Morgunblaðið - 07.04.2014, Page 26
26 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. APRÍL 2014
VIÐTAL
Kolbrún Bergþórsdóttir
kolbrun@mbl.is
Framtíð óperuflutnings á Íslandi var
nýlega til umræðu á málþingi í
Hörpu. Meðal frummælenda var
Gunnar Guðbjörnsson óperusöngvari
sem er formaður Félags íslenskra
tónlistarmanna – klassískrar deildar
FÍH. „Málþingið snerist um framtíð-
arsýn fyrir óperuna á Íslandi,“ segir
Gunnar. „Á málþinginu var greini-
legt að fólki fannst óperuformið eiga
framtíð því þar sameinast listirnar.
Frjóar hugmyndir spretta einmitt
iðulega upp úr því þegar listgreinar
vinna saman. Það eru líka engin ný
sannindi að hægt sé að vera listamað-
ur á tveimur sviðum. Fólk sem hefur
sungið í óperum í áraraðir vinnur í
raun í tveimur listgreinum, sem leik-
ari og tónlistarmaður. Á málþinginu
kom svo fram sterkt ákall eftir ný-
sköpun sem að vissu leyti er í far-
vatninu. Íslensk tónskáld eru að
huga að óperum og sjá spennandi
hluti í listforminu.“
Það hefur verið talað um að óp-
eruformið sé að líða undir lok víða
um heim. Er það svo?
„Óperan er flókið listform og það
er kostnaðarsamt að setja upp óp-
erur þannig að það er ekki auðvelt að
finna leið fyrir þetta form í kreppu-
umhverfi síðustu ára. Margir líta á
óperusýningar sem óþarfa lúxus en á
sama tíma er fólk yfir sig hrifið af
samruna listgreina og talar um slíkt
sem nýja uppfinningu. Svo er þó ekki
því óperuformið er hinn eini sanni
samruni lista.
Óperuformið hefur lifað í 400 ár og
er í kreppu víðar en á Íslandi. Í
Bandaríkjunum er verið að loka óp-
eruhúsum og í vöggu óperunnar,
Ítalíu, eru gríðarlega mikil vandræði,
en óperan lifir víða góðu lífi, eins og
til dæmis í Þýskalandi og Suður-
Ameríku. Óperan skiptir marga lista-
menn hér á landi máli af því að við Ís-
lendingar erum miklir söngvinir og
erum ekki síst upptekin af klass-
ískum söng. Tugir íslenskra söngv-
ara hafa verið að starfa út um allan
heim og þar er Kristinn Sigmunds-
son stórstjarnan okkar og fánaberi.
Einnig er fullt af öðrum söngvurum
að gera góða hluti. Listgreinin á því
talsverðan mannauð. Svo varð upp-
sveifla í kringum óperuna Ragnheiði
sem sýnir að áhuginn á óperum er
mikill en það er eins og okkur hafi
ekki tekist að glæða hann síðustu ár-
in.“
Gríðarlegur niðurskurður
Þú nefnir það að kostnaðarsamt er
að setja upp óperur. Hvernig er búið
að Íslensku óperunni þegar kemur
að fjármagni?
„Miklar rannsóknir hafa verið
gerðar á hagrænum áhrifum menn-
ingar og það segir sig sjálft að ef
menn fjárfesta lítið í menningarverk-
efnum þá geta þessi hagrænu áhrif
ekki orðið mikil því þá eru listform-
inu ekki gefin tækifæri til að skila af-
leiddum tekjum. Fjárhagshliðin er
vandamál og Íslenska óperan hefur
þurft að þola mikinn niðurskurð,
meðan til dæmis Sinfóníu-
hljómsveitin fær aukningu á fjár-
lögum. Við vonumst eftir því að við-
snúningur verði hjá stjórnvöldum
hvað þetta varðar.
Það hefur verið gríðarlegur niður-
skurður hjá Íslensku óperunni eftir
hrun og á sama tíma var lagt hart að
óperustjóranum að flytja í Hörpu
sem er hús sem er ekki byggt fyrir
óperulistina. Við Bjarni Daníelsson,
þáverandi óperustjóri, vorum á sín-
um tíma miklir talsmenn þess að bú-
inn yrði til 800-900 manna óperu- og
söngleikjasalur í Hörpu en það var
ekki gert. Þess vegna er enginn leik-
hústæknilega búinn salur í Hörpu
þótt hljómburður þar sé með ágæt-
um.
Það sem einnig er alvarlegt varð-
andi stöðu óperulistarinnar er að
ekkert fjárhagslegt svigrúm er fyrir
fræðslustarf en það er til dæmis
mjög öflugt hjá Sinfóníuhljómsveit
Íslands. Óperan á það til að mæta
fordómum hjá almenningi, en kollegi
minn Bjarni Thor Kristinsson hitti
naglann á höfuðið á Facebook um
daginn þegar hann sagði að það væri
með óperuna eins og sushi, flestum
þætti það vont þar til þeir smakka
það. Listformið líður að sjálfsögðu
fyrir það eins og gefur að skilja, þá er
erfitt að ná til nýrra áhorfenda.“
Er erfitt að starfa sem óp-
erusöngvari á Íslandi?
