Morgunblaðið - 07.04.2014, Síða 22
22 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. APRÍL 2014
Nú bara að byrjaundirbúning aðmikilli hátíð. Við
Elín Einarsdóttir, konan
mín eigum samanlagt
aldarafmæli á þessu vori
og ætlum að halda upp á
það með því að bjóða til
okkar góðu fólki þann 2.
maí. Í flokki veislugesta
eru til dæmis hávirðu-
legir meðlimir wiský-
klúbbsins og spilaklúbbs-
ins og ætli saumaklúbbur
konunnar fái þá ekki að
fljóta með. Þá er verið að
reyna að ná samningum
við Bræðrabandið, hljóm-
sveit okkar bræðra, og
náist niðurstaða um
spilamennsku verður
þetta alveg skotheld há-
tíð og mikið fjör,“ segir
Þórir Hrafnsson sem er
50 ára í dag.
Þórir nam á sínum
tíma íslensku og sögu við Háskóla Íslands, en hefur lengst starfað
við markaðs- og kynningarmál meðal annars fyrir auglýsingastofu,
skóla, menningarstofnanir og fleira. Hefur nú síðustu árin unnið í
stjórnarráðinu, bæði sem aðstoðarmaður ráðherra og nú síðast sem
upplýsingafulltrúi í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti. Er þar í
þjónustu þeirra Sigurðar IngaJóhannssonar sem sinnir landbúnaði
og sjávarútvegi og Ragnheiðar Elínar Árnadóttur sem er með iðn-
aðarmálin á sinni könnu.
„Er Reykvíkingur í húð og húð en fer á tyllidögum austur fyrir
Snorrabraut,“ segir Þórir aðspurður um uppruna sinn. Eftir stúd-
entspróf brugðum við Elín okkur austur á Fáskrúðsfjörð og sinnt-
um kennslu þar einn vetur. Það var ansi skemmtileg reynsla, rétt
eins og árið okkar í Ástralíu. Höfðum þá ákveðið að fara utan til
náms og ég stefndi á MBA-gráðuna. Horfðum fyrst á Norðurlöndin
en völdum svo Melbourne í Ástralíu, fórum eiginlega jafn langt frá
Íslandi og mömmu og komist verður,“ segir Þórir sem býr með
konu og þremur yngstu börnunum af fimm í póstnúmeri 107. Nánar
tiltekið við Ægissíðuna í Reykjavík og eins og borgarskáldið Tómas
Guðmundsson orti er ekkert fegurra en vorkvöld í vesturbænum.
sbs@mbl.is
Þórir Hrafnsson er 50 ára í dag
Vesturbæingur Þórir vonast eftir skot-
heldri hátíð með Bræðrabandinu.
Aldarafmæli í upp-
siglingu á Ægisíðu
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Kópavogur Elías Alexander fæddist
16. júlí kl. 14.36. Hann vó 2.875 g og
var 49 cm langur. Foreldrar hans eru
Jónína Kristín Einarsdóttir og
Sebastian Drozyner.
Nýir borgarar
Kópavogur Lovísa Ósk fæddist 1. júlí
kl. 9.28. Hún vó 3.815 g og var 52 cm
löng. Foreldrar hennar eru Silja Ósk
Georgsdóttir og Sigurgeir Valgeirs-
son.
H
rafnkell Orri fæddist í
Reykjavík 7.4. 1974 en
ólst upp í Kópavogi.
Hann gekk í Snæ-
landsskóla frá sex ára
aldri og lauk stúdentsprófi frá MH
1994.
Hrafnhell hóf nám í sellóleik átta
ára að aldri hjá Hauki F. Hannessyni,
stundaði síðan nám í sellóleik frá 15
ára aldri hjá Gunnari Kvaran við Tón-
listarskólann í Reykjavík og lauk það-
an burtfararprófi árið 1996. Hrafnkell
stundaði framhaldsnám í sellóleik við
Tónlistarháskólann í Lübeck í Þýska-
landi hjá Prof. Ulf Tischbirek á ár-
unum 1996-2002 og lauk þaðan dip-
lom-prófi. Hann var einnig nemandi
Jean-Maries Gamards við CNSMP í
París um hríð. Hrafnkell hlaut styrk
úr Minningarsjóði Jean-Pierres Jac-
quillats árið 2000. Hrafnkell var fast-
ráðinn við Fílharmoníusveitina í Lü-
beck veturinn 2000-2001. Hann hefur
verið fastráðinn sellóleikari við
Hrafnkell Orri Egilsson tónlistarmaður – 40 ára
Morgunblaðið/Eyþór
Æfing fyrir tónleika Hrafnkell Orri, Benjamin Pope og söngkonurnar Eivör Pálsdóttir og Ragnheiður Gröndal.
Sellóleikari og vinsæll
og fjölhæfur útsetjari
Morgunblaðið/Valdís Thor
Hljómsveitin Astor Kjartan Valdimarsson píanó- og harmónikkuleikari,
Kristinn H. Árnason gítarleikari, Hrafnkell Orri Egilsson sellóleikari og
Gunnlaugur T. Stefánsson bassaleikari. Tilbúnir í funheita tangósveiflu.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
Kvarnir/Brimrás/Pallar ehf | Akralind 8 | 201 Kópavogur | sími 564 6070
Fax 564 6071 | kvarnir@kvarnir.is | www.kvarnir.is | www.pallar.is
Tilboðið gildir til 25. apríl
Sorpkvarnir í eldhúsvaska
20% afsláttur