Morgunblaðið - 07.04.2014, Blaðsíða 23
Sinfóníuhljómsveit Íslands frá 2002.
Hann er auk þess meðlimur í Kamm-
ersveit Reykjavíkur og hefur leikið
með öðrum tónlistarhópum sem og
inn á fjölmargar hljómplötur.
Hrafnkell stofnaði salonhljómsveit-
ina L’amour fou og útsetti allt efni
sveitarinnar. Hljómplata sveit-
arinnar, Íslensku lögin, kom út 2005
og naut töluverðra vinsælda. Hljóm-
sveitin gerði áramótaþátt fyrir RÚV
árið 2010, Álfareiðina, sem tilnefndur
var til Eddu-verðlaunanna árið 2011.
Hrafnkell hefur einnig verið afkasta-
mikill útsetjari á undanförnum árum.
Hann útsetti m.a. tónleika Sinfóníu-
hljómsveitar Íslands með Ragnheiði
Gröndal og Eivöru Pálsdóttur,
Manstu gamla daga, árið 2006, og tón-
leika Sinfóníuhljómsveitarinnar og
Sigríðar Thorlacius og Sigurðar Guð-
mundssonar í Hörpu árið 2011. Hann
útsetti jólaplötu Sigurðar og Memfis-
mafíunnar, Nú stendur mikið til, sem
kom út árið 2010 og naut mikilla vin-
sælda. Hann hefur einnig útsett fyrir
fjölmarga aðra, svo sem Ásgeir
Trausta, Hjaltalín og Gus Gus.
Hrafnkell var formaður Starfs-
mannafélags Sinfóníuhljómveitar Ís-
lands 2005-2008 og hefur setið í stjórn
sveitarinnar frá 2010.
Í gönguhópnum Látalæti
Tónlistarmenn hafa einungis áhuga
á tónlist – eða hvað?
„Það hafa allir tónlistarmenn áhuga
á tónlist. Annars væru þeir ekki tón-
listarmenn. En þeir hafa nú líka oft
einhver önnur áhugamál.
Ég var skálavörður í Húsavík í
Borgarfirði eystra part úr sumri og
það ýtti töluvert undir áhuga minn á
gönguferðum um afskekkt svæði.
Ég er gönguhópi sem á rætur í
móðurætt minni og kennir sig við
jörðina Látalæti í Landsveit. Við höf-
um farið í göngur á hverju sumri,
gengið t.a.m. tvisvar að Fjallabaki og
víðar og stefnum á Sveinstind og
Skælinga við Langasjó nú í sumar.
Svo leik ég golf hjá Golfklúbbi
Reykjavíkur. En ég get ekki neitað
því að tónlistin er númer eitt.“
Fjölskylda
Kona Hrafnkels er Rakel Edda
Guðmundsdóttir, f. 3.7. 1983, meist-
aranemi í sagnfræði og söngkona.
Foreldrar hennar eru Stefana Björk
Gylfadóttir, f. 19.8. 1955, lífeindafræð-
ingur, og Guðmundur Björgvinsson,
10.1. 1955, heimilislæknir.
Systkini Hrafnkels eru Arndís
Hrönn Egilsdóttir, f. 16.1. 1969, leik-
kona, búsett á Seltjarnarnesi; Andri
Egilsson, f. 3.10. 1985, stærðfræð-
ingur og starfsmaður Seðlabanka Ís-
lands, búsettur í Reykjavík; Högni
Egilsson, f. 3.10. 1985, tónlistarmaður,
búsettur í Reykjavík; Egill Högni Eg-
ilsson, f. 4.7. 1979, d. 26.6. 1984.
Foreldrar Hrafnkels eru Erna Guð-
rún Árnadóttir, f. 8.1. 1948, sérfræð-
ingur í mennta- og menningar-
málaráðuneytinu, búsett í Reykjavík,
og Egill Benedikt Hreinsson, f. 30.6.
1947, prófessor í rafmagnsverkfræði,
Reykjavík. Þau skildu.
Erna giftist aftur 1999 Eiríki
Brynjólfi Baldurssyni, f. 24.4. 1952,
framkvæmdastjóra Vísindasiðanefnd-
ar, en börn hans eru Ragnheiður,
Finnur og Yngvi. Núverandi kona Eg-
ils er Áslaug Ásgeirsdóttir, f. 9.2.
1950, hjúkrunarfræðingur, og eru
börn hennar Rakel, Sturla, Tinna og
Hrafn.
Úr frændgarði Hrafnkels Orra Egilssonar
Hrafnkell Orri
Egilsson
Anna Sigríður Einarsdóttir
húsfr. á Héðinshöfða
Kristján Júlíus Jóhannesson
b. og kennari í Hriflu í Kinn
Sigríður Kristjánsdóttir
hússtj.kennari í Rvík.
(Fósturfor.: Egill Þorláksson kennari
á Akureyri, og Aðalbjörg Pálsdóttir
húsfr.)