„Án fjármagns er mjög erfitt að
fóta sig í óperuheiminum og það er
ástæðan fyrir því að svo margir óp-
erusöngvarar búa erlendis. Fáir
þeirra kjósa sér búsetu á Íslandi
nema þeir ætli sér að starfa við eitt-
hvað annað en óperusöng. Ég þekki
þetta af eigin reynslu því í ein átta ár
bjó ég hér og starfaði þá mest er-
lendis. Síðustu árin hafa söngstörfin
erlendis dregist saman og ég snúið
mér að öðrum störfum, lauk til dæm-
is námi í menningarstjórnun og það
hefur opnað mér ýmsa nýja atvinnu-
möguleika.
Það er ekkert auðvelt að búa á Ís-
landi og vera óperusöngvari. Óp-
erusöngvarar reyna að finna sér ein-
hverjar lausnir og eftirhrunsárin
hafa augljóslega ekki verið þessari
stétt auðveld. Fastráðningar Ís-
lensku óperunnar lögðust af, reyndar
nokkuð fyrir hrun, og fremur sjald-
gæft er að söngvarar njóti starfs-
launa listamanna. Hvað sjálfan mig
varðar er söngur varla meira en um
tíu prósent af vinnu minni, afgang-
urinn byggist á öðrum störfum eins
og verkefnastjórnun, kynningar-
störfum, kennslu, formennsku og
vefstjórnarstörfum. Að vísu er aldrei
dauð stund hjá mér og ég get ekki
sagt að mér leiðist nokkurn dag og
öll hlaupin gefa mér mikla reynslu.
En staðreyndin er sú að þetta er eina
leiðin til að geta starfað á Íslandi sem
listamaður í þessu fagi.“
Munaðarlaus grasrót
Það er ekki mikið sýnt af óperum á
Íslandi og nánast engar nýjar, Ragn-
heiður er undantekning. Finnst þér
vera áhyggjuefni hversu lítið er um
nýjar óperur og þá sérstaklega ís-
lenskar?
„Ragnheiður, ópera Gunnars
Þórðarsonar og Friðriks Erlings-
sonar, er í rauninni grasrótarverk-
efni. Þeir fengu hugmyndina að óp-
erunni og sömdu hana og fengu ekki
mikla styrki til verkefnsisins fyrr en
Menningarráð Suðurlands veitti
þeim góðan styrk. Þeir sjálfstæðu
óperuhópar sem starfa hér á landi
hafa í enga sjóði að leita því ef þeir
sækja um hjá tónlistarsjóði er vísað
yfir í leiklistarsjóð og svo öfugt. Á
báðum stöðum er sagt: Þetta er ekki
listform sem þessi sjóður styrkir.
Þarna er munaðarlaus grasrót í einni
listgrein. Mesta furða er auðvitað að
þetta hafi ekki gengið af grasrótinni
dauðri enda getur fólk ekki enda-
laust gefið vinnu sína til samfélags-
ins.
Óperulistin er 400 ára gömul en
þær óperur sem hafa verið sýndar
hér á landi síðustu ár spanna ein-
ungis hundrað ára tímabil, frá blá-
endanum á 18. öldinni og fram að
þeirri tuttugustu og það eru nær ein-
göngu óperur frá 19. öld sem fara á
fjalirnar en barokkóperur, klassískar
og svo óperur 20. aldarinnar hafa í
raun ekki sést á sviði hér um árabil.
Gunnar Þórðarson er fyrsti 20. aldar
maðurinn í nokkuð langan tíma sem
fær sýnt eftir sig verk. Þetta þarf að
breytast. Það eru settar upp óperur
sem allir virðast þekkja og vilja sjá
en það sem gerist sé slíkt stundað til
lengri tíma er að áhorfendahópurinn
Ákall eftir
nýsköpun
Gunnar Guðbjörnsson óperu-
söngvari hefur sterkar skoðanir
á framtíð óperuflutnings á Íslandi
• Konica Minolta fjölnotatækin (MFP)
eru margverðlaunuð fyrir hönnun,
myndgæði, notagildi, umhverfisvernd
og áreiðanleika.
• Bjóðum þjónustusamninga,
rekstrarleigusamninga og alhliða
prentumsjón.
• Viðskiptavinir Kjaran eru lítil og stór
fyrirtæki, stofnanir og prentsmiðjur
sem eiga það sameiginlegt að gera
kröfur um gæði og góða þjónustu.
• Kjaran er viðurkenndur söluaðili á
prentlausnum af Ríkiskaupum.
Síðumúla 12 - 510 5520 - kjaran.is
• BLI A3 MFP Line of the Year 2013
• BLI A3 MFP Line of the Year 2012
• BLI A3 MFP Line of the Year 2011
bizhub margverðlaunuð fjölnotatæki