef þú úr sálarsjóði, sakleysi, fegurð og yl. Guð geymi Vilhjálm Sigurðs- son. Sunna Guðmundsdóttir. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR SVAVA RUNÓLFSDÓTTIR frá Keflavík, síðast Hörgshlíð 4, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 8. apríl kl. 13.00. Jarðsett verður í Gufuneskirkjugarði. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknarfélög. Runólfur Skaftason, Þórunn Skaftadóttir, Inga Skaftadóttir, Birgir V. Sigurðsson, Gunnhildur Skaftadóttir, Guðmundur Magnússon, Friðfinnur Skaftason, Sigríður H. Ingibjörnsdóttir, Einar Skaftason, Lydía Jónsdóttir, Páll Skaftason, Hrund Þórarinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær bróðir okkar, mágur og frændi, JAKOB BREKKMANN EINARSSON, fyrrverandi kennari, Brekku, Hofsósi, lést á Heilbrigðisstofnuninni Sauðárkróki miðvikudaginn 2. apríl síðastliðinn. Útför hans fer fram frá Hofsóskirkju laugardaginn 12. apríl kl. 14. Aðstandendur og fjölskyldur þeirra. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARGRÉT HELENA MAGNÚSDÓTTIR, Sauðármýri 3, Sauðárkróki, lést fimmtudaginn 3. apríl á Heilbrigðisstofnuninni Sauðárkróki. Útförin fer fram frá Sauðárkrókskirkju þriðjudaginn 15. apríl kl. 14.00. Ingibjörg Sigfúsdóttir Gísli Pétursson Magnús Sigfússon Lára Gréta Haraldsdóttir Sjöfn Sigfúsdóttir Sigfús Sigfússon Jóney Kristjánsdóttir Helena Sigfúsdóttir Hermann Óli Finnsson og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.