Andrés Kristjánsson
ritstj. Tímans og fræðslustj. í Kópavogi
Egill Benedikt Hreinsson
prófessor í rafmagnsverkfr. við HÍ
Guðrún Magnúsdóttir
húsfr. í Látalæti
Árni Árnason
b. í Látalæti í Landsveit
Þórunn Ágústa Árnadóttir
húsfr. í Rvík
Árni Böðvarsson
orðabókarritstjóri í Rvík
Erna Guðrún Árnadóttir
sérfr. í mennta- og menningarm.ráðun.
Sigurður Árnason
sérfr. í krabbameinslækningum
Gróa Bjarnadóttir
húsfr. í Bolholti
Hreinn Benediktsson
prófessor í málfræði við HÍ
(seinni maður Sigríðar og stjúpafi Hrafnkels: Jónas
Kristjánsson forstöðum. Stofn. Árna Magnússonar)
Fríða Austmann Hallgrímsd.
húsfr. á Eskif.
Böðvar Böðvarsson
b. í Bolholti í Rangárvallahr.
Sveinn Böðvarsson
skrifstofum. í Rvík
Magnús L. Sveinsson
fyrrv. forseti borgarstjórnar og form.VR og Varðar
Benedikt Guttormsson
kaupfélags- og bankastj. á Eskif., bróðursonur Páls ritstj. á
Hallormsstað, afa Hjörleifs Guttormssonar og Sigurðar Blöndal
Sigríður Guttormsdóttir
húsfr. á Hallormsstað
Páll Guttormsson
skógfræðingur á Hallormsstað
Sigurður Guttormsson
b. á Hallormsstað
ÍSLENDINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. APRÍL 2014
Hafsteinn Guðmundsson,bókaútgefandi og prent-smiðjustjóri, fæddist í Vest-
mannaeyjum 7.4. 1912. Foreldrar
hans voru Guðrún Kristjánsdóttir,
húsfreyja og saumakona, og Guð-
mundur Helgason, steinsmiður í
Reykjavík og síðar sjómaður í Vest-
mannaeyjum. Meðal systkina Haf-
steins var Ágúst Guðmundsson
prentsmiðjustjóri.
Fyrri kona Hafsteins var Ólafía
Jóhannsdóttir en þau slitu samvistir
og eignuðust þau eina dóttur.
Eftirlifandi eiginkona Hafsteins er
Helga Hobbs og eignuðust þau þrjú
börn, auk sonar Helgu frá fyrra
hjónabandi sem er stjúpsonur Haf-
steins.
Hafsteinn stundaði nám við Iðn-
skólann í Reykjavík og lauk þaðan
sveinsprófi í setningu 1932, öðlaðist
meistararéttindi 1940, stundaði nám
við Fagskolen for boghåndværk í
Kaupmannahöfn og lauk þaðan próf-
um 1939.
Hafsteinn var setjari hjá Ísafold-
arprentsmiðju 1929-42, prentsmiðju-
stjóri hjá Hólaprenti 1942-66, for-
stjóri og eigandi Prenthúss
Hafsteins Guðmundssonar 1967-73
og forstjóri og eigandi bókaútgáf-
unnar Þjóðsögu 1954-93. Þá kenndi
Hafsteinn meðfram öðrum störfum
fagteikningu í prentiðnaði við Iðn-
skólann í Reykjavík 1940-60.
Hafsteinn var ritari Félags ís-
lenskra prentsmiðjueigenda 1947-50,
gjaldkeri félagsins 1952-67, formað-
ur skólanefndar Prentskólans og
starfaði um árabil í stjórn Félags ís-
lenskra bókaútgefenda.
Hafsteini var allt tíð mjög umhug-
að um íslenska prentlist, bókagerð
og bókaútgáfu og naut almennrar
virðingar fyrir vandvirki og listrænt
handbragð í stétt bókagerðarmanna.
Hafsteinn hlaut hvatningar-
verðlaun Vísindasjóðs fyrir útgáfu
Þjóðsögu á verkinu Íslensk þjóð-
menning, var sæmdur riddarakrossi
hinnar íslensku fálkaorðu 1976 og
var heiðursfélagi Félags íslenskra
bókaútgefenda og Svifflugfélagsins.
Hann var sæmdur heiðursdoktors-
nafnbót við Háskóla Íslands 1994.
Hafsteinn lést 1.9. 1999.
Merkir Íslendingar
Hafsteinn Guðmundsson
90 ára
Michael Guðvarðarson
Ragnar Benediktsson
85 ára
Guðlaug Runólfsdóttir
Sigurjón Jónasson
Sveinn Kristjánsson
Theódóra Guðmundsdóttir
80 ára
Friðbjörg Ingibergsdóttir
Guðmundur Finnbogason
Karen Lísa Guðmundsdóttir
Kristján Kristjánsson
75 ára
Edda Tegeder
Erlendur Kristjánsson
Gylfi Sævar Einarsson
Hulda S. Sigurðardóttir
Þorbergur Bjarnason
Örn Jóhannsson
70 ára
Friðrik Gunnar Bjarnason
Guðrún Óskarsdóttir
Hafþór Jónsson
Kristrún Samúelsdóttir
Magnús Ingólfsson
Sara Hólm
Vagn Preben Boysen
60 ára
Aðalheiður I.S. Waage
Einar Jóhann Herbertsson
Gísli Sveinbjörnsson
Guðni Þór Hermannsson
Guðrún Halla Tulinius
Gunnar Rúnar Ólason
Helga Eggertsdóttir
Ingibjörg Júlíusdóttir
Jens Gíslason
Jón Hjálmar Jónsson
Olga Jónsdóttir
Vilborg S. Ingvarsdóttir
50 ára
Eiríkur Siggeir Eiríksson
Elísabet Grettisdóttir
Erla Leifsdóttir
Guðbjörg Anna Árnadóttir
Helga Dagný Árnadóttir
Hlynur Bergvin Gunnarsson
Íris Ingvarsdóttir
Kristbjörg Gunnarsdóttir
Páll Hinrik Helgason
Sighvatur Daníel Sighvats
Sverrir Ingimundarson
Vesna Manojlovic
William Varadaraj
Þórdís Bragadóttir
Þórir Hrafnsson
40 ára
Arnar Ingi Hreiðarsson
Birna Sigurðardóttir
Björn Ingi Victorsson
Einar Már Björgvinsson
Guðrún Ólöf Einarsdóttir
Halldóra Hálfdánardóttir
Jaroslaw Arkadiusz Gorlo
Jóhann Gunnar Sigurðsson
Jónas Viðar Sigurðsson
Jón Ingi Hilmarsson
Kolbrún Björnsdóttir
Lilja E. Kristjánsdóttir
Marsa Hrönn Daníelsdóttir
Rakel Theódóra
Heiðarsdóttir
Rósa Kristín Jensdóttir
Snæbjörn Ingi Ingólfsson
Tsvetan Petrov Dinkov
30 ára
Amanda Czeslawa
Pokorska
Arnar Ingi Gunnarsson
Ingibjörg E. Benediktsdóttir
Katrín Halldórsdóttir
Krzysztof Machomet
Svava Dagný Árnadóttir
Vlora Bala
Til hamingju með daginn
30 ára Sveinn býr í
Hafnarfirði, lauk prófum
frá atvinnuköfunarskóla í
Noregi, stundar köfun og
nám í tölvunarfræði við
HR.
Sonur: Bjarni Anton Dal
Sveinsson, f. 2012.
Foreldrar: Björn Anton
Einarsson, f. 1964, fram-
kvæmdastjóri, og Gróa
Dal Haraldsdóttir, f. 1964,
að ljúka námi í
hjúkrunarfræði. Þau búa í
Búðardal.
Sveinn Dal
Björnsson
30 ára Sigurbjörg ólst
upp í Bolungarvík, stund-
ar nám í viðskiptafræði
við HA og starfar hjá Eim-
skip á Ísafirði.
Maki: Halldór G. Jó-
hannsson, f. 1971, húsa-
smiður.
Sonur: Jóhann Pétur
Halldórsson, f. 2012.
Foreldrar: Hallgrímur Óli
Helgason, f. 1960, starfar
við löndun, og Sigríður
Jóna Guðmundsdóttir, f.
1962, verslunarmaður.
Sigurbjörg
Hallgrímsdóttir
30 ára Skúli ólst upp í
Reykjanesbæ, útskrifaðist
sem atvinnuflugmaður frá
Flugskóla Íslands 2012, er
að ljúka BS-prófi í við-
skiptafræði frá HR og
starfar hjá föður sínum
við Pulsuvagninn í Kefla-
vík.
Maki: Lilja Dís Kristjáns-
dóttir, f. 1994, er að ljúka
stúdentsprófi frá FMOS.
Foreldrar: Vilberg Skúla-
son, f. 1957, og Guðlaug
Skúladóttir, f. 1955.
Skúli Steinn
Vilbergsson
Svarið við spurningu dagsins
Fylgifiskar - Suðurlandsbraut 10, 108 Rvk - Nýbýlavegi 4, 200 Kóp - Sími 533 1300 - fylgifiskar.is
tilbúnar í pottinn heima
Fiskisúpur í Fylgifiskum
Verð 1.790 kr/ltr
Súpan kemur í fötu en fiskinum er pakkað sér.
Eldunaraðferð þegar heim er komið: Súpan er hituð upp að suðu, fiskinum er jafnað út milli súpudiska
eða settur í pottinn um leið og súpan er borin fram.
Hvað þarftu mikið?
Súpa sem aðalréttur – 0,5 ltr/mann Súpa sem forréttur – 0,25 ltr/mann
Mánudaga - föstudaga 10.30 - 18.30
Laugardaga frá 11.00-16.00 (Kópavogur